Morgunblaðið - 01.09.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 01.09.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 25 VIÐSKIPTI Mánaðarlegur vöxtur útlána 1996-júlí 1999 Vísbendingar um hægari vöxt útlána SÍÐUSTU tölur um vöxt útlána og peningamagns gefa til kynna að nú kunni að hægja á vexti útlána, að því er fram kemur í upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun. Vöxtur útlána og peningamagns gefur visbendingar um styrk innlendrar eftirspurnar eft- ir lánum. Mánaðarleg aukning útlána inn- lánsstofnana hefur verið á bilinu 1- 1,5% síðustu þrjá mánuði en var yfir 3% í febrúar, mars og apríl. Svipaða þróun má merkja í vexti peninga- magns í víðum skilningi. Þjóðhags- stofnun gerir ráð fyi'ir að áhrifa gæti af aðlögunartímabili innlánsstofnana að lausafjárreglum sem hófst í lok mars og er nýlokið. Þá kunni vaxta- hækkun Seðlabankans í júní að vera farin að segja til sín. Magnús Harðarson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, segir þetta ein- ungis íyrstu vísbendingar og erfitt að segja fyrir um áframhaldið með vissu. „Eg myndi telja þetta eðlilega þróun bæði vegna vaxtahækkana og aðlög- unartímabils lausafjárreglna. Að 1-2 mánuðum liðnum ættu allar tölur að hafa borist og þá kemur í Ijós að hve miklu leyti þetta er vegna vaxta- hækkana og að hve miklu leyti bank- arnir hafa verið að laga sig að iausa- fjárreglunum," segir Magnús. Hann segir þetta vissulega æski- lega þróun. „Tilgangur Seðlabankans með þessum aðgerðum er að hægja á vexti útlána, draga úr eftirspurn eftir þeim. Það má segja að þessi þróun sé æskileg með hliðsjón af verðbólgu- markmiðum Seðlabankans sem reyn- ir að stýra hagkerfinu á hagvaxtar- braut án verðbólgu." I upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun kemur fram að vöxturinn nú geti ekki talist hægur nema í samanburði við gríðarlega aukningu fyrri mánaða og sl. árs og enn sé of snemmt að full- yrða að um viðsnúning sé að ræða enda sé vöxtur útlána mjög breytileg- ur frá einum mánuði til annars. Magnús segir vöxtinn á seinni hluta síðasta árs sérstaklega hraðan þar sem aðstæður á markaði hafi þá verið óvenjulegar m.t.t. einkavæðingará- forma og stofnunar FBA. ---------------- Sjávarútvegs- sjóður íslands Eigið fé minnkar um 111 milljónir HAGNAÐUR samkvæmt rekstrar- reikningi Sjávarútvegssjóðs Islands hf. nam 3 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 4,3 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Heildareignir sjóðsins námu 145,1 milljón króna í júnílok samanborið við 257,1 miHjón króna í árslok 1998. Þar af nam hlutabréfaeign sjóðsins 126,2 milijónum króna, eða 87% af heildar- eignum. Eigið fé sjóðsins minnkar úr 255 milljónum króna í júnílok 1998 í 144 milljónir króna í lok júní 1999. I fréttatilkynningu kemur fram að Sjávarútvegssjóðurinn á hlutabréf í 24 hlutafélögum. Þar af eru 20 skráð á Verðbréfaþingi Islands. Þak- og utanhússklæðningar í miklu úrvali. Allar gerðir festinga. Slétt ál og stál með gæðastaðal ISO 9001. \ ASETA Ármúla 16 ♦ 108 Reykjavík ♦ Sími 533 1600 ♦ Fax 533 1610
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.