Morgunblaðið - 02.09.1999, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
„Meistari Jakob, meistari
Jakob, sefur þú ...?“
PANNIG er upphaf-
ið í gamalkunnum
slagara, sem flestir
þekkja og hafa jafnvel
sungið á góðum stund-
um. Þessar hendingar
komu upp í huga minn
þegar málefni Utgerð-
arfélags Akureyringa
bar á góma nýverið.
Málefni þess félags
*“eru mér hugleikin,
ekki síst vegna þess að
bæjarbúar lögðu mikið
í sölumar til að koma
þessu félagi á legg.
Það tókst og bæjar-
búar voru komnir með
sterk spil á hendi,
traust og eftirsóknarvert útgerðar-
félag. En ég hef ekki verið sáttur
við hvernig stjórnendur bæjarins
hafa spilað úr þessum sterku spil-
um. Það er rétt eins og þeirra
Bókhald fyrir nýja öld
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun
markmið hafi verið að
fá sem fæsta slagi.
Þess vegna lagði ég
nokkrar spumingar
fyrir Jakob Bjöms-
son, fyrrverandi bæj-
arstjóra, sem hélt um
stjórnartaumana þeg-
ar afdrifaríkustu
ákvarðanimar vom
teknar. Þessar spum-
ingar lagði ég fram í
blaðagrein fyrr í sum-
ar, en enn bólar ekki á
svari. Sefur Jakob?
Þar sem ég hef fyrir
því orð trúverðugra
manna, að Jakob sé
þokkalega vakandi
stóran hluta sólarhingsins og þar
að auki boðlega pennafær, ætla ég
að ítreka beiðni mína um að hann
geri hreint fyrir sínum dymm varð-
andi málefni Utgerðarfélags Akur-
eyringa.
Eg ætla ekki að þreyta lesendur
með löngum endurtekningum, en
málið snýst um eftirleikinn af þeim
átökum, sem urðu um sölu afurða
ÚA. Þar tókust á þeir hagsmuna-
hópar, sem standa á bak við Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna og Is-
lenskar sjávarafurðir. SH-menn
stóðu uppi sem sigurvegarar.
Margvísleg loforð um vítamín-
sprautur inn í atvinnulíf bæjarins
færðu þeim sigurinn. Færa má fyr-
ir því rök, að við þau loforð var
staðið um tíma, meðal annars með
því að opna útibú frá SH á Akur-
eyri, sem nú hefur verið lokað. Þess
vegna spurði ég Jakob og spyr enn:
í fyrsta lagi:
Gerðu stjórnendur bæjarins eng-
ar ráðstafanir til að tryggja, að sú
atvinnustarfsemi sem SH-menn
lofuðu Akureyringum yrði hér til
frambúðar?
í öðru lagi:
Jakob hefur lýst því yfir, að hann
og aðrir bæjarfulltrúar Framsókn-
arflokksins, hafi viljað setja sölum-
ál ÚA í hendur íslenskra sjávar-
ÚA
Ég tel það sjálfsagða
kurteisi og skyldu
þeirra sem bjóða sig
fram sem fulltrúa
fólksins við stjórn
bæjarfélagsins, segir
Sverrir Leósson, að þeir
svari málefnalegum
spurningum sem til
þeirra er beint.
afurða, gegn því að þeir kæmu með
aðalbækistöðvar sínar til Akureyr-
ar. En gerðu þeir einhverja tilraun
til að ná þessum vilja fram með
stuðningi frá öðrum bæjarfulltrú-
um en samreiðarmanninum úr AI-
þýðuflokknum í þáverandi meiri-
hluta?
(Og svona í framhjáhlaupi spyr
Sverrir Leósson
Hefur þú áhuga? Komdu viðí dag!
Hæsta ávöxtun innlendra verðbréfasjóða
Sjóður 6 er sá verðbréfasjódur sem skilað hefur hæstu
ávöxtun frá upphafi (stofnaður árið 1991).
Ávöxtun sjóðsins fylgir ávöxtun hlutabréfa á Verðbréfa-
þingi Islands.
Sjóður 6 er fyrir þá sem eiga sparifé fyrir, eru tilbúnir að
taka nokkra áhættu með hluta þess og horfa til lengri
tima I von um háa ávöxtun.
Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 8900.
Myndsendir: 560-8910. Veffang: www.vib.is
Vilborg Lofts aðstoðarframkvæmdastjóri VÍB
ég Heimi Ingimarsson, þáverandi
bæjarfulltrúa Alþýðubandlagsins:
Var hann tilbúinn til að styðja
Framsóknarmenn í þessu máli,
sem hefði væntanlega tryggt fram-
gang þess?)
í þriðja lagi:
Var gert eitthvert samkomulag
bak við tjöldin um framgang þess-
ara mála, sem bæjarbúar hafa ekki
fengið að vita af?
