Morgunblaðið - 02.09.1999, Side 24

Morgunblaðið - 02.09.1999, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU 6. íslenska s.iávarútvegssýningin hófst í Smáranum í Kópavogi í gær Frá stígvélum upp í togara ✓ Islenska sjávarútvegssýningin hófst í Smáranum í Kópavogi í gær að viðstödd- —— -------------------7--------- um fjölmörgum gestum, m.a. Olafí Ragnari Grímssyni, forseta íslands, Halldóri ---7—----------------------~— — Asgrímssyni, utanríkisráðherra, Ingi- björgu Pálmadóttur, heilbrigðis- og trygg- -----------------7-------------- ingamálaráðherra, og Arna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, sem opnaði sýning- una formlega. Að því loknu fór sýningar- stjómin með gesti um svæðið og var Steinþór Guðbjartsson með í för. Morgunblaðið/Kristinn Marel hf. sýnir m.a. nýja tölvuvog á sýningunni. Á myndinni eru, frá vinstri: Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri Marels hf., Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, og Lárus Ásgeirsson, sölu- og markaðsstjóri Marels. JOHN Legate, framkvæmdastjóri sýningarinnar frá upphafi eða 1984, ávarpaði gesti í hátíðarsal Smára- skóla. Hann þakkaði öllum sem komu að sýningunni og sérstaklega Kópavogsbæ. Arni M. Mathiesen sagði í ávarpi sínu að sýningin væri afar mikilvæg fyrir íslenskan sjávarútveg, allt ís- lenskt efnahagsltf og þar með þjóð- ina í heild. Hún væri staðfesting á stöðu íslensks sjávarútvegs á al- þjóða vettvangi og nauðsynlegt væri að íslenskur sjávarútvegur skipaði sér í fremstu röð hvað nýjungar og tækni varðar vegna þess hvað hann væri mikilvægur í íslensku efna- hagslífi. Hann sagði ennfremur að mjög mikilvægt væri fyrir fyrirtæki á sviði tækni og upplýsinga, sem tengdust sjávarútveginum, að fá svona sýningu til að geta fylgst með nýjungum. Hún gæfi fólki tækifæri til að hittast og ræða málefni tengd sjávarútveginum. Síðast en ekki síst sagðist ráðherrann vera ánægður með að sýningin væri í kjördæmi sínu í fyrsta sinn og óskaði aðstand- endum hennar bjartrar framtíðar í sýningarhaldi. Mikill íjöidi sóknarfæra Olafur Ragnar Grímsson gaf sér góðan tíma til að skoða og tala við sýnendur. „Þetta er greinilega mjög glæsi- leg sýning og fjölbreytileikinn er nánast undraverður," sagði hann við Morgunblaðið. Hann sagði að enn tækist mönnum að koma á óvart hvemig fléttað væri saman hátækni, hugviti, tölvubúnaði og sjávarútvegi, hinni hefðbundnu atvinnugrein Is- lendinga. Hann sagðist skynja mik- inn kraft í aðstandendum sýningar- innar og hjá sýnendum. „Mér finnst líka ánægjulegt að sjá hve miklar framfarir hafa orðið í því hvemig ís- lensk fyrirtæki kynna framleiðslu sína og þjónustu. Þau hafa greini- lega tekið hágæði myndrænnar framsetningar, prentvinnslu og ann- ars í sína þjónustu sem er einnig boðskapur um að faglega er að verki staðið. Á þessari göngu um sýning- una fyllist maður mikilli bjartsýni um framtíð sjávarútvegsins á Is- landi og þess hátækniiðnaðar, fram- leiðsluiðnaðar og kynningariðnaðar sem sprettur í þessum skógi sjávar- útvegsins. Hér sjáum við svo mikinn fjölda sóknarfæra fyrir okkur Is- lendinga að maður veltir því fyrir sér hvort þjóðin hafi mannafla til að nýta þessi tækifæri eða hvort við þurfum að leita eftir samstarfsaðil- um víða um heim til að hámarka hagnaðinn og hagsældina sem býr í því hugviti og þeirri þekkingu sem hefur fest rætur á íslandi." I þessu sambandi nefndi forsetinn uppbygg- ingu með svipuðum hætti og hefði átt sér stað hjá ýmsum smáríkjum eins og Hollandi og Sviss og smá- ríkjum í Asíu. „Þessi sýning er mik- ill viðburður fyrir okkur Islendinga og gaman er að sjá hve vel hefur tekist til hérna í Kópavogi." Olafur Ragnar sagði ljóst að ungt fólk á Islandi gæti átt mjög mikil tækifæri í tengslum við sjávarút- veginn og það væri ánægjulegt. „Það sem vekur aðallega athygli mína er þessi tenging hátækninnar, hugbúnaðariðnaðarins og tölvu- tækninnar, við framleiðsluna í sjáv- arútvegi og hvemig tækni, sem hef- ur verið þróuð í allt öðrum greinum fjarskipta og hugbúnaðar, hefur verið