Morgunblaðið - 02.09.1999, Side 22

Morgunblaðið - 02.09.1999, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sjálfsdáleiðslunámskeið dagana 4.-5. september Vandað tveggja daga námskeið þar sem kennt verður að nota sjálfsdáleiðslu til að auka árangur í starfi, einkalífi, hegðun, aukin einbeiting, stjórnun tilfinninga og margt fl. Leiðbeinandi verður Kári Eyþórsson (CMH, C.HYP, PNLP, MPNLP). Skráning og upplýsingar í síma 588 1594. -NEYTENPUR Mataræði veigamikill þáttur í vellíðan skólabarna Nestið skal vera fjölbreytt og hollt STOR HUMAR Glæný laxaflök 790 kr.kg. Vestfirskur harðfiskur Morgunblaðið/Kristinn Brauð með osti og grænmeti er góður kostur í skólanesti barnanna. PIÐTIL 16.00 L41GARDAG NÚ UM stundir eru fjölmargir for- eldrar að senda böm sín í skóla í fyrsta sinn. Ekki leikur vafi á að mataræði skólabama er veigamikill þáttur í vellíðan barna í skólum. Þó svo að skólar landsins séu í vaxandi mæli farnir að geta boðið nemend- um upp á mat í mötuneyti em enn margir sem ekki koma því við og því er mikilvægt að foreldrar hugi vel að því nesti sem þeir senda böm sín með í skólann. Staðgóður morgunverður mikilvægur Brynhildur Briem, lektor í nær- ingarfræði við Kennaraháskólann, segir að æskilegt sé fyrir böm að borða staðgóðan morgunmat áður en haldið er í skólann. „Það getur verið morgunkom, mjólkurvörar á borð við jógúrt eða skyr eða brauð og ávextir. Best er þó að forðast mikið sykraðar vörar því sykur er ekki haldgóð orka og hverfur mjög fljótt.“ Hún segir jafnframt að þrjú at- riði beri að hafa í huga þegar haft er til nesti. „Það þarf að vera hand- hægt þannig að hægt sé að taka það með sér. I öðra lagi þarf það að vera hollt og í þriðja lagi þarf það að vera eitthvað sem börnunum líkar þannig að þau borði það.“ Einnig þar að miða magn nestis- ins við lengd skóladagsins. „Börn verða að borða oftar en fullorðnir og ekki mega líða meira en tvær til þrjár klukkustundir á milli máltíða. Þau borða því allt að fimm sinnum á dag.“ Fjölbreytt álegg mikilvægt Hún segir að samlokur henti vel sem nesti en hafa beri í huga að hafa ekki alltaf sama áleggið svo börnin verði ekki leið á brauðinu. „I álegg má nota ost, skinku, lifrar- kæfu, sardínur, kotasælu og svo má auðvitað setja alls kyns ávexti og grænmeti ofan á brauðið." Einnig er gott að senda böm með ávexti og grænmeti í skólann. „Þeg- ar fólk fer að hugsa um að setja grænmeti í nestisboxið, man það ef til vill ekki eftir neinu. En það er mjög þægilegt að hafa tómata, hreinsaða gulrót eða rófubita í Nýjar tegundir af lifrarpylsu TVÆR nýjar tegundir af lifrarpylsu era komnar á markað. Framleiðandi er Heilsukostur efh. í Hveragerði, sem þekkt er fyrir framleiðslu sína á heilsulifrarpylsu með hrísgrjónum. Nýju lifrarpylsurnar eru annars veg- ar heilsulifrarpylsa með lauk og gul- rótum og hins vegar hefðbundin lifr- arpylsa með 15% fínt skornum mör. I frétt frá Heilsukosti segir að heilsulifrarpylsan með lauk og gul- rótum sé „þessi gamla góða“, lifrar- pylsa færð í nýjan búning fyrir nú- tímafólk. Hún inniheldur ekkert hvítt hveiti og í hverjum 100 g pylsu eru aðeins 4,2 g af fitu og 132 kkal. Engin aukefni era notuð í lifrar- pylsurnar frá Heilsukosti. Þær eru tilbúnar á diskinn eða til að setja of- an á brauð en þær má einnig hita í umbúðunum. Pylsurnar era seldar í 500 g einingum og fást í stórmörkuð- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.