Morgunblaðið - 02.09.1999, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Fimleikasýning
í íþróttahúsinu
Þórshöfn - Nýja íþróttahúsið hér á
Þórshöfn býður upp á margvíslega
notkunarmöguleika. í fyrsta skipti
nú í sumar gafst bömum kostur á
að æfa fimleika undir stjórn Olafar
S. Einarsdóttur en sú íþróttagrein
hefur ekki áður verið í boði fyi’ir
börn hér.
Olöf er nemi í Kennaraháskólan-
um á Laugarvatni og á þar eftir
tveggja ára nám en hún hefur þjálf-
að í fimleikum í fimm ár. Aðspurð
segir Olöf að hér sé greinilega mik-
ill áhugi fyrir fimleikum og nem-
endur hennar séu duglegar stelpur
sem hafi tekið miklum framförum
frá því í byrjun júní þegar kennsla
hófst.
Bæði börn og foreldrar kunnu vel
að meta þessa viðbót við íþrótta-
greinamar því alltof algengt er að
böm á landsbyggðinni sitji ekki við
sama borð og t.d. bömin á höfuð-
borgarsvæðinu hvað varðar ýmsar
sérhæfðar kennslugreinar eins og
fimleika og annað slíkt. „Þetta er
frábært íþróttahús og um að gera
að fullnýta það,“ segir Olöf sem er
tilbúin að koma aftur næsta sumar,
standi það til boða.
Fimleikasýningunni lauk með
grillveislu utan við íþróttahúsið þar
sem pylsumar hurfu eins og dögg
fyrir sólu ofan í unga íþróttaiðkend-
ur en að veislu lokinni var fjölmennt
í sundlaugina.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Ólöf Sigríður Einarsdóttir með nemendum sínum.
Morgunblaðið /Gunnlaugur Ámason
Á myndinni eru félagar í Lionsklúbbi Stykkishólms að vinna við end-
urbætur á Lionshúsinu í Stykkishólmi. Lionsklúbbur Stykkishólms var
með fyrstu Lionsklúbbum á landinu að eignast sitt eigið húsnæði.
Oddgeir Guðjónsson, María Jónsdóttir, móðir Jóns, Jón og synir hans tveir, þeir Ómar Smári og Andri Geir,
fyrir framan gangnamannakofann sem faðir Jóns reisti fyrir tæpum 60 árum og þeir félagar hafa nú endur-
hlaðið veggi kofans.
Níræður þúsundþjalasmiður
hleður upp gamla fjárrétt
Hvolsvelli - Ekki eru allir tæplega
níræðir karlar jafnhressir og
hraustir og Oddgeir Guðjónsson
á Hvolsvelli. Oddgeir, sem áður
var bóndi í Tungu í Fljótshlíð og
er oftast kenndur við hana, hefur
undanfarna daga unnið hörðum
höndum ásamt Jóni Ólafssyni á
Kirkjulæk við að hlaða upp
gamla íjárrétt og gangnamanna-
kofa á Hellisvöllum sem er á af-
rétt Fljótshlíðinga. Oddgeir sem
er sannkallaður þúsundþjala-
smiður og mikill grúskari telur
ekki eftir sér að bera stóra hnull-
unga og koma þeim listavel fyrir,
nokkuð sem margir yngri menn
ættu fullt í fangi með.
Oddgeir er fæddur árið 1910
og verður því níræður á næsta
ári. Þeir félagar hafa nú eytt sex
dagspörtum í að hlaða upp
gömlu Ijárréttina og reisa við og
hreinsa rústir gamla gangna-
mannakofans á Hellisvöllum en
slíkir kofar voru fyrr á tímum
kallaðir ból. Svo skemmtilega vill
til að faðir Jóns, Ólafur Steinsson
frá Kirkjulæk, sem nú er látinn,
hlóð þennan sama kofa árið 1941
og borgaði með því fjallskil með
vinnunni. Áður stóð lítill kofi
uppi við klettavegginn á Hellis-
völlum en þegar grjót hrundi í
gegnum þekjuna var hann færð-
ur neðar í brekkuna. Oddgeir
eyddi sjálfum mörgum nóttum í
1»,"., -i-r- .......
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Oddgeir og Jón bora með gömlum handsnúnum bor í gegnum stein til
að koma fyrir festingum fyrir hliðgrindur sem selja á fyrir réttina.
þessum bólum þegar hann var
yngri og sagði hann að menn
hefðu raðað sér margir saman
inn í þessi litlu ból og hefði þar
verið afar þröngt.
