Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 41
PENINGAMARKAÐURINN
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
Evran styrkist og
olíuverð áfram hátt
FRÉTTIR
Náttúruverndarsamtök Austurlands
Hörð andstaða við
álver og virkjun
Evrópsk hlutabréf hækkuðu dálít-
ið í verði í gær í kjölfar hækkana á
Wall Street og sterkari evru. Þrátt
fyrir nokkurn ótta við vaxtahækk-
anir í Bandaríkjunum hefur verð
hlutabréfa stigið vestra. Dow Jo-
nes hlutabréfavísitalan hafði
þannig hækkað um 88 punkta
þegar mörkuðum í Evrópu var
lakað í gær. Á evrópskum hluta-
bréfamörkuðum hækkaði verð
hlutabréfa í bílaframleiðslufyrir-
tækjum einna mest en verð hluta-
bréfa í olíufyrirtækjum fer einnig
bækkandi þar sem heimsmark-
aðsverð á hráolíu hefur ekki verið
hærra um árabil. Hlutabréf í BP
Amoco hækkuðu um 1,65% og
Royal Dutch um 1,72%. Að öðru
leyti er talið að hækkandi ávöxt-
unarkrafa evrópskra ríkisskulda-
ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA
Meðalávöxtun síöasta útboöshjá Lánasýslu rfkisins
Ávöxtun Br. frá
í % 8íðasta útb.
Ríkisvíxlar 17. ágúst ‘99
3 mán. RV99-1119 8,52 0,01
5-6 mán. RV99-0217
11-12 mán. RV00-0817
Ríkísbréf 7. júní ‘99
RB03-1010/KO
Verðtryggð spariskírteini 17. desember ‘98
RS04-0410/K
Spariskírteini áskrift
5 ár 4,51
Áskrifendur greiöa 100 kr. afgreiöslugjald mánaöarlega.
bréfa hafi örvandi áhrif á hluta-
bréfamarkaði í álfunni. FTSE 100
hlutabréfavísitalan í Bretlandi
hækkaði um 0,5%, þýska Xetra
DAX-30 hlutabréfavísitalan um
0,9% og CAC-40 vísitalan í
Frakklandi hækkaði um nálega
eitt prósent í gær. Evran seldist á
1,0594 dollara á evrópskum
mörkuðum seint f gær en fór á
1,056 á þriðjudag. Tölur um pant-
anir til evrópskra framleiðslufyrir-
tækja gefa vísbendingu um að
efnahagur fari batnandi í álfunni
en hagfræðingar deila um hvort
ástæða sé til að óttast aukna
verðbólgu. Olíuverð er áfram hátt
eins og fyrr segir og seldist tunn-
an af hráolíu á rúmlega 21 dollar í
gær, hefur lítillega lækkað í verði
síðan á þriðjudag.
AÐALFUNDUR NAUST - Nátt-
úi-uverndarsamtaka Austurlands -
var haldinn að Brúarási í Jökulsár-
hlíð sunnudaginn 29. ágúst 1999.
Fráfarandi stjórn gerði þar grein
fyrir störfum sínum og ný stjórn var
kjörin. Fyrirferðarmesta verkefni
stjórnar á liðnu ári var að fylgjast
með áformum stjórnvalda um virkj-
anir og stóriðju á Austurlandi.
Afram var unnið að ýmsum friðlýs-
ingarmálum og samtökin lögðu fram
hálfa milljón króna til skráningar
varpfugla, einkum á Gerpissvæðinu.
A fundinum flutti Þórður Júlíusson
líffræðingur erindi um mengun frá
áliðnaði, einkum fjölhringa kolefnis-
samböndum (PAH). Helgi Hall-
grímsson náttúrufræðingur kynnti
nýja náttúrumæraskrá Fljótsdals-
héraðs sem hann hefur unnið í
tengslum við svæðisskipulag. A fund-
inn komu gestir frá Náttúruverndar-
samtökum Islands og Landvernd.
Fundurinn samþykkti ályktun þar
sem lýst er stuðningi við stofnun
Snæfellsþjóðgarðs. Einnig var sam-
þykkt ályktun þar sem varað er
sterklega við áformum um byggingu
álvers á Reyðarfirði og virkjunum
norðan Vatnajökuls. Skorað var á
Austfirðinga sem og aðra lands-
menn að fylkja liði til verndar nátt-
úru og óspilltu umhverfi.
Bent var á mikla mengun sem
fylgir 480 þúsund tonna álveri.
„Raforkan sem slík risaálbræðsla
þarf til starfsemi sinnar nemur yfir
7 teravattstundum, sem er drjúgur
hluti af virkjanlegu vatnsafli í land-
inu. Er ljóst að með þessum áætlun-
um er stefnt að því að virkja bæði
Jökulsá í Fljótsdal og Jökulsá á Dal
í þágu þessa eina fyrirtækis. Það er
með ólíkindum að unnið er að þessu
á sama tíma og stjórnvöld tala um
að leita sátta um hagnýtingu orku-
lindanna og verndun hálendisins."
Stjórn samtakanna er kjörin til
þriggja ára og flyst nú af Fjarða:
svæði á svonefnt Norðursvæði. I
stjórn voru kjörin:
Aðalmenn: Halla Eiríksdóttir
hjúkrunarforstjóri, Egilsstöðum,
Ingólfur Arason málari, Vopnafirði,
Þóra Guðmundsdóttir aridtekt,
Seyðisfirði, Halldór S. Stefánsson
náttúrufræðingur, Egilsstöðum, og
Jóhanna Bergmann safnvörður,
Egilsstöðum.
Lífeyrsissjóður
sjómanna
10% raun-
ávöxtun
HEILDARINNGREIÐSLUR Líf-
eyrissjóðs sjómanna á fyrri hluta
ársins námu 2.387 milljónum króna
samkvæmt árshlutauppgjöri. Fjár-
festingatekjur námu um 1.550 m.kr.
og iðgjöld tímabilsins voru 836
milljónir. Greiddur lífeyrir nam 423
milljónum.
Samkvæmt fréttatilkynningu
jókst hrein eign til greiðslu lífeyris .
um 2,9 milljarða eða tæp 9% og
námu eignir sjóðsins hinn 30.6.1999
34,8 milljörðum króna. Sjóðurinn
skilaði 10% raunávöxtun á árs-
grundvelli á fyrri hluta ársins og
gáfu skuldabréf 6,5% og hlutabréf
tæplega 27% raunávöxtun.
-----»♦■»----
Wilhelm Ulrich
Simson Hartmann
Stærsta
einkarekna
orkufyrirtæki
í Evrópu
MUnchen. Reuters.
FORSTJÓRAR þýsku fyrirtækj-
anna Viag AG og Veba AG hafa til-
kynnt að grundvöllur hafi verið
lagður að samruna fyrirtækjanna.
Þannig verður til stærsta einka-
rekna orkufyrirtæki í Evrópu. Ul-
rich Hartmann, forstjóri Veba, og
Wilhelm Simson, forstjóri Viag,
segja báðir að samruni fyrirtækj-
anna sé æskilegasti möguleikinn í
stöðunni þó aðrir séu íhugaðir.
Gengi hlutabréfa í báðum fyrir-
tækjum hækkaði mikið í gær, Viag
um 7,96% í 21,42 evrur og Veba um
4,19% í 61,6 evrur. DAX hluta-
bréfavísitalan í Þýskalandi hækk-
aði um 0,88%.
Sérfræðingar segja að stærð fyr-,
irtækjanna geri það að verkum að
samruni þeirra taki marga mánuði.
Stærsti hluthafi í Viag er þýska
ríkið Bæjaraland og hugsanlegur
ágreiningur gæti risið um hlutdeild
þess í nýju fyrirtæki.
------»♦♦------
Mikil lækkun
á kaffiverði á
heimsmarkaði
KAFFIFRAMLEIÐENDUR eru
nú nokkuð áhyggjufullir vegna
mikilla verðlækkana á kaffi í heim-
inum, að því er fram kemur í The
Times nýlega. Kílóverð á arabica-
kaffibaunum hefur næstum lækk-
að um helming síðan í ársbyrjun
1998. Verðlækkun kemur neytend-
um þó ekki til góða, heldur njóta
iðnrekendur hennar.
Birgðir hafa auldst hjá kaffi-
framleiðendum og eykur lítil eftir-
spurn enn á vandann. Kaffineysla
hefur aukist aftur í Asíu og S-Am-
eríku eftir efnahagslega lægð en
neyslan í N-Ameríku og Evrópu
hefur dregist saman vegna hita í
veðri. '
í Brasilíu fer fjórðungur af
kaffiframleiðslu heimsins fram en
frost þar í júní og júlí er talið hafa
slæm áhrif á hráefnið. Uppskeran
á þessu ári er áætluð 26 milljónir
poka en gert er ráð fyrir mun
meiri uppskeru á næsta ári eða 40
milljónum poka.
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (kíló) verð (kr.)
FISKMARKAÐUR SNÆFELLSNESS
Lúða 120 120 120 1 120
Skarkoli 100 100 100 2 200
Sólkoli 130 130 130 2 260
Ufsi 41 41 41 29 1.189
Ýsa 180 50 163 503 82.150
Þorskur 157 134 146 400 58.200
Samtals 152 937 142.119
FISKMARKAÐUR SUÐURL. ÞORLÁKSH.
Karfi 71 50 63 1.134 71.816
Skötuselur 265 265 265 756 200.340
Steinbítur 96 96 96 55 5.280
Samtals 143 1.945 277.436
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA
Annar afli 205 205 205 24 4.920
Blálanga 70 70 70 386 27.020
Hlýri 77 77 77 676 52.052
Karfi 83 49 53 2.261 120.715
Keila 43 43 43 230 9.890
Langa 118 70 100 571 57.031
Lúða 160 160 160 33 5.280
Sandkoli 55 55 55 24 1.320
Skarkoli 93 93 93 23 2.139
Skötuselur 255 215 251 279 69.984
Steinbítur 79 60 76 1.745 132.795
Sólkoli 130 130 130 826 107.380
Ufsi 73 42 69 5.002 345.638
Ýsa 180 130 163 2.268 370.364
Samtals 91 14.348 1.306.529
FISKMARKAÐUR VESTFJ. PATREKSF.
I Þorskur 110 110 110 825 90.750
I Samtals 110 825 90.750
FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA
Keila 62 62 62 142 8.804
Langa 86 86 86 524 45.064
Lúða 329 329 329 57 18.753
Lýsa 50 50 50 503 25.150
Ufsi 64 64 64 182 11.648
Ýsa 123 123 123 3.409 419.307
Samtals 110 4.817 528.726
FISKMARKAÐUR VOPNAFJARÐAR
I Steinbftur 115 60 112 1.470 164.375
Ýsa 200 200 200 338 67.600
I Samtals 128 1.808 231.975
FISKMARKAÐUR ÞORLÁKSHAFNAR
Karfi 53 53 53 136 7.208
Lúða 234 234 234 72 16.848
Lýsa 55 55 55 567 31.185
Skötuselur 256 256 256 254 65.024
Steinbítur 108 108 108 1.106 119.448
Ufsi 64 64 64 53 3.392
Undirmálsfiskur 95 95 95 1.697 161.215
Ýsa 179 131 139 2.472 344.300
Samtals 118 6.357 748.620
FISKMARKAÐURINN í GRINDAVÍK
Hlýri 107 107 107 1.170 125.190
Karfi 67 9 66 856 56.599
Lúða 327 119 307 1.321 405.071
Skata 98 98 98 730 71.540
Steinbítur 107 80 95 7.023 668.238
Undirmálsfiskur 189 189 189 2.698 509.922
Ýsa 157 127 144 4.315 623.086
Samtals 136 18.113 2.459.647
HÖFN
Karfi 64 64 64 110 7.040
Samtals 64 110 7.040
SKAGAMARKAÐURINN
Langa 86 86 86 524 45.064
Steinbítur 83 83 83 322 26.726
Ufsi 64 49 58 2.313 133.853
Ýsa 137 101 101 1.725 174.691
Þorskur 177 123 128 13.387 1.709.520
Samtals 114 18.271 2.089.854
VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS
1.9.1999
Kvótategund Viðskipta- Viðskipta- Hasta kaup- Lagsta sðlu- Kaupmagn Sölumagn Vegið kaup- Vegið sölu Sfðasta
magn (kg) verð (kr) tilboð (kr). tiiboð (kr). eftir(kg) eltir(kg) verð (kr) verð (kr) meðalv. (kr)
Þorskur 30.000 100,00 0 0 98,26
Þorskur-norsk lögs. 38,00 0 1.893 38,00 35,00
Þorskur-Rússland 38,00 0 32.430 38,00
Ekki voru tilboö í aörar tegundir
38,00 0 32.430 38,00
Ekki voru tilboð f aðrar tegundir
VIÐMIÐUNARVERÐ Á HRÁOLÍU frá 1. mars 1999
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA
I m na qq Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (kíló) verð (kr.)
ALLIR MARKAÐIR
Annar afli 205 205 205 24 4.920
Blálanga 70 39 63 504 31.622
Grálúða 100 100 100 22 2.200
Hlýri 113 77 99 2.249 222.612
Karfi 83 9 56 5.143 289.218
Keila 62 40 50 398 19.734
Kinnar 374 374 374 63 23.562
Langa 118 60 91 1.629 147.759
Lúöa 337 119 286 2.046 586.118
Lýsa 55 50 53 1.070 56.335
Sandkoli 55 55 55 86 4.730
Skarkoli 170 93 155 4.575 709.617
Skata 98 98 98 795 77.910
Skrápflúra 50 35 44 234 10.305
Skötuselur 265 215 260 1.289 335.348
Steinbítur 115 60 94 14.127 1.330.847
Sólkoli 132 130 131 2.583 339.098
Ufsi 73 41 58 19.290 1.124.120
Undirmálsfiskur 189 62 138 5.782 798.475
Ýsa 230 50 159 20.655 3.279.826
Þorskur 177 88 130 27.053 3.507.268
FMS Á ÍSAFIRÐI
Hlýri 100 100 100 13 1.300
Lúða 135 135 135 3 405
Sandkoli 55 55 55 62 3.410
Skarkoli 163 163 163 1.265 206.195
Ýsa 230 180 216 5.333 1.151.608
Þorskur 160 88 128 5.664 723.066
Samtals 169 12.340 2.085.984
FAXAMARKAÐURINN
Lúða 337 200 299 348 103.996
Skata 98 98 98 65 6.370
Steinbítur 83 83 83 365 30.295
Undirmálsfiskur 62 62 62 95 5.890
Þorskur 93 93 93 851 79.143
Samtals 131 1.724 225.694
FISKMARKAÐUR BREIÐAFJARÐAR
Blálanga 39 39 39 118 4.602
Kinnar 374 374 374 63 23.562
Skarkoli 170 170 170 931 158.270
Skrápflúra 50 50 50 141 7.050
Sólkoli 130 130 130 101 13.130
Ufsi 64 49 52 9.870 510.575
Þorskur 150 135 143 5.926 846.588
Samtals 91 17.150 1.563.777
FISKMARKAÐUR DALVÍKUR
Grálúða 100 100 100 22 2.200
Hlýri 113 113 113 390 44.070
Karfi 40 40 40 646 25.840
Keila 40 40 40 26 1.040
Langa 60 60 60 10 600
Lúða 225 165 169 211 35.644
Skarkoli 150 133 146 2.354 342.813
Skrápflúra 35 35 35 93 3.255
Steinbítur 90 90 90 2.041 183.690
Sólkoli 132 132 132 1.654 218.328
Ufsi 64 64 64 1.841 117.824
Undirmálsfiskur 94 94 94 1.292 121.448
Ýsa 160 160 160 292 46.720
Samtals 105 10.872 1.143.472
Ávöxtun 3. mán. ríkisvíxla