Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 48
48 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUAUGLÝSINGAR
1 Slökkvilið Reykjavíkur
/ ELDVARNAEFTIRLIT
Verkefnisstjóri
Hjá Slökkviliði Reykjavíkur, eldvarnaeftirliti,
er staða verkefnisstjóra laus til umsóknar.
STARFIÐ:
Fagleg umsjón með brunatæknilegum þáttum
í starfi eftirlitsins, aukýmissa sérverkefna.
^ Heyrir undir umsjónarmann eldvarna.
HÆFNISKRÖFUR:
f- Tæknimenntun á byggingasviði og reynsla
af brunamálum.
Mjög góð íslensku- og tölvukunnátta.
Gott vald á einu Norðurlandamáli og
ensku.
*+ Frumkvæði og skipulagshæfni.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Áhugi á bruna- og forvarnamálum.
f+ Reynsla af byggingamálum og stjórnsýslu
æskileg.
Ráðning er hugsuðfrá 1. nóvember nk. eða
eftir samkomulagi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavík-
urborgar við stéttarfélag viðkomandi aðila.
Um er að ræða 100% starf.
Upplýsingar gefur starfsmannastjóri eða um-
sjónarmaður eldvarna í síma 570 2040 en um-
sóknareyðublöð er að finna á skrifstofu Slökkvi-
liðs Reykjavíkur, Skógarhlíð 14,101 Reykjavík.
Umsóknum, ásamt starfs- og námsferlisyfirliti,
skal skila til starfsmannastjóra Slökkviliðs
Reykjavíkur í seinasta lagi 14. september nk.
Öllum umsóknum verður svarað.
Stefna Slökkviliðs Reykjavíkur er að auka hlut
kvenna í starfseminni.
Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík.
Ætlar þú að taka þér frí
frá námi?
Ef svo er þá ættir þú að lesa áfram!
AKTU-TAKTU, óskar eftir starfsfólki í fullt starf.
Viðkomandi þarf að geta hafið starf sem fyrst.
í dag rekur AKTU-TAKTU tvo skyndibitastaði,
annan að Skúlagötu og hinn við Sogaveg.
AKTU-TAKTU kappkostar við að veita viðskiptavinum
sínum góða og hraða þjónustu, ferska vöru og leggur
mikla áherslu á hreinlæti. Við bjóðum starfsfólki okkar
reglulegar launahækkanir ásamt bónusum.
Tekið á móti umsóknum að Skúlagötu 30 (3. hæð)
frá kl. 14-18 virka daga.
Nánari upplýsingar veitir Lína f
sfmum 561-0281 og 699-1444
*
Söluturn í Garðabæ
óskar eftir starfskrafti í afgreiðslu. Um er að ræða
70—100% vaktavinnu. Upplýsingar gefur Kristín
f í síma 565 8050 frá kl. 9—12 og 14—16.30.
*$ík' ^
£ itónu
Okkur vantar duglegt og drífandi
starfsfólk á kassa, í ófyllingu og
eftirlit í allar verslanir Bónuss.
Ndnari upplýsingar á skrifstofu Bónuss,
Skútuvogi 13., kl. 9-12 virka daga.
-í?
BONUS
í leit að duglegu starfsfólki
BYG66
BYGGINGAFÉLAG GYLFA & GUNNARS
Verkamenn
í garðyrkju
og byggingavinnu
Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. óskar
eftir að ráða eftirfarandi starfsmenn:
Verkamenn vana garðyrkjustörfum.
Upplýsingar gefur Örn í síma 897 9304.
Verkamenn í byggingavinnu.
Upplýsingar gefa Gunnar í síma 893 4628,
Hólmar í síma 892 1147 og Jón í síma
562 2991.
Laghenta verkamenn í sérhæfð störf í viðhalds-
deild.
Upplýsingar gefur Þorkell í síma 861 2966.
