Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 25
VIÐSKIPTI
Mánaðarlegur vöxtur útlána 1996-júlí 1999
Vísbendingar
um hægari
vöxt útlána
SÍÐUSTU tölur um vöxt útlána og
peningamagns gefa til kynna að nú
kunni að hægja á vexti útlána, að því
er fram kemur í upplýsingum frá
Þjóðhagsstofnun. Vöxtur útlána og
peningamagns gefur visbendingar
um styrk innlendrar eftirspurnar eft-
ir lánum.
Mánaðarleg aukning útlána inn-
lánsstofnana hefur verið á bilinu 1-
1,5% síðustu þrjá mánuði en var yfir
3% í febrúar, mars og apríl. Svipaða
þróun má merkja í vexti peninga-
magns í víðum skilningi. Þjóðhags-
stofnun gerir ráð fyi'ir að áhrifa gæti
af aðlögunartímabili innlánsstofnana
að lausafjárreglum sem hófst í lok
mars og er nýlokið. Þá kunni vaxta-
hækkun Seðlabankans í júní að vera
farin að segja til sín.
Magnús Harðarson, hagfræðingur
hjá Þjóðhagsstofnun, segir þetta ein-
ungis íyrstu vísbendingar og erfitt að
segja fyrir um áframhaldið með vissu.
„Eg myndi telja þetta eðlilega þróun
bæði vegna vaxtahækkana og aðlög-
unartímabils lausafjárreglna. Að 1-2
mánuðum liðnum ættu allar tölur að
hafa borist og þá kemur í Ijós að hve
miklu leyti þetta er vegna vaxta-
hækkana og að hve miklu leyti bank-
arnir hafa verið að laga sig að iausa-
fjárreglunum," segir Magnús.
Hann segir þetta vissulega æski-
lega þróun. „Tilgangur Seðlabankans
með þessum aðgerðum er að hægja á
vexti útlána, draga úr eftirspurn eftir
þeim. Það má segja að þessi þróun sé
æskileg með hliðsjón af verðbólgu-
markmiðum Seðlabankans sem reyn-
ir að stýra hagkerfinu á hagvaxtar-
braut án verðbólgu."
I upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun
kemur fram að vöxturinn nú geti ekki
talist hægur nema í samanburði við
gríðarlega aukningu fyrri mánaða og
sl. árs og enn sé of snemmt að full-
yrða að um viðsnúning sé að ræða
enda sé vöxtur útlána mjög breytileg-
ur frá einum mánuði til annars.
Magnús segir vöxtinn á seinni hluta
síðasta árs sérstaklega hraðan þar
sem aðstæður á markaði hafi þá verið
óvenjulegar m.t.t. einkavæðingará-
forma og stofnunar FBA.
----------------
Sjávarútvegs-
sjóður íslands
Eigið fé
minnkar um
111 milljónir
HAGNAÐUR samkvæmt rekstrar-
reikningi Sjávarútvegssjóðs Islands
hf. nam 3 milljónum króna fyrstu sex
mánuði ársins samanborið við 4,3
milljónir króna á sama tímabili í fyrra.
Heildareignir sjóðsins námu 145,1
milljón króna í júnílok samanborið við
257,1 miHjón króna í árslok 1998. Þar
af nam hlutabréfaeign sjóðsins 126,2
milijónum króna, eða 87% af heildar-
eignum. Eigið fé sjóðsins minnkar úr
255 milljónum króna í júnílok 1998 í
144 milljónir króna í lok júní 1999.
I fréttatilkynningu kemur fram að
Sjávarútvegssjóðurinn á hlutabréf í 24
hlutafélögum. Þar af eru 20 skráð á
Verðbréfaþingi Islands.
Þak- og utanhússklæðningar í miklu úrvali. Allar gerðir festinga.
Slétt ál og stál með gæðastaðal ISO 9001.
\
ASETA
Ármúla 16 ♦ 108 Reykjavík ♦ Sími 533 1600 ♦ Fax 533 1610