tengd inn í sjávarútveginn með íslensku hugviti. Möguleikamir virðast vera ótæmandi. Það vekur einna mesta athygli mína og mesta gleði, því það er ábending um að unga fólkið, sem við emm að mennta í hugbúnaðariðnaðinum, tækninni, hátækninni, fjarskiptun- um, símatækninni og margmiðlun- inni, getur átt stórkostleg tækifæri í samvinnu við íslenskan sjávarút- veg,“ sagði Olafur Ragnar. Ólýsanlegt Sjávarútvegssýningin, sem hefur verið haldin á þriggja ára fresti síðan 1984, er nú í fyrsta sinn í Kópavogi. Sigurður Geirdal, bæj- arstjóri Kópavogsbæjar, segir að sýningin skipti miklu máli fyrir Kópavog. „Öll sölu- og kynningar- starfsemi skiptir miklu máli fyrir bæjarfélagið sem slíkt og stór fyr- irtæki hjá okkur sem eru þátttak- endur í sýningunni,“ segir hann. „Við höfum gert margt í Kópavogi, eigum margt í Kópavogi og fögnum öllum gestum því þeir sjá ekki að- eins sýninguna heldur hvað er ver- ið að gera í dalnum, nýju hverfin og fleira.“ Miklar framkvæmdir hafa verið í Smáranum en Sigurður segir að fæstar tengist beint sýningunni. „Fæstir átta sig á að aðstaðan hér er miklu betri en í Laugardalnum. íþróttahúsið Smárinn er um 2.000 fermetrar og Tennishöllin um 4.000 fermetrar auk þess sem skólinn er til viðbótar en svo koma aðstand- endur sýningarinnar með skála sem eru samtals um 6.000 fermetrar. Við bættum við um 2.000 bílastæðum þar sem síðan verður knattspymu- völlur og vorum að ljúka við skól- ann. Við þurftum að vísu að fegra svæðið og bæta við öflugum raf- magnslögnum, vatnslögnum og skolpfrárennsli. Hins vegar voru Ijósleiðarar fyrir hendi frá Heims- meistarakeppninni í handknattleik og Smáþjóðaleikunum. Nexus Media Limited, sem skipuleggur sýninguna, hefur staðið mjög vel að öllum málum og samstarfið hefur verið gott.“ Sigurður segir að sýningin sé stærri og viðameiri en hann hafði gert sér í hugarlund að hún yrði. „Menn hafa sett hér upp stórkost- lega sýningu og ég tek sérstaklega eftir hvað básamir em fallegir og tæknin mikil. Eg vissi að umfangið væri nær 50% meira en síðast en eftir að hafa gengið hérna í gegn virðast fermetramir vera heldur stærri. Það er í raun ekki hægt að lýsa þessu - fólk verður að sjá þetta.“ Gífurleg ljölbreytni Sýningin hefur aldrei verið um- fangsmeiri, en hátt í 900 sýnendur em með kynningu á um 13.000 fer- metra svæði undir þaki. Þegar sjáv- amtvegsráðherra hafði gengið um sýningarsvæðið sagði hann við Morgunblaðið að fjölbreytnin kæmi einna helst á óvart. „Svona sýningar þurfa að vera fjölbreyttar því gestir vilja fá sem best yfirlit yfir það sem er í boði á hverjum tíma en fjölbreytnin kemui- samt einna mest á óvart. Hér geta menn keypt sér stígvél og frystitog- ara og allt þar á milli.“ Fundað um umhverfís- merkingar FISKIFÉLAG íslands heldur í dag fund um aðgerðir stjórnvalda og sjávarútvegs vegna umhverfismerk- inga undir yfirskriftinni: Eru aðrir kostir en Marine Stewardship Couneil. Fundurinn, sem er öllum opinn, verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík og hefst kl. 9:00. Áætlað er að honum muni Ijúka fyrir kl. 11:00 og fer fundurinn fram á ensku. í fréttatilkynningu segir að um- ræður um stefnumótun íslensks sjávarútvegs og íslenskra stjóm- valda varðandi umhverfismerkingar hafi verið vaxandi sl. misseri. Stjórn- völd hafi ásamt fulltrúum íslensks sjávarútvegs tekið þátt í miklu starfi á alþjóðavettvangi til þess að beina þessum málaflokki í eðlilegan farveg. Á fundinum gerir Kristján Skarp- héðinsson, hjá sjávarútvegsráðu- neytinu,grein fyrir aðgerðum stjórn- valda og stefnu varðandi umhverfis- merkingar. Ennfremur gerir Krist- ján Þórarinsson, hjá LIÚ, grein fyrir þátttöku sinni á erlendum vettvangi varðandi umhverfismerkingar og Benedikt Valsson, framkvæmda- stjóri FFSÍ, gerir grein fyrir við- horfi sjómanna til þeirrar þróunar sem umhverfismerkingar eru í. Morgunblaðið/RAX Sýningarsvæðið í Smáranum í Kópavogi. Knattspyrnuvöllur verður þar sem bflastæðin eru fremst á myndinni, næst Hafnarljarðarvegi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.