Morgunblaðið - 02.09.1999, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Endimörk
ljóss o g merkingar
KRISTJAN Krist-
jánsson heimspeking-
ur á Akureyri hefur
margt áhugavert um
heimspeki ritað. Skrif
hans eru djörf og til
þess fallin að vekja
fólk til umhugsunar.
Og jafnframt gerir
Kristján sér far um að
rökstyðja kenningar
sínar af kostgæfni.
Kristján er tvímæla-
laust í forystusveit ís-
lenskra heimspekinga.
í skrifum sínum legg-
ur Kristján ævinlega
mikla áherslu á sína skýru heim-
spekilegu afstöðu. Hann segist
vera nytjahyggjumaður og hlut-
hyggjumaður um verðmæti. Þetta
virkar svolítið sjálfumglatt hjá hon-
um og minnir á aldinn framsóknar-
mann sem hreykir sér af því að hafa
haft sömu pólitísku skoðun frá því
að hann muni eftir sér. Kinstján
vitnar stundum með velþóknun í
hinn merka austurríska heimspek-
ing Ludwig Wittgenstein sem án
vafa hefur haft meiri áhrif á fræði-
lega hugsun á tuttugustu öld en
nokkur fræðimaður annar. Færa
má gild rök fyrir því að svokölluð
póstmódemísk hugsun (sú hin
sama og Kristján hamaðist svo eft-
irminnilega gegn á síðum Lesbók-
arinnar) sé öðru fremur afsprengi
nýstárlegrar heimspeki Wittgen-
steins um merkingu. Wittgenstein,
sem ég tel vera merkastan heim-
spekinga Vesturlanda, fyrr og síð-
ar, vann meðal annars það afrek að
skýra út á skilmeridlegan hátt hvað
er athugavert við heimspekilega
hugsun sem leitar skilgreininga á
hugtökum til útskýringar á merk-
ingu þeirra. Þar með varð glíma
Platóns við frummyndaheiminn,
með Sókrates í hlutverki Grettis,
og sporgöngumanna hans allra,
eins áhugaverð og skemmtileg og
hún er í sjálfu sér, að heimspeki-
legu lúdói einu saman.
I bók sinni Þroskakostum kemur
Kristján víða við en í þessari grein
geri ég athugasemdir við grein sem
er í þeim hluta bókarinnar sem
fjallar um ábyrgð og óheilindi. Hún
heitir Sjúkdómshugtakið og alkó-
hólismi. I þessari grein finnst mér
Kristján sýna hversu lítið hann hef-
ur lært af Wittgenstein. Þar reynir
Kristján að sýna fram á villu þeirra
sem hafa haldið því fram að alk-
óhólismi sé sjúkdómur. Kristján
gengur út frá skilgreiningu á sjúk-
dómshugtakinu sem hann lagar til
með rökhugsun sinni. I greininni
reynir Kristján síðan að sýna fram
á þversagnir sem verða tii þegar
þessu sjúkdómshugtaki er beitt á
fyrirbæri sem kallað hefur verið al-
kóhólismi. Kristján gerir þetta af
mikilli kúnst, ekki síður en Sókr-
ates forðum daga. Það er nokkuð
ljóst eftir lestur greinarinnar að al-
kóhólisma skortir nauðsynleg skil-
yrði til þess að geta flokkast sem
sjúkdómur. Á nokkuð sambærileg-
an hátt vísaði Sókrates frá öllum
hugsanlegum dæmum um þekk-
ingu, sem voru ekki þekking, af því
að þau virtust ekki falla að grund-
vallarskilgreiningu. í Bláu bókinni
(Hið Islenzka Bókmenntafélag
1998, þýð. Þórbergur Þórsson) seg-
irWittgenstein:
Ég vil að þið munið að orð hafa
þá merkingu sem við höfum gefíð
þeim; og við gefum þeim merkingu
með útskýringum. Vera má að ég
hafi skilgreint orð og notað orðið í
samræmi við það og einnig má vera
Sigurður Björnsson
að þeir sem kenndu
mér að nota orðið hafi
gefið mér útskýring-
una. Með útskýringu á
orði gætum við einnig
átt við þá útskýringu
sem við værum tilbúin
að gefa, ef við værum
spurð. Það er að segja
ef við erum tilbúin að
gefa útskýringar; oft-
ast nær erum við það
ekki. I þessum skiln-
ingi hafa mörg orð því
ekki ákveðna merk-
ingu. En þetta er eng-
inn galli. Áð telja þetta
vera galla væri líkt og að segja að
ljósið frá leslampanum mínum sé
hreint ekki raunverulegt ljós vegna
þess að það hefur engin skýr endi-
mörk. (bls. 123)
Alkóhólismi er hreint ekki raun-
verulegur sjúkdómur samkvæmt
Kristjáni. Hvers vegna? Vegna
þess að verufræði sjúkdómshug-
taksins hefur skýr endimörk og al-
kóhólismi uppfyllir ekki nauðsyn-
leg grundvallarskilyrði hinnar einu
sönnu útskýringar á því hvað sjúk-
dómur er. Merking í huga Krist-
jáns virðist því vera mjög ákveðið
hugtak.
