Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 41

Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Um „alvöru“ vísindamenn og vitlausa græningja FYRIR um ári sat ég fyrirlestur efna- fræðings að nafni Mario J. Molina. Mol- ina þessi var í hópi þriggja vísindamanna sem hiutu nóbelsverð- laun í efnafræði fyrir að sýna fram á hvaða áhrif ákveðin efnasam- bönd, framleidd af manna höndum, geta haft á ósonlagið. A sunnudag las ég grein í Morgunblaðinu eftir Vilhjálm Eyþórsson, mann sem stundar rit- Auður H. störf. Greinin fjallaði Ingólfsdóttir um hve vitlausir þeir væru sem héldu því fram að ósongatið yfir suðurskautinu hefði eitthvað með mannanna gjörðir að gera. Hverjum skal trúa, Molina eða Vilhjálmi? Sá fyrrnefndi hefur eytt starfsævi sinni í rannsóknir og hlot- Umhverfisvernd Almenningur á ----------------------- Islandi er loksins, segir Auður H. Ingólfs- dóttir, að vaknatilvit- undar um mikilvægi umhverfisverndar. ið fjölda viðurkenninga á alþjóðleg- um vettvangi þai’ að lútandi. Fyrir- lesturinn var hluti af áfanga í Har- vard um hnattrænar umhverfis- breytingar. Par lýsti hann rann- sóknum sínum á skilmerkiiegan hátt, var heiðarlegur í að segja frá öllum óvissuþáttum og niðurstöður hans voru ígrundaðar. í grein Vil- hjálms er að finna hrærigraut af þversögnum, fordæmingu á öllum þeim sem hafa aðra skoðun en hann sjálfur og afhjúpun á eigin þekking- arleysi. Um pirring Vilhjálms í garð „vit- lausra græningja“, eins og hann kýs að kalla þá sem láta sig um- hverfisvernd einhverju varða, er í sjálfu sér lítið að segja. Sá þekking- arskortur sem fram kemur í grein hans kallar hins vegar á viðbrögð. Aðrir menn eru mér færari um að gefa vísindalega útskýringu á ósonlaginu, enda ég ekki raun- greinamenntuð, fremur en Vil- hjálmur. Eg hef þó, eins og hann, menntaskólapróf upp á vasann þar sem farið var yfir undirstöðuatriði náttúruvísinda og hef dustað rykið af þeim fræðum í tengslum við nám um alþjóðlega samninga og hnatt- ræn umhverfisvandamál. Get ég ekki betur séð en að varla standi stafur yfir staf í útskýringum hans á því hvers konar fyrirbrigði óson- lagið sé. Hann gerir t.d. engan greinarmun á ólíku hlutverki ósons í gufuhvolfinu og við yfirborð jarð- ar. Ósonlagið í gufuhvolfinu drekk- ur í sig útfjólubláa geisla sólar og ver þar með menn og dýr gegn geislum sem geta verið þeim skað- legir. Óson við yfirborð jarðar get- ur hins vegar verið hættulegt í miklu magni og valdið eitrunum. Hvaðan Vilhjálmur hefur þá visku að nýmyndun vegi fullkomlega á móti eyðingu ósonlagsins veit ég ekki, en víst er að sú staðhæfing kemur engan veginn heim og sam- an við það sem ég hef lesið mér til um. Þó er það fyrst að bera í bakkafullan lækinn þegar hann af- hjúpar fávisku sína með því að halda því fram að ekki geti staðist að ósongatið yfir suðurhveli geti verið af mannavöldum vegna þess að 93,6% mengunar verði til á norðurhveli jarðar. Gat í suðri, mengun í norðri Hvorki eyðing óson- lagsins né loftslags- breytingar af völdum gróðurhúsaáhrifa eiga sér stað vegna stað- bundinnar mengunar. Sú mengun sem oft er talað um í tengslum við iðnað og útblástur bfla og leiðir til óhreins andrúmslofts er af allt öðrum toga og hefur fyrst og fremst áhrif á næsta nágrenni. I sumum tflfellum berst mengað loft til nágranna- ríkja, t.d. með súru regni, en í þessu tilfelli er þó engan veginn um hnattræna mengun að ræða. Öðru máli gegnir um eyðingu ósonlags- ins. Umhverfismál eru talin hnatt- ræn þegar afleiðingar aðgerða mannanna hafa áhrif á allan hnött- inn, óháð því hvar þeir eru staðsett- ir sem bera mesta ábyrgð á gjörð- unum. Eyðing ósonlagsins og lofts- lagsbreytingar af völdum gróður- húsaáhrifa falla í þennan flokk, en aðrir málaflokkar, s.s. líffræðilegur fjölbreytileiki og ofnýting sameig- inlegra auðlinda, eiga þar einnig heima. Því miður vill oft svo vera að neyslusamfélög norðursins bera mesta ábyrgð, en fátækari lönd