Morgunblaðið - 02.09.1999, Side 1

Morgunblaðið - 02.09.1999, Side 1
197. TBL. 87. ARG. FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Enn óvissa um Wye-samninginn Jerúsalem. Reuters^AFP. VIÐRÆÐUR ísraela og Palestínu- manna um framkvæmd Wye-sam- komulagsins virtust vera í uppnámi seint í gærkvöld og hafði verið frestað. Var ekki ljóst hvort aftur átti að setjast að samningaborði í dag en til stóð að undirrita væntan- legt samkomulag í dag í Alexandríu í Egyptalandi að viðstöddum Hosni Mubarak, forseta landsins, og Mad- eleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Á ýmsu gekk í viðræðunum í gær og um miðjan dag í gær virtist sem þær hefðu farið út um þúfur. Var meðal annars deilt hart um fjölda þeirra palestínsku fanga, sem Isra- elar skyldu láta lausa. Viðræðumar hófust þó aftur og skömmu síðar sagði ísraelski ráðherrann Haim Ramon, að samkomulag væri í sjón- máli. Var það einnig haft eftir Saeb Erekat, helsta samningamanni Pal- estínumanna. Óvissa um framhaldið Ekki er vitað hvaða snurða hljóp á þráðinn en ísraelska ríkisstjórnin tilkynnti eftir miðnætti að ísraelsk- um tíma, að samningar hefðu ekki tekist og hefði viðræðunum verið frestað. Mubarak hafði boðið Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, að undirrita væntanlegt samkomulag í Alexandríu í dag og þangað er Albright væntanleg frá Marokkó. Var Arafat í Hollandi í gær en gerði þar stuttan stans og hélt til Egyptalands er líkur jukust á samningi. Morð og ofbeldi á götum Dili Nýsjálendingar telja hugsanlega þörf á erlendu herliði á A-Tímor Dili, Austur-Tímor. Rcutcrs, AFP. VOPNAÐIR menn, sem andvígir eru sjálfstæði á Austur-Tímor, hófu í gær skothríð að fólki við höfuð- stöðvar Sameinuðu þjóðanna í Dili. Leitaði fólkið, um 400 manns, skjóls í SÞ-byggingunni en úti á götunni var einn maður höggvinn til bana með sveðju. Að sögn vitna féllu a.m.k. fimm manns í valinn í gær og virðist enginn endir ætla að verða á ofbeldisverkunum. Þeir, sem and- vígir eru sjálfstæði landsins, njóta augljóslega velvildar Indónesíuhers og er óttast, að þeir efni til borgara- styrjaldar þegar úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslunnar sl. mánudag verða kunngjörð. Hvergi var að sjá hermenn eða lögreglumenn er ofbeldishóparnir lögðu undir sig strætin en þeir komu þó á vettvang er á leið. Vopn- aðir menn virtust þó fara óáreittir um borgina þar sem þeir kveiktu í mörgum húsum. Don McKinnon, utanríkisráð- herra Nýja-Sjálands, sagði í gær, að yrði ekkert lát á ofbeldinu væri hugsanlegt, að aðrir en SÞ reyndu að skakka leikinn, tii dæmis Nýsjá- lendingar, Ástralar, Japanii- og Bandaríkjamenn. Talsmaður indónesíska utanríkisráðuneytisins sagði hins vegar, að engin þörf væri á erlendu herliði á A-Tímor þar sem Indónesar eru með 15.000 her- og lögreglulið. I gær var ákveðið að fjölga í því um 350 manns. Búist er við að mikill meirihluti Austur-Tímorbúa hafi greitt at- kvæði með sjálfstæði landsins í at- kvæðagreiðslunni á mánudaginn en skýrt verður frá niðurstöðunni í næstu viku. Reuters Fólk flýði eins og fætur toguðu undan skothríðinni í Dili, höfuðborg A- Tímor, í gær. Vitað er um fímm menn að minnsta kosti, sem féllu fyrir kúlum ofbeldismannanna. Sokkarnir tryggja sætan svefn London. Reuters. FLÓUÐ mjólk er ágæt og þeir, sem því nenna, geta reynt að telja sauði til að sofna betur en besta svefnmeðalið er einfald- lega sokkar og vettlingar. Svissneskir sérfræðingar, sem fást við að rannsaka lífs- klukkuna og svefnvenjur fólks, hafa komist að þeirri niður- stöðu, að sé fólki hlýtt á hönd- um og fótum, sofni það fljótt og vel. Hitinn dreifist þá vel um líkamann og við það losni úr læðingi ýmis hormón, til dæm- is melatónín, sem ráða miklu um svefninn. „Þeir, sem fara í rúmið með kalda fætur, eiga