Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYIVDIR Háskólabfó HLAUPTU, LÓLA, HLAUPTU „LOLA RENNT" ★★★ Leikstjórn og handrit: Tora Tykwer. Kvikmyndatökustjóri: Frank Griebe. Aðalhlutverk: Franka Potente, Moritz Bleibtreu, Herbert Knaup, Nina Petri. Þýskaland 1998. ÞÝSK kvikmyndagerð hefur ekki verið upp á marga fiska frá því þýska nýbylgjan leið undir lok en hér er kominn hressilegur stormur frá hinu forna kvik- myndaveldi. Hlauptu, Lóla, hlauptu heitir myndin og býður upp á kraðak af stílbrigðum, lunk- inni endurtekningu, pælingar um tíma og frásögn og einstaklega hlaupaglaðan aðalleikara. Líklega er það rétt sem sagt er að þetta sé besta myndin frá Þýskalandi í áraraðir. Leikstjórinn og handritshöfund- urinn byggir hana upp á endur- tekningu svipað og Kieslowski gerði þegar hann fjallaði um hend- inguna í Tilviljun. Lóla hefur tutt- ugu mínútur til þess að bjarga kærastanum frá skelfilegum örlög- um og innan þess þrönga tímara- mma verður hún að útvega sér 100.000 mörk. Hún hleypur af stað og við sjáum hvernig tilviljanir og örlög eru sífellt að grípa í taumana. Hugmyndin er bráðskemmtileg og útfærsla hennar sömuleiðis. Höfundurinn, Tom Tykwer, notar ýmsa tækni til þess að koma sög- unum til skila, 35 mm filmu, vídeó- myndir, ljósmyndir og teiknimynd- ir og yfir öllu saman djmur látlaust tæknitónlist. Hann hefur víða orðið fyrir áhrifum frá öðrum kvik- myndagerðarmönnum; kannski þau séu greinilegust frá Tarantino. Hann beitir hinni mismunandi tækni mjög kunnáttusamlega og býr til einstaklega hressandi og skemmtilega og spennandi og gam- ansama bíómynd sem hlýtur að virka (og gerir það vonandi) sem vítamínsprauta á þýska kvik- myndagerðarmenn. I myndinni er að finna pælingar um margvísleg efni er snerta ást- arsöguna og spennusöguna og um tímahugtakið auðvitað sérstaklega og ekki síst um endalok bíómynda. Við fáum þrjár útgáfur af endin- um og fáum að velja þann sem okkur þykir bestur og hann er ekki endilega sá sem höfundurinn er greinilega sáttastur við í lokin. Yfirleitt er sagan hömruð í áhorf- andann en inni á milli eru smáat- riði sem auðveldlega geta farið framhjá áhorfandanum og hafa heilmikið gildi. Franka Potente í hlutverki Loiu. Cher í hlutverki sínu í Te með Mussolini. Hlauptu, hlauptu, hlauptu Eitt af því sem Tykwer gerir er að sýna inn í framtíð fólks sem á vegi Lólu verður með stuttri ljós- myndasögu og framtíðin sú getur verið mjög breytileg (og spaugileg) eftir því hvernig hann kýs að hafa það. I einu atriðinu stendur Lóla (frábærlega leikin af Franka Pot- Bergman lætur gamminn geisa Bæjarbíó, Ilafnarfirði BERGMANS RÖST Rödd Bergmans ★★ greinilegur aðdáandi Bergmans spjallar við hann um kvikmyndir hans út frá þeim atriðum sem hon- um þykja merkilegust í verkum leikstjórans. Þannig bera þættirnir nöfn eins og „Blekking tírnans", „Tónlist nærmyndarinnar" og „Spegilbrot". Það er eiginlega ente) kyrr á götuhorni (það gerist ekki oft) og við sjáum unga konu nálgast hana frá hlið. Unga konan er úr fókus en þegar hún er komin upp að Lólu er hún allt í einu orðin að gamalli konu. I þessari mynd getur sekúndu- brot orðið að mannsaldri. Arnaldur Indriðason Gunnar Bergdahl. Svfþjóð 1998. SÁ SEM langar að sjá þessa heimildarmynd í þeim tiigangi að fræðast um Bergman sem leik- stjóra eða persónu getur gleymt því. „Samtal í átta þáttum“ er und- irtitill myndarinnar, þar sem Fuoco Ensemble í Hásölum og Eyjum HOLLENSK-ISLENSKI tónlist- arhópurinn Fuoco Ensemble hefur verið á tónleikaferð um landið og verður með tónleika í Hásölum, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 og í Tónlistarskóla Vestmannaeyja laug- ardaginn 4. september kl. 17. Á efnisskrá eru þrjú verk. Tríó fyrir klarínettu, selló og píanó op. 114 og Kvintett fyrir klarínettu og strengjakvartett op. 115 eftir Jo- hannes Brahms, og Strengjakvar- tett nr. 17. í B (Veiðikvartettinn) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Fuoco Ensemble skipa fiðluleik- ararnir Ingrid van Dingstee og Marjolein van Dingstee, Jónína Auður Hilmarsdóttir lágfiðluleikari, Helga Björg Ágústsdótth- sellóleik- ari, Rúnar Oskarsson karínettuleik- ari og Sandra de Bruin píanóleikari. Þau kynntust við nám í Tónlistarhá- skóianum í Amsterdam og eru ým- ist nýútskrifuð eða um það bil að ljúka námi við skólann. Hollensk-íslenski tónlistarhópurinn Fuoco Ensemble heldur tónleika í Hafnarfirði og í Vestmannaeyjum. nauðsynlegt að vita ýmislegt um lífshlaup leikstjórans og kvikmynd- ir hans til að vera einhverju nær um innihald samtalanna. Leikstjórinn sér enga ástæðu til að myndskreyta samtalið á neinn hátt, og notfæra sér þannig þá kosti sem miðillinn sjónvarp hefur fram yfir útvarp og dagblöð, en það hefði getað verið meira lifandi fyrir áhorfandann auk þess að styðja við ýmsar tilvitnanir hans. Sami ramminn af andliti Bergmans rennur yfir alla myndina, með titl- um þáttanna inn á milli. I lokin eru svo taldar upp allar myndir meist- arans, með myndum úr þeim. Bergman er skemmtilegasti ná- ungi og kemur með marga áhuga- verða punkta, eins og hvað honum þykir um bíó nútímans. Fín mynd fyrir mikla aðdáendur. Hildur Loftsdóttir Knáar kerlingar Iláskólabíó „TEA WITH MUSSOLINP* Te með Mússólíní ★★ Lcikstjórn: Franco Zeffirelli. Ítalía 1998. MARY Wallace tilheyrir hópi enskra kvenna sem sest hafa að í Flórens og hittast iðulega til að drekka saman te. Yfu-maður henn- ar hefur eignast dreng í lausaleik, sem missir móður sína, Mary tekur hann að sér og elst hann upp í þessu enska kvennafargani. I seinni heimsstyrjöldinni eru þær álitnar ríkisóvinir og eru sendar í búðir. Þar gengur á ýmsu, ekki síst eftir að amerísk vinkona þeirra slæst í hópinn. Maggie Smith og Judy Dench bera af í hlutverkum sínum sem snobbhænan og listunnandinn í þessari mynd sem er uppfull af kvenstjörnum þar sem Cher, Lili Tomlin og Joan Plowright leggja einnig hönd á plóg. Saman mynda þær hóp skemmtilega ólíkra kvenna sem standa saman þegar á reynir, ... en það reynir ekkert sérstaklega mikið á. Frekar átaka- laus og yfirborðskennd mynd þar sem leikstjóranum tekst engan veginn að byggja upp neina dramatíska spennu eða tilfinninga- lega dýpt sem er synd með alla þessa kvenskörunga á handleggn- um. Þó má á stundum hlæja að henni, sérstaklega þegar enska snobbhænan Maggie Smith er að hneykslast á því hversu óheflaðir Ameríkanar geti verið. Hildur Loftsdóttir Hvað svo? Ilegnboginn „THREESEASONS" Þrjár árstíðir irk'k Tony Bui 1998. Víetnam. FIMM söguhetjur eru í þessari mynd; ung blómatínslustúlka, eldri bandarískur hermaður (Harvey Keitel), lítill munaðarlaus strákur, leiguhjólamaður og gleðikona. Sög- ur þeirra liggja meira og minna saman, þar sem þau eru öll að reyna að finna sér sess í lífinu, í von um að það geti orðið betra. Sögurnar eru hversdagslegar og sjálfsagt dæmigerðar fyrir Ví- etnam og þau áhrif sem stríðið hef- ur haft á þjóðfélagið. Þetta er mjög sérstök mynd, því einhvern veginn er ekki verið að reyna að segja neitt, engin lausn finnst á málunum og sögurnar hvorki byija né enda. Eins og maður hafi rétt fengið að kíkja inn í líf nokkurra mannvera og fái svo ekki að sjá meira. Hvað gerist svo? Með fallegri myndatöku og áhugaverðum persónum tekst leik- stjóranum að fanga huga áhorfand- ans og vekja hjá honum spurningar sem hann verður að svara sjálfur. Hildur Loftsdóttir Húmor í grámyglunni lláskólabfó MANSTU EFTIR DOLLY BELL? „SJECAS LI SE DOLLY BELL?“ ★★ Emir Kusturica. Júgóslavía 1981. SARAJEVO verkamannsins á sjöunda áratugnum er grá og gugg- in, þar sem fólk gerir sig ánægt með lítið. í þessu umhverfi vex unglings- strákurinn Dínó upp, í lítilli íbúð ásamt foreldrum og þremur systk- inum. Það er ekki langt í pólitíska undirtóninn sem einkennir Kust- urica, og gerir hann óspart grín að sósíalískum tilburðum flestra og áhrifum kommúnismans á heimilis- lífið. Pabbi Dínós er múslimi og eitilharður kommúnisti sem stjóm- ar sínu heimili með harðri hendi, gerir skýrslur um framgöngu bai-na sinna og býr þau þannig undir kommúníska draumalandið sem Jú- góslavía breytist brátt í. Þetta er þroskasaga Dínós, sem er stöðugt að vinna í sjálfum sér og vill verða betri frá degi til dags. Umhverfí unglinganna einkennist af algjörri aðdáun á vestrænni menningu og svo áhuganum á kyn- lífí. Húmorinn í myndinni er mjög góður og jafnvel absúrd. Fyndnir félagar, dáleiðslutilraunir, lygasög- ur, hljómsveitaræfingar og ástar- ævintýri lýsa upp grámyglulegan heim Dínós í þessari fyrstu bíó- mynd Kusturicas. Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.