Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 56
♦ 56 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
CÍSj ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
SALA OG ENDURNÝJUN
ÁSKRIFT ARKORTA
HEFST FÖSTUDAGINN
3. SEPTEMBER
j
Miðasölusími 5 30 30 30
FerSaskrifstofa
stúdenta
Alltaf á mlðWku-, fimmtu-, og föstudögum
Hádegisverður kl. 12.00, sýningin hefst kl. 12.20
og lýkur um kl. 12.50. Miðaverð með mat 1.450 kr.
Leikari: Stefán Karl Stefánsson
Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson
f r Ó n
pnMo
M M 5 30 30 30
Möasala opfei ala vrka daga Irá kL 11-18 og
teá kL 12-18 un helgar
IÐN O-KORTIÐ,
SALA í FULLUM GANGI!
)rl^pláa
HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 12.00
mið 1/9 örfá sæti laus
flm 2/9 örfá sæti laus
fös 3/9 örfá sæti laus
mið 8/9, fim 9/9, fös 10/9, ATH. Lau 11/9
ÞJONN
í s ú p u n n i
Fim 9/9 kl. 20.00 nokkur sæti laus
Nánari dagsetn. auglýstar síðar
TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA!
20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti i Iðró.
Borðapantanir í síma 562 9700.
Gamanleikrit i leikstjórn
Sigurðar Sigurjónssonar
Fim 2/9 kl. 20 UPPSELT
Lau 4/9 kl. 20 UPPSELT
Fös 10/9 kl. 20 UPPSELT
Lau 11/9 kl. 20 UPPSELT
Ósóttar pantanir
seldar daglega
Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 10
Miðasala opin frá ki. 13—19 alla daga
nema sunnudaga
Ipft, Vi 5S1 Ú
S.O.S. Kabarett
í leikstjórn Sigga Sigurjónss.
fös. 3/9 kl. 20.30 örfá sæti laus
lau. 11/9 kl. 20.30 örfá sæti laus
fös. 17/9 kl. 20.30
Nd-eréf U&v
HATTUR OG FATTUR
BYRJA AFTUR EFTIR SUMARFRÍ
sunnudag 12. sept. kl. 14.00.
Á þín fjölskylda eftir að sjá Hatt og Fatt?
Miðasala í s. 552 3000. Opið virka daga
kl. 10—18 og fram að sýningu sýningardaga.
Miðapantanir allan sólarhringinn.
-Ælina
Fegurðin kemur innan fró
Laugovegi 4, sími 551 4473
____FÓLK í FRÉTTUM_
LEIKSTJ ÓRINN
DAVID MAMET
MÓTTÖKURNAR erlendis benda
til þess að einn hápunkta Kvik-
myndahátíðar í ár verði Winslow
strákurinn - The Winslow Boy,
nýjasta mynd Bandaríkjamannsins
Davids Mamet. Líkt og flestir vita
er hann eitt virtasta og áhrifamesta
leikritaskáld og kvikmyndahandrita-
höfundur samtímans, en að undan-
förnu hefur hann snúið sér í auknum
mæli að kvikmyndaleikstjórn þar
sem hróður hans er sífellt að aukast.
Þessi kúvending á ferli Mamets varð
til þess að hann sá sér ekki fært að
þiggja gestaboð hátíðarinnar þar
sem hann er upptekinn við að leik-
stýra næstu mynd, State and Maine,
norður í fylkinu hans Stephens
King. Umfjöllun um Winslow dreng-
inn bíður betri tíma. Spánski fang-
inn - The Spanish Prisoner, næsta
mynd Mamets á undan, var eitt af
trompum Kvikmyndahátíðarinnar í
febi-úar og sýndi stökkbreytingar
framá við hvað snertir tök skáldsins
á leikstjórninni. Fékk lofsamlega
dóma hjá almenningi og gagn-
rýnendum, og sjálfsagt verið aðal-
hvatinn að því að hann hefur nú
skipað sér í hóp með Woody Allen
og örfaáum öðrum, góðum mönnum,
sem sinna bæði sjóm og skriftum.
Það hefur ekki farið framhjá þeim
sem þekkja verk Mamets að bak-
gmnnur þeirra flestra er Chicago,
stórborgin við Michiganvatnið sem
kölluð er „rokrassinn" („Windy
city“), af heimamönnum. Þar er Ma-
met fæddur (‘47), og alinn upp. For-
eldrar hans rússneskir innflytjendur
af gyðingaættum. Að loknu háskóla-
námi, þar sem hann setti upp og lék
í sviðsverkum, sneri Mamet sér
beint að leikhúsunum í Chicago.
