Morgunblaðið - 02.09.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 33
semur Karl Ágúst Úlfsson. Frum-
sýnt í lok september.
Næst á fjalirnar er Krítahring-
urinn í Kákasus eftir Bertholt
Brecht í leikstjórn Stefan Metz. En
Metz starfar við Théatre de Comp-
licité í London og kemur sérstak-
lega til landsins til að stýra verkinu.
Hlutverk eru m.a. í höndum Mar-
grétar Vilhjálmsdóttur, Sigurðar
Sigurjónssonar, Kristbjargar
Kjeld, Arnars Jónssonar, Ingvars
E. Sigurðssonai- og Rúnars Freys
Gíslasonar sem nýlega var fastráð-
inn við Þjóðleikhúsið.
Verkið er í þýðingu Þorsteins
Þorsteinssonar, brúðuhönnuður er
Suze Wachter, en dramatúrg er
Philippe Bischof.
Frumsýning er fyrirhuguð í nó-
vember.
Jólaleikrit Þjóleikhússins að
þessu sinni er Gullna hliðið, sem
telst til gullmola íslenskrar leik-
sögu og þarf vart að kynna sögu
Davíðs Stefánssonar. Hilmar Snær
Guðnason er leikstjóri verksins að
þessu sinni, en með hlutverk kerl-
ingar fer Edda Heiðrún Backman.
Frumsýnt annan í jólum.
Komdu nær eftir Patrick Marber
er margverðlaunað leikverk sem
vakið hefur töluverða athygli er-
lendis. En leikritið þykir djörf,
harkaleg og fyndin ástarsaga úr
nútímanum. Verkið er í þýðingu
Hávars Sigurjónssonar.
Frumsýnt í janúar.
I tilefni að hálfrar aldar afmæli
Þjóðleikhússins var efnt til leikrita-
samkeppni og er Landkrabbinn
eftir Ragnar Arnalds sigurvegari
þeirrar samkeppni. Verkið er á
gamansömum nótum, með skraut-
legum persónum og fjallar um lífið
um borð í íslenskum togara. Hilmar
Jónsson sér um leikstjóm og leik-
mynd er hönnuð af Finni Arnari
Arnarssyni.
Frumsýning er fyrirhuguð í febr-
úar-mars.
Afmælisverk Þjóðleikhússins
verður Draumur á Jónsmessunótt
eftir William Shakespeare. Verkið
er einn vinsælasti gamanleikur
Shakespeares en þar blandast sam-
an draumur og veruleiki, galdrar
og fyndnar flækjur.
Leikstjóri er Baltasar Kormák-
ur, en leikendur eru flestir af yngri
kynslóðinni _og má þar nefna þau
Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur,
BrynhUdi Guðjónsdóttur sem hlaut
fastráðningu hjá Þjóðleikhúsinu nú
í haust, Stefán Karl Stefánsson og
Ingvar E. Sigurðsson.
Smíðaverkstæðið
Fedra eftir Jean Racine verður
sett upp á leikárinu. En verkið er
ein kunnasta ástarsaga leikhúsbók-
menntanna og fjallar um ástríður,
stjórnmál, sekt og ill örlög.
Verkið er í þýðingu Helga Hálfd-
ánarsonar, en leikstjóri er Sveinn
Einarsson. Leikendur eru Tinna
Gunnlaugsdóttir, Hilmir Snær
Guðnason, Ai-nar Jónsson, Hall-
dóra Björnsdóttir, Anna Kristín
Amgrímsdóttir, Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir og Gunnar Eyjólfsson.
Fmmsýnt í byrjun október.
Vér morðingjai' eftir Guðmund
Kamban fylgir í kjölfarið á Smíða-
verkstæðinu. En verkið fjallar um
hjónabandið, ást og afbrýði og hef-
ur verið lýst sem einu besta ís-
lenska leiki'iti aldarinnar. Leik-
stjóri er Þórhallur Sigurðsson og
meðal leikenda em Halldóra
Björnsdóttir og Valdimar Örn
Flygerring.
Framsýning áætluð um áramót.
Litla sviðið
Hægan, Elektra eftir Hrafnhildi
Hagalín Guðmundsdóttur er eitt
nýju íslensku verkanna sem
frumsýnd verða í vetur. Verkið
þykir metnaðarfullt og nýstárlegt
leikhúsverk, en Hrafnhildur hlaut
Norrænu leikskáldaverðlaunin fyr-
ir fyrsta verk sitt, Ég er meistar-
inn.
