Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 31

Morgunblaðið - 01.09.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 31 LISTIR Inga Elfn tók til höndunum í bakgarðinum hjá Ófeigi á listanótt. Þær fáu kvöldstundir skráðu sig 400 manns f gestabók listhússins. Þrjú listhús MYMDLIST IIMGA ELÍIV/ MEISTARI JAKOB/ LISTHdS ÖFEIGS MYNDLIST/LISTIÐNAÐUR Opin á verslunartíma. Til 4. sept- ember. Aðgangur ókeypis. LITLU listhúsunum fer stöðugt fjölgandi og að baki þeirra standa yfirleitt hópar ein- staklinga, sem eru að koma að- skiljanlegustu verkum sínum á framfæri. Á stundum eru þetta líka einstaklingar að markaðs- setja list og listiðnað sinn, eru jafnvel svo lánsamir að hafa get- að innréttað notalegt rými fyrir almennar listsýningar, líkt og gullsmiðurinn og listhönnuður- inn Ófeigur Bjömsson. Er hér átt við starfsemi menntaðs lista- fólks, sem í sumum tilvikum hef- ur í fá hús að venda til að koma munum sínum og verkum á framfæri, sumt svo til á götunni eftir að Heimilisiðnaðarbúðin á Hafnarstræti varð að loka sem var stórslys um lífrænt andrúm í miðborginni. Þessi framtaks- semi er að sjálfsögðu af hinu góða, því hér geta borgarbúar og landsmenn allir gengið að ekta hlutum til augnayndis eign- ar og gjafa, í flestum tilvikum módelverkum þegar um smíðar og skart er að ræða, hvað þá frjálsa myndlist. Hér stendur Skólavörðustígurinn sterkt með listíðaverslanir og listhús hlið við hlið að segja má, nú síðast var opnað Listhús Reykjavíkur með pomp og prakt á listanótt, en það er sér á parti í stærð og umfangi og mun stækka enn frekar er kjallarinn sem mun ætlaður fyrir sérsýningar tekur til starfa. Ekki er svo langt síðan list- munaverslunin Meistari Jakob, á Skólavörðustíg 5, opnaði dyr sínar, en þar ráða ríkjum 10 vel þekktar listakonur, sem hafa kippt einum útlendingi af Veik- ara kyninu upp í til sín. Þó lítið sé, er þar um lygilega auðugan garð að gresja um listiðnað, hönnun og málverk, í uppsetn- ingu allri hið menningarlegasta, rétt og skylt að víkja nánar að starfseminni í framtíðinni. Ann- ars er ekki ástæða til að rýna að staðaldri í það sem allir þessir staðir hafa á boðstólunum, er frekar í verkahring fréttamiðla, en menningargildið er borð- leggjandi og þeir hækka til Skyldmenni í lífi og list, málarinn Iljördís Frímann og skartsmiðurinn Ófeigur Björnsson á verkstæði Ófeigs. muna ris borgarkjarnans. Fyrir ofan er svo listmunaverslun Ingu Elínar, sem kynnir þar fjölþætt úrval eigin verka og enn ofar er loks verkstæði, list- hús og skartgripaverslun Ófeigs. Við þetta má bæta að neðan við þessa þrenningu, raunar við hliðina á meistaran- um er svo hin gamalgróna kaffi- stofa (og listhús) Mokka, sem hefur starfað í meira en 40 ár, svo hér má með réttu tala um fjögralaufasmára listarinnar á Skólavörðustíg. Ástæða þessara skrifa er þó helst sú, að staðirnir þrír eru með samsýningu í Listhúsi Ófeigs og kynna þar hina fjöl- þættu starfsemi sína, getur þar að líta sígilda miðla svo sem olíu á léreft, grafík, einþrykk, leir- list, vefnað, glerverk og postu- lín, en einnig sjaldgæfari svo sem basalt og stál, fjörusteina og silfur, kol og jarðefni, gler og steinsteypu, grágrýti og járn. En hvort sem miðillinn er sígild- ur eða um er að ræða að stefnt er saman náttúruformunum og handunnum