Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 43
UMRÆÐAN
Ekki dreg ég í efa þekkingu fulltrúa
þessara aðila á málefninu.
Samtökin segja einnig að núver-
andi kerfí, varðandi leyfisveitingar
og eftirlit með innflutningi, hafí
ekki verið lýst ófullnægjandi og því
verði ekki séð að brýna þörf beri til
að breyta því. Hvað samtökin eiga
nákvæmlega við með þessum orð-
um er erfítt að átta sig á, sérstak-
lega í ljósi þess að reglugerðin ger-
ir almennt ráð fyrir mikilli rýmkun
á núgildandi reglum. Það er hálf-
hjákátlegt að horfa upp á það að
hagsmunasamtök skuli ekki vilja
meira frelsi fyi’ir sína félagsmenn. I
nýju drögunum eru reglurnar
rýmkaðar til muna, en farið fram á
Reglugerð
Umfang viðskipta með
fæðubótarefni og nátt-
úruvöru, segir Hannes
Hafsteinsson, hefur
aukist gífurlega
undanfarin ár.
hlaupi Arnar og skildi hann ekki,
því ég taldi að með nýju reglugerð-
inni væri verið að veita honum auk-
ið frelsi. Ég gerði mér því ferð í
Heilsuhúsið í Kringlunni. Það tók
ekki langan tíma að átta sig á öllu
þessu moldviðri sem gert hefur ver-
ið út af drögunum. Ég keypti brún-
an bréfpoka, sem framan á var letr-
að: 80 g „Jónsmessurunni", Heilsa
hf. Laufbrekku 22 Kóp. Aftan á
pokanum voru tveir hvítir miðar.
Annar var verðmiði en á hinum
stóð: Best fyrir 09.00. Ég var svo
gáttaður að ég gleymdi að spyrja
afgreiðslustúlkuna nánar út í þessa
vöru. Þegar leitað var upplýsinga
símleiðis um framleiðanda var svar-
ið að hann væri erlendur.
Einhverjir geta talið eðhlegt að
selja Jónsmessurunna í lausu duft-
formi í bréfpokum og það má vera
að einhver virkni haldist næstu
þrettán mánuði. Hvort Örn hefur
fengið leyfi til þess að selja Jóns-
messurunna á þennan hátt veit ég
ekki, en fínnst harla ólíklegt. En
hvers vegna er Jónsmessurunni
tekinn sem dæmi? Jónsmessurunni
heitir á ensku St. John’s Wort, er
náttúrulyf og er notað víða erlendis,
sem vægt geðdeyfðarlyf. Ábyggi-
legir framleiðendur leggja metnað
sinn í stöðlun vörunnar, nota ein-
ungis rétta plöntuhluta og er hún
yfirleitt seld í töflu- eða hylkjaformi
í nútímalegum umbúðum. í Heilsu-
húsinu er hún seld í lausu duftformi
í brúnum bréfpokum. Efast einhver
um það að ný reglugerð sé tíma-
bær?
I drögunum er gert ráð fyrir að
Lyfjaeftirlitið geri tillögu til ráð-
herra að gjaldskrá um umsóknar-
og árgjöld, sem ætlað er að standa
undir kostnaði er hlýst af umsýslu
með viðkomandi umsókn. í drögun-
um er hvergi minnst á neina upp-
hæð. Fram kemur í viðtali við Einar
Magnússon á Visi.is að gjaldið yrði
eitthvað lítilsháttar. Slík gjaldtaka
er ósköp ■ eðlileg svo fremi sem
gjaldinu er stillt í hóf. I dag greiða
menn ekkert gjald en geta komið
með fulla kassa af fæðubótarefnum
til Lyfjaeftirlitsins, haldið starfs-
fólki uppteknu dögum saman og
ekki greitt krónu fyrir. Hvar annars
staðar fá menn fría þjónustu? Ef
sett er sem dæmi að gjaldið yrði
5.000 kr. fyrir hvert nýtt vörunúm-
er, sem síðan selst í 1.000 einingum
fyrsta árið, þá er um að ræða 5 kr. á
hverja einingu. Örn segir í viðtali
við DV að ef þessi gjöld verði sett á
þýddi það að ótalmörg fæðubótar-
efni myndu detta út. Þau stæðu
hreinlega ekki undir þeim kostnaði,
sem þessi gjöld myndu íþyngja vör-
unni með. Það má vera að til séu
neytendur sem tækju eftir 5-20 kr.
hækkun á einstökum vöruflokkum í
verslunum Arnar, en ég hef ekki
fundið þá enn.
