Morgunblaðið - 02.09.1999, Page 6

Morgunblaðið - 02.09.1999, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Rækjuverksmiðjan á Brjánslæk Skelvinnsla hefst á næstu vikum FORSVARSMENN sjávarútvegs- fyrirtækjanna Háaness hf. á Pat- reksfirði og Lóms hf. í Hafnarfirði reikna með að sameiginlegt fyrir- tæki þeirra, Lómsnes hf., hefji rekstur rækjuútgerðar á Brjánslæk á næstu vikum. Fyrirtækin keyptu rækjuverksmiðjuna á Brjánslæk á nauðungaruppboði í lok júlí sl. og síðan hefur verið unnið að endumýj- un vélabúnaðar og húsakosts. Engin vinnsla hefur verið í húsinu síðan í febrúar sl. Guðfmnur Pálsson, framkvæmda- stjóri Háaness hf., segir að frysti- togarar fyrirtækjanna, Guðrún Hlín BA og Lómur HF, sem hvor um sig er um 500 tonn, muni annast veiðar fyrir fyrirtækið. „Við erum að yíir- fara búnaðinn og endumýja vélar og tæki um þessar mundir og hefjumst síðan handa þegar málin eru komin á hreint. Við ætlum að byrja með skelvinnslu núna, í haust og fömm í rækjuvinnslu um áramót," segir Guðfinnur. Bjartsýnn á reksturinn Hann kveðst gera ráð fyrir að um 12-15 starfsmenn verði ráðnir til verksmiðjunnar, hluta til heima- menn, og verði engum vandkvæð- um bundið að fylla stöðurnar. Af- kastageta verksmiðjunnar er um 2.000 tonn á ársgrundvelli, eða um 180 til 200 tonn á ári. „Við emm bjartsýnir á þennan rekstur og væmm ekki að standa í honum að öðmm kosti. Við eram að vinna af- urðir sem falla til hjá fyrirtækjun- um, þar sem ákveðið hlutfall af þeim afla sem þessir frystitogarar veiða er svokölluð iðnaðarrækja, eða smæsta rækja sem til fellur í veiðunum. Skipin em bæði að veiða niður á Flæmska hatti og hráefnið er fryst um borð og flutt síðan með gámum um allar jarðir eins og tíðkast nú til dags. Vinnslan er ekki lengur háð löndunarstað, enda ein- faldlega markaðsvara sem er flutt hingað og þangað og pilluð og unn- in í þessum rækjuverksmiðjum. Bæði fyrirtækin era í útgerð og þessi vinnsla er aðeins angi frá okk- ur og verður rekin sem sjálfstætt félag,“ segir hann. Guðfinnur kveðst telja bjartara yfir í skelfískvinnslu en verið hefur undanfarin misseri, hið háa hráefn- isverð sem verið hefur á rækju hef- ur lækkað sem gefur vinnslunni meira svigrúm. Kostnaður 70-80 millj. Fyrirtækin keyptu rækjuverk- smiðjuna á Brjánslæk á 27 milljónir á nauðungarsölunni í júlí og kveðst Guðfinnur eiga von á að kostnaður við verksmiðjuna nemi á milli 70 og 80 milljónum þegar hún verður komin í viðunandi horf. Bæjarstjórn Borgarbyggðar Viðræður hafnar um sölu Eðalfísks BÆJARSTJÓRN Borgarbyggðar hefur fengið tilboð í fyrirtækið Eð- alfisk hf. sem bærinn hefur eignast að mestu leyti. Bæjarstjórinn á í viðræðum við tilboðsgjafa og segist hann bjartsýnn á jákvæða niður- stöðu. Hjá Eðalfíski er reyktur lax fyr- ir innlendan markað og til útflutn- ings, framleidd salöt og fleira. Bæj- arfélagið veitti fyrirtækinu ábyrgð- ir sem breytt hefur verið í hlutafé þannig að það átti 63% hlutafjár. Fyrirtækið hefur gengið illa og fyr- ir skömmu var hlutaféð fært niður um 99%, eða úr 62,8 milljónum í 628 þúsund kr. Samhliða breytti Borgarbyggð því sem eftir var af ábyrgðum í hlutafé, alls um 31 milljón, þannig að Borgarbyggð á nú nást allt hlutafé fyrirtækisins. Stefán Kalmansson bæjarstjóri segir að bæjarfélagið hafi viljað koma sér út úr þessum í'ekstri, það hafi aldrei verið markmið hans að standa sjálft í rekstri af þessu tagi. Vilja áframhaldandi starfsemi Hjá fyrirtækinu em nú um 20 starfsmenn og segir Stefán að bæj- arstjóm hafi áhuga á að fyrirtækið haldi áfram starfsemi í bæjarfélag- inu. Segir hann stefnt að því að ná þessum tveimur markmiðum í þeim viðræðum sem í gangi em um sölu á fyrirtækinu. Hann vill ekki upplýsa hverjir standa að tilboðinu en tekur fram að það séu fjársterk- ir aðilar sem tilbúnir séu að reisa fyrirtækið við með því að setja í það fjármagn, ef um semst. FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Kristján G. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar hf., færði Ómari EUertssyni skipstjóra og áhöfn Júliusar tertu í tilefni dagsins er skipið lagðist að bryggju á ísafirði um kl. 8 í gærmorgun. Mettúr hjá Júlíusi ísafirði. Morgunblaðið. FRYSTITOGARINN Júhus Geirmundsson ÍS 270, sem er í eigu Gunnvarar hf. á ísafirði, kom í gærmorgun í heimahöfn á ísafirði úr 33ja daga veiðiferð með frystar afurðir að verðmæti um 103 milljónir króna. Þetta er met hjá Júllanum og munu fáir íslenskir togarar hafa skilað meiri verðmætum að landi úr einni veiðiferð. Kristján G. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Gunnvarar hf., færði áhöfninni af þessu tilefni myndarlega tertu þegar komið var í höfn. Gunnar Arnórsson var skipstjóri fyrri hluta veiðiferðar- innar en Ómar Ellertsson tók við í miðjum túr. Um þessar mundir er verið að leggja síðustu hönd á sameiningu Gunnvarar hf. og Hraðfrysti- hússins hf. í Hnífsdal og verður gengið formlega frá henni á hlut- hafafundum í félögunum um miðjan mánuðinn. Allur afli frystur Hið nýja, sameinaða útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki mun að líkindum hljóta nafnið Hrað- frystihúsið-Gunnvör hf. og verð- ur eitt af stærstu útgerðarfélög- um landsins. Mettúrinn byrjaði á Vestfjarðamiðum, síðan var farið austur fyrir land en endað út af Vestfjörðum. Aflinn var allur 'írystur um borð en hann var um 580 tonn upp úr sjó, að lang- mestu leyti þorskur, en einnig var nokkuð af grálúðu, karfa, ýsu og ufsa. Meginhlutinn af því sem skipið kom með að landi em fryst flök. Stór hluti af þorskinum fer á Ameríkumarkað en nokkuð á Bretlandsmarkað. Grálúðan og karfinn fara til Austurlanda, að- allega til Japans og Taívans. Sameining sj ávar útvegsfy r irtækj a í Vestmannaeyjum Sameining fjögurra sjávarútvegsfyrirtækja Krossanes M., Akureyri | Fiskimjölsverksmiðja Ösland ehf., Höfn í Hornafirði | Fiskimjölsverksmiðja ísfélag Vestmannaeyja hf■ Vinnslustöðin hf. >eS*Se- Fiskimjölsverksmiðja Frystihús Saltfiskverkun S3?- Humar-, síldar- og loðnuvinnsla Netagerðin Ingólfur hf. SigurðurVE, AntaresVE, Gígja VE og Guðmundur VE, loðnuskip. Heimaey VE, Álsey VE og Bergey VE, bolfiskskip KVÓTI (í upphafi fiskveiðiárs): 7.517 þorskígildistonn, þar af um 10% loðnukvótans og um 5,3% síldarkvótans v >«£*=> Fiskimjölsverksmiðja. Frystihús, bæði í Eyjum og Þorlákshöfn. Saltfiskverkun. Humar-, síldar- og loðnuvinnsla. 1/3 í útg.fél. Guldrangi í Fær. Sighvatur Bjarnason VE og Kap VE, loðnuskip Jón Vídalín ÁR og Brynjólfur ÁR, bolfiskskip Drangavík VE og Daski Pétur VE, bolfiskskip KVÓTI (í upph. fiskv.árs): Um 14.500 þorskíg.tonn, þar af eru um 9.000 þorskígildistonn í bolfiskteg. „Kom flestum á óvart“ Starfsfólki ísfélags Vestmannaeyja hf. voru kynntar hugmyndir um sameiningu við Vinnslustöðina hf., Krossanes hf. og Ósland ehf. á fundi í fyrradag. „ÉG get ekki betur heyrt en að fólk sé almennt ánægt. Það virðast allir taka þessum tíðindum mjög vel og telja þessa sameiningu af hinu góða,“ segir Einar Bjamason, verk- stjóri hjá Isfélagi Vestmannaeyja hf., aðspurður um álit starfsfólks á fyrirhugaðri sameiningu félagsins við Vinnslustöðina hf. í Vestmanna- eyjum, Krossanes hf. á Akureyri og Osland ehf. á Hornafirði. Starfsfólki fyrirtækjanna vom kynntar viðræð- ur fyrirtækjanna í fyrradag. Einar segir tíðindin engu að síður hafa komið fólki á óvart. „Þetta kom okkur í opna skjöldu. Reyndar hef- ur fólk hér í Eyjum rætt um þennan möguleika sín á milli en fæstum var kunnugt um að um þetta væri rætt af einhverri alvöra. Fólki virðist lit- ast vel á að hér verði eitt stórt sjáv- arútvegsfyrirtæki í stað tveggja, sérstaklega ef það þýðir að kvótinn haldist í byggðinni. Eg tel að þetta sé tækifæri til sóknar og styrki sjávarútveg í Vestmannaeyjum. Hvað Isfélagið varðar hlýtur sam- eining að styrkja stöðu fyrirtækis- ins því það á tiltölulega lítinn bol- fiskkvóta en Vinnslustöðin er mjög sterk í bolfiskvinnslu," segir Einar. Stjómir fyrirtækjanna fjögurra munu taka afstöðu til sameiningar á næstu dögum eða vikum. Eftir þyí sem næst verður komist hafði engin þeirra fjallað um málið í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.