Stofnaði St. Nicholas Theatre
Company og stýrði Goodman leik-
húsinu um hríð. Var eftirsóttur fyr-
irlesari í leikhúsfræðum við Yale,
New York University og fleiri, virta
háskóla, strax uppúr tvítugu. 1971
gerði hann leikritaskrif að aðalat-
vinnu og athyglin lét ekki á sér
standa. Sexual Perversity in
Chicago (kvikmynduð undir nafninu
About Last Night, (‘86)), færði hon-
um Obie verðlaunin og heimsfrægð
aðeins tveiumur árum síðar. Mamet
gulltryggði sig síðan 1976, þegar
American Buffalo (kvikmynduð ‘96
með Dustin Hoffman), kom fram á
sjónarsviðið, eitt margverðlaunað-
asta verk leikritaskáldsins, var m.a.
valið besta leikrit ársins af virtasta
og kröfuharðasta hópi bandarískra
gagnrýnenda, The New York
Drama Critic Circle. Þeir veittu Ma-
met sama heiður ‘84, fyrir hans
besta verk til þessa, Glengarry
Glenn Cross, (kvikmyndað ‘92 með
A1 Pacino, Alec Baldwin ofl. öndveg-
isleikurum). Aukinheldur vann það
til sjálfra Pulitzerverðlaunin og
fernra Emmyverðlauna. Meðal ann-
arra, kunnra verka höfundar má
nefna Obie verðlaunaverkin Ed-
mond og The Cryptogram. Lake-
Leikritaskáldið, handritahöf-
undurinn og -læknirinn David
Maniet, við tökur á Winslow
stráknum.
Það er engnm að treysta í
Spánska fangunum.
boat, A Life In the Theatre, Oleanna
og The Old Neighorhood.
Áhugi Mamets á kvikmyndalist-
inni kom snemma í ljós. I dag er
hann bæði mikilsmetinn handrita-
höfundur og „handritalæknir", sem
eru hátt skrifaðir fagmenn í kvik-
myndaiðnaðinum; úrvalspennar sem
leitað er til þegar minni spámenn
klúðra hlutunum.
Fyrstur til að gefa Mamet tæki-
færi við skrif kvikmyndahandrita
var Bob Rafelson, sem treysti þessu
orðheppna, oft kjaftfora leikrita-
skáldi manna best til að gera nýja
kvikmyndagerð eftir Pósturinn
hringir alltaf tvisvar, fílm noir
kreppusögunni hans James M. Cain.
Það var 1981. Ekki betrumbætti
hann handbragð Harrys Ruskins frá
‘46, en átti þess betri daga við gerð
The Verdict, (‘82). Það er eitt lang-
besta handritið sem hann hefur
samið fyrir aðra og myndin hans
Sydneys Lumet hlaut fjölda
Paul Newman vinnur sinn
stærsta leiksigur í The Verdict,
sem útbrunninn lögfræðingur
sem rís uppúr öskustónni í
mögnuðu hlutverki - skrifuðu
af Mamet.
Óskarsverðlaunatilnefninga, m.a.
fyrir handritið. Önnur Chicago-
mynd, Hinir vammlausu - The
Untouchables, (‘87), var einnig mik-
ilvæg mynd undir stjórn Brians De
Palma. Hoffa, (‘92, var hinsvegar
nokkur vonbrigði, náði ekki tilætluð-
um mikilleik þó hún væri um margt
athyglisverð. Sama má segja um
The Edge,(‘97), nýjustu mynd
Nýsjálendingsins Lee Tamahori, en
Mamet bætti um betur með Wag
the Dog, sama ár. Þessi fyndna, póli-
tíska ádeila státaði af ótrúlega mein-
fyndnu handriti þar sem Clintonleg-
ur forseti er hafður að skotspæni.
Þáttaskil varð á ferli Mamets árið
1987, er hann leikstýrði House Of
Games, fyrstu kvikmynd sinni.