Fram kemur á Visi.is hinn 18.
ágúst að bæði ráðherra og ráðuneyti
séu mjög hlynnt þessum vörum, sem
drögin fjalla um, og vilji með skýrari
reglugerð um þær bæði tryggja
hagsmuni neytenda og innflytjenda.
Það er staðreynd að umfang við-
skipta með fæðubótarefni og nátt-
úruvöru hefur aukist gífurlega und-
anfarin ár. Þúsundir fyrirtækja
framleiða og markaðssetja shka
vöru í dag. Á meðal þeirra eru til
fyrirtæki, sem setja umhyggju fyrir
neytendum ekki alltaf í fyrsta sæti.
Vörur þeirra geta innihaldið ýmis
óæskileg efni, sem ekki er getið um
á umbúðum. Sem betur fer eru til
fyrirtæki, sem neytendur geta
treyst og markaðssetja vörur, sem
hafa jákvæð áhrif á heilsufar neyt-
enda. Mai’gnefnd reglugerð er skref
í áttina til þess að neytendum standi
einungis slík vara til boða hér á
landi.
Höfundur er forstöðumaður mat-
vælarannsókna, Keldnaholti, og
áhugamaður um fæðubótarefni.
UNDANFARNA
daga hefur mér og
fleirum sem búa í
Mosfellsbæ fundist við
óvenjufljót í förum
milli Reykjavíkur og
Mosfellsbæjar og
ástæða er íjós. Það er
búið að loka Víkurvegi
og biðraðirnar vegna
umferðar í og úr Graf-
arvogi eru úr sögunni,
í bili að minnsta kosti.
Undanfarin ár hefur
umferð á Vesturlands-
vegi frá Reykjavík í
Mosfellsbaa vaxið
stöðugt. Ástandið í
Mosfellsbæ er þannig
á álagstoppum að það tekur hátt í
klukkustund að aka til Reykjavík-
ur, leið sem tekur um 15 mínútur
við eðlilegar aðstæður.
Fyrir nokkrum árum voru
gatnamótin við Höfðabakka mikill
flöskuháls og loks þegar þau voru
löguð með byggingu Höfðabakka-
brúarinnar, voru gatnamót við
Suðurlandsveg og Víkurveg orðin
að flöskuhálsi. Nú bendir allt til
þess að breikkun Vesturlandsveg-
ar og stækkuð gatnamót við Víkur-
veg geri lítið annað en rétt halda í
við fjölgun íbúa á þessu svæði og
næstu árin taki það enn lengri
tíma fyrir íbúa í Mosfellsbæ og
Grafarvogshverfum að fara þessa
leið.
Ibúafjölgun í Mosfellsbæ er með
þvi mesta á landinu og
heyrst hefur að
Reykjavíkurborg sé
að undirbúa lóðarút-
hlutun í Grafarholti
sem kemur til að kalla
á enn meiri umferð á
Vesturlandsvegi.
Samkvæmt vegaá-
ætlun er ekki gert ráð
fyrir miklum fram-
kvæmdum við Vestur-
landsveg milli Mos-
fellsbæjar og Reykja-
víkur næstu árin og er
það áhyggjuefni að
ferðatími íbúa í Mos-
fellsbæ muni aukast
enn frekar næstu árin.
Það er krafa íbúa í Mosfellsbæ
að Vesturlandsvegur verði tvöfald-
aður í Mosfellsbæ á næstu árum
Vegamál
Armæða fyrir íbúa
Grafarvogs, segir Lúð-
vík Friðriksson, en
léttir fyrir íbúa Mos-
fellsbæjar.
svo fólk á svæðinu geti farið ferða
sinna á eðlilegum ferðatíma.
Höfundur er ibúi í Mosfellsbæ
að innflytjendur standist ákveðið
lágmark varðandi upplýsingagjöf
og sjálfsagða þjónustu við neytend-
I ur. I DV 16. ágúst gagnrýnir Örn
Svavarsson drögin og segir orðrétt:
„Þessir ágætu menn eru að reyna
að koma fæðubótarefnunum undir
sömu reglugerð og gilda um lyf.
Um fæðubótarefni eiga frekar að
gilda þau lög og reglugerðir sem ná
yfir matvæli. En þeir reyna að
troða þeim undir lyfjahugtakið."
« Örn á að vita að ekki er verið að
setja fæðubótarefni í sömu reglu-
gerð og gildir um lyf. Það er verið
1 að semja nýja reglugerð. Ég viður-
kenni að ég var hissa á þessu upp-
Lokun
Víkurvega
Lúðvík
Friðriksson
mínir í Svínavatnshreppi meiri
voðamenn en mig uggði.