Fljótshlfðingar hafa nú aðeins
fé sitt þarna yfir nótt í seinni leit-
um. Þeir sem ríða inn á Emstur
kannast vel við Heliisvelli sem er
vinsæll áningarstaður hesta-
manna. Það er afar skjólsælt og
fagurt um að litast en nafnið
dregur staðurinn af fjölda lítilla
hellisskúta sem þarna eru í mó-
bergsklettunum. Miklar kynja-
myndir eru einnig í klettunum
sem hafa kynt undir myrkfælni
enda staðurinn þekktur fyrir
draugagang. Að sögn Oddgeirs
er ekki lengur reimt á Hellisvöll-
um því draugurinn hafi yfirgefið
staðinn fyrir alllöngu.
Þeir félagar létu mjög vel af
samvistunum á Hellisvöllum og
telja báðir mikilvægt að meira sé
gert af því að varðveita og halda
við gömlum minjum sem þessum
og ekki fannst þeim verra þegar
tvær kynslóðir vinna saman að
slíku verki.
Morgunblaðið/Silli
Þau Ásbjörn Þ. Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar,
og Erla Sigurðardóttir, stjórnarformaður félagsins, tóku á móti Mari-
anne Habersetzer en hún varð 10.000 gesturinn í Hvalamiðstöðinni.
Hvalamiðstöðin hf. á Húsavfk
Tíu þúsundasti gesturinn
Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar
Sr. Sigfús J. Árnason, biskup Islands, Karl Sigurbjömsson og
sr. Lára G. Oddsdóttir.
Biskup vísiterar
V alþj ófsstaðarprestakall
Lionsmenn í
Stykkishólmi
styrkja
stoðirnar
Stykkishólmi - Það er nóg að gera
hjá Lionsmönnum í Stykkishólmi
þessa dagana, en þeir hafa verið að
endurbyggja Lionshúsið í Stykkis-
hóimi. Lionsklúbbur Stykkishólms
vai’ stofnaður árið 1967. Eitt af
fyrstu verkum klúbbsins var að
byggja sitt eigið húsnæði. Klúbbur-
inn fékk gömlu símstöðina í Stykk-
ishóimi gefins er sú nýja var tekin í
notkun. Þeir þurftu að færa gamla
pósthúsið af grunni og flytja það yf-
ir Aðalgötuna. Það var mikið verk.
Eftir að búið var að flytja húsið var
það innréttað að nýju.
í 30 ár hefur Lionsklúbbur
Stykkishólms notað húsið og leigt
það til samkomuhalds. Á síðustu ár-
um hefur grunnur hússins sigið og
var kominn tími á styrkja undir-
stöður hússins. Húsið verður einnig
klætt að utan. Lionsmenn hafa ver-
ið duglegir að mæta og vinna við
lagfæringarnar. Félagar í Lions-
klúbbi Stykkishólms eru 27 og hef-
ur starfið hjá klúbbnum verið öflugt
síðustu ár.
Húsavik - Víða hefur ferðamannabæi
skort eitthvað til afþreyingar iyrir
gesti, en svo hefur ekki verið á Húsa-
vík þar sem m.a. er boðið upp á hvala-
skoðunarferð um Skjálfanda sem
Hvalamiðstöðin hf. stendur fyrir. Auk
þess eru í næsta nágrenni Húsavíkur
náttúruperlur eins og Ásbyrgi,
Hljóðakiettar, Dettifoss og Mývatn.
I síðustu viku kom tíu þúsundasti
gesturinn í Hvalamiðstöðina og var
það Þjóðverjinn Marianne Haber-
setzer frá Augsburg í Þýskalandi en
Þjóðverjar eru meðal fjölmennustu
gesta safnsins. Allt árið í fyrra skoð-
uðu 6.000 gestir safnið.
Ásbjöm Þ. Björgvinsson, forstöðu-
maður Hvalamiðstöðvai’innar, er
frumkvöðull þess að safnið varð til og
vann hann ötullega að upphaflegri
uppbyggingu þess og síðan að endur-
bótum og viðauka.
Geitagerði - Biskup íslands hr. Karl
Sigurbjömsson vísiteraði Valþjófs-
staðarprestakall dagana 17.-24.
ágúst. í för með biskupi vai’ eigin-
kona hans frú Kristín Guðjónsdóttir,
prófasturinn yfir Múlaprófastsdæmi,
sr. Sigfús J. Amason, eiginkona
hans frú Anna María Pálsdóttir og
biskupsritari, sr. Þorvaldur Karl
Helgason. Þá fylgdi biskupi og föra-
neyti hans um prestakallið sóknar-
presturinn sr. Lára G. Oddsdóttir
ásamt eiginmanni sínum Sigmari
Ingasyni.
Vísitasíunni um prestakallið lauk
með messu í Valþjófsstaðarkirkju
þar sem biskup Islands predikaði en
prófasturinn og sóknarprestur þjón-
uðu fyi’ir altari. Orgelleikari var Kri-
stján Gissurarson. Að lokinni kirkju-
athöfn var gestum boðið til kaffisam-
sætis í félagsheimililnu Végarði.