Heimspekingar tala mjög oft um
að rannsaka og greina merkingu
orða. En við skulum ekki gleyma
því að orð hefur ekki fengið merk-
ingu sína að gjöf, ef svo má segja,
frá mætti sem er okkur óháður,
þannig að það geti farið fram eins-
konar vísindaleg rannsókn á því
hvað orðið merkir í raun og veru.
Orð hefur þá merkingu sem ein-
hver hefur gefið því. (bls. 123)
Ég sé ekki betur en Kristján falli
í sömu gryfju og grískir starfs-
bræður hans. Þar skilur helst á
milli að Kristján er öllu óvarkárari
Sjúkdómshugtök
Hér gerir Sigurður
Björnsson athugasemd-
ir við þann hluta bókar
Kristjáns Kristjánsson-
ar Þroskakosti, sem
fjallar um ábyrgð og
óheilindi.
en Platón, sem ekki er hægt að
saka um að hafa gefið sér skilgrein-
ingar fyrirfram. Ég vil í lokin ítreka
lærdóm Wittgensteins. Mismun-
andi merkingar hugtaks leita ekki
réttlætingar í einni grunnskilgrein-
ingu. Það leiðir til vítarunu eins og
Kristján veit og Platón vissi reynd-
ar líka. Merking hugtaks er flókinn
skyldleiki sem Wittgenstein líkir
við ættarmót fólks sem á sér sömu
forfeður.
Ég tek ekki afstöðu til þess hér
hvort alkóhólismi er sjúkdómur eða
ekki. Það kann vel að vera rétt að
alkóhólismi sé ekki sjúkdómur. Þó
tek ég fram, en það er þó aðeins
undirstrikun þess sem ég hef sagt
hér að framan, að sú fornfrum-
spekilega notkun sagnarinnar að
vera sem birtist í staðhæfingum á
borð við þær sem hér hafa verið
ræddar er ekki vænleg til skapandi
niðurstöðu. Raunar efast ég um að
vangaveltur um það hvort alkóhól-
ismi sé sjúkdómur eða ekki sé á
nokkurn hátt heimspekilega frjótt
viðfangsefni. A.m.k. ekki ef beitt er
verufræði hluthyggjumanna.
Höfundur er lektor við KHÍ.
• •
Ofgar og öfgar
LAUGARDAGINN
28. ágúst upp úr klukk-
an tvö bárust inn á
GSM-símann minn eft-
irfarandi skilaboð:
„Sökkvum Eyjabökk-
um, drepum heiðargæs-
imar, étum hreindýrin,
- samtökin sem verða
stofnuð á Egilsstöðum á
eftir taka á ykkur
vinstri græningjum.“
Engin undirskrift
fylgdi en fram kom að
þau voru send úr svæð-
isnúmeri 474. Ég hafði
ekki leitt hugann að því
að sækja umræddan
fund, en skilaboðin tók
ég sem áskorun sem ekki væri hægt
að víkja sér undan. Með tilliti til um-
ræðunnar af hálfu þeirra sem sökkva
vilja Eyjabökkum hafði ég talið að
mín yrði tæpast saknað á þessari
Eyjabakkar
í fyrsta skipti er þess
krafíst hér, segir Hrafn-
keli A. Jónsson, að tekin
verði upp opinber rit-
skoðun á fréttaflutningi.
samkomu, en skeytið í símanum mín-
um bar annað með sér. Samkvæmt
öðru fundarboði sem dreift var af
aðstandendum fundarins áttu vænt-
anleg samtök að verða mótvægi við
áróðri öfgasinna. Ég mætti á fundinn,
sem er trúlega stærsti almenni fund-
ur sem haldinn hefur verið á Austur-
landi frá því Kristján Eldjám hélt
kosningafund í aðdraganda forseta-
kosninganna 1968. Samkvæmt frétt-
um fjölmiðla sóttu fundinn um 700
manns. 011 umgerð fundarins bar
þess merki að þar stjómuðu menn
sem af yfirvegun og öfgaleysi vora að
vinna að heill almennings, lýðræðið
var haft í hávegum, málflutningur
framsögumanna var
með sama marki.
