Morgunblaðið - 02.09.1999, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 31
LISTIR
Morgunblaðið/Kristján
Frá sýningunni í Ljósmyndakompunni.
Norður og
niður?
MYJVDLIST
Ljósmj'ndir André
Tribbensee
LJÓSMYNDAKOMPAN,
KAUPVANGSSTRÆTI 24,
AKUREYRI
Til 10. september. Opið þriðjudaga
til laugardaga frá kl. 14-17.
LJOSMYNDAKOMPAN er ein
af fjölmörgum sýningarsölum í
Listagilinu á Akureyri. Aðalheiður
S. Eysteinsdóttir listmálari hefur
haft veg og vanda af sýningum í
þessum örsmáa sal, sem er í við-
byggingu við Listasafnið á Akur-
eyri. Þangað hefur hún stefnt ýms-
um ágætum ljósmyndurum, en
ljósmyndin á enn töluvert langt í
land með að öðlast þann sess sem
henni ber hérlendis.
André Tribbensee er frá Ham-
borg, fæddur 1963. Verk hans eru
ofureinfaldar, svarthvítar ljós-
myndir af þýsku sveitalandslagi,
meðal annars með kúm, sem hann
hagræðir þannig á pappírnum að
myndirnar taka níutíu gráða
beygju niður á við. Fyrir vikið
rumskar áhorfandinn af þeim væra
blundi sem myndin færir honum og
hrekkur upp við þau nýju sannindi
að myndir eru einungis myndir.
Þannig virkar beygjan eins og fírr-
ingarbragð - Verfremdungseffekt -
til þess að minna okkur á raunveru-
leikann utan við myndina.
Um leið er eitthvað smellið og
óvænt við svona myndgerð, eins og
ljósmyndarinn vildi henda gaman
að viðfangsefninu, eða draga að
minnsta kosti eins mikið úr alvöru
þess og honum er frekast unnt.
Þannig heldur Tribbensee í þveröf-
uga átt við þá alvörugefnu ljós-
myndara sem mest hafa haft sig í
frammi innan nýraunsærrar Ijós-
myndlistar. Hann hafnar alvörunni
sem svo oft fylgir vinsælum „miðli í
bullandi sókn“. Þótt ljósmyndin sé
góðra gjalda verð megum við til
með að leika okkur með hana líkt
og hvern annan miðil. Engin tækni
er svo hátíðleg að ekki megi gera
hana út á glens og grín. Árangur í
listum helgast ekki síður af galsa en
alvöruþrunginni afstöðu.
Halldór Björn Runólfsson
Sumarnótt í Aðaldal
Húsavík. Morgunblaðið.
LISTMÁLARINN Þorri Hrings-
son, opnaði sýningu á myndum sín-
um í Safnahúsinu á Húsavík á dög-
unum. Sýninguna nefnir hann
Sumarnótt í Aðaldal, enda eru
myndimar landslagsmyndir úr Að-
aldal.
Þorri er sonur listamannsins
Hrings heitins Jóhannessonar og
hefur hann undanfarin ár dvalið í
heimahögum föður síns og yfirtekið
vinnustofu hans í Haga í Aðaldal og
málað þar á sumrin eins og Hring-
ur gerði og hefur Þorri valið við-
fangsefni þessarar sýningar, lands-
lag séð frá Haga.
Sýninguna tileinkar hann föður
sínum og eru allar myndirnar mál-
aðar með olíu á striga og unnar á
þessu sumri.
Sýningin stendur til 5. septem-
ber.
Kominn heim
MYJVDLIST
M á I v e r k
Eiríkur Smith
HAFNARBORG,
HAFN ARFIRÐI
Til 27. september. Opið
miðvikudaga til mánudaga, kl.
12-18. Aðgangur 200 kr.
Sýningarskrá 2.600 kr.
EIRÍKUR Smith á sér langan
feril og farsælan þótt hann hafí oft
þótt óstöðuglyndur, en það var haft
um listamenn sem þóttu of reikulir í
stílrásinni. Feril sinn hóf hann sem
geometrískur abstraktmálari og
þótti þá svo róttækur í einfaldleik
sínum að hann var talinn til hinna
harðsoðnu í hópi abstraktmálara.
Eitthvað sagði þó Eiríki að hann
ætti ekki heima í þessum stranga
og dogmatíska skóla og svo fór að
hann brenndi öll sín ströngu verk,
þau sem hann náði til.
Þau verk sem ekki urðu eldinum
að bráð sýna þó ótvíræða hæfileika
Eiríks til að fara með fleti og liti.
Eftir geometríska skeiðið gerðist
hann einn helsti íslenski boðberi
abstrakt-expressjónismans, eins og
óbeisluð abstraktlist í Bandaríkjun-
um var kölluð. Það er ekki nokkur
vafí að frjálsar og breiðar pensil-
strokur áttu mun betur við skap-
ferli hans en geometríski hátturinn.
Ymislegt bendir til þess að Eiríkur
hafi verið rómantískari í eðli sínu en
svo að honum féllu verkfræðileg
vinnubrögð til lengdar.
En varla liðu meir en tíu ár uns
Eiríkur var aftur horfinn til nýrra
hátta í list sinni. Ef til vill átti hið al-
menna endurhvarf til fígúratívrar
tjáningar sem fylgdi í kjölfar poppl-
istarinnar í byrjun 7. áratugarins
sinn þátt í brotthvarfi listamanns-
ins frá óhlutbundinni tjáningu. Allt-
ént tók við langt tímabil raunsærr-
ar nálgunar þar sem Eiríkur reyndi
eins og svo margir samferðamenn
hans - Hringur Jóhannesson, Þor-
björg Höskuldsdóttir, Þórður Hall
og Jón Reykdal meðal annarra - að
lýsa hinni nýju upplifun íslendings-
ins gagnvart náttúrunni. Sú upplif-
un fór ekki fyllilega fram utandyra,
heldur bakvið tvöfalt gler í risastór-
um stofugluggum.
Vissulega má sjá í þessum fígúra-
tíva stíl Eiríks óminn af þeim Kjar-
val - en ein af þekktustu myndum
hans frá stríðsárunum hét einmitt
Úti og inni - og Jóhanni Briem, en
mannverur - oftast skuggamyndir -
gáfu verkum beggja þann dreymna
flu?fela?.is
Nýr o$?læsile$ur
Frábær
_____vefur
netklubbstilboð
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
fyrir fólk eins og þig!
V ...«xcf
Úr iandslagi, 1999. Olíulitir á striga, 110 x 120 cm.
*>y '• •* ' '*£'
’ tt .í
Afstraksjón, 1998.
Vatnslitir, 73x52 cm.
endurminningablæ sem listamenn
8. og 9. áratugarins langaði svo
mjög að miðla. Vandinn var sá að
næsta ljósmyndaraunsæ málaralist
hentaði ekki nógu vel þeirri saknað-
arkenndu rómantík sem birtist svo
eðlilega í póst-impressjónískum
stílbrigðum Kjarval og Briem.
Togstreitan milli minninga og raun-
veruleika í myndum Eiríks bitnaði
um of á tækninni og tjáningarmát-
anum.
Þau frábæru umskipti sem nú
eiga sér stað í list Eiríks hljóta
því að teljast fagnaðarefni.
Hver sá sem fylgst hefur með
leit listamannsins að sjálfum sér
á liðnum áratugum hlýtur að sjá
hvemig stílbrigðin í nýjustu
myndunum eru í mun nánari
takti við huga hans og hönd en
aðferðarfræði liðinna áratuga.
Breytinguna má meira að segja
sjá með samanburði á verkun-
um sem hann málaði fyrir tveim
árum og hinum sem eru frá ár-
inu í ár. Á svo skömmum tíma er
eins og Eiríkur hafi fundið sig
án þess að ganga að þrá sinni
eftir sjálfum sér gruflandi.
Þynnri og snarpari áferð,
laus við skematíska stífni, lýsir
upp hvert verkið af öðru. Hinar
snörpu línur lýsa nú sjónar-
röndinni - Reykjanesskaganum
að mér virðist - með sjálfsögðum
hætti án þess að trufla leikandi
pensilfarið líkt og skörpu skilin
forðum sem voru stundum sem
skrattinn úr sauðarleggnum. Sömu
Ijóðrænuna má finna í nýjustu
vatnslitamyndunum. Þær bestu
minna á austurlenskar blekteikn-
ingar í sprengikrafti sínum. Það er
engu líkara en Eiríkur Smith sé
kominn heim eftir langa og stranga
útilegu.
Halldór Björn Runólfsson
NYI SÓNCSKOLINN §í
Innritun stendur yfir. „Hjartansmál"
Einsöngsdeild.
Söngdeild fyrir áhugafólk.
Forskóli fyrir böm 4-6 ára.
Karlakórshúsinu Ými, Skógarhlíð.
Símar 552 0600, 552 0650 og 695 2914.
ISLAND-ANDORRA
4. september
ÍSLAND-LJKRAÍNA
8. september
1QO VIIMIMIIMGAR
Hvettu strákona
og spáðu um úrslit leikj
www.sio
na a
Miðar á leikina - landsliðstreyjur
- áritaðir bolir og boltar
- Coke-kippur - Leppin Sport drykkir
.is
SJOVAOíilIALMENNAR