Morgunblaðið - 02.09.1999, Síða 9

Morgunblaðið - 02.09.1999, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 9 FRETTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Loftsson skógræktarstjóri fylgist með þegar Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, afhendir Aðalsteini Sigurgeirssyni, forstöðumanni rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, framlag til stígagerðar í hlíðum Esjunnar. Skógrækt ríkisins og Skeljungur hafa unnið saman að skógrækt í sjö ár Nýr samstarfssamn- ingur undirritaður JÓN LOFTSSON skógræktar- stjóri og Kristinn Björnsson, for- stjóri Skeljungs, undirrituðu nýjan samstarfssamning um „Skógrækt með Skeljungi" í húsakynnum rannsóknastöðvar Skógræktar rík- isins á Mógilsá sl. þriðjudag. Við þetta tækifæri afhenti for- stjóri Skeljungs Aðalsteini Sigur- geirssyni, forstöðumanni rann- sóknastöðvarinnar, framlag tO stígagerðar í hlíðum Esju. Skóg- rækt ríkisins og Skeljungur hafa átt samstarf um skógrækt í sjö ár sem hefur að þeirra mati verið verulega árangursríkt. A þessu tímabili hefur Skeljungur varið lið- lega 60 mOljónum króna til skóg- ræktarverkefna. Áhersla á að efla áhuga almennings á skógrækt Frá upphafi verkefnisins „Skóg- rækt með Skeljungi" hefur verið lögð áhersla á að efla áhuga al- mennings á skógrækt. Lögð hefur verið megináhersla á þrjá þætti í samstarfsverkefninu; veittii- hafa verið skógræktarstyrkir til einstak- linga og félagasamtaka, fjármagni hefur verið varið í að grisja skóga og leggja göngustíga og tO að bæta áningar- og útivistaraðstöðu í stærstu og athyglisverðustu þjóð- skógunum og þeir þannig opnaðir, þá hafa verið haldnir skógardagar með fjölbreyttri fræðsludagskrá og menningarviðburðum. Þeir sem standa að „Skógrækt með Skeljungi" telja sig merkja verulegan árangur af verkefninu sem sjáist meðal annars á aukinni aðsókn að skógum landsins. Þeir áætla að á milli 270.000 og 300.000 gestir hafi nýtt sér áningaraðstöðu í þjóðskógunum í sumar. A meðal átaksverkefna sem unnin hafa verið í ár má nefna göngustígagerð í Þjórsárdal og Esjuhlíðum, útgáfu gönguleiðakorta og skiltagerð í Hallormsstað, Haukadal, Skorra- dal, Vaglaskógi og Þórsmörk. Barnalæknir Hef opnað móttöku í Domus Medica. Tímapantanir í síma 563 1013 og 563 1010. Michael Clausen, læknir. Sérgreinar: Barnalækningar og ofnæmislækningar barna og unglinga. Nýjar vörur Jakkar, buxur, peysur, veski, skór o.fl. Ung tíska - Útsölulok MORE & MORE A LIFE PHILOSOPHY Glæsibæ, sími 588 8050. Opið virka daga kl. 10.30-1 8, laugardaga kl. II-l 6. MUNIÐ TILBOÐIN A LÖNGUM LAUGARDEGI BULAGGF Stærsta töskuverslun landsins, Skólavöröustíg 7, slmi 551-5814 OPIÐ LAUGARDAGINN 4. SEPTEMBER TIL KL. 17 GSM-kerfi Landssímans Stórnotendaáskrift felld niður ALLIR stórnotendur GSM-kerfis Landssímans hafa verið færðir yfir í almenna GSM-áskrift og hækkar mínútugjald þeirra af þessum völd- um um 18 til 45%. I fréttatilkynn- ingu, sem Landssíminn sendi frá sér vegna þessa, kemur fram að þetta sé gert í framhaldi af ákvörð- un samkeppnisráðs og úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkvæmt ákvæði, sem tók gUdi í gær, er Landssímanum hvorki heimilt að bjóða upp á stórnotenda- áskrift né magnafslátt í GSM-kerfi sínu. í fréttatilkynningunni segir: „Þessi ákvörðun samkeppnisráðs gengur, að mati Landssímans, þvert á fyrri ákvarðanir ráðsins þar sem fyrirtæki hafa verið skylduð til að veita stórum viðskiptavinum slíkan afslátt. Ákvörðunin gengur einnig þvert á afdráttarlausa þróun í Evr- ópu þar sem farsímafyrirtækjum hefur verið gert að lækka verð á þjónustunni. Markmið fyrii'tækisins er að við- skiptavinir þess njóti sambærilegra kjara og viðskiptaskiimála og við- skiptavinir farsímafélaga í ná- grannalöndunum. Komi hins vegar í ljós að úrskurðir samkeppnisyfir- valda standi í vegi fyrir að það markmið náist, mun Landssíminn íhuga að láta á þá reyna fyrir dóm- stólum. YOGASTÖÐ VESTURBÆJAR í HÚSI SUNDLAUGAR SELTJARNARNESS YOGA YOGA YOGA Þriöjudaga og fimmtudaga kl. 10:15 • Þriöjudaga og föstudaga kl. 17:30. Mánudaga og fimmtudaga kl. 17:30 og 19:00. Leiðbeinandi: AHNA BJÖRNSDÓTTIR yogakennari Innritun og upplýsingar í síma 561 0207 tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Opið laugardag 10-16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.