Morgunblaðið - 01.09.1999, Qupperneq 52
52 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Hundalíf
Ljóska
Smáfólk
5EE? I PUT 6RAPE JELLT
ON MY T0A5T...TMEN, l'M
EXTRA CAREFULTO MAKE
5UREIT D0E5N‘T 5LIDE OFF..
~y-
Sjáðu? Ég setti ávaxtahlaup
á brauðsneiðina mina...
Nú verð ég að fara varlega
svo það renni ekki út af...
BUT I5THAT ENOU6H? NOÍ
IT FALL5 DOWN THR0U6H
LITTLE H0LE5 IN THETOA5T,
AND 6ET5 ON MY 5HIRT!
En er það nóg? Nei!
Það kemur í gegn um litlu
gðtin á sneiðinni og á
skyrtuna mína!
ekki við mig...
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 # Simbréf 569 1329
Lokun gufubaðsins við
Sundlaug Akureyrar
Frá Valgarði Stefánssyni:
MIKIL hátíð var haldin við sundlaug
Akureyrar þann 23. júli síðastliðinn,
en þá var tekin í notkun glæsileg
búningsaðstaða fyrir konur og nýtt
anddyri var vígt. Haldnar voru ræð-
ur, blásið var í lúðra og klippt var á
borða. Voru allir gestir sundlaugar-
innar í miklu hátíðarskapi þennan
hátíðisdag? Nei, aldeilis ekki! Þess
var ekki getið í opnunarræðum að
frá og með þessum sama degi yrði
eina gufubaðinu (sauna) á Akureyri
jafnframt lokað, en þetta gufubað
hafði verið til afnota fyrir sundlaug-
argesti allt frá opnun sundlaugarinn-
ar 1956. Héðan í frá verða því gestir
Sundlaugar Akureyrar að notast við
venjulegt eimbað. Mörgum fasta-
gestum sundlaugarinnar og gufu-
baðsins til margra áratuga er veru-
lega misboðið. Sjálfur hef ég verið
fastagestur gufubaðsins í meira en
þrjá áratugi og einnig hef ég verið
nær daglegur gestur sundlaugarinn-
ar frá opnun hennar og jafnvel fyrir
þann tíma eða allt frá því að bún-
ingsklefarnir voru norðan og ofan
við núverandi eimbað. í þá daga
kostaði ekkert útí fyrir okkur krakk-
ana nema það að kalla til Ólafs sund-
kennara Magnússonar: „Ólafur má
ég fara út í?“ Og Ólafur svaraði þá
venjulega að bragði: „Já, vertu vel-
kominn!" Mér þykir því vænt mn
staðinn og aðstaðan öll fer batnandi,
nema lokun gufubaðsins sem er mik-
il móðgun og ólíðandi í jafn stóru
bæjarfélagi sem Akureyri. Allir sem
reynt hafa vita að það er gríðarlega
mikill munur á eimbaði og gufubaði.
I gufubaði svitnar líkaminn enda hit-
inn 90 til 100 gráður og líkaminn los-
ar sig við óhreinindi, húðin mýkist og
öll líffæri líkamans verða fyrir góð-
um áhrifum hitans og eftir hvfld í
hvíldarherberginu kemur maður út
sem endumærður maður. En góð
hvfld eftir gufubað er mjög nauðsyn-
leg. Því miður hef ég ekki fundið aft-
ur þessa sömu vellíðan, þessa sömu
tilfmningu endurnæringar eftir lok-
un gufubaðsins í Sundlaug Akureyr-
ar. Eimbaðið er vissulega sæmilegt
en það verður aldrei ágætt og getur
aldrei komið í staðinn fyrir gufubað-
ið. I eimbaði hitnar líkaminn aðeins,
það er vart merkjanlegt að hann
svitni þrátt fyrir langa dvöl, þetta
sýna vísindalegar mælingar. Þetta
vita líka fimm milljónir Finna en
samkvæmt áreiðanlegum tölum frá
1998 eru þar í landi 1,5 milljóna
gufubaða (sauna) eða 0,31 á per íbúa
og eimbað þekkist tæpast þar í landi.