hlutum þá skiptir útfærslan og frumlegt hand- bragð öllu. Drjúg ástæða til að vísa til þessa hressilega framnings, sem er til fyrirmyndar á tímum óheftrar og harðvítugi’ar sam- keppni og innlit á alla staðina þrjá gerir hverjum manni gott sem á annað borð er með skyn- rænu ratsjána í lagi. Bragi Ásgeirsson Diet ‘99. Ein af 28 stafrænum prentmyndum Hall- gríms Helgasonar í Galleríi 101. Grim, ... aftur á kreik MYMDLIST Gallerí 101, Laugavegi 48h GRAFÍK HALLGRÍMUR HELGASON Til 14. september. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 11-19, laugardaga frá kl. 11-17, og sunnudaga frá kl. 14-17. STAFRÆNT prent hentar myndum Hallgríms Helgasonar af- ar vel. Það sannar sig á þeim 28 lit- myndum í A3, sem hann sýnir í Gallerí Oneoone. Þar er Grim aftur kominn á kreik með sína kaldrifj- uðu íyndni, skögultennur eins og rostungur og Gosalega spýtunef. Hallgrími hefur tekist á örskömm- um tíma að búa sér til ímynd í formi teiknimyndafígúru sem er í senn chaplínsk og sjálfspeglandi. Eftir að Þórbergur Þórðarson leið þarf að fara suður til Ítalíu til að finna menn með jafnekta húmor fyrir sjálfum sér og Hallgrímur hefur alías Grim. Það sem gerði Þórberg svo óvið- jafnanlegan var hvemig hann gat fundið upp skopstælingu af sjálfum sér sem alvarlegur, dauðfeiminn en ofurspurull unglingur, sem alltaf missti andlitið í fullkomnunar- áráttu sinni af því hann var svo barnslega fortakslaus andspænis lífinu og tilverunni. Hallgrímur heyrir vissulega til miklu séðari tíma þar sem bláeyg- ur Öræfasveinninn hefur vikið íyr- ir borgarbaminu sem hrærist í sjálfhverfum og ofurmeðvitandi heimi töffara og tildurrófna. En heiðarleiki hins spurula meinar honum að gangast þessum heimi á hönd af því gagnrýnisleysi sem þarf til að heyra honum til hundrað prósent. Alvara Grim - sem þýðir meðal annars „grímulaus“ - virkar í íyrstu hæðin, líkt og Gosinn glotti í sífellu, en við nánari kynni koma aðrir og einlægari þættir í ljós. Vandræðagangur Grim afhjúpar nefnilega í hví- vetna við- kvæmni okkar harða heims og finnur hvar- vetna á honum snöggan tOfinn- ingablett. Hinn spuruli kemst fljótlega að því að töffaraskap- urinn er bara gríma af sama tískutoganum og ímyndunar- veiki og önnur ámóta uppgerð var á 17. og 18. öld; hegðunar- máti sem fölskvalaus nú- tímaunglingur- inn íklæðist án þess að spyrja um slitþol. Líkt og í ekta amer- ískum hollí- vúddara sem byrjar á stór- kallanótunum eru allir famir að skæla í lokin. Valdsmannsleg harkan víkur í miðri mynd fyr- ir bullandi væmni. Það er okkar margræða samtíð sem Hallgrímur bregður upp með öllum tónum litrófsins, í bland við heimspekilegar vangaveltur Grims, sem viU vera með á nótunum en er það ekki alltaf, ekki frekar en ég eða þú, lesandi góður, því samtíðin býr alltaf yfir nægum flækjum sem tíma tekur að greiða úr og skilja í þaula. Styrkur Hallgríms er fólg- inn í næmu auga hans og eyra fyrir mannlegum samskiptum. Sá styrk- ur skín úr nánast hverri mynd. Halldór Björn Runólfsson iVríOOOO íanntu að Leyndarmál pM£íÍM>Etl Eldheit sumarást - Skrautiegir hattar sem maður gerir sjálfur Öðruvisi iimgerði - Úhoilt heilsufæði • Tiu kommóður • Persónuleikapróf: Ertu góður meðleigjandi - Uney föndurkona - Gott á grillið o.m.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.