Morgunblaðið - 02.09.1999, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 02.09.1999, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 S Oþekkta kynslóðin Er þessi kynslóð, sem kennd hefur verið við óþekktu stærðina x, gagndœmið sem afsannar þá gömlu kenningu Aristótelesar að mannskepnan sé í eðli sínu pólitísk? Er það óhjákvæmi- lega mótsagnar- kennt að vilja að- hald í ríkisfjármál- um og almanna- tryggingakerfi af bestu sort? Ekki ef marka má nýjustu kyn- slóð bandarískra kjósenda. Þetta tvennt, sem samkvæmt hefðinni eru ósættanlegar and- stæður og eitt grundvallaratrið- ið í hægri/vinstri skiptingunni, er það sem ungir Bandaríkja- menn vilja að fari saman, segir Ted Halstead í grein um x-kyn- slóðina svonefndu í ágústhefti tímaritsins The Atlantic Mont- hly (www.theatlantic.com) Það er löngu orðin tugga að ungt fólk hafi VIÐHORF flestengan ----- ahuga a poli- Eftir Kristján tík og sé G. Arngrímsson þarafleiðandi ábyrgðarlaust og varla viðræðuhæft um hina svonefndu „alvöru lífsins". En er það ekki bara einfald- lega svo, að þeir sem hafa fellt þennan dóm um þessa kynslóð eru þeir sem hafa sjálfir áhuga á stjórnmálum og halda þar af leiðandi að stjórnmál séu það sem lífið snýst í rauninni um? Svona eins og heimspekingar halda stundum að alvara lifsins sé spurningin um frummynda- kenningu Platóns. Halstead heldur því fram, að það sé aðallega tvennt sem ein- kenni hugsunarhátt banda- rískra ,pc-ara“, eða kynslóðar- innar sem er fædd á árunum 1965-1978, eða þar um bil. Ann- ars vegar sé þessu fólki ákaf- lega í nöp við stjórnmálalífíð eins og það er nú, og hins vegar sé römm gagnhyggja gruntónn í hugmyndaheimi þess. „Það sér glitta í aðkallandi vandamál framundan - fjár- hagsleg, félagsleg og umhverfis- leg. En í stjórnkerfinu kemur það ekki auga á neitt frumkvæði í málefnum sem því finnst það varða; hins vegar blasir við því sérgæska stjórnmálamanna sem sífellt selja sig undir forráð hæstbjóðanda," skrifar Hal- stead meðal annars. Kannanir hafa leitt í ljós að „x-arar“ í Bandaríkjunum eru mun ólíklegri en ungt fólk af fym kynslóðum var til að hafa samband við kjörna fulltrúa, mæta á fjöldafundi frambjóð- enda, eða taka þátt í kosninga- baráttu þeirra. Gary Ruskin er af þessari andpólitísku kynslóð og stýrir stefnumálahópi í Washington. Halstead hefur eftir honum: „Repúblíkanar og Demókratar eru orðnir alveg það sama - báðir spilltir í grundvallaratrið- um og haga sér eins og börn sem hafa meiri áhuga á slást við hvort annað en að fá einhverju áorkað.“ Enda er ungt fólk sá hópur sem líklegastur er til að vera andvígur núverandi tvíflokka- kerfi og líklegastur til að styðja óháða frambjóðendur. Það var líka ungt fólk sem veitti Ross Perot hvað dyggastan stuðning í forsetakosningunum 1992 og fjölbragðagímukappanum Jesse Ventura, sem sigraði í ríkis- stjórakosningunum í Minnesota 1998. En er það virkilega svo, að þessu unga fólki standi alveg á sama um opinber málefni? Er þessi kynslóð, sem kennd hefur verið við óþekktu stærðina x, gagndæmið sem afsannar þá gömlu kenningu Aristótelesar að mannskepnan sé í eðli sínu pólitísk? Hafí þessi kynslóð einhverja hugmyndafræði, segir Halstead, þá er það áreiðanlega