Hann er einnig höfundur handrits-
ins. Áii síðar leikstýrði hann Things
Change, sem hann skrifaði í sam-
vinnu við háðfuglinn Shel Silver-
stein. Þessi litla perla státar m.a. af
Don gamla Ameche (sem reyndar
vann enga leiksigra á yngri árum,
þegar hann var stjarna), hreint
óborganlegum sem skóari sem tekur
að sér að sitja inni fyrir mafíufor-
ingja. Smábófi (Joe Mantegna), er
fenginn til að gæta hans uns dómur-
inn fellur. Hann miskunnar sig yfir
karlangann og fer með hann útá lífið
þar sem þeir njóta lífsins um sinn.
Homicide, (‘91) og Oleanna, (‘94),
næstu leikstjórnarverkefnin, byggði
hann á eigin leikhúsverkum, en
myndirnar hafa ekki farið vfða þrátt
fyrir þokkalega dóma. Eftir nokk-
urra ára hlé komst Mamet síðan aft-
ur á fulla ferð í leikstjóminni með
Spánska fanganum, og virðist hafa
haslað sér engu síðri völl sem leik-
stjóri en skáld. Það getum við von-
andi sannreynt á Kvikmyndahátíð-
inni.
Sígild myndbönd
THE VERDICT (‘82)+1rk'h
Hafandi séð nánast allar myndir
Pauls Newman þá er það engin
spurning í mínum huga, minnipoka-
lögfræðingurinn hans í þessari vel
gerðu mynd af Sydney Lumet, er ein
hans besta túlkun á stórkostlegum
ferli, Enda handritið hans Mamets
(byggt á skáldsögu Barrys Reed),
óhemju vel skrifað. Rulla Newmans
bein og mergur myndar um drykkju-
sjúkan, hálfútbrunninn lögmann sem
rís upp úr öskustónni þegar síst var-
ir. Lætur ekki knésetja sig af út-
smognum lögfræðingum trygginga-
fyrirtækis (magnaðir James Mason
og Milo O’Shea). Heldur setur tapp-
ann í flöskuna, og endurvinnur
sjálfsvirðinguna. Fyrsta flokks
skemmtiefni á allan hátt.
HOUSE OF GAMES, (‘87)★★★
Frumraun Mamets í leikstjóra-
stólnum (skrifaði einnig handritið),
er snjöll spennumynd í anda
Hitchcoeks. Sálfræðingur (leikinn
af Lindsay Crouse, þáverandi eigin-
konu Mamets), dregst inní út-
smogna svikamyllu sem sett er upp
af fjallbröttum klækjaref (Joe Man-
tegna). Crouse á góðan dag sem
sjálfumglöð hæfileikamanneskja á
sínu sviði og metsölubókarhöfund-
ur. Sem fyrr en varir veit ekki hvað
snýr upp né niður í ráðabruggi
refsins, sem hún hefur fallið fyrir.
Einstaklega vel útfærður'söguþráð-
ur er spunninn í kringum marg-
snúna atburðarásina, útsjónarsemi
er eitt aðalsmerki höfundar. Man-
tegna (einn af fastaleikurum Ma-
mets, annar er hinn frábæri Willi-
am H. Macy, sem hefur verið í
annarri hverri mynd frá Fargo, og í
slagtogi við skáldið/leikstjórann
síðan á ártímum St. Niicholas leik-
hópsins), fer á kostum og myndin
óvenju fullnægjandi af verki af
þessum toga.
SPÁNSKI FANGINN -
THE SPANISH PRISONER
(‘98) lck+Vi
Þaulhugsuð flétta sem snýst um
elstu brellu klækjasögunnar, fyndin,
snúin og oftast skynsamleg. Camp-
bell Scott leikur ungan, tvístígandi
tölvusnilling sem hefur fundið upp
byltingarkennt forrit. Vill að sjálf-
sögðu fá sem mest fyrir sinn snúð,
en málin snúast þannig að þessi hlé-
drægi og óreyndi maður veit ekkert
hverjum hann á að treysta. Mamet
spinnur við fléttuna skemmtilegum
persónum sem erfítt er að henda
reiður á. Steve Martin leikur
klækjaref sem platar tölvumanninn
uppúr skónum. Ben Gazzara vafa-
saman eiganda tölvuyrh-tækisins og
Rebecca Pidgeon óáreiðanlega kven-
persónu. Þau standa sig öll frábær-
lega og ástæða til að benda fólki sér-
staklega á þessa fáséðu mynd.
Sæbjörn Valdimarsson