Að vísu gætti nokk-
urs pirrings í garð fólks
sem hafði lýst annarri
skoðun á Fljótsdalsvir-
kjun en fundarmenn
höfðu almennt. Þannig
urðu hógvær ummæli
biskups Islands um að í
hjarta sínu teldi hann
ekki rétt að sökkva
Eyjabökkum tilefni til
nokkurra hnýfilyrða í
hans garð frá ræðu-
mönnum. Hápunktur
Hrafnkell A. fundarins var lokaræða
Jónsson nýkjörins formanns,
hæst reis herhvöt for-
ingjans þegar hann krafðist þess í
nafni fundarmanna og allra hinna
sem höfðu skráð sig og mundu skrá
sig í félagsskapinn að menntamálar-
áðherra myndi aflétta áskriftar-
skyldu að röássjónvarpinu... „eða þá
að reka þá starfsmenn sem lengst
hafa gengið og yfirmenn þeirra líka“.
Við þessa skeleggu kröíu risu fundar-
menn úr sætum og hylltu foringjann
með langvinnu lófataki.
Foringinn áréttaði þegar fagnað-
arlátunum linnti að yfirmanni ríkis-
sjónvarpsins, Bimi Bjamasyni
menntamálaráðherra, ætti að vera
Ijóst til hvers þessi fundur ætlaðist af
honum.
Þetta verða að teljast merkustu
tímamótin sem þessi íjöldafundur
markar; í fyrsta skipti er þess krafist
af fjöldasamkomu á Islandi að tekin
verði upp opinber ritskoðun og hafn-
ar hreinsanir vegna fréttaflutnings.
Nú verður eftir því beðið hvort
menntamálaráðherra verður við
hinni snöfurmannlegu áskoran for-
ingjans og fundarins.
Þegar ég fór af fundinum var ég
orðinn miklu betur að mér um
hvemig öfgalaus og upplýst umræða
ferfram.
Höfundur er héraðsskjalavörður á
Héraðsskjalasafni Austurlands,
Egilsstöðum.
Reykjavíkurflugvöllur og
ábyrgð stjórnmálamanns
Súrefíiisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi olía
MAGNAÐAR deil-
ur um staðsetningu
Reykjavíkurflug\7allar
hafa ekki farið fram-
hjá landsmönnum
hvar þrætugreinar
hafa birst í blöðum og
ljósvakafjölmiðlar att
mönnum saman, tekið
fjölda manns tali, en
merkilegt nokkuð ekk-
ert rætt við þingmenn
Reykjavíkur. Stutt
viðtal við þingmann
Reykjaneskjördæmis í
Sjónvarpinu sem vildi
tvöfalda Reykjanes-
braut innan 1 árs, und-
irbúa framkvæmdir og
ljúka á skömmum tíma á Keflavík-
urflugvelli fyrir innanlandsflug svo
Reykvíkingar gætu fengið hið dýr-
mæta land Vatnsmýrinnar undir
byggingar á næstu 3-4 árum kom
mér ekki á óvart, enda um stór mál
að ræða sem ekki hefur verið litið
til frá sjónarhomi fjármála og at-
vinnu. Það gerði hins vegar þing-
maðurinn frá Reykjanesi með
hagsmuni síns kjördæmis í huga
fyrst og fremst.
Atvinnustarfsemi í tengslum við
flugvöllinn skiptir Reykvíkinga
miklu máli.
Þó þráttað sé um staðsetningu
Reykjavíkurflugvallar hefur oftar
en ekki vantað inn í umræðuna at-
vinnu- og viðskiptalegan þátt rekst-
urs flugvallarins og þær breytingar
sem fyrirhugaðar eru varðandi
flugumferð.
A árinu 1998 fóra 462 þúsund far-
þegar um flugvöllinn, sem er 6,1%
Guðmundur
Hallvarðsson
aukning frá árinu 1997
og eru þjóðhagsleg
áhrif vegna eyðslu inn-
lendra farþega talin
nema um 16 milljörð-
um króna, en hafi ekki
áhrif á efnahagslíf
Reykvíkinga ein og
sér, en þó að nokkru
leyti.
Ilö6 störf skapast
vegna starfsemi á
Reykjavíkurflugvelli
og eru efnahagsáhrif
rúmir 11 milljarðar
sem má rekja til rekst-
urs flugvallarins
sjálfs.
Þegar litið er til
flughreyfinga á Reykjavíkurflug-
velli 1998 eru þær alls 130.778, þar
af eru snertilendingar 74.324 eða
um 57% þeirrar umferðar sem þeg-
ar hefur verið tekin ákvörðun um
að leggja af í framtíðinni. Þróun
flugvéla beinist í þá átt að gera þær
hljóðlátari og öruggari þannig að af
því sem hér hefur verið að framan
nefnt má ljóst vera að miklar breyt-
ingar verða vegna flugumferðar um
Reykjavíkurflugvöll í nánustu
framtíð.
Víkverji skrifar ...
í Morgunblaðinu í sðustu viku
sendi Víkverji stjórnmálamönnum
kveðjur og skrifar: „Vegna þess hve
staðsetning flugvallarins er um-
deild reyna stjómmálamenn að vísa
ábyrgð af málinu frá sér.“ Víkverji
skrifar líka. „Um ekkert mál var
t.d. deilt jafnhart á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins sl. vetur eins
Flugvöllur
Vil ég vara menn við of-
fari um lokun Reykja-
víkurflugvallar, segir
Guðmundur Hallvarðs-
son og telur að flugvöll-
urinn gæti orðið
Reykvíkingum aðalsam-
gönguleið þá og ef
sterkur Suðurlands-
skjálfti brestur á.
og um framtíð Reykjavíkurflugvall-
ar.“
Ég var einn fulltrúa landsfundar
Sjálfstæðisflokksins sem tók til
máls undir þessum dagskrárlið og
mótmælti harðlega öllum hug-
myndum um lokun Reykjavíkur-
flugvallar og benti þá m.a. á hinn
efnahagslega og atvinnuskapandi
þátt sem flugvöllurinn hefði í för
með sér fyrir Reykvíkinga.
Á Alþingi deildi ég hart á fyrrv.
samgönguráðherra fyrir þá stöðu
mála sem upp væri komin vegna
flugbrauta þar sem í vatnsveðrum
skapaðist hættuástand við flugtök
oglendingar.
Flugbrautarljósin frá tíð síðari
heimstyrjaldar eru allsendis ófull-
nægjandi og að þessu tvennu töldu
og með það í huga að yfir 400 þús-
und farþegar fara um völlinn árlega
væri framkvæmd öryggismála flug-
vallarins mjög brýn. Af fram-
kvæmdaupphæð flugvallarins, 1,5
milljarðar, fer um helmingur fjár-
hæðar í endumýjun öryggisbúnað-
ar.
Ég ber fulla ábyrgð á þeim skoð-
unum mínum um áframhaldandi
rekstur Reykjavíkurflugvallar og
vísa þeirri ábyrgð sem á mínar
herðar fellur ekki frá mér. En eitt
stórt mál sem varðar öryggismál
Reykvíkinga og staðsetningu
Reykjavíkurflugvallar sem ekkert
hefur verið rætt né ritað um í deil-
unni um staðsetningu flugvallarins
verður að lokaorðum þessarar
greinar.
Suðurlandsskjálftinn
í fylgiriti Sunnlenska frétta-
blaðsins, Jarðskjálftablaðið, sem út
kom 1997 er athyglisvert viðtal við
Pál Einarsson jarðeðlisfræðing.
Þar segir m.a.:
„Síðasti stóri jarðskjálftinn á
Suðurlandi var í byrjun þessarar al-
dar og ef marka má söguna er mjög
farið að styttast í þann næsta. Suð-
urlandsskjálftinn gæti orðið af
stærðinni 7 á Richter. Sagan segir
okkur líka að hér geta orðið skjálft-
ar af þeirri stærðargráðu einu sinni
til tvisvar á öld. I löndum þar sem
menn telja sig hafa byggt sterk
mannvirki hafa skjálftar sem mæl-
ast 7 á Richter valdið verulegu
tjóni, ekki bara á íbúðarhúsum
heldur líka á atvinnuhúsnæði og
samgöngumannvirkjum“.
I ljósi þess sem hér að framan er
vitnað til vil ég vara menn við offari
um lokun Reykjavíkurflugvallar
sem hugsanlega gæti orðið Reyk-
víkingum aðalsamgönguleið þá og
ef sterkur Suðurlandsskjálfti brest-
ur á. Vegir til Keflavíkurflugvallar
gætu þá orðið ófærir allri umferð.
Höfundur er alþingismaður.