Morgunblaðið - 02.09.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 02.09.1999, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Hjálparstarfsmenn og lögreglusveitir fjarlægja lík fórnarlamba flugslyssins í Buenos Aires úr braki Boeing 737 vélarinnar. Allt að 80 manns fórust í flugslysi í Argentínu Buenos Aires. Reuters. RANNSAKENDUR argentínska flughersins hófu í gærmorgun rann- sókn á flaki Boeing 737-200 þotu sem fórst í flugtaki frá Jorge Newberry-flugvelli í Buenos Aires á þriðjudagskvöld, og óttast er að um áttatíu manns hafi farist. Fulltrúi flughersins sagði ekki vera hægt að geta sér til um hver orsök slyssins hefði verið. Flugriti vélarinnar hef- ur fundist, og fregnir herma að flugstjórinn hafi lifað slysið af. Þotan var í eigu argentínska flug- félagsins LAPA og var að fara til næst stærstu borgar Argentínu, Cordoba. Um borð voru 95 farþegar og sex manna áhöfn. Flugtak var um klukkan 21, eða um miðnætti að íslenskum tíma. Fólk sem komst lífs af sagði að vélin hefði varla lyfst frá jörðu áður en hún fór út af flug- brautinni, rakst á bila sem voru á hraðbraut fyrir enda flugbrautar- innar, og endaði á golívelli þar sem sprenging varð í henni og mikill eld- ur kom upp. Fréttum í gær bar ekki saman um hversu margir hefðu farist, og voru nefndar tölur á bilinu 69-80, og að um tíu hefðu lifað af. Haft var eftir rannsakendum að tala látinni gæti átt eftir að hækka. „Ég heyrði hreyflana taka á. Vélin lyftist um hálfan metra, en svo var bara þögn,“ sagði Fabian Nunez, sem lifði slysið af, við íréttamenn við flakið. „Það logaði í flestu fólkinu. Einungis einar dyr opnuðust.“ Viðgerð á hreyfli Björgunarmaður sagði að einung- is fólk sem hefði setið aftast í vél- inni hefði komist lífs af, en í fremri hlutanum var „lík eftir lík eftir lík“ dregið út úr brunarústunum sem líktust ekki lengur flugvél, fyrir ut- an að stélið var nokkum veginn í heilu lagi. Argentínskir fjölmiðlar sögðu að 80 manns kynnu að hafa farist og þrjátíu voru fluttir á sjúkrahús, þeirra á meðal sjö sem höfðu slasast á jörðu niðri. Þetta kann að vera versta flugslys sem orðið hef- ur í farþegaflugi í Argentínu. Að sögn lækna voru sumir, sem slösuð- ust, með alvarleg brunasár á 96% líkamans. Sjónai-vottar sögðu út- limi hafa legið eins og hráviði um flakið. Farþegar, sem komust lífs af, sögðu að tafir hefðu orðið á brottför vegna viðgerða á öðrum hreyfli vél- arinnar og að hún hefði beðið í um tuttugu mínútur á flugbrautarend- anum áður en flugtak var reynt. Embættismenn vildu ekki staðfesta þetta. Talsmaður Boeing sagði að þotan hefði verið tekin í notkun 1970 og hefði verið búið að fljúga henni 67.400 klukkustundir, þrátt fyrir að hún hafi verið hönnuð til að endast í 20 ár og fljúga 50 þúsund stundir. Rannsakendur frá Boeing hafa ver- ið sendir á slysstað. Iðulega kvartað undan lélegum tækjum Argentínskir flugmenn hafa löng- um kvartað undan lélegum tækjum, ófullnægjandi þjálfun og slakri enskukunnáttu flugumferðarstjóra í landinu. Hafa flugmenn tilkynnt um rúmlega 20 tilvik, þar sem legið hef- ur við slysi innan flugumferðar- stjómarsvæðis Argentínu á undan- fömum þrem áram. Meðal þess, sem tilkynnt hefur verið um, era at- vik, þar sem hestar hafa komist inn á óafgirtar flugbrautir á stóram flugvöllum. Flugmenn flugfélaga víða um heim hafa reynt að knýja yfirvöld til aðgerða og hafa mælst til þess að argentínskir flugvellir verði helst ekki notaðir sem varavellir í þeim tilfellum þegar breyta þurfi fyrir- hugaðri áætlun. Argentínski flug- herinn hefur umsjón með argent- ínskri lofthelgi, og flugmenn hafa kvartað undan því að þeir hafi sætt áreitni eftir að hafa kvartað undan ófullnægjandi öryggi. LAPA, Lineas Aereas Privadas Argentinas, er næst stærsta flugfé- lag Argentínu og er einkarekið. Það sinnir að mestu innanlands- flugi en fór nýlega að bjóða ódýrar flugferðir til Atlanta í Bandaríkj- unum. Reuters Höttur fornmannsins. hafa verið kominn í tízku á þessum slóðum fyrir a.m.k. 3.000-5.000 ár- um, eftir því sem fram kemur í Der