Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 39
38 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VERÐLAG ER EKKI NÁTTÚRULÖGMÁL BRESKIR fjölmiðlar hafa að undanförnu verið iðnir við að draga fram dæmi um hróplegan mun á verði margvíslegrar vöru og þjónustu í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Nú síðast var athygli vakin á því að farmiðar með lestum Eurostar og hjá flugfélaginu British Airways eru mun dýrari sé miðinn keyptur í Bretlandi. Fyrr á árinu varð mikil umræða um þá staðreynd að bifreiðar eru verðlagðar með öðrum hætti í Bretlandi en annars staðar í Evrópu, breskum neytendum í óhag. Umræður af þessu tagi ættu að hljóma kunnuglega í eyrum íslendinga. Það hefur til að mynda lengi verið þyrnir í augum ís- lenskra ferðamanna, að á sama tima og greiða verður hátt verð fyrir farmiða til Bandaríkjanna eða Evrópu frá íslandi eru þeir farþegar sem fljúga á milli Bandaríkjanna og Evrópu í sömu vélum að greiða mun lægra verð fyrir farseðla sína. Rök Flug- leiða fyrir þessum mismun eru þau sömu og British Airways notar til að réttlæta hærri flugfargjöld breskra ferðalanga, þ.e. að taka verði mið af markaðsaðstæðum í hverju landi. í þeim rökum felst, að það sé sjálfsagt að selja íslendingum farseðla á hærra verði en Bandaríkjamönnum eða Evrópubúum vegna þess, að Islendingar komist ekki flugleiðis frá íslandi með öðr- um flugfélögum en Flugleiðum meginhluta ársins. Það er regla fremur en undantekning að íslenskir neytendur greiða hærra verð fyrir vöru og þjónustu en neytendur í ná- grannalöndunum. Þrátt fyrir það vekja umræður um hátt verð- lag ekki sömu viðbrögð á íslandi og í t.d. Bretlandi þar sem upplýsingar af þessu tagi verða þess valdandi að forystumenn neytenda jafnt sem t.d. formenn þingnefnda krefjast breytinga. Hér virðist ríkja sú trú að hátt verðlag sé einhvers konar nátt- úrulögmál er ekki verði haggað. Hið íslenska verðlag er hins vegar að mestu leyti sjálfskapar- víti. Skýringuna má oftast rekja til fákeppni, hárra opinberra gjalda og landafræði. íslenskir neytendur eiga þess ekki kost líkt og norskir neytendur að keyra yfir landamærin til Svíþjóðar þar sem verð á matvælum og ýmsum nauðsynjavörum hefur lækkað stórkostlega á síðustu árum. Fjarlægðin frá öðrum löndum ætti hins vegar ekki að vera skálkaskjól til að viðhalda háu verðlagi heldur hvatning til að tryggja lágt vöruverð á Islandi. Heimurinn minnkar stöðugt og við munum í framtíðinni eiga í harðnandi samkeppni við aðrar þjóðir um íslenskt hæfileikafólk. Ef við viljum halda í það fólk verður að tryggja að Islendingum bjóðist sambærileg lífskjör og í nágrannalöndunum. Við verðum að vega upp ókosti landafræð- innar en ekki ýkja þá. Það ætti að vera eitt af forgangsverkefn- um stjórnvalda að leita leiða til að draga úr kostnaði neytenda og tryggja eðlilega verðmyndun. Því er spáð að hinn sameiginlegi gjaldmiðill Evrópusam- bandsríkjanna, evran, eigi eftir að lækka verðlag í Evrópu veru- lega. Islendingar munu ekki sætta sig við að borga hærra verð svo nokkru nemi fyrir sömu vörur og algengt er í Evrópu. OF HÁTT BENZÍNVERÐ BENZÍNVERÐ komst í sögulegt hámark hér á landi þegar í júlímánuði síðastliðnum, þ.e.a.s. hafði aldrei verið hærra. í gær varð enn stórhækkun á benzíni. Nú er svokallaður vega- skattur eða benzíngjald, sem það einnig kallast, föst krónutala, 28,60 krónur á hvern lítra, sem með virðisaukaskatti