’iíc
Leikskólar
Reykjavíkur
Lausar stöður hjá
Leikskólum Reykja víkur
♦ Furuborg v/Áland
Óskum eftir leikskólakennurum I fullt starf og í hlutastarf.
Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Sigurðardóttir, leikskóla-
stjóri í slma 525 1021.
+ Brekkuborg v/Hlíðarhús
Óskum eftir leikskólakennurum (fullt starf og I hlutastarf.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Samúelsdóttir, leikskólastjóri
í síma 567 9380.
+ Hlíöarendi v/Laugarásveg
Óskum eftir leikskólakennara I fullt starf. Nánari upplýsingar
veitir Jónína Þorsteinsdóttir, leikskólastjóri í síma 553 7911.
+ Seljakot v/Rangársel
Óskum eftir leikskólakennara. Einnig er laus staða matráðs.
Nánari upplýsingar veitir Sigrlður K. Jónsdóttir, leikskólastjóri
I síma 557 2350.
+ Vesturborg v/Hagamel
Óskum eftir leikskólakennurum I fullt starf og I hluta-
starf. Nánari upplýsingar veitir Árni Garðarsson, leik-
skólastjóri I síma 552 2438.
Hjúkrunarfræðingar
— sjúkraliðar
60 rúma hjúkrunar- og dvalarheimilið Kumb-
aravogur, Stokkseyri, óskar eftir að ráða hjúkr-
unarfræðing og sjúkraliða. íbúðfyrir hendi.
Upplýsingar í síma 483 1310.
Thermo Plus Europe
á íslandi hf.
Rafvirkjar — vélfræðingar — blikksmiðir
— verkafólk
Thermo Plus Europe á íslandi hf. óskar eftir
að ráða til starfa rafvirkja, vélfræðinga á kæli-
tæknisviði, blikksmiði og verkafólk í samsetn-
ingarvinnu í verksmiðju sína í Reykjanesbæ.
í boði eru mjög áhugaverð störf fyrir metnað-
arfulla einstaklinga. Thermo Plus Europe á
íslandi hf. mun bjóða upp á samkeppnishæf
kjör. Starfsþjálfun verður í boði fyrir viðkom-
andi starfsmenn.
Ef þú ert reiðubúinn til að takast á við krefjandi
starf og vega nýtt fyrirtæki til árangurs og bjartr-
arframtíðar, sendu þá umsókn til Thermo Plus
Europe á íslandi hf., Iðjustíg 1,260 Reykjanesbæ,
eða á netfangið tomas@thermoplus.is.
REYKJAN ESBÆR
SÍMI 421 6700
Smíðakennari
í Heiðarskóla í Reykjanesbæ er laus staða
smíðakennara. Heiðarskóli er nýr grunnskóli
sem tekur til starfa í dag.
Aðstaða til verkmenntakennslu er eins og best
verður á kosið. Upplýsingar veita skólastjóri
Árný Inga Pálsdóttir eða aðstoðarskólastjóri
Gunnar Þór Jónsson í síma 420 4500.
Umsóknir berist til Skólaskrifstofu Reykjanes-
bæjar, Hafnargötu 57,230 Keflavík, Reykja-
nesbæ.
Starfsmannastjóri.
Afgreiðslustarf
Björnsbakarí vesturbæ vill ráða duglegan
starfskraft í afgreiðslu nú þegar.
Vinnustaður Austurströnd 14.
Vinnutími frá kl. 13.00—19.00 auk helgarvinnu.
Upplýsingar gefa Kristjana eða Margrét í
símum 561 1433 og 699 5423.
Fjölhæfur skrifstofumaður
Óskum eftir að ráða drífandi starfskraft í fullt
starftil að sinna tölvuvinnslu, skráningu og
móttöku viðskiptavina.
Upplýsingar í síma 561 2428, fax 561 3328 og
netfang hollrad @hollrad.is.
Verkamenn
Ármannsfell hf. vill ráða verkamenn til starfa
nú þegar.
Upplýsingar gefur Eyjólfur í síma 897 3764.
Ármannsfell hf.