Um leikstjórn sér Viðar Egg-
ertsson, en leikendur em Edda
Heiðrún Backman, Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir og Atli Rafn Sig-
urðarson.
Framsýnt í janúar.
Leikrit John Osborne Horfðu
reiður um öxl telst með umtalaðri
verkum aldarinnar. Þar er tekið á
mannlegum samskiptum á bæði
kraftmikinn og áhrifamikinn hátt.
Kristján Sigrún
Jóhannsson Eðvaldsdóttir
Rico Bernharður
Saccani Wilkinson
Sinfóníuhljómsveitin hefur
starfsárið með tónleikaferð um
Norðurland, 9. til 11. september.
Flutt verða_ verkin L’Arlesienne
eftir Bizet, Áttunda sinfónía Dvor-
áks og Trompetkonsert Alexanders
Arutunians. Einleikari verður Ás-
geir Steingrímsson og stjórnandi
Bernharður Wilkinson, aðstoðar-
hljómsveitarstjóri SÍ.
Bláa röðin
Bláa röðin verður í vetur helguð
tónlist frá öldinni sem er að líða og
koma íslensk tónskáld þar nokkuð
við sögu. Er þetta nýbreytni og
kveðst Helga Hauksdóttir, tónleik-
astjóri SÍ, binda miklar vonir við
röðina. Bláa röðin býður upp á
framflutning á mörgum verkum
hér á landi.
Fyrstu áskriftartónleikar vetrar-
ins heyra undir þessa röð og verða
þeir 16. september. Gestir hljóm-
sveitarinnar í það skiptið verða
söngvararnir Gunnar og Guðbjöm
Guðbjörnssynir, Marie McLaughl-
in, Thomas Mohr og Manfred
Hemm en flutt verða verkin Apol-
lon musagete eftir Stravinskíj og
Höfuðsyndirnar sjö eftir Kurt
Weill. Fyrsti gestastjórnandi
starfsársins verður Anne Manson
frá Bandaríkjunum.
Manson verður aftur á ferðinni á
öðrum tónleikum Bláu raðarinnar
25. nóvember. Mun hún þá stjórna
flutningi á Chairman Dances eftir
John Adams, Cojunctio eftir
Snorra Sigfús Birgisson og Píanó-
konsert nr. 3 eftir Prokoffiev, þar
sem Roger Woodward frá Ástraliu
verður einleikari.
Á þriðju tónleikum Bláu raðar-
innar, 24. febrúar, ber hæst frum-
flutning á Flautukonsert^ Hauks
Tómassonar, þar sem ÁshOdur
Haraldsdóttir verður í aðalhlut-
verki. Ennfremur verða ilutt á
þeim tónleikum verkin Osieaux ex-
otiques eftir Messiaen, Fuglahópur
lendir í fimmhyrnta garðinum eftir
Takemitsu og Cantus Articus eftir
Rautavaara. Hljómsveitarstjóri
verður Diego Masson.
Lokatónleikar Bláu raðarinnar
verða haldnir 25. maí. Masson held-
ur þá aftur á sprotanum en einleik-
ari verður fiðluleikarinn Sascho
Gawiiloff. Flutt verða Toccata eftir
Karólínu Eiríksdóttur, sem er
frumflutningur á íslandi, In-
tégrales eftir Varese og
Fiðlukonsert Ligetis sem
saminn er fyrir Gawriloff.
Græna röðin
Græna röðin inniheldur
það sem Sinfónian kallar
létta og skemmtilega tónlist.
Henni verður hleypt af
stokkunum 14. október með
óperettu- og söngleikja-
kvöldi. Hljómsveitarstjóri
verður Bemharður Wilkin-
son en einsöngvarar Bergþór
Pálsson og Hanna Dóra
Sturludóttir. Tónleikarnir
verða endurteknir 16. októ-
ber.
Hinir geysivinsælu Vínar-
tónleikar tilheyra Grænu
röðinni en þeir verða dagana
5.-8. janúar í Reykjavík og 9.
janúar á Egilsstöðum. Páll
Pampichler Pálsson kemur
til að stjórna og tekur með
sér söngvara frá Vínarborg.
Óperutónleikar undir
stjórn Ricos Saccanis, aðal-
hljómsveitarstjóra SÍ, verða
10. og 12. febrúar. Á efnis-
skrá verður hin ástsæla óp-
era Verdis, Aida. Meðal ein-
söngvara verða Kristján
Jóhannsson, Þorgeir Andrés-
son og Guðjón Oskarsson og
Kór íslensku óperannar
verður á vettvangi.