Það má minna á að þótt Svína-
vatnshreppur hafi hagnast pen-
ingalega á Blönduvirkjun vegna
fasteignagjaldanna þá var mikil
andstaða gegn virkjuninni í þeim
hreppi á sínum tíma. Andstaðan
byggðist einkum á því að menn
töldu að of miklum landgæðum á
Auðkúluheiði væri fórnað vegna
virkjunarinnar. Hvorki stjórnuð-
ust Svínhreppingar þá af blindri
fégirnd né sóttu fram gegn mönn-
um og umhverfi með vígvélum og
bryntólum.
Hveravellir eru í um 600 metra
hæð yfir sjávarmáli. Frá hverun-
um rennur lítill lækur og nokkurt
gróðurlendi er við hann. Það hefur
á síðustu árum látið allmikið á sjá
vegna átroðnings ferðamanna,
enda eru tjaldstæði og skálar
Ferðafélags Islands í miðri þessari
gróðurvin. Nú er Kjalvegur orðinn
öllum bílum fær og umferð sívax-
andi um hann. Nánast allir sem
fara þar um koma við á Hveravöll-
um. Gróðurlendi umhverfis hver-
ina þolir ekki mikinn átroðning, en
hann er mestur umhverfis skála og
tjaldstæði ferðafélagsins. Sam-
kvæmt núverandi skipulagshug-
myndum er ætlunin að hlífa gróðr-
inum umhverfis hverina með því
að flytja mannvirkin, skála, vegi og
tjaldstæði, lengra frá hverasvæð-
inu.
Páll segir að Svínhreppingar
hafi ætlað sjálfum sér, skv. skipu-
laginu, um 2.400 fermetra upp við
Breiðmel. Það er blettur sem er
rétt tæplega 50 metrar á kant og á
honum er gert ráð fyrir bygging-
um og bílastæðum. Þetta er álíka
stórt svæði og það sem Ferðafélag
Islands hefur undir á graslendinu
við hverina, en er á ógrónu landi.
Prófessornum verður tíðrætt
um fégirnd og hagnaðarvonir
Svínhreppinga í sambandi við
ferðamannaþjónustu á Hveravöll-
um. Ef af uppbyggingu þar verður
er hugsanlegt að 2-4 menn úr
hreppnum fái þar vinnu 2-3 mán-
uði á sumri hverju, og kannski
mætti selja eitthvað af heyi. Það
hossar varla mjög hátt í pyngjum
Svínhreppinga en gæti þó verið
ágæt sumarvinna fyrir námsfólk.
Það er furðulegt að prófessorinn
skuli sjá ofsjónum yfir slíku og
krydda málflutning sinn að auki
með ómerkilegum dylgjum um
heimamenn. Meginatriðið er að
vernda Hveravelli um leið og
ferðamönnum er gert kleift að fara
um svæðið. Um það eru heima-
menn og ferðafélagsmenn örugg-
lega sammála. Stóryrðaflauminn
ætti prófessorinn hins vegar að
geyma handa einhverjum öðrum
en Svínhreppingum.
Höfundur er íslenskufræðingur.
Draumavél
heimilanna!
Vegleg brúðargjöf!
Isaumuð svunta
með nöfnum og
brúðkaupsdegi fylgir!
5 gerðir - margir litir
60 ára frábær revnsla
/-/-
Eínar
Farestveit & Co. Itf.
Borgaitúni 20 - sfmar 562 2901 og 562 2900
Góðar fréttir
26,7%
Vaxtarsjóðurinn hf.
Nafnávöxtun sl. 6 mánuði! WM ^
Hefur þú áhuga? Komdu viðí dag!
Úrval irmlendra hlutabréfa
Dæmi um félöa Markaðsverð Væqi
islensk erfðagreining hf. 48.624.881 17,7%
fslandsbanki hf. 33.108.499 12,1%
Tryggingamiðstöðin hf. 29.263.700 10,7%
Opin kerfi hf. 26.678.900 9,7%
Eimskipafélag fslands hf. 19.565.715 7,1%
Marel hf. 15.302.813 5,6%
Önnur félöq oq laust fé 101.730.339 37,1%
Samtals eignir 274.274.847 100%
Sjóðurinn er fyrir þá sem vilja taka áhættu með hluta af
sparifé slnu og líta á eign I sjóðnum sem langtlmaeign.
Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð.
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 8900.
Myndsendir: 560-8910.Veffang: www.vib.is
Agla E. Hendriksdóttir deildarstjóri Einstaklingsþjónustu