erfiðara með að sofna en þeir, sem eru heitir fyrir,“ sagði Anna Wirz-Just- ice, einn svissnesku sérfræð- inganna, en frá rannsóknum þeirra var skýrt í vísindatíma- ritinu Nature. Einfaldasta ráð- ið er því að vera í sokkum og jafnvel með vettlinga líka en annað, sem skiptir miklu máli fyrir góðan svefn, er, að líkam- inn geti losnað við hitann út í umhverfið. Þess vegna má ekki vera of heitt í svefnherberginu. Reuters Ráðamenn í Kreml tjá sig um rannsókn á peningaþvætti Yísa ásökunum á bug Moskvu, Washington. Reuters, AFP. STJÓRNVÖLD í Rússlandi vísuðu í gær á bug ásökunum um, að þau væru viðriðin peningaþvætti og sögðu þær vera vestrænan óhróður. Buðust þau jafnframt til að skýra nákvæmlega frá því hvernig lánum IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefði verið varið. Bandaríska stór- blaðið Washington Post sagði í gær, að inn í rannsóknina á þessu máli gætu dregist tugir banka um allan heim. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði, að ákveðnir hópar á Vesturlöndum vildu sverta ímynd Rússlands til að koma í veg fyrir áhrif þess í heimsmálunum og spilla um leið samskiptum þeirra við Bandaríkjamenn. Viktor Gerashchenko, seðla- bankastjóri Rússlands, sagði á blaðamannafundi í Zúrich í gær, að allt lánsfé frá IMF hefði verið not- að með eðlilegum hætti og Alexand- er Lívshíts, sem er ráðherra án ráðuneytis, sagði, að rússneska stjórnin væri tilbúin til að skýra Bandaríkjastjórn nákvæmlega frá því í hvað lánsféð hefði farið eins og endurskoðunarfyrirtækið Price- WaterhouseCoopers hefði raunar þegar gert. Málið snýst um gífurlegt fjár- streymi, rúmlega 1.500 milljarða ísl. kr., frá Rússlandi um bandarískan banka, Bank of New York, og leikur grunur á, að hluti af þessu fé sé IMF-lán, sem rússneskir glæpa- menn, kaupsýslumenn og jafnvel háttsettir embættismenn hafi komist yfir. Washington Post sagði í gær, að tugir banka í Bandaríkjunum, Bret- landi, Rússlandi, Japan, Ástralíu og víðar hefðu tekið þátt í að flytja féð til eða frá Bank of New York en reikningarnir þai’ tengjast allir Bandaríkjamanni af rússneskum ættum, Peter Berlin, sem opnaði þá í nafni ýmissa fyrirtækja og þá fyrstu snemma á þessum áratug. Fórst í flugtaki AÐ minnsta kosti 64 menn og hugsanlega fleiri týndu lífi er Boeing 737-farþegaflugvél fórst í flugtaki í Buenos Aires í Argent- ínu í gær. Er hún hafði sleppt flugbrautinni fór hún í gegnum girðingu við flugvöllinn, síðan á bfla á fjölförnum vegi og stöðv- aðist Ioks alelda á golfvelli skammt frá. Ekki er vitað hvað olli slysinu en annar af tveimur svörtum kössum vélarinnar fannst í gær. Það var lán í óláni að flugvélin rann yfir veginn eða gatnamótin er flestir bflarnir biðu á rauðu ljósi en bflstjórarnir gátu séð skelfingu lostna farþeg- ana inn um glugga vélarinnar er hún rann hjá. Myndin sýnir er verið er að losa einn hreyfil vél- arinnar úr brakinu. I Allt að 80/26 ♦ ♦♦ Færeyjar Kosið um sjálfstæði Kaupmannahöfn. Reuters. LANDSSTJÓRNIN í Færeyjum hefur ákveðið að efna til þjóðarat- kvæðisgreiðslu um sjálfstætt ríki á eyjunum á næsta ári, líklega fyrir mitt ár. Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, skýrði frá þessu á blaða- mannafundi í Þórshöfn í gær en í nýútkominni skýrslu um sjálfstæð- ismálin er komist að þeirri niður- stöðu, að Færeyingar geti staðið á eigin fótum. Danska stjórnin setur sig ekki upp á móti vilja Færeyinga, hver sem hann verður, en leggur áherslu á, að danski ríkisstyrkur- inn, um 10 milljarðar ísl. kr., muni falla niður. Svarai' hann til fjórð- ungs allra útgjalda landsstjómar- innar. I skýrslunni segir, að hið op- inbera muni geta bætt sér upp þann missi á 15-20 árum. Þá er ekki gert ráð fyrir tekjum af hugsanlegri olíu- vinnslu við eyjamar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.