Lokatónleikar Grænu rað-
arinnar, 23. mars, verða helgaðir
kvikmyndatónlist. Hljómsveitar-
stjóri og einleikari verður Lalo
Schifrin.
Gula röðin
Vinsæl einleiksverk og sígild
hljómsveitai’verk prýða Gulu röð-
ina. Fyrstu tónleikarnir verða 7.
október þegar feðginin Alexander
Lazarev, stjórnandi, og Tatyana
Lazareva, píanóleikari, mæta til
leiks. Á efnisskrá verða Gullöldin
eftir Sjostakovitsj, Píanókonsert
nr. 2 eftir Prokoffiev og Petruska
eftir Stravinskíj.
Fiðluleikarinn Livia Sohn verður
gestur hljómsveitarinnar 11. nó-
vember og mun flytja Fiðlukonsert
Khatsjatúrians. Einnig verður leik-
in Önnur sinfónía Rakhmanínovs.
Stjórnandi verður Rico Saccani.
Konsert fyrir tvö píanó eftir Pou-
lenc ber hæst á tónleikum 2. des-
ember. Flytjendur verða Anna
Guðný Guðmundsdóttir og Helga
Bi-yndís Magnúsdótth'. Jafnframt
verða á efnisskrá Haustspil eftir
Leif Þórarinsson og Myndir á sýn-
ingu efth' Mússorgskij.
Hljómsveitin sækir einleikara í
eigin raðir 3. febrúar, þegar Daði
Kolbeinsson flytur Öbókonsert
Mozarts. Adagio eftir Magnús
Blöndal Jóhannsson og Fjórða sin-
fónía Brahms verða einnig á dag-
skrá. Tónsprotinn verður í höndum
Jerzys Maksymiuks.
2. mars kemur Anne Manson enn
til starfa og stjómar flutningi á
Rauðum þræði Hjálmars H. Ragn-
arssonar, Annam sinfóníu
Tsjajkovskíjs og Sellókonsert nr. 1
eftir Shjostakovitsj. Einleikari
verður Bryndís Halia
Gylfadóttir.
Lokatónleikar Gulu rað-
arinnar verða 6. apríl en þá
mun Norðmaðurinn Ole
Kristian Ruud stjóma
flutningi á Áttundu sinfóníu
Beethovens og Sjöundu sin-
fóníu Brackners.
Rauða röðin
Á opnunartónleikum
Rauðu raðarinnar, sem
geymir sígild einleiks- og
hljómsveitarverk, verða
leikin hinn vinsæli Píanö-
konsert nr. 1 eftir
Tsjajkovskíj og
Scheherazade eftir Rim-
skíj-Korsakov 23. septem-
ber. Stjórnandi verður Rico
Saccani og einleikari Kun
Woo Paik.
28. október kemur Petri
Sakari, fyrrverandi aðal-
hljómsveitarstjóri SI, til
liðs við sveitina ásamt ein-
söngvaranum Raimo
Laukka. Flutt verða Lieder
eines fahrenden Gesellen
og Sinfónía nr. 10 eftir Ma-
hler.
Á þriðju tónleikum
Rauðu raðarinnar, 18. nó-
vember, mun Sigrún Eð-
valdsdóttir, konsertmeist-
ari SÍ, leika einleik í
Fiðlukonsert Dvoráks. Að
auki verða leikin verkin Via
Dolorosa eftir Vasks og Konsert
fyrir strengi, slagverk og selestu
eftir Bartók. Stjórnandi verður Ur-
iel Segal.
Beethoven-kvöld verður í Há-
skólabíói 20. janúar þegar Rico
Saccani stjórnar flutningi á Fyrstu
og Níundu sinfóníu meistarans.
Kór íslensku, óperunnar og ein-
söngvararnir Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir, Ingveldur Yr Jónsdóttir,
Finnur Bjarnason og Guðjón Ósk-
arsson taka þátt í flutningnum.
Tónleikarnir verða endurteknir
tveimur kvöldum síðar.
Fiðluleikarinn og hljómsveitar-
stjórinn Dmitríj Sitkovetskíj verð-
ur gestur SÍ á tónleikum 16. mars,
en hann var hér einnig í fyrra. Á
efnisskrá verða Apprenti Sorcier
eftir Dukas, Poem eftir Chausson,
Zigane eftir Ravel og Þriðja sinfón-
Verkið olli töluverðu fjaðrafoki
þegar það var fyrst sýnt í Bretlandi
1956. Frumsýning er fyrirhuguð
með vorinu.
