Morgunblaðið - 02.09.1999, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
-
FRÉTTIR
Þverá/
Kjarrá
komnar yfír
2.000 laxa
PVERÁ ásamt Kjarrá hafa rofið
2.000 laxa múrinn og nánast ör-
uggt að svæðið verði með mestu
heildarveiðina á Islandi í sumar.
Slakar heimtur á gönguseiðum í
Eystri-Rangá gera það að verkum
að veiði er nokkur hundruð löxum
undir því sem aflaðist í fyrra, en
raunar vonuðust menn þar eftir
betri útkomu í sumar heldur en þá
varð raunin. Þótt veitt sé fram í
október í Eystri-Rangá verður
þetta sumar tæplega hennar ár á
toppnum úr því sem komið er.
Dagur Garðarsson, einn leigutaki
Brennu og Álftár á Mýrum, var í
þriðja síðasta hollinu í Þverá fyrir
fáum dögum og þá öfluðust 44 lax-
ar og talsvert af vænum sjóbirt-
ingi. „Þetta voru stórir og smáir
laxar og mjög nýlegir fiskar innan
um þótt enginn væri lúsugur. Það
var talsvert af laxi í ánni og vel
dreifður,“ sagði Dagur. Þá voru
komnir 2.050 laxar úr ánni og tvö
holl eftir í Þverá, þrjú í Kjarrá.
Værð í laxinum
Veiði tók ekki við sér sem skyldi í
Straumfjarðará loks er regn rétti
vatnsbúskap árinnar við seinni
hluta sumars. Þvert á móti greip
laxinn einhver værð og hann tók
bæði dræmt og grannt. Þó eru
komnir um 220 laxar á land og
leigutakar gera sér vonir um góð-
an endaprett og svipaða tölu og
síðasta sumar.
„Þetta leit betur út í byrjun,
veiðin fór afar vel af stað og það
er nóg af laxi. Þetta mók sem
greip laxinn eftir þurrkana kom
okkur í opna skjöldu, en það er
huggun harmi gegn að smálaxinn,
sem mest er af, er uppundir kílói
þyngri að jafnaði heldur en í
Morgunblaðið/Jón Ingi Ágústsson
Finnskur leiðsögumaður við Varzinu með vel yfir 30 punda hæng
sem hann veiddi í ánni.
fyrra,“ sagði Ástþór Jóhannsson
einn leigutaka árinnar í samtali
við Morgunblaðið í gærdag.
Gott sumar í Álftá
Á þriðja hundrað laxar hafa
veiðst í Álftá á Mýrum það sem af
er sumri. Nákvæmlega 200 þegar
vika lifði af ágúst og síðan hefur
verið reytingsveiði, enda gott
vatn í ánni og talsvert af laxi víða
í hyljum hennar. Þetta er góð út-
koma og betri en í fyrra þó svo að
langtímum saman hafi áin verið
vatnslítil og erfið viðureignar af
þeim sökum. Þá hefur a.m.k. ann-
að eins veiðst af sjóbirtingi.
Mýrabirtingurinn er mest 1-2
pund, en slangur af 3-4 punda
slæðist með og þeir stærstu í
sumar voru 6 og 7 punda.
íslendingar í Varzinu
Ómar Blöndal Siggeirsson, einn
leigutaka Flekkudalsár í Dölum,
hefur náð hagstæðum samningi
við finnskan leigutaka besta veiði-
svæðis hinnar þekktu rússnesku
laxveiðiár Varzinu á Kólaskaga.
Varzina er önnur tveggja þekkt-
ustu laxveiðiáa Rússlands og oft-
ast nefnd í sömu andrá og hin,
Ponoi. Ponoi gefur mun fleiri laxa
heldur en Varzina, en meðalþung-
inn í Varzinu er miklu hærri og
uppistaðan í veiðinni lax sem
dvalið hefur í 2-3 ár í sjó.
„Meðalvigtin þama yfír sumar-
ið er um 18 pund og fyrstu vik-
umar er hún meira að segja mun
hærri. Ég er búinn að fá vikuna
10.-17. júní næsta sumar, 12
stangir, þetta em sex og hálfur
dagur í veiði og verðið ótrúlegt,
39.000 krónur á dag og þá er allt
innifalið. Ég meina allt, flug, uppi-
hald, leiðsögumenn og veiðileyfin.
Þetta er sama verð og menn eru
að borga fyrir einn dag, bara
veiðileyfið, í mörgum íslenskum
ám,“ sagði Ómar Blöndal í samtali
við Morgunblaðið. Ástæðuna fyrir
þessu verði sagði Ómar vera að
leigutakinn hefði viljað veita ís-
lensku holli kynningarafslátt.
„Hann er að fá marga gesti sem
kunna lítið eða ekkert að veiða og
vill fá betri nýtingu, fleiri sem
kunna að veiða og geta nýtt svæð-
ið út í ystu æsar. Þama er ein-
göngu fluguveiði og öllum laxi er
sleppt,“ bætti Ómar við.
SVAMPDYNUR
wlaj ó th jjarp cjóðati óuej^n
njóitu M'e^nóinj
í nítni Irá okhu
RAFMAGNSBOTNAR
SPRINGDYNUR
• LATEXDYNUR
Skólatilboð:
120 X 200 48.700 kr.
140 X 200 54.400 kr.
160 X 200 58.100 kr.
Skútuvo^i 11* Sími 568 5588
it <e * ífck i&áéet-iWfc
Reglur um öryggi á sundstöðum
Nýtt kynn-
ingarrit
Reynir G. Karlsson
Menntamálaráðu-
neytið hefur gefið
út kynningarrit
með leiðbeiningum um
öryggi á sundstöðum.
Bæklingurinn heitir; Sjá-
umst í sundi - sund er
fyrir alla. Reynir G.
Karlsson hefur haft um-
sjón með útgáfu bæk-
lingsins. Hann var spurð-
ur hvers vegna nauðsyn-
legt teldist að gefa út
svona rit núna.
„Samkvæmt íþróttalög-
um ber menntamálaráð-
herra að hafa forgöngu
um að settar séu reglur
um öryggisráðstafanir í
íþróttamannvirkjum.
Skipaði hann því nefnd
sérfróðra manna til þess
að setja reglur um öryggi
á sundstöðum. Nefndin lauk
starfl sínu og setti reglur um ör-
yggi á sundstöðum 1994.“
- Voru engar reglur um öryggi
á sundstöðum fyrir þann tíma?
„Nei, ekki samræmdar reglur.
Hins vegar höfðu nokkrir sund-
staðir sínar eigin reglur. Regl-
urnar frá 1994 voru endurskoð-
aðar á síðas liðnu ári og til þess
að kynna þessar reglur sérstak-
lega hefur nú verið gefið út kynn-
ingarrit."
-Á hverju taka þessar nýju
rejglur?
„A sundstöðum geta leynst
margvíslegar hættur og er í þess-
um reglum leitast við að kynna
sundgestum hverjar þessar hætt-
ur geta verið. Jafnframt eru regl-
ur settar um t.d. vatnsrenni-
brautir, öryggistæki og almennt
um umgengni sundgesta. Þá er
einnig fjallað um hvaða undir-
búning starfsmenn sundstaða
þurfa að hafa. Samkvæmt regl-
unum ber þeim að taka hæfnis-
próf. Reglum þessum er beint tfl
foreldra og forráðamanna bama
því þeir verða að gera sér grein
fyrir ábyrgð sinni þegar farið er í
sund með ósynd börn og sjá til
þess að þau séu aldrei án eftirlits.
Verður því þessu riti dreift sér-
staklega til foreldra barna sem
eru að hefja sundnám, einnig til
starfsmanna sundstaða, sund-
kennara og almennt þeirra sem
sækja sundstaði."
- Hafa slys hér á sundstöðum
verið tíð?
„Við erum sannfærð um að
starfsmenn sundstaða hafa eftir
bestu getu og af mikilli natni
unnið sitt starf en ekki hefur þó
tekist að koma í veg fyrir slys en
aukin umræða, meðal annars um
reglur um öryggi, hafa að því
rannsóknir benda til stuðlað að
samræmdari vinnubrögðum og
meira öryggi og því fækkun
slysa.“
-Er sundiðkun vaxandi á Is-
landi?
„Já, bæði eru byggðar nýjar og
glæsilegar sundlaugar
og fjöldi sundstaða er
hér meiri en almennt
gerist meðal annarra
þjóða. Aðsókn er mjög
mikil og krefst hún
einmitt aukinnar aðgæslu, þess
vegna eru þessar reglur settar og
kynningarrit sent væntanlegum
sundgestum."
- Gilda þessar reglur á öllum
sundstöðum á landinu?
„Þær gilda um alla opinbera
sundstaði og kennslulaugar en
ekki um einkalaugar eða náttúru-
laugar."
►Reynir G. Karlsson fæddist
27. febrúar 1934. Hann lauk
stúdentsprófí frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1954 og al-
mennu kennaraprófi frá Kenn-
araskóla íslands 1955. Árið
1960 lauk hann prófi frá
íþróttaháskólanum í Köln.
Hann hefur starfað sem kenn-
ari frá 1960 til ‘64, var fram-
kvæmdastjóri Æskulýðsráðs
Reykjavíkur frá þeim tíma til
1971 en siðan hefur hann verið
æskulýðs- og íþróttafulltrúi í
menntamálaráðuneytinu. Reyn-
ir er kvæntur Svanfríði Guð-
jónsdóttur kennara og eiga þau
tvö börn.
-Hvaða þáttum rcglnanna er
mest aðkallandi að fylgja?
„Flestir munu telja reglur um
laugargæslu einna þýðingar-
mestar en í heild sinni hafa regl-
urnar stuðlað að samræmdari
vinnubrögðum starfsfólks á
sundstöðum. Laugargæslan er
orðin strangari og vinnubrögðin
markvissari. I fyrstu voru við-
brögð við reglunum misjöfn en
núna eru allir aðilar mun jákvæð-
ari við þeim og telja þær brýna
nauðsyn."
- Var tekið mið af reglum um
sundstaði erlendis?
„Hjá mörgum þjóðum hefur
reynst erfítt að setja samræmdar
reglur eins og þessar og því til-
tölulega fáar reglur sem unnt var
að styðjast við en núna í septem-
ber verður norræn ráðstefna hér
á landi um byggingu og rekstur
íþróttamannvirkja og verður þar
fjallað sérstaklega um hugsan-
legt samstarf Norðurlandanna
um samræmdar reglur um ör-
yggi á sundstöðum."
- Var erfítt að koma þessum
reglum saman?
„Já, einkum með tilliti til þess að
laugarnar eru svo mismunandi að
gerð og stærð, en með góðu sam-
starfi við aðila eins og forstöðu-
menn sundstaða tókst
að samræma öll megin
sjónarmiðin."
-Hverjir komu að
útgáfu þessa nýja
bæklings fyrir utun
menntamálaráðuneytið?
„Textann sömdu auk mín þau
Herdís Storgaard, fram-
kvæmdastjóri Átaks; verkefnis
um slysavarnir barna og ung-
linga, og Daníel Pétursson, for-
stöðumaður Suðurbæjarlaugar í
Hafnarfirði. Hönnuðir voru aug-
lýsingastofan Einn, tveir og
þrír.
Sjáumst í
sundi - sund
fyrir alla
i-iv aS'V arliSs^SKB
L