færir rík- inu 35,60 krónur af verði hvers lítra og er vægi þess í heildar- verðinu 41%. Jafnframt er lagt 97% vörugjald á innkaupsverðið. Gróft reiknað er hlutur ríkisins í verði hvers benzínlítra um 70% eða 61,39 krónur. Þau 30%, sem eftir standa skiptast nokkuð til helminga, 15% eru innkaupsverð og önnur 15% eru þóknun olíu- félaganna, sem þau nota til reksturs síns. Innkaupsverðið er því rétt rúmar 13 krónur og þá sömu upphæð fá olíufélögin. Uppbygging útreikninga benzínverðs er afskaplega óhagstæð neytendum. Helzti hængur útreikninganna er hið háa vörugjald, sem á drjúgan þátt í þeim sveiflum, sem verða á benzínverði hérlendis. Ymsir aðilar hafa gagnrýnt þetta harkalega og hvatt til þess að vörugjaldið yrði fellt niður, en þess í stað yrði benzín- gjaldið/vegagjaldið hækkað, en það er föst krónutala. Á það hafa stjórnvöld ekki fallizt. Hvers vegna ekki? Er sérstök ástæða til að ríkið sjálft auki stórlega á þann vanda, sem leiðir af sveiflum í benzínverði á heimsmarkaði? Mejginmarkmið ríkisstjórnarinnar er að halda verðlagi í skefj- um. Ahrif hækkunar benzínverðs eru mikil. Vægi verðsins í út- reikningi neyzluverðsvísitölu er nú 3,8% og þau áhrif fara víða, flutningskostnaður hækkar og þar með allt vöruverð í landinu. Frá áramótum hefur vísitala neyzluvöruverðs hækkað vegna hækkunar á benzíni og olíum um tæpt prósentustig. Auk þess hefur hækkunin mikil áhrif á lánskjör fólks og fyrirtækja, þar sem lán eru flestöll vísitölubundin. Benzínverð hefur því mikil áhrif á lífskjör fólksins í landinu og slíkar hækkanir, sem nú hafa dunið yfir, auka á þensluna í efnahagslífinu, sem nóg er fyrir. Kristinn Gylfi Jónsson, svína- og alifuglabóndi, um afleiðinffar umræðunnar um kampýlóbakter í kjúklingakjöti Tjón kjúklingabænda gæti numið tug millj óna króna Mikil umræða hefur að undanförnu átt sér stað um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum landsins og hafa Neytenda- samtökin nú síðast lýst því yfír að þau hygg- ist styðja fórnarlömb kampýlóbakter-sýk- inga til að höfða mál á hendur kjúklinga- bændum. Arna Schram ræddi af þessu til- efni við Kristin Gylfa Jónsson, svína- og ali- fuglabónda, sem fullyrðir m.a. að hreinlæti og aðbúnaður á svína- og alifuglabúum landsins sé með því besta sem gerist. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Kristinn Gylfi Jónsson, svína- og alifuglabóndi og formaður Svínaræktarfélags Islands. KRISTINN Gylfi Jóns- son, svína- og alifugla- bóndi og formaður Svínaræktarfélag ís- lands, heldur því fram að umræður eða „upphlaup" eins og hann vill kalla það, síðustu vikna um kampýlóbakter í kjúklingum sem og umgengni við kjúklingabúið að Ás- mundarstöðum í Ásahreppi hafi þeg- ar valdið kjúklingabændum milljóna króna tjóni og nái kjúklingabændur ekki að snúa vörn í sókn geti tjónið numið tug milljóna króna á þessu og næsta ári. Hann telur umræðuna um kjúldingaræktina að undanfömu bæði hafa verið ósanngjarna og óvægna og segir hana langt í frá gefa rétta mynd af aðbúnaði og heil- brigðiseftirliti innan framleiðslu- greinarinnar. Þá gagnrýnir hann uppslátt dag- blaðsins DÝ á dauðum grís sem fannst í ruslagámi á sumarbústaða- svæði á Grímsnesi í byrjun ágúst sl. og telur blaðið hafa velt sér upp úr mistökum eins starfsmanns á svína- búinu að Bjarnastöðum á ósann- gjarnan og ómaklegan máta. Hann segir atvikið einsdæmi og að starfs- maður hafí fyrir mistök hent