Þannig spurði ég fyrr í sumar, en
hef engin svör fengið. En síðan hef-
ur ýmislegt komið upp á yfirborðið,
sem kallar á fleiri spurningar.
Eftir að SH-menn höfðu sjar-
merað stjórnendur bæjarins upp úr
skónum, með haldlitlum loforðum,
ákváðu stjórnendur Akm-eyrar-
bæjar að selja hlutabréf bæjarins í
ÚA til að grynnka á skuldum. Það
gat verið gáfulegt, en þeir háu
herrar sem þá ákvörðun tóku höfðu
ekki kjark til að selja allt í einum
pakka. Þeir afsöluðu sér meiri-
hlutavaldi í félaginu, en héldu eftir
fimmtungi hlutabréfanna. Og
hverjir keyptu? Auðvitað SH-
menn. Ég varaði við þessu, benti á
þá hættu, að fimmtungs eign gæti
orðið lítils virði þegar búið væri að
sleppa meirihlutavaldi í félaginu.
Og hvað gerðist í framhaldinu?
SH-menn hafa keypt þau hluta-
bréf í ÚA sem legið hafa á lausu og
tryggt sér stjórn félagsins. Þeir
þurfa ekki lengur að spyija bæjar-
stjórnarmenn á Akureyri um stefn-
una þótt þeir hafi ekki enn hreinan
meirihluta í félaginu. Enda kom
það í ljós, þegar núverandi meiri-
hluti í bæjarstjóminni ætlaði að
selja þennan fimmtung hlutabréfa
sem eftir var; enginn vildi kaupa.
Þetta er sorgarsaga í mínum
augum. Bæjarstjómarmenn voru
með gullegg í körfu, sem forverar
þeirra höfðu skapað með fyrir-
hyggju og baráttu. En með fyrir-
hyggjuleysi og hrossakaupum varð
minna úr þessum gulleggjum en
efni stóðu tíl. Vissulega hefur feng-
ist fé fyrir það sem þegar hefur ver-
ið selt og vonandi finnast kaupend-
ur að þeim hlutabréfum sem nú eru
til sölu. En það er ljóst, að með
betri spilamennsku hefði mátt fá
mun fleiri krónur í hungraðar fjár-
hirslur bæjarbúa fyrir þessa eign.
Enda sagði Davíð Oddsson, forsæt-
isráðherra, eftir umdeilda sölu á
hlutabréfum í Fjárfestingabankan-
um, að endurskoða þyrfti leiðir að
dreifðri eignaraðild að bankanum,
fyrst og fremst til að tryggja að
þjóðarbúið, fólkið í landinu, fái
ásættanlegt verð fyrir sinn hlut.
Þannig mætti komast hjá sama
pyttinum og stjómendur Akureyr-
arbæjar hafi lent í, þegar þeir
misstu stjórnartauma Útgerðarfé-
lagsins á eina hendi með þeim af-
leiðingum, að eftirstandandi eign
bæjarins í félaginu féll í verði.
Glöggur maður; Davíð.
Með hliðsjón af síðustu atburð-
um langar mig að kalla fleiri til
svara. Þess vegna spyr ég núver-
andi bæjarstjóra, Kristán Þór Júl-
íusson:
í fyrsta lagi:
Eru engin gögn til í eigu bæjar-
ins, sem gera stjórnendum hans
mögulegt að ganga að stjómendum
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
um gefin loforð?
I öðm lagi:
Hafa núverandi stjónarherrar í
Útgerðarfélagi Akureyringa séð
ástæðu til að hafa stjómendur bæj-
arins með í ráðum um stefnumar-
kandi málefni ÚA að undanförnu?
Nú er bara að sjá, hvor er fyrri til
svara, fyrrverandi bæjarstjóri, eða
sá sem nú heldur um stjómartaum-
ana.
Með kærri kveðju til þeirra
beggja.
Höfundur er útgerðarstjóri.
Skrifstofutækni
250 stundirl
Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum
og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög
hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum.
Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj-
andi störf á vinnumarkaði.
Helstu námsgreinar eru:
■ Handfært bókhald
■ Tölvugrunnur
■ Ritvinnsla
■ Töflureiknir
■ Verslunarreikningur
■ Glærugerð
■ Mannleg samskipti
■ Tölvubókhald
■ Internet
STARFSMENNTUN
fjárfesting til framtíðar
Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í
öllum almennum skrifstofustörfum og eftir
vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla
íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word-
ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði
hand- og tölvufært bókhald, glærugerð,
verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum
í mannlegum samskiptum og Interneti.
Námið er vel skipulagt og kennsla frábær.
Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjól.
Öll námsgögn innifalin
Opið til kl. 22.00
Tölvuskóli íslands
Bíldshöfða 18, sími 567 1466
Steinunn Rósq, þjónustu-
fulltrúi,
íslenska Utvarpsfélaginu