Söngskemmtun
ogleiklestrar
Dagskrá Þjóðleikhússins í vetur
einskorðast þó ekki við leiksýning-
ar því á Smíðaverkstæðinu verður
boðið upp á söngskemmtun þar
sem ljóð Þórarins Eldjárns eru
flutt í útsetningu Jóhanns G. Jó-
hannssonar.
Dagskráin nefnist Meira fyrir
eyrað og verða Sigrún Hjálmtýs-
dóttir og Öm Árnason meðal flytj-
enda.
Þá verður sett upp gestasýning
frá Konunglega breska þjóðleik-
húsinu eftir áramót. Leikstjóri er
Trevor Nunn, en sýning er unnin í
samstarfí við Menningarborg 2000
og Listahátíð í Reykjavík.
Þjóðleikhúsið mun einnig standa
fyrir afmælishátíð. Rifjuð verða
upp söng- og leikverkefni sl. 50 ára,
auk þess sem horft verður til fram-
tíðar leikhússins á næstu öld. En í
því skyni verður yngstu kynslóð
leikstjóra Þjóðleikhússins gefin
laus taumur.
Efnt verður til uppboðs úr bún-
ingageymslum leikhússins í dag-
skrá sem nefnist Þjóðleikhúsið
fækkar fötum og einnig verður boð-
ið upp á leiklestra á nokkram
helstu íslensku leikritum aldarinn-
ar.
Fjórar sýningar verða að þessu
sinni teknar upp frá fyrra leikári:
Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxnes
á Stóra sviðinu, Abel Snorko býr
einn eftir Eric-Emmanuel Schmitt
og Tveir tvöfaldir eftir Ray Coon-
ey. Þá verður söngleikurinn RENT
eftir Jonathan Larson sýndur
áfram í Loftkastalanum.
ía Rakhmanínovs. Á lokatónleikum
Rauðu raðarinnar, 5. maí, ber hæst
flutning Erlings Blöndal Bengts-
sonar á Sellókonsert Saint-Saéns
en einnig verða leikin Rococo-til-
brigðin eftir Tsjajkovskíj og Symp-
honie Fantastique eftir Berlioz.
Aðrir tónleikar
Þegar er getið tónleikanna ny-
rðra en næstu tónleikar utan raða
verða 21. og 23. október, þegar
Frank Strobel mun stjóma undir-
leik við kvikmyndir Chaplins, City
Lights, The Kid og The Idle Class.
18. desember stjórnar Bernharð-
ur Wilkinson Jólatónleikum og 27.
janúar útskriftartónleikum nem-
enda. 9. mars verða, sem fyrr segir,
sérstakir afmælistónleikar og 14.
og 15. apríl er röðin komin að
Páskatónleikum, þai' sem flutt
verður Requiem eftir Verdi. Rico
Saccani verður með tónsprotann en
einsöngvarar verða Kristján Jó-
hannsson, Georgina Lukács, Ildiko
Komlpsi og Edward Crafts, auk
Kórs íslensku óperunnar.
18. maí stjórnar Bernharður
Wilkinson framflutningi á óratóríu
Þorkels Sigurbjörnssonar, Imm-
anuel, en Söngsveitin Fílharmónía
og einsöngvaramir Ólöf Kolbrán
Harðardóttir og Bergþór Pálsson
leggja SI lið í því verld. Óratórían
er samin við biblíutexta sem bisk-
upinn yfir Islandi, herra Karl Sig-
urbjörnsson, hefur valið ásamt tón-
skáldinu.
Á tónleikunum verður einnig
leikið verkið Sinfonia Sacra eftir
Andrzej Panufnik.
Lokatónleikar starfsársins verða
3. júní í Laugardalshöll, þegar nor-
rænir barnakórar koma fram með
hljómsveitinni. Stjórnandi verður
Bemharður Wilkinson.
Þess má síðan geta að þrjú stór
verkefni bíða Sinfóníunnar næsta
sumar. 8. júní kemur hún fram und-
ir merkjum Listahátíðar í Reykja-
vík ásamt einsöng\’urunum Sigr-
únu Hjálmtýsdóttur, Rannveigu
Fríðu Bragadóttur, Kristjáni Jó-
hannssyni og Kristni Sigmun-
dssyni; 2. júlí tekur hljómsveitin
þátt í Kristnihátíð á Þingvöllum og
18. ágúst tekur hún þátt í flutningi
á músíkdramanu Baldr eftir Jón
Leifs í Laugardalshöll.