grísn- um í ruslagám á meðan svínabónd- inn hefði verið í nokkurra daga sum- arleyfí. „Þarna er um að ræða eitt besta svínabú landsins sem hefur alla tíð haft öll sín mál í mjög góðu lagi,“ segir hann og bendir á að slík umfjöllun geti haft afar slæm áhrif á hagsmuni viðkomandi framleiðanda. „Ég fullyrði að hreinlæti og að- búnaður í svína- og alifuglabúum á íslandi sé eins og best verður á kos- ið,“ segir hann og tekur jafnframt fram að ólíkt því sem gerist á hinum Norðurlöndunum hafí íslenskum ali- fuglabændum tekist í samvinnu við yfirdýralækni og dýralækni alifugla- sjúkdóma að útrýma salmonellu í kjúklingum hér á landi. „Yið höfum náð þeim árangri að ekki hefur fund- ist nein salmonella í kjúklingum síð- astliðin þrjú ár og er það ástand sem ekkert hinna Norðurlandanna getur státað af,“ segir hann og bætir við að hið sama megi segja um aðstæðurn- ar í svínarækt. Gagnrýnir framkomu heilbrigðisfulltrúa Umræðumar um aðbúnað í kjúklinga- og svínabúum og gæði þeirra afurða hófust af miklum krafti undir lok júlímánaðar sl. þeg- ar Hollustuvernd ríkisins og Land- læknisembættið birtu heilsíðu aug- lýsingar í Morgunblaðinu og síðar í öðrum fjölmiðlum undir fyrirsögn- inni: Það iðar allt af lífi í eldhúsum landsins. í auglýsingunni var mynd af konu og barni í eldhúsi þar sem þau voru að með- höndla kjúklingakjöt og brýnt var fyrir fólki í texta fyrir neðan að gæta fyllsta hreinlætis við með- ferð og geymslu matvæla. Var þar aðallega vísað til þeirrar staðreyndar að iðrasýking- um af völdum bakteríunnar Campylobacter hafí farið fjölgandi á íslandi frá árinu 1996 og að 220 einstaklingar hafi greinst með kampylobakter-sýkingu á árinu 1998 eða um 137% fleiri en árið á undan. Sama dag og umrædd auglýsing birtist fyrst á prenti á síðum Morg- unblaðsins hófu fjölmiðlar að skýra frá nýrri greinargerð Heilbrigðiseft- irlits Suðurlands um fráveitu- og úr- gangshirðumál við kjúklingabúið að Asmundarstöðum í Asahreppi. Skemmst er frá því að segja að í greinargerðinni var dregin upp ófög- ur mynd af umhverfí búsins og því m.a. haldið fram að umræða og fræðsla um salmonellu og kampýlobakter hafí hvorki verið tekin alvarlega né valdið umbótum á búinu. í samtali við Morgunblaðið fer Kristinn hörðum orðum um aðkomu heilbrigðisfulltrúa Suðurlands, þeirra Birgis Þórðarsonar og Matthíasar Garðarssonar, í þeirri umræðu sem fylgdi í kjölfarið. Vitn- ar hann m.a. til bréfs lögmanns Reykjagarðs hf., rekstraraðila bús- ins á Ásmundarstöðum, sem sent var til heilbrigðisnefndar Suður- lands hinn 19. ágúst sl. í bréfinu segir lögmaðurinn, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, m.a. að framganga heilbrigðisfulltrúanna í garð starf- seminnar á Ásmundarstöðum hafi verið óeðlileg, andstæð lögum og valdið rekstri Reykjagarðs hf. gríð- arlegu tjóni. „Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi starfs heilbrigðisfull- trúanna og hversu viðkvæmt það getur verið þegar opinberu valdi er beitt. Þeim sem fá í hendur opinbert vald er skylt að beita því af hófsemi. Þetta felst í meðalhófsreglunni, sem er ein af grundvallarreglum íslensks stjórnsýsluréttar. Að auki hefur verið sett sérstakt ákvæði í 16. gr. laga nr. 7/1998, sem leggur heil- brigðisfulltrúunum á herðar sér- staka skyldu um þögn og varfærni í samskiptum við fjölmiðla [...] Ekki fer á milli mála að framangreind lagaregla hefur verið þverbrotin og það margsinnis að undanförnu." Vísar lögmaðurinn þarna síðast til ummæla heilbrigðisfulltrúa í fjöl- miðlum, m.a. til viðtals við Matthías í DV hinn 23. júlí sl. þar sem haft er eftir honum að „það [sé] ekki eðli- legt að fólk þurfí að fara í rússneska rúllettu þegar það kaupir kjúkling í kjötborðinu [...].“ Kristinn tekur undir bréf lögmannsins og full- yrðir að heilbrigðisfulltrú- arnir hafi með framgöngu sinni tekið þátt í aðför að stærsta kjúklingabúi landsins. „Þessi aðför sem um leið er í raun aðför að allri kjúklinga- ræktinni hér á landi var algerlega óþörf og eingöngu gerð til að valda atvinnugreininni tjóni," segir Krist- inn. Kjúklingarækt hefur mátt þola ýmis áföll Að sögn Kristins hefur kjúklinga- ræktin á íslandi mátt þola ýmis áföll í gegnum tíðina. „Hún hófst hér á landi upp úr 1960 og var komin vel á veg árið 1979. Þá varð hins vegar vart við salmonellu á kjúklingabúi í Eyjafírði sem leiddi til þess að bann var lagt við sölu á ferskum kjúkling- um. Þaðan í frá mátti eingöngu selja frosna kjúklinga," útskýrir Kristinn. Átta árum síðar varð kjúklingarækt- in aftur íyrir „miklum salmonellu- áföllum“, eins og Kristinn orðar það en þá varð aftur vart við salmonellu í kjúklingakjöti. Salmonellu-sýktu kjöti var hent og að sögn Kristins dróst kjúklingasalan mjög mikið saman í kjölfarið. „Ástandið varð mjög slæmt árin á eftir og margir í greininni urðu gjaldþrota." Kjúklingabændur tóku hins vegar höndum saman í upphafi tíunda ára- tugarins og hófu kerfisbundið að reyna að útrýma salmonellu í kjúklingarækt. Landbúnaðarráð- herra kom á reglugerð um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum og ráðinn var sérstakur dýralæknir í alifuglasjúk- dómum sem aðsetur hefur á Keldum í Grafarholti og vinnur í samstarfí við yfírdýralækni. „Tilraunir til að útrýma salmonellu í kjúklingum hófust árið 1992 en þá var hafíst handa við að taka sýni af hverjum einasta kjúklingahópi sem fór til slátrunar. Ef hópurinn reyndist laus við salmonellu mátti slátra honum og selja til neytenda en ef ekki var kjötinu hent.“ Jafnframt var öll um- hirða á búunum bætt og eftirlit auk- ið. „Eftir að við höfðum verið með þetta fyrirkomulag í þrjú ár, [þ.e. reglulega sýnatöku] fengu neytend- ur aftur trú á kjúklingum og bænd- ur fengu leyfi til að selja ferska kjúklinga að nýju haustið 1995. Leyfið var veitt á þeim forsendum að verulegur árangur hafði náðst í að útrýma salmonellu í kjúklingum og með reglubundnu eftirliti mátti koma í veg fyrir að salmonellu- mengaðar afurðir færu út á markað- inn,“ segir Kristinn og ítrekar að ekki hafí fundist salmonella í kjúklingarækt undanfarin þrjú ár. Sömuleiðis bendir hann á að víða um heim hafí menn gefist upp við að útrýma salmonellu í búvörum og þess í stað kennt fólki að lifa við hana með því að matreiða og með- höndla vöruna rétt. „íslenskir kjúklingabændur vildu hins vegar gera betur,“ segir hann og heldur áfram. „Á sama tíma [og tekist hef- ur að útrýma salmonellunni] hefur kjúklingaframleiðendum fækkað og aðstæður til framleiðslu stórbatnað enda er það mat erlendra sérfræð- inga sem hingað hafa komið að upp- eldisaðstæður kjúklinganna á búun- um séu með því besta sem gerist í heiminum." Kristinn tekur jafnframt fram að eftir sem áður sé reglulegt eftirlit með salmonellu í kjúklingum. „Við getum ennfremur státað okkur af sömu stöðu í svínarækt og alifugla- rækt, þ.e. engin salmonella er í svínakjöti hér á landi,“ segir hann. Urgangur nýttur til áburðar í reglugerðunum um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit á svínabúum ann- ars vegar og aðbúnað og sjúkdóma- varnir á alifuglabúum hins vegar er m.a. kveðið á um við hvaða aðstæður framleiðsla afurðanna skuli fara fram. í máli Kristins kemur fram að ákvæðum reglugerðanna sé fylgt nokkuð vel eftir hér á landi en þó telur hann að eftirlit með búunum mætti vera öflugra en gert er ráð fyrir. í því skyni hafa svínabændur tekið höndum saman og óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fyrrgreindar reglugerðir verði end- urskoðaðar með það í huga að efla eftirlit og segir Kristinn að búast megi við drögum að nýrri reglugerð innan tíðar. „Við [svína- og kjúklingabændur] leggjum áherslu á strangar leikregl- ur í framleiðslu þessara búvara því við viljum vera trúverðugir gagnvart neytendum um að framleiðslan fari fram við góðar og öruggar aðstæð- ur.“ Á Kristinn þar m.a. við að frá- rennslismál búanna séu í lagi og förgun dýranna sé eins og best verð- ur á kosið en einnig að tekið sé tillit til umhverfísaðstæðna og dýravel- ferðar. „Þegar ég tala um dýravel- ferð á ég m.a. við að dýrin fái nægi- legt rými en á síðustu árum hafa svínabændur verið að stækka stíurn- ar til að auka rými dýranna og kjúklingabændur hafa í auknum mæli lagt áherslu á að fækka fuglum á hvern fermetra í hús. Þetta bætir líðan dýranna og eykur afurðasemi þeirra.“ Kristinn nefnir fleiri þætti í framleiðslugrein- unum tveimur sem tryggja eigi gæði afurð- anna, m.a. ný framleiðslutæki, sem minnka eiga sjúkdómatíðni. Þá legg- ur hann mikla áherslu á að ekki sé heimilt að nota aukaefni í fóður dýr- anna, til að mynda fúkalyf, eins og tíðkast í sumum löndum Evrópu. Auk þess tekur hann fram að ís- lensku fóðurfyrii'tækin blandi fóðrið hér á landi en flytji inn hráefni í fóðrið frá Evrópu og Ameríku. Að- spurður fuUyrðir hann ennfremur að hráefnið sé gott og nefnir m.a. sem dæmi að fylgst sé með því að það sé örugglega laust við salmonellu. Þegar Kristinn er spurður að því hvað gert sé við úrgang þann sem kemur frá svína- og kjúklingabúum segir hann að hann sé í flestum til- fellum nýttur til áburðar á tún og akra. Hann fullyrðir aukinheldur að það mikil eftirspurn sé eftir lífræn- um áburði að ekki verði vandamál í framtíðinni að losna við úrganginn. „Þá verður umfangið í svína- og ali- fuglarækt aldrei það mikið vegna fá- mennis okkar hér á landi að ekki verði hægt að nýta úrganginn til áburðar og gera úr honum verð- mæti.“ Áhyggjur af kampýlobakter-sýkingum í apríl sl. sendu sóttvarnalæknir, Hollustuvernd ríkisins, yfirdýra- læknir og sýklafræðideild Landspít- alans frá sér fréttatilkynningu til fjölmiðla um mikla aukningu kampýlobakter-sýkinga hér á landi og m.a. var greint frá því að 220 ein- staklingar hefðu greinst með kampýlobakter-sýkingu á síðasta ári. I fréttatilkynningunni var neyt- endum bent á að forðast að láta hrátt kjöt eða blóðvökva úr því menga önnur matvæli. Einnig voru þeir varaðir við neyslu á illa steiktu kjöti, ógerilsneyddri mjólk, yfir- borðsvatni þar sem hætta væri á mengun og jafnframt brýnt fyrir þeim að viðhafa ýtrasta hreinlæti við matargerð. Kristinn segir að kjúklingabænd- ur hafi á undanförnum mánuðum haft af því áhyggjur að tíðni kampýlóbakter-sýkinga væri að aukast og tekur fram að þeir geri sér fulla gi’ein fyrir því að upp- spretta sýkingarinnar geti í sumum tilfellum verið í alifuglakjöti. Hins vegar getur kampýlóbakt- er einnig sýkst með yfir- borðsvatni eða ógeril- sneyddri mjólk eins og áð- ur kom fram og því telur hann auglýsingu sótt- vamalæknis og Hollustu- vemdar ríkisins í júlí sl. hafa verið ósanngjarna gagnvart kjúklingabændum. „Þessi auglýsing [og umræðan í kjölfarið] kom eins og blaut tuska framan í okkur kjúklingabændur því við höfðum haft áhyggjur af aukinni tíðni kampýlóbakter-sýkinga og vorum að leita leiða til að sporna við þeim í samstarfí við dýralækni." Hann seg- ir að kjúklingabændur hafi ekki ver- ið ósáttir við að yfirvöld skyldu hafa vakið athygli almennings á aukinni tíðni kampýlóbakter-sýkinga en það sem hafi farið fyrir brjóstið á kjúklingabændum hafi verið það að kjúklingar hafi sérstaklega verið teknir fyrir í auglýsingunni og sama- semmerki nánast sett á milli kjúklinga og kampýlóbakter-sýking- ar. Kristinn bendir máli sínu stuðn- ings á úrskurð siðanefndar SÍA (Sambands íslenskra auglýsinga- stofa) frá 19. ágúst sl. þar sem nefndin tekur undir það að fullmikil áhersla sé lögð á eina tegund kjöts í myndbirtingu með texta auglýsing- arinnar. „Á þetta sérstaklega við þar sem ekki liggja fyrir fullnægjandi niðurstöður rannsókna á útbreiðslu bakteríunnar kampýlóbakter í ís- lensum matvælum almennt," segir í úrskurðinum. Kristinn bendir á að kjúklingabændur hafi sömuleiðis leitað eftir úrskurði samkeppnis- stofnunar í þessu máli en að sá úr- skurður liggi enn ekki fyrir. Þegar Kristinn er inntur eftir því hvort og þá hvernig hægt sé að út- rýma kampýlóbakter í kjúklingum bendir hann á að vandamálið sé hve erfitt sé að rekja uppruna bakterí- unnar sé hún á annað borð til staðar. Hann bendir sömuleiðis á að um al- þjóðlegan vanda sé að ræða og að kampýlóbakter í kjúklingakjöti sé ekki „séríslenskt fyi'irbæri", eins og hann orðar það. „Þessi baktería er komin til að vera í lífríkinu," segir hann en kveðst samt ekki úrkula vonar um að hægt sé að lækka tíðni hennar í kjúklingum og að því vinni kjúklingabændur markvisst. „Til dæmis er hægt að útiloka bakterí- una með því að koma í veg fyrir að smit berist í kjúklingabúið að utan. Til að mynda frá yfirborðsvatni,“ segir hann. „Einnig er verið að skoða sláturhúsin og koma upp sér- stökum vatnsbúnaði til að eyða bakt- eríunni sé hún til staðar.“ Kristinn tekur hins vegar fram í þessu sambandi að mikilvægt sé fyr- ir neytendur að meðhöndla og mat- reiða kjúklingakjöt samkvæmt þeim leiðbeiningum sem yfirvöld hafi sett fram og að þær leiðbeiningar hafi verið að fínna á umbúðum kjúklinga- kjöts sl. fimmtán ár. „Því teljum við að ekki sé hægt að fara fram með kröfur á hendur kjúklingabændum vegna kampýlóbakter-sýkinga,“ seg- ir Kristinn og vísar til þess að um 20 manns hafi að undanförnu haft sam- band við Neytendasamtökin og lýst sig tilbúna að höfða mál á hendur kjúklingabændum vegna kampýlobakter-sýkinga. „Það er ljóst að fari neytendur eftir leiðbein- ingum umbúðanna um matreiðslu og meðhöndlun kjúklinganna eigi þeir ekki að sýkjast af kampýlóbakter ef svo illa vill til að kjúklingurinn sé sýktur af slíkri bakteríu.“ Þá segir hann að erfitt sé að sanna það ná- kvæmlega að viðkomandi aðilar hafi fengið kampýlóbakter-sýkingu í kjöl- far þess að hafa neitt kjúklingakjöts. íslenskar búvörur hafí stærstan hluta markaðarins í máli Kristins kemur fram að hann leggur mikla áherslu á að sam- ræmdri gæðastjómun verði komið á innan búvöruframleiðslu í framtíð- inni. „Ég tel eðlilegt að búvörur framtíðarinnar lúti ákveðinni gæða- stjórnun þar sem hægt er að votta gæði framleiðslunnar frá haga í maga eins og sagt er. Þannig er hægt að mæta kröfum neytenda um öruggari og hollari búvömr en inn í þetta kemur líka krafan um að hægt sé að rekja uppmna þ.e. hægt sé að vita að dýrið hafí búið við góðan kost í uppeldi sínu, hafi borðað gott fóð- ur, fengið nægt legurými, haft eðli- legan hita og að öll framkvæmd sem snýr að slátrun og vinnslu afurðanna hafi verið í lagi,“ segir hann og tekur fram að nú sé þegar hægt að rekja uppruna afurðanna í kjúklingarækt- inni. „Gerum við þetta trúi ég ekki öðru en að íslenskar búvömr eigi í framtíðinni eftir að eiga stærsta hluta innlenda markaðarins, þ.e. þegar opnað verður íyrir aukinn inn- flutning á matvælum í framtíðinni. Ef við höldum áfram á þeirri braut sem við erum á og vinnum að því að gera búvömframleiðsluna öruggari á allan hátt þurfum við ekki að óttast að verða undir í samkeppninni við innfluttar búvömr, svo framarlega sem byggt verður á sanngjörnum samkeppnisgrundvelli.“ Búvörur framtíðarinnar lúti ákveð- inni gæða- stjórnun Ekki hefur fundist salmonella í matvælum í 3 ár FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 39^ Formaður umhverfísnefndar Alþingis segir að horfa þurfí lengra fram í tímann vegna mikillar orkuþarfar álvers á Reyðarfírði „Virkjun við Eyja- bakka bein ávísun á Kárahnúkavirkjun“ s • • Olafur Orn Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfisnefndar Alþingis, segir að gera verði mat á umhverfisáhrifum Kárahnúka- virkjunar þegar í stað, áður en gengið verð- ur til samninga við Norsk Hydro um bygg- ingu álvers á Reyðarfírði. ÓHJÁKVÆMILEGT er að gera mat á umhverf- isáhrifum Kárahnúka- virkjunar þegar í stað, og í raun á fleiri virkjun- arkostum, til þess að menn sjái hvernig þeir ætli að bregðast við auk- inni orkuþörf álversins að mati Ólafs Arnar Haraldssonar. Greini- lega komi fram í allri framsetningu iðnaðar- ráðuneytisins, t.d: fréttatilkynningu þaðan, að gert sé ráð fyrir stækkun álversins úr 120 þúsund tonnum í 360 þúsund tonn og jafn- vel í 480 þúsund tonn. Ólafur segir að um þetta nægi til dæmis að vitna í orð Þórðar Frið- jónssonar, fráfarandi ráðuneytis- stjóra iðnaðarráðuneytisins, í Morg- unblaðinu 20. ágúst sl. 120 þúsund tonna álver óhag- kvæmt eftir 10-15 ár Þar er Þórður spurður að því hvort verið sé að taka ákvörðun um fram- kvæmd Kárahnúkavirkjunar með hliðsjón af þeim samningum sem fyr- irsjáanlegir eru um Noral-verkefnið. Er þar haft eftir Þórði að: „mildlvægt væri fyrir álver að eiga stækkunar- möguleika eigi það að vera sam- keppnisfært í framtíðinni. í þessum iðnaði væri stöðug krafa um aukna hagkvæmni, enda gert ráð fyrir 1% lækkun álverðs á ári. Það þýddi að 120 þúsund tonna álver yrði óhag- kvæmt eftir 10-15 ár. Því væri Ijóst að í samningum yrðu gerðar ríkar kröfur um afhendingu frekari orku, eins bindandi yfirlýsingar og kostur væri á. Kárahnúkavirkjun hentaði vel til þessa áfanga. Hins vegar yrði ávallt að hafa þann fyrirvara að Jökla yrði ekki virkjuð nema að undan- gengnu mati á umhverfisáhrifum virkjunar," segir í Morgunblaðinu. „Mér sýnist að þetta og ýmislegt fleira sem fram hefur komið staðfesti fyrirætlanir um það að stækka álver- ið. Það verður að svai’a því nú, þar sem um er að ræða óafturkallanlega og mjög áhrifamikla framkvæmd, hvernig menn ætli að mæta þessari orkuþörf eftir 10 til 15 ár. Mér sýnist þess vegna að virkjun við Eyjabakka og bygging álvers sé bein ávísun á virkjun við Kárahnúka," segir Ólafur. Hann bendir á að hugsa mætti sér aðra möguleika í stað Kárahnúka- vii’kjunar. Þar mætti í fyrsta lagi nefna einhvers konar veitu úr Jök- ulsá á Fjöllum, þó ekki endilega með miðlun í Arnardal. í öðru lagi að raf- magn yrði sótt vestur í Skagafjörð og í þriðja lagi að nýttur yrði jarðhiti í Öxarfirði. Hvorki hafi farið fram um- hverfismat á þessum kostum né hafi verið gert á þeim endanlegt arðsem- ismat og samanburður. Kárahnúkavirkjun hagkvæmust „Mér sýnist í fljótu bragði að þess- ir virkjunarkostir muni ekki standast arðsemi og hagkvæmni í samanburði við Kárahnúkavirkjun, auk þess sem rannsókn- um á þessum kostum er ekki lokið. Ki’afan um virkjun við Kárahnúka verður gífurlega mikil eftir 10-15 ár, sérstak- ^ lega þegar horft er til þess að íslendingar ætla sjálfir að fjármagna meirihlutann af álver- inu. Ég tala nú ekld um ef sparifé landsmanna í lífeyrissjóðunum á að fara í þessa fjárfestingu. Þá verður krafan um arðsemi peninganna af hálfu íslendinga, í álveri sem er að missa arðsem- . isgetu sína, mjög mikil. Mér finnst þetta enn og aftur sýna að við eigum að staldra við og gefa okkur þann tima sem þarf til þess að hafa fulla yfirsýn, ekki aðeins til næstu 10-15 ára heldur lengra fram í tímann, bæði vegna umhverfisins og spurninga hvað varðar arðsemi verk- efnisins. Ef gengið verður til samn- inga um verkefnið eni ekki bara Eyjabakkarnir farnir heldur Dimmugljúfur líka og búið er að rista svæðið algerlega í sundur. Sp- urningin sem við stöndum frammi fyrir núna er því ekki bara um Eyja- bakkana, heldur um allt svæðið á há- lendinu norðan Vatnajökuls, og þar með talið virkjun við Kárahnúka. Þrátt fyrir ítrekaðar spumingar> hafa hvorki ég né aðrir fengið nein svör frá stjórnvöldum um hvers vegna okkur liggur svo mikið á. Ég fæ ekki betur séð en að íslendingar hafi tögl og hagldir í verkefninu og geti alfarið ráðið framkvæmdahrað- anum,“ segir Ólafur og á þar við að ekki virðist sem Norsk Hydro liggi lífið á í þessu máli. Stefnir í harðan hnút meðal þjóðarinnar Ólafur kveðst einnig sjá önnur rök sem bendi til þess að við eigum að staldra við. „Það stefnir í harðan hnút bæði meðal stjórnmálamanna og meðal þjóðarinnar í þessu máli. Það er hygginna manna háttur þegar ‘‘ svo stendur á að þeir setjist niður, horfi langt fram í tímann og taki eng- ar ákvarðanir sem hleypi málinu í fast. Ég hef mikinn skilning á sjónar- miðum og þörfum Austfirðinga og undrast ekki að þeir skuli nú látá vel í sér heyra, því þarna er mikið í húfi íyrir þá. Því tel ég að stjómvöld og aðrir eigi tvímælalaust að koma til liðs við þá í atvinnumálum með ein- hverjum hætti þannig að byggð sé tryggð í landsfjórðungnum. En þeg- ar átakaflöturinn í málinu er orðinnt- sá að fólki í einum landsfjórðungi sýnist sem stór hluti landsmanna sé að ganga gegn sér sérstaklega er málið komið í mjög harðan hnút og því er ekki vert að taka ákvarðanir undir þeim kringumstæðum,“ segir Ólafur og segist vera tilbúinn að taka þátt í því starfi sem tryggi framtíðar- uppbyggingu í Austurlandsfjórðungi í samstarfi við aðra. Ólafur Örn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.