Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 32

Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FISKVERND BER ÁRANGUR NIÐURSTÖÐUR úr mælingum Hafrannsóknarstofnunar á útbreiðslu fiskseiða á hafsvæðinu við ísland eru einhver beztu tíðindi sem landsmönnum hafa borizt úr sjávarútvegin- um um langt árabil. Fjöldi þorskseiða er langtum meiri en nokkru sinni frá því seiðamælingar hófust árið 1970, fjöldi ýsu- seiða er sá næstmesti frá upphafi mælinga og loðnuseiða sjötti mesti. Ástand seiðanna var einnig mjög gott. Þetta er þriðja árið í röð, sem stórir árgangar þorskseiða mælast. Árgangur- inn 1998 var sá stærsti sem til þess tíma hafði mælst, en ár- gangurinn nú er þrefalt stærri. Utbreiðsla þorskseiðanna var einnig mjög mikil. Þetta eru mikil umskipti, því seiðaárgang- arnir voru lélegir um ellefu ára skeið fram til 1997. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, segir ljóst, að á ferðinni sé efniviður í sterkan þorskárgang, en afkoma seiðanna fyrsta veturinn muni ráða miklu um hvernig úr rætist. Hann telur árganginn geta skilað sér inn í veiðina fiskveiðiárið 2003-2004. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra telur að nú þegar þriðji góði árgangurinn mælist í röð sé það vísbending um að hrygningarstofninn sé kominn yfir þau stærðarmörk sem menn hafi talið hann þurfa að vera við til að fá góða hrygn- ingu. Kristján Ragnarsson, formaður LíU, segir einstakt að fá svo góðar fréttir, en bendir þó á, að þetta sé sýnd veiði en ekki gefin, því seiðunum geti reitt misjafnlega af. Að því er bezt verður séð eru tvær meginskýringar á þess- um miklu tíðindum af íslandsmiðum. Aðgerðir til verndunar fiskistofna, sem augljóst er að halda verður fast við, svo og gott ástand sjávar. Enn hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að verndunarstefna fiskifræðinga okkar sé að skila sér í áþreifanlegum árangri. KVIKMYND MEÐ TILGANG ISAMTALI við Morgunblaðið hinn 6. júní sl. sagði Sólveig Anspach um kvikmynd sína „Hertu upp hugann“, sem frum- sýnd var hér á landi á kvikmyndahátíð sl. sunnudag: „Þessi kvikmynd hefur raunverulegan tilgang og þannig vil ég hafa það. Mér finnst kvikmyndir svo oft skorta þennan tilgang, raunveruleika og markmið. Ég vil að það sé tilgangur í því sem ég geri.“ Þeim, sem sjá þessa merkilegu kvikmynd hinnar ungu kvik- myndagerðarkonu, sem á íslenzka móður og er fædd í Vest- mannaeyjum, verður strax ljóst, að þessa mynd skortir ekki tilgang. Hún á eftir að verða miklum fjölda fólks, sem berst við erfið veikindi, sem stundum virðast óyfirstíganleg með öllu, hvatning til þess að herða upp hugann og gefast ekki upp. Kvikmyndin lýsir sögu Sólveigar Anspach sjálfrar, sem á von á barni og horfír full bjartsýni fram á veg, þegar í ljós kemur að hún er með alvarlegt krabbamein. Erfiðir sjúkdómar em alltaf erfiðir en það er varla hægt að hugsa sér átakanlegri aðstæður en einmitt þessar. í samtalinu við Morgunblaðið sagði kvikmyndagerðarkonan m.a.: „Mér fínnst að nú við aldarlok sé krabbameinið okkar síðasta tabú. Eitthvað sem má ekki tala um ... í hverri einustu fjölskyldu er einhver með eða hefur haft krabbamein. En krabbamein hræðir fólk og fyllir það kvíða, því enginn veit hvers vegna einn veikist en annar ekki. Það er engin leið að verja sig fyrir krabbameini, hver sem sér myndina sér að þetta getur komið fyrir alla.“ Þeir, sem tala opinberlega um það, sem flestir fara með sem feimnismál eða tala ekki um af öðrum ástæðum, finna fljótt, að það er stundum eins og þungu fargi sé létt af fólki. Sólveig An- spach lýsti fyrstu viðbrögðum við mynd sinni með þessum orð- um í fyrrnefndu samtali: „... það er merkilegt að upplifa til- fínningaleg viðbrögð þeirra sem sjá hana. Fólk hefur komið til mín og farið að tala um veikleika sína og vandamál. Ég sýni þessa persónulegu hluti í myndinni og á móti kemur fólk og segir mér eitthvað persónulegt... fólk kemur til mín og þarf að tala um dökkar hliðar lífsins.“ Kvikmynd Sólveigar Anspach er mikilsvert framlag til bar- áttu gegn krabbameini og öðrum illvígum sjúkdómum. Hún er einstaklega vönduð að allri gerð, opin, heiðarleg og ristir djúpt. Hún sýnir með sérstæðum hætti, að þótt ekkert nema svartnætti blasi við er alltaf von, ekki sízt þegar kjarkur, vilja- styrkur og æðruleysi er til staðar. „Ég var ekki reiðubúin að fara. Og ég var ófrísk, komin fjóra mánuði á leið; ég vildi lifa með barninu mínu.“ Heilaslag er þriðja algengasta dánarorsök hér á L Mikilvægt fyrir ali ing að þekkja eink HEILASLAG er algengur sjúkdómur sem nær 800 íslendingar verða fyrir ár- lega, að sögn læknanna El- íasar Olafssonar prófessors og Al- berts Páls Sigurðssonar sem báðir eru sérfræðingar í taugasjúkdómum og starfa á taugalækningadeild Landspítalans. Má geta þess að Al- bert sneri nýlega heim að loknu sjö ára framhaldsnámi í Bandaríkjunum og er fyrsti íslenski læknii'inn sem lýkur sémámi í heilaæðasjúkdómum. Heilaslag er nýyrði í íslensku og er samheiti yfir heUablóðþurrð og heUa- blæðingu. HeUaslag samsvarar enska orðinu stroke og leggur Albert tU að það verði fremur notað en orðin heUablóðfall eða slag sem notuð hafa verið tU þessa. I 80% tUvika orsakast heUaslag af blóðþurrð, þ.e. skertu blóðflæði tU ákveðins svæðis heilans, en í 20% tilvika er það heUablæðing. Elías og Albert segja að verulegar framfarir hafi orðið á síðustu ámm í meðferð heUaslags og því sé mikUvægt fyrir almenning að þekkja ein- kenni heilaslags og bregðast rétt við ef einkennanna verður vart. „Heilaslag gerir sjaldnast boð á undan sér eins og fólgið er í orðinu slag,“ segja þeir og benda á að algengustu einkenni heilaslags séu skyndileg lömun eða skyntraflun eða klaufska í annarri hlið líkamans, máltrufl- un eða sjónsviðsskerðing. Ein- kennin eru oft svipuð hvort sem þau stafa af heUablóðþurrð (drepi) eða heilablæðingu og greinir tölvusneiðmyndarrann- sókn þar á milli. Morgunblaðið/C Jónína Hafliðadóttir, hjúkrunardeildarstjóri á taugalækningadeild Landspítalans, Albert Páll Sigurðsson og Elías Ólafsson, sérfræðingar í taugasjúkdómum. Tölvusneiðmynd af heila. Hvíti blett- urinn sýnir hvar blætt hefur inn á heiia. Heilaslag er, að þeirra sögn, algengast upp úr sextugu og er heldur algengara meðal karla en kvenna. „Aðeins rúmur helmingur þeirra sem fá heUaslag nær að útskrifast heim og 15-20% deyja á fyrstu vikunum. Aðeins um 10% ná fuUum bata en flestir eru þó sjálfbjarga að meira eða minna leyti og sumii- geta stundað vinnu. Margir þurfa þó að dvelja tU frambúðar á sjúkra- stofnunum,“ segja þeir. ,Á hveijum tíma má búast við að um 1.600 Islendingar séu fatlaðir eftir heUaslag,“ segir Albert ennfremur. „Lengi hef- ur verið vitað að oft er hægt að fyrirbyggja heilaslag með full- nægjandi meðferð áhættuþátta, eins og háþrýstings. Á síðustu áram hafa einnig orðið mjög at- hyglisverðar framfarir í með- höndlun heUaslags, sem eru svokallaðar heUaslagdeUdir og segaleysandi meðferð," segir hann, en nánar verður vikið að þessum meðferðum síðar í greininni. Áhættuþættir heilablóðþurrðar En hverjir eru líklegastir til að fá heilaslag? Albert segir að faraldsfræðUegar rannsóknir hafi sýnt að ákveðnir þættir, svo sem skammvinn heila- blóðþurrð, háþrýstingur, sykursýki, hátt kólesteról og reykingar, auka áhættuna á að fá heilaslag síðar á æv- inni. „MikUvægt er að finna þessa þætti og leiðrétta þegar kostur er,“ segir hann. Skammvinn heUablóðþurrð stafar af tímabundinni traflun í blóðflæði til afmarkaðs svæðis í heilanum (nefnist á ensku trasient ischemic attack eða TIA) og veldur sömu einkennum og heilaslag; skyndUegum máttmissi, skyntapi eða klaufsku öðrum megin í líkamanum, máltraflun eða tíma- bundinni blindu. Einkennin vara að- eins í nokkrar mínútur en sjóntrafl- anir geta þó varað í aðeins fáar sek- úndur. „Einkenni skammvinnrar heUablóðþurrðar era oftast mjög af- gerandi en ekki aðeins óljós dofatil- finning sem algengt er að fólk finni fyrir. Um þriðjungur sjúklinga með skammvinna blóðþurrð fær heUaslag innan fimm ára og mikilvægt er að leita læknis svo hægt sé að staðfesta hvers eðlis einkennin era og gera við- eigandi rannsóknir, sem oftast era tölvusneiðmynd af heUa, hjartalínu- rit, hjartasíriti (Holter-rannsókn) auk ómskoðunar af hálsæðum og hjarta. Rannsóknir hafa sýnt að notkun barnamagnýls dregur talsvert úr hættu á heilaslagi hjá þessum hópi sjúklinga og stundum er annars kon- ar meðferð nauðsynleg.11 Heilaslagdeild Þið nefnduð áðan að heilaslagdeild væri áhrifamikið vopn í baráttu gegn Hvítu blettirnir sýna drep eftir he blóðþurrð. heilaslagi, en hvað er heilaslagdeild? „HeUaslagdeUd er þýðing á enska heitinu „stroke unit“,“ segir Aibert. „I því felst að meðhöndla sjúklingana á sjúkradeUd þar sem allt starfsfólk, þ.m.t. læknar, hjúkranarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálf- arar og talmeinafræðingar, er sér- þjálfað tU að sinna sjúklingum með heUaslag." Albert bætir við að á síð- ustu áram hafi erlendar rannsóknir staðfest að heUaslagdeUd bætir veru- lega horfur heUaslagssjúklinga, og era slíkar deUdir nú í uppbyggingu í vax- andi mæli bæði austan hafs og vestan. „Meðferð á heilaslagdeild lækkar dánartíðni, dregur úr fötlun sjúk- linga, minnkar þörf fyrir langtímavist á sjúkrastofnunum og eykur lífsgæði. Ef miðað er við niðurstöður erlendra rannsókna má ætla að bjarga mætti lífi a.m.k. tuttugu Islendinga árlega ef allir þeir nær 800 Islendingar sem fá heilaslag árlega ættu greiðan að- Nær átta hundruð Islendingar verða árlega fórnarlömb heilaslags og heilaslag er þriðja algengasta dánarorsök hér á landi. Sér- stakar heilaslagdeildir og lyf sem leysa upp blóðtappa eru ný og áhrifamikil vopn í baráttu gegn þessum hættulega sjúkdómi. Arna Schram ræddi við læknana Albert -— --------------——----7---------------- Pál Sigurðsson og Elías Olafsson og kemur þar meðal annars fram að brýn þörf er á að efla þjónustu við sjúklinga með heilaslag hér á landi, en það mundi bæði bjarga mannslífum og auka lífsgæði sjúklinga. Aðeins 10% ná fullum bata

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.