í suðri eru þau sem mest verða vör við afleiðingamar, enda býr fólk þar gjarnan í nánara samneyti við náttúiuna. Enginn ber á móti því að yfir- gnæfandi meirihluti þeirra efna sem leiða til eyðingar ósonlagsins er upprunninn á norðurhveli jarðar, nánar tiltekið Evrópu og Norður- Ameríku. Þar eru ísskáparnir og þar eru úðabrúsarnir! Eyðing á ósonlagi hefur mælst víða á jörð- inni, m.a. yfir norðurheimskautinu, en hvergi er eyðingin meiri en yfir suðurskautinu. Ástæður eru flókn- ar en hafa með veðurkerfi að gera, sem og efnafræði efnasamband- anna sem um ræðir, svokallaðra CFCs-efnasambanda (chloroflu- orcarbons). Staðbundin mengun skapar vandamál sem erfitt er að leysa, en þau vandamál eru þó barnaleikur miðað við hin hnattrænu umhverf- isvandamál. Nær útilokað er að finna lausn á þeim vanda nema með sameiginlegu átaki þjóða heimsins. Sá árangur sem náðst hefur í bar- áttunni við eyðingu ósonlagsins er því gleðilegur. Árið 1987 sam- þykktu helstu iðnþjóðir heims að minnka framleiðslu CFC um 50% og árið 1996 gekk í gildi algert bann við framleiðslu þessara efna- sambanda. Þótt alþjóðlegir samn- ingar hafi ekki leyst vandamálið hafa þeir þó stórlega dregið úr hættunni og eru glæsilegt dæmi um þann árangur sem alþjóðleg sam- vinna getur leitt af sér. Vilhjálmur þarf því ekki að óttast heimsendi þótt hann viðurkenni að vísinda- menn hafi eitthvað til síns máls um að eyðing ósonlagsins sé af manna völdum! Hverjir eru fáfróðir? Vilhjálmur lýkur grein sinni með staðhæfingum um að fáir alvöru vísindamenn hafi viljað koma ná- lægt umræðunni um ósongatið og því hafi umræðan að mestöllu leyti verið í höndum erlendra blaða- manna, sem skorti ekki aðeins lág- marksmenntun í náttúruvísindum heldur einnig í barnaskólalanda- fræði. Voru nóbelsverðlaunahafarn- ir þrír platvísindamenn? Og ef er- lendir fréttamenn eru allir fáíróðir, hvað má þá segja um Vilhjálm? Vilhjálmur hótar annarri grein síðar um gróðurhúsaáhrifin. Eg bíð spennt. Vel er hægt að hafa gaman af rausi manna sem telja sig svo mikið vita þótt fræðslugildið sé tak- markað. Öllu alvarlegra er þó þeg- ar þeir sem valdið hafa tala af sama ábyrgðarleysinu. Á þetta sérstak- lega við um umræðu í tengslum við loftslagsbreytingar af völdum gróð- urhúsaáhrifa. Með álglampa í aug- um ræða stjórnarþingmenn annars vegar um sérstöðu íslands og hins vegai' um að ekkert sé að marka þá skoðun 2.600 vísindamanna að þær loftslagsbreytingar sem hafa átt sér stað, og er spáð að verði enn meiri í framtíðinni, séu að ein- hverju leyti af manna völdum. Ailt eftir því hvað hentar hagsmunum þeirra betur hverju sinni. Almenn- ingur á íslandi er loksins að vakna til vitundar um mikilvægi umhverf- isverndar. Mál er að ráðamenn, þeir hinir sömu og þiggja vald sitt frá fólkinu, geri slíkt hið sama. Höfundur er með meistaragráðu í alþjóðlegum stjórnmálum. MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 41 4lUIEnn DALE CARNEGIE* III1 Þjálfun Fólk-Árangur-Hagnaður TÍMAMÓTA ÁRANGUR TIL VELGENGNI ER ÁHERSLAN í BREYTTU DALE CARNEGIE® NÁMSKEIÐI sem fjallar um: 1. Byggja undirstöðumar til velgengni. 2. Muna nöfn. 3. Byggja upp sjálfstraust. 4. Setja sér tímamóta markmið. 5. Nota kraft eldmóðsins. 6. Bijótast í gegnum hindranir. 7. Styrkja samböndin. 8. Nota kraft viðurkenningarinar. 9. Verða sveigjanlegri. 10. Setja fram skoðanir. 11. Hvetja aðra til framkvæmda. 12. Koma auga á tímamóta árangur. KYNNINGARFUNDUR FIMMTUDAG KL. 20.30 Á SOGAVEGI 69, REYKJAVÍK FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐI ÆVILANGT Upplýsingar í síma 581 2411 Sljórnunarskólinn. TILVIÐSKIPmVINA ^ y Caravell FnslikisUir Danskar og vandaðar á mjög góðu verði. Margar stærðir og gerðir. Verð frá kr. 2&310. Gjörið svo vel, ágœtu viðskiptavinir. PFA F cHeimUistœkjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími: 533 2222 Veffang: www.pfaff.is 00 Néstié tesr-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.