Finnskt gufubað (sauna) á sér langa
sögu sem er reyndar jafngömul
kristnitökunni á Islandi og hefur
unnið sér mikillar hylli um allan hinn
vestræna heim, og víðar. Ritaðar
hafa verið fjölmargar bækur og
læknisfræðilegar ritgerðir um góð
áhrif gufubaðs (sauna) fyrir líkama
og sál. Því átti maður síst von á því á
þessum síðustu og bestu tímum að
forstöðumaður sundlaugarinnar og
formaður íþrótta- og tómstundaráðs
Akureyrar myndu taka þá ákvörðun
að loka eina almenningsgufubaðinu á
Akureyri fyrirvaralaust um ófyrir-
séða framtíð og kasta tryggum fasta-
gestum þess út á gaddinn, eins og
skepnum. Eg óska svara frá for-
manni íþrótta- og tómstundaráðs
Akureyrar, Þórami B. Jónssyni, um
það hvort það sé vilji fyrir því að
opna fljótlega aftur jafn gott gufu-
bað (sauna) og hvfldaraðstöðu á
Akureyri.
Það ætti ekki að kosta bæjarfélag-
ið okkar stórar fúlgur fjár að reka
áfram eitt lítið gufubað eða verða
fyrrverandi fastagestir gufubaðsins
og aðrir gestir sem þangað komu að
leita út fyrir bæinn til að komast aft-
ur í alvöru gufubað?
VALGARÐUR STEFÁNSSON,
Borgarsíðu 17, Akureyri.
Flugvöllurinn í Skerjafírði
Auðunni Braga Sveinssyni:
STUNDUM getum við ekki orða
bundist, þegar okkur virðist hallað
réttu máli og villt um fyrir fólki. Þá
skrifum við greinar í blöð og væntum
þess, að þær fáist birtar við tæki-
færi. Ég er hér með grein, sem mig
langar til að fái inni sem bréf til
Morgunblaðsins, því að þá er þess
von, að flestir lesi hana. Morgun-
blaðið hefur hlotið gífurlega út-
breiðslu, svo að önnur blöð standast
þar ekki samanburð.
Mikið hefur verið rætt og ritað um
flugvöllinn í Skerjafirði, sem í núver-
andi gerð er svipaður þeim, sem
lagður var af herveldunum, er sáu
um vernd landsins á stríðsárunum
síðustu. Herveldin gerðu tvo flug-
velli, eins og kunnugt er: A Miðnes-
heiði og í Skerjafirði. Vitanlega var
gerður völlur sem næst þéttustu
byggðinni, sjálfri Reykjavík. Ha-
græði af vellinum, einmitt á núver-
andi stað, er ómælt. Fáránlegt væri,
ef innanlandsflugið yrði fært til
Keflavíkur. Þá tæki í mörgum tilvik-
um lengri tíma að flytja og sækja
farþega þangað sem sjálf flugferðin
út á land varaði. Við vitum, að flest
fólk á landi hér býr við Faxaflóa, allt
frá Akranesi til Reykjanesbæjar.
Flutningur innanlandsflugsins kæmi
sér einkar illa fyrir Vestmannaeyjar.
Þangað er aðeins nokkurra mínútna
flug frá Reykjavík, en næstum
klukkustundar ferð í bíl frá Reykja-
vík til Keflavíkur.
Hagræði
Hagræði af flugvellinum í Skerja-
firði er alveg einstakt. Að hugsa sér,
að við skulum geta sest upp í flugvél
þar eftir nokkurra mínútna akstur í
bifreið og verið komin á lendingar-
stað hvar sem er á landinu að kalla,
eftir klukkustund eða minna.
Talað er um hættu af fluginu fyrir
mannbyggð í Reykjavik. Víst getur
allt komið fyrir, en tala nokkrir um
hættu af flugi fyrir Reykjanesbæ?
Ég hef ekki orðið var við það. Þar yf-
ir fljúga þó vart færri flugvélar, og
langtum stærri en innanlandsvélar
þær sem yfir Reykjavík fljúga. Ekk-
ert slys hefur enn orðið á mannvirkj-
um eða á fólki, vegna innanlands-
flugsins hér - sem betur fer.
Komið hefur fram tillaga um að
flytja flugvöllinn út í sjó í Skerja-
firði! Hvflíkur dæmalaus barnaskap-
ur! Flugvöllurinn verður nú endur-
nýjaður, enda ekki vanþörf á. Ég
vænti þess að geta enn um sinn sest
upp í flugvél á Reykjavíkurflugvelli,
og flogið síðan hvert sem ég ætla
mér út á land. Reykjavíkurflugvöllur
lengi lifi!
AUÐUNN BRAGI SVEINSSON,
Hjarðarhaga 28, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.