Spiegel. Fornleifar sem fundizt hafa við ströndina og inni í landi á þessum slóðum benda til a.m.k. 10.000 ára mannvistarsögu. Fornleifafræðingurinn Mackie sagði hið stórkostlega við fundinn vera möguleikann á því að afla vit- neskju um t.d. matarvenjur forn- mannsins, hvaðan hann hafi verið að koma og hver heilsusaga hans væri. „Það eru mjög fá dæmi þess að fundizt hafi svo gömul sýni af mannlegum líkamsvef í Norður- Ameríku," sagði annar fornleifa- fræðingur, Knut Fladmark í Vancouver. Tíu daga töf varð á því að opin- berlega væri tilkynnt um hinn merka fund, þar sem bera þurfti hann undir öldungaráð Champagne-Ashihik-indíánaætt- bálksins, sem á rætur sínar á svæð- inu og 1.140 manns tilheyra. Indíán- arnir eiga lögverndað tilkall til allra menningarleifa sem finnast í þessu heimahéraði forfeðra þeirra. Þegar 9.000 ára gömul beina- grind fannst við bakka Columbia- árinnar nærri Kennewick í Nevada í Bandaríkjunum árið 1996 stóðu indíánar þar í vegi fyrir því að vís- indalegar rannsóknir yrðu gerðar á beinagrindinni. Öldungar Umatilla- ættbálksins gerðu tilkall til bein- anna í nafni laga sem sett voru árið 1990 og vernda eiga grafhelgi for- feðra indíánanna. Hleypti það UPPI á jökli í óbyggðum Norðvest- ur-Kanada fundust á dögunum vel varðveittar jarðneskar leifar manns, sem endaði þar lífdaga sína fyrir þúsundum ára, og vonast vís- indamenn til að fundurinn muni veita margvíslegar upplýsingar um mannlíf í Ameríku til forna. Þrír kanadískir kennarar vora að leita villifjár í Tatshenshini-Alsek- þjóðgarðinum við ofanvert Yukon- fljót í Brezku Kólumbíu, þegar þeir rákust fyrst á verklegan göngustaf úr tré við jökulröndina, ofan snjó- línu, í hátt í 2.000 m hæð. „Við fundum fleiri viðaráhöld, sem okk- ur fannst skrýtið í svo mikilli hæð,“ hefur New York Times eftir einum fjárleitarmannanna, Bill Hanlon. Þá gengu þeir fram á staðinn þar sem efri hluti líksins stóð upp úr ísnum. Snögg bráðnun á jökulísn- um á þessum stað afhjúpaði kalda gröf fornmannsins. Efri hluti búks- ins var illa farinn, en neðri hlutinn, sem enn var hulinn ís, vel varðveitt- ur. Vísindamenn eru upprifnir af fundi hins ameríska fornmanns, sem um margt minnir á „Ötzi“, sem legið hafði í um 5.000 ár á jökul- toppi í Tírol, á landamærum Aust- urríkis og Italíu, þegar þýzkir fjall- göngumenn fundu hann árið 1991. „Þetta er sambærilegt við fundinn í Skafa úr fórum hans. Ölpunum," sagði A1 Mackie, forn- leifafræðingur sem skoðað hefur nýfundna líkið þar sem því var komið fyrir í kæli, í smábænum Whitehorse um 150 km austan við fundarstaðinn á jöklinum. Ameríski fornmaðurinn var íklæddur loðskinnshempu, sem saumuð var saman úr nagdýrsfeld- um, sennilega af íkornum. I leður- tuðra sem hann gekk með um öxl vora veiðimannsverkfæri og nestis- leifar; ætigrös og þurrkaður fiskur. A ferð sinni yfir jökulinn hafði mað- urinn breiðbarða hatt á höfði, ofinn úr fínum rótarþráðum, göngustaf og spjót. Enn sem komið er hefur ekki verið úr því skorið hversu gamalt líkið er, sem indíánarnir á svæðinu hafa gefið nafnið Kwanday Dán Sinchi, „í fymdinni andaður fund- inn“. Þar sem ekkert af því sem maðurinn hafði meðferðis bendir til evrópskra áhrifa er líkið að minnsta kosti 500 ára gamalt, en höttur af því taginu sem hann gekk með mun Vísindamenn vænta mikils af „nýjum Ötzi“ síceMpð ' i/ 'V' \J ^ svœðt\ K A N A 0 A BANDAHÍKIN einnig illu blóði í indíánana, að einn vísindamannanna sem skoðað hafði beinagrindina sagði einkenni á henni gefa vísbendingu um að hún kynni að vera af manni óskyldum indíánum. En öldungaráð Champagne-As- hihik-ættbálksins ákvað að vel íhuguðu máli að setja sig ekki upp á móti vísindalegum rannsóknum á hinum nýfundna fornmanni. Diane Strand, umsjónarmaður menning- arhefða ættbálksins, sagðist trúa því að hinn fundni væri forfaðir úr sama ættbálki. „Samkvæmt frá- sögnum sem gengið hafa mann fram af manni höfum við verið hér frá því fyrir upphaf tímans, þegar mannfólkið og dýrin töluðu ennþá sömu tungu.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.