Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.09.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hver á Island? ÞEGAR íslending- urinn ég skoða náttúr- uperlur á erlendri grund, þá fer ekki hjá því að samanburður- inn við fósturlandið fer ósjálfrátt af stað. Eftir að hafa ferðast um „perlu Evrópu“ eins og einn heimamanna kallaði Alpana sann- færðist ég um að hreinasta og ósnortn- asta perlaEvrópu er á hálendi Islands. Já hrein og ósnortin, þar sem fátt fær spillt náttúrunni stærstan hluta ársins nema ef til vill náttúran sjálf. Náttúru- og umhverfisvemd eru hugtök sem eru ung á Islandi. Smátt og smátt fóru Islendingar að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að menn og dýr lifðu í sátt og sam- lyndi við náttúru landsins. Lög hafa verið sett, friðlönd og þjóðgarðar hafa orðið til, Náttúruvemdarráð og aðrar stofnanir hafa verið settar á fót, ráðuneyti umhverfismála hef- ur starfað í nokkur ár og við Islend- ingar höfum skrifað undir alþjóða- samþykktir um verndun um- hverfisins. Sorp- og skolphreinsi- stöðvar hafa verið byggðar, meng- unarvarnabúnaður settir upp og svo ótalmargt fleira mætti telja upp framsýnum stjómