Morgunblaðið - 02.09.1999, Side 14

Morgunblaðið - 02.09.1999, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Ibúar við mótmæla byggð Gufunesradíó UM þrjátíu íbúar í Rima- hverfi hafa sent borgarstjóra mótmæli við áformum um íbúðabyggð á lóð Gufunes- radíós. I ályktun fundarins til borgarstjóra segir að þegar íbúarnir hafi flutt í Rima- hverfi hafi legið fyrir skipu- lag að afgirtri lóðinni um- hverfis Gufunesradíó. „Sam- kvæmt skipulagi sem þá var í gildi og átti samkvæmt okkar skilningi að gilda til 2016 átti þetta svæði að vera grænt svæði, íþrótta- og útivistar- svæði,“ segir í ályktuninni sem samþykkt var á hverfis- fundi nýlega. Lóð Gufunesradíós er í eigu Landssímans en fyrir liggja drög að makaskiptum þar sem gert er ráð fyrir að borgin fái lóðina í skiptum fyrir lóð undir hús Landssím- ans í Laugardal. Sóley Stef- ánsdóttir, talsmaður íbúanna, segir að vitað sé að fyrirtæk- ið Mótás og Búmenn, félag um byggingu leiguíbúða fyrir eldra fólk, hafi sótt um lóð á svæðinu, austan Gufunesrad- íós, og fengið jákvæðar und- iitektir; þessar hugmyndir séu til skoðunar í borgar- skipulaginu. „Við fórum að tala um þetta í sundlauginni, konurnai’ í hverfinu, og ákváðum að athuga hver væru viðhorf fólks til málsins. Morgunblaðið/Ásdís Sóley Stefánsdóttir er talsmaður íbúa í Rimahverfi, sem eru mótfallnir hugmyndum um byggingarframkvæmdir á lóð Gufunesradíós. Þess vegna var boðað til fundar í hverfinu. Vilji íbú- anna er að þetta verði grænt svæði eða þá að ekkert verði gert; alls ekki að þarna komi byggingar." Sóley sagði að samkvæmt skipulaginu sem var í gildi þegar fólk flutti í hverfið um 1990 hefði lóðin verið merkt sem grænt svæði eða íþrótta- svæði. Hún sagði að íbúarnir teldu mögulegt að byggja þarna upp íþróttasvæði í tengslum við Borgarholts- skóla, sem ekki hefði íþrótta- hús fremur en fleiri skólar í hverfinu. Aðeins eitt íþrótta- svæði er í Grafarvogi og Sóley sagði að íbúamir teldu að íþrótta- og útivistarsvæði þyrftu að vera inni í hverfinu en ekki í jaðri þess. Sóley sagði að undirskrift- imar hefðu verið sendar borgarstjóra og þaðan hefðu þær verið sendar til skipu- lagsnefndar. Grafarvogur Fyrsta reglugerðin um kattahald í Reykjavík Viðbrögð vegna margra kvartana Gjald lagl á handsamaða ketti Reykjavík FYRSTA reglugerðin er varðar kattahald í höfuð- borginni hefur verið sam- þykkt og mun öðlast gildi þegar við birtingu. Slík reglugerð hefur ekki verið til staðar áður, en samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur hefur kvörtunum vegna katta fjölg- að verulega undanfarið. Lausir kettir virðast því vera meira og stærra vandamál en áður og er reglugerðinni ætl- að að stemma stigu við þvi vandamáli. Dregið úr Iausagöngu katta Reglugerðin miðar að því að draga úr lausagöngu katta með því að fá eigendur til að fylgjast betur með köttum sínum. í 2. grein segir að alla ketti skuli „merkja með ól um hálsinn, eða á annan sam- bærilegan máta þar sem fram koma upplýsingar um eiganda, heimilisfang og símanúmer“. Hverfi köttur að heiman ber eigendum eða umráðamönnum hans að „gera ráðstafanir til að finna köttinn" sbr. 7. gi'ein reglu- gerðarinnar. Þá ber kattaeig- endum að taka tillit til fugla- lífs á varptíma, „t.d. með því að hengja bjöllu á ketti og eftir atvikum að takmarka útiveru kátta“. í 9. grein reglugerðarinnar segir að borgaryfirvöld skuli gera ráðstafanir til útrým- ingar á villi- eða flæk- ingsköttum. „I því skyni er heimilt að koma fyrir búrum, agni eða sambærilegum tækjum til að fanga ketti enda sé framkvæmdin aug- lýst með áberandi hætti með sjö daga fyrirvara og katta- eigendum þannig gert kleift að halda köttum sínum inni meðan sú aðgerð stendur yf- ir.“ Sé ítrekað kvartað undan ágangi katta á tilteknu svæði er starfsmönnum Meindýra- varna heimilt að „handsama þá í búr og flytja í dýra- geymslu að undangenginni auglýsingu, sem birtast skal a.m.k. tveimur sólarhringum áður en framkvæmdin hefst“ sbr. 11. grein reglugerðar- innar. Dýrt að týna kettinum Það getur haft þó nokkur fjárútlát fyrir kattareigend- ur, ef þeir lenda í því að kett- ir þeirra séu oft handsamað- ir og færðir í hald. Samhliða reglugerðinni hefur verið samþykkt gjaldskrá vegna handsömunar katta og geymslu þeirra. Sé köttur handsamaður í fyrsta skipti skal eigandi hans greiða 2.500 kr. í handsömunar- gjald. í annað til fjórða skipti hækkar gjaldið í 5.000 kr. og í hvert skipti eftir það kostar hver handsömun 12.500 kr. Geymslugjald verður 500 kr. á hvern dag. Hvern fangaðan kött er skylt að geyma í sjö daga, skv. 10. grein. „Hafi kattar- ins ekki verið vitjað innan þess tíma skal honum ráð- stafað til nýs ábyrgs eig- anda, hann seldur fyrir áföllnum kostnaði eða aflíf- aður. Ef eigandi gefur sig fram skal hann greiða áfall- inn kostnað." Reykjavík lokar nýbúadeild fyrir öðrum sveitarfélögum Hjallaskóli vill stofna nýbúadeild HJALLASKÓLI er reiðubúinn að taka að sér að skipuleggja nýbúa- deild fyrir nýbúa í Kópa- vogi. Til þessa hafa marg- ir nýbúar í Kópavogi fengið að hefja skóla- göngu sína í nýbúadeild- um í Reykjavík og hefur Kópavogur greitt fyrir það, en nú hefur Reykja- vík vísað úr nýbúadeild- um sínum nemendum frá öðrum sveitarfélögum. Þetta kemur fram í skýrslu Tómasar Jóns- sonar, sérkennslufulltrúa á skólaskrifstofu Kópa- vogs, sem lögð var fram í skólanefnd bæjarins ný- lega. Þar kemur fram að í Kópavogi eru nú um 15 nemendur sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og fá sérstakan stuðning vegna þess í heimaskóla. Tveir til þrír nýbúar munu hefja nám í bænum í haust og fyrir eru tveir nemendur írá Kosovo, sem byrjuðu í Hjallaskóla eftir áramót. Sérstök vinna með þennan hóp „Vegna þess hve vinna með þennan nemendahóp er sérstök er brýn þörf á Kópavogur að skipuleggja sérstakt úrræði fyrir þessa nem- endur og jafnframt að koma á fyrirkomulagi sem er í stakk búið að taka á móti fleiri nemend- um sem koma munu í framtíðinni," segir í skýrslunni. Þar segir enn fremur að Hjallaskóli hafi undan- farin ár aflað sér þekk- ingar og reynslu á þessu sviði og stjórnendur skól- ans séu reiðubúnir að taka að sér að skipuleggja nýbúadeild fyrir nýbúa Kópavogs. „Það er því álit skóla- skrifstofu að Kópavogs- bær verði að leggja til viðbótarfjármagn til þess að mæta þörfum þessa nemendahóps. í upphafi þyrfti að gera ráð fyrir einni stöðu kennara, ásamt aðstöðu og fjár- magni til efniskaupa," segir í skýrslunni. Þar kemur einnig fram að Jöfnunarsjóður sveitarfé- laga kemur til móts við sveitarfélög vegna viðbót- arkostnaðar sem þau verða íyrir vegna ís- lenskukennslu nýbúa. Fram- kvæmt við Listabraut Morgunblaðið/Kristinn Kringlan VEGAFRAMKVÆMDIR standa nú yfír við Lista- braut, milli Borgarleik- hússins og Kringlunnar og Verslunarskólans. Verið er að breyta götunni og lag- færa tengingar inn á Kringluna. Umferðarljós verða komin á gatnamót Listabrautar og nýju Kringlunnar um miðjan mánuðinn, að sögn Haralds Alfreðssonar, verkfræðings hjá gatnamálastjóra. Auk umferðarljósanna er verið að færa til strætis- vagnaútskot við Verslunar- skólann og ýmislegt annað, en markmið framkvæmd- anna er að greiða fyrir um- ferð að nýju Kringlunni, sem opnuð verður í lok september. Ný íbúðarhús við Skipholt Holt og Hlíðar NÆSTU daga hefjast fram- kvæmdir við nýtt íbúðarhús í Skipholti í Reykjavík, á lóð nr. 68. Bygginganefnd hefur samþykkt teikningar að hús- inu og á næstunni mun nefnd- in einnig fá teikningar að húsi á lóð nr. 66 til samþykktar. Breytingar á deiliskipulagi vegna framkvæmdanna hafa þegar verið samþykktar at- hugasemdalaust. Sigurður Pálmi Asbergsson er arkitekt húsanna. Hann segir að þijár stórar íbúðir verði í hvoru húsi, tvær 150 fermetra hæðir og 100 fer- metra íbúð á jarðhæð. Sigurð- ur Pálmi sagði að þar sem byggt verður á gróinni lóð hefði verið reynt að taka tillit til nærliggjandi húsa og verða húsin svipuð útlits og þau sem eru í kring. Stór hlynur stendur á lóðinni og var tekið sérstakt tillit til trésins við hönnunina. Matthías Hjálmtýsson er byggingameistari við smíði húsanna og hann segist ætla að hefjast handa við fram- kvæmdir í þessari viku. Húsið nr. 68 verði steypt upp fyrir áramót og klárað að utan næsta sumar. Skipulagsnefnd hefur einnig haft til umfjöllunar deiliskipulag fyrir nýja hús- byggingu á lóð nr. 62 við Skipholt. Þær hugmyndir eru enn til meðferðar í kerfinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.