gagn- hyggja, eða pragmatismi. Grun- þátturinn í gagnhyggju er spurningin um hvað virkar - kannski fremur en hvað sé í rauninni rétt. Kanadíski rithöfundurinn Douglas Coupland, sem á heið- urinn af því að hafa kennt um- rædda kynslóð við x (í skáld- sögu sem heitir einmitt X-kyn- slóðin og kom út 1991), segir að komandi kynslóð sé „íhaldssöm í fjármálum en félagslega vinstrisinnuð". Samkvæmt hefðbundnum stjórnmálakreddum virðist þarna vera á ferðinni mótsögn. Óþekkta kynslóðin telur að hið opinbera eigi að koma þeim, sem eiga undir högg að sækja, til aðstoðar, en hún vill ekki að ríkið safni við það skuldum. Þetta er ekld eina mótsögnin sem virðist búa í hugsunarhætti þessa fólks. Halstead rifjar upp, að í grein í tímaritinu Harvard Business Review fyrir tveim ár- um kom í ljós að þessi kynslóð telur ekki að óhjákvæmilega verði að fóma heilbrigðu um- hverfi til þess að efnahagslífið geti orðið öflugt. Flestir nem- endur í MBA námi í Bandaríkj- unum töldu þá að fyrirtækjum bæri beinlínis skylda til að vera umhverfisvæn í háttum. En þrátt fyrir að þessi kyn- slóð sé svona heldur til vinstri í félagslegum efnum virðist hún vera það með öðrum hætti en kynslóðin á undan, það er að segja blómabörnin. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun telur meirihluti ungs fólks nú á dög- um að sterk fjölskyldubönd séu það sem mestu skipti í lífinu, og það er farið að leiða hugann meira að trúmálum. Halstead túlkar þetta sem svo, að óþekkta kynslóðin sé í leit að siðferðislegum áttavita og hafi að nokkru leyti snúið baki við þeirri siðferðislegu af- stæðishyggju sem hafi skotið rótum á sjöunda áratugnum. í samræmi við þetta sé sú áhersla sem x-kynslóðin leggi á að bæta almenna menntun, og líti á slíkt sem samfélagslega fjárfestingu. Kannski sé það það sem koma muni staðinn fyrir velferðarríkið - samfélagsfjár- festingarríkið. En þessi viðhorf eiga sér enga fulltrúa í hinu hefðbundna stjórnmálalífi í Ameríku, segir Halstead. Það sé því varla nema von, að rúmlega sextíu prósent óþekktu kynslóðarinnar segist sammála eftirfarandi fullyrð- ingu: Stjómmálamenn og stjórnmálaleiðtogar hafa brugð- ist minni kynslóð. UMRÆÐAN Skýlaus krafa um að löggjafínn láti si g varða rekstur húsfélaga EFTIR íti-ekaðar óskir mínar og spurningar á fundum svo og við ein- staklinga í stjórn húsfélagsins að Bláhömrum 2-4, og ekki fengið nein svör, gafst ég hreinlega upp og sendi bréflegar athugasemdir til formanns Húsfélags- ins Bláhömrum 2-4, Ragnars þ. Guðmund- ssonar, vegna árs- reikninga 1997-1998. Fyrsta béfið var sent 17. maí sl. Annað bréf sendi ég 31. maí sl., þar sem ég bað um ljósrit af fundargerð- um aðalfundar og af fundargerðum stjórn- ar húsfélagsins. Þriðja bréfið sendi ég svo 4. júní sl. til áðpmefnds formanns. í þessu bréfi læt ég þá skoð- um mína í ljós að Sveinn reikningshald húsfé- lagsins sé í algjörri óreiðu. I dag, 20. ágúst, hefur formaður- inn í nafni stjórnar ekki svarað mér einu orði, - þó svo að skýrum stöf- um standi í lögum um húsfélög, að sérhver eigandi íbúðar eigi rétt á að fá svör við þeim spurningum sem lagðar séu fram um rekstur hús- eignar, - annaðhvort skrifleg eða munnleg. Sá einstaklingur, þ.e. formaður í þessu tilfelli fyrir hönd hússtjórn- ar, sem brýtur svona gróflega lög- leg fyrirmæli, - ætti alls ekki að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa. Ör skipti gjaldkera einungis c-gíróseðlar. Auk þess er hluti reikninga ekki stílaður á hús- félagið. Ráða þarf bót á fylgiskjöl- um í bókhaldi þannig að hverri út- borgun af ávísanareikningi/sjóð fylgi fullgildur reikningur, með nafni og kennitölu hús- félagsins. Greiðsla til Sigurðar Karlssonar að fjárhæð 17.100, er óútskýrð. Enginn reikningur liggur til grandvallar greiðsl- unni og er hún færð sem krafa á hann í árs- reikningi. 4. Greiðslur fyrir húsvörslu eiga að vera í formi launa skv. sam- komulagi þar að lút- andi. Hins vegar benda fylgiskjöl í bók- haldi til þess að um sé Sveinsson að ræða verktaka- greiðslur. Hvort held- ur sem um er að ræða launa- eða verktakagreiðslur, er fylgiskjölum ábótavant. Samkomulag sem gert var við Harald Haraldsson um húsvörslu er ekki löglegt. Aldrei er hægt að semja um að launagreiðslur séu Húsfélagarekstur Gera þarf ráðstafanir, segir Sveinn Sveinsson til þess að sameiginlegir þættir húsfélaga séu Spurningar mínar era margar sem ég hefi viljað fá svör við, - m.a. viljað fá svör við þeim mismun sem fram kemur er varðar uppgjör vegna notkunar á þvottavélarekstri í sameign. A árabilinu 1992-98 telst mér svo til að mismunur á innkomu samkv. mælum í sameiginlegu þvottahúsi og tekjufærslum samkv. ársreikingum séu kr. 228.150. Gjaldkerar á þessu tímabili, hafa verið Pétur Jónsson, Einar þor- varðarson, Haraldur Sveinsson, Al- ic Berg og Jóel þórðarson. Þetta sýnir hversu örar mannabreyting- ar hafa átt sér stað í gjaldkeraemb- ætti húsfélagsins. Þetta segir sína sögu um erfið- leika sem era viðvarandi um alla upplýsingaöflun, - en þegar litið er yfir umsögn endurskoðenda í gegn- um árin koma ljóslega fram misfell- ur þær sem finna má í ársreikn- ingum. Greinargerð endurskoðenda frá 20. mars 1995 v/ ársr. 1992. ,Við gerð ársreiknings fyrir hús- félagið Bláhömram 2-4, kom eftir- farandi í ljós: 1. Seldir þvottapeningar á árinu era kr. 23.325 hærri en innlegg í banka, sem svarar til um 467 þvottapeninga eða 12,85% af heild- arsölu þvottapeninga á árinu 1992. I ársreikningnum er mismunurinn færður sem krafa á hendur þeim sem ber ábyrgð á viðskiptum með þvottapeninga á árinu 1992 ..." Bæta þarf verulega úr skráningu og eftirliti með viðskiptum með þvottapeninga. 2. I reikningsskilum fyrra árs virðast reikningar vera gjaldfærðir við greiðslu. Þannig er hluti kostn- aðarreikninga með dagsetningu ár- sins 1991 færður til gjalda á árinum 1992. Stærsti einstaki reikningur- inn er frá Hitaveitu Reykjavíkur að fjárhæð kr. 102.011. Samkvæmt góðri reikningsskilavenju skal færa kostnað til gjalda þegar til hans er stofnað. 3. Hluti fylgiskjala í bókhaldi er ábótavant. Reikningar liggja ekki alltaf til grundvallar þeim kostnaði sem til hefur verið stofnað, heldur færðir í viðunandi horf. undanþegnar skatti. (Hér vísar endurskoðandi í lög frá 1987 um hver viðurlög séu í gildi ef slíkur verknaður sé fyrir hendi sem að framan greinir. Innsk. hér). Sjóðbækur liggja ekki fyrir Tveimur aðilum er greitt fyrir húsvörslu í desember, Haraldi Haraldssyni, kr. 30.500 og Sigurði Karlssyni kr. 30.500. Á stjómar- fundi húsfélagsins þann 30. desem- ber 1992, virðist sem Sigurður Karlsson hafi tekið við af Haraldi Haraldssyni þann 1. desember. Ekki kemur fram skýring á tvöföld- um launagreiðslum fyrir húsvörslu í desember og er greiðslan til Har- aldar vegna desember færð sem krafa á hann í ársreikningi. 5. Bankareikningar eru af- stemmdir við bankayfirlit, en ekki var hægt að sannreyna fé í sjóði, þar sem sjóðbók var ekki fyrirliggj- andi.“ (Ath.semd. um sjóðbók við- varandi 1992-98. Innsk. hér). Framangreint sýnishorn af upp- gjöri ársreiknings fyrir húsfélagið sýnir að víða er pottur brotinn, en það sem alvarlegast er, - að engar skýringar eru gefnar af hálfu hús- oona ve„Sj stjórnar á þessari óreiðu, - engu svarað, - öllu stungið undir stól. Því má svo bæta hér við, að undir ársreikning 1992 er svohljóðandi undirskrift kjörinna endurskoð- enda félagsins: „Höfum yfirfarið reikninga hús- félagsins 24. febrúar 1992, - Blá- hamrar 2-4, - og teljum þá rétta.“ Undir þetta rita nöfn sín Sigríður Guðjónsdóttir og Pétur G. Jónsson. Þess ber að geta að áðurnefndur Pétur G. Jónsson var vanhæfur sem endurskoðandi, þar sem hann var gjaldkeri fram til 16.3.1992. Þessi undirskrift kjörinna endur- skoðenda húsfélagsins er nú alls ekki í neinu samræmi við það sem fram kemur í greinargerð lögg. endurskoðenda, sem vitnað er í hér að framan. í framhaldi má svo geta þess að lögg. endurskoðandi segir svo í bréfi til mín 2. júlí 1999: í framhaldi af yfirferð okkar á ársreiknigum húsfélagsins Bláhömram 2-4 fyrir árin 1993-1998 og vinnuskjölum tengdum seldum þvottapeningum viljum við benda á eftirfarandi: 2. Þau skjöl sem við yfírfórum vegna notkunar þvottavéla og sölu þvottapeninga á tímabilinu er ábótavant. Til dæmis má nefna að á tímabilinu 3. febrúar til 11. maí 1994 var ekkert bókhald haldið um notkun þvottavéla, tekna þvotta- peninga úr þvottavélum né selda þvottapeninga. Á þessu tímabili voru þvegnir 1.052 þvottar sem svarar til kr. 52.600 í seldum þvottapeningum." Eftir þessar athugasemdir gerist það að frá 1992 er innk. samkv. mælum kr. 207.000, - en árið 1998 kr. 148.400. Notkunin hefur því far- ið svo minnkandi, að skýringa er þörf. Ársr. 1992-94 eru endursk. Ársr. 1995, ’96 og ’98 óendursk. En árs. 1997 er endurskoðaður af núv. form., félagskjöpnum og Helgu Guðjónsdóttur. Á kápum ársr. er stimplað Ingimundur T. Magnús- son, bókhald- endursk - skattskii, en í samtölum við undirr. segist Ingimundur ekki hafa endurskoðað áðurnefnda reikninga, þ.e. ’95, ’96 og ’98, það hafi gert einhver stúlka, sem hann vill ekki segja nafnið á. Fyrir þessa þjónustu er samt greitt 1996 kr. 93.425, ’97 144.171 og 1998 kr. 115.783. - Eg vil fá skýringar á því fyrir hvað er verið að greiða og hver fær þessar greiðslur. Allt framanskráð er sett hér á blað til þess að sýna fram á að við sem búum í slíkum samfélögum verðum vitni að því að lög og reglur era brotin. Því er það skýlaus krafa að löggjafinn láti sig þessi mál varða og geri viðeigandi ráðstafan- ir til þess að þessir sameiginlegu þættir húsfélaga séu færðir í viðun- andi horf. Höfundur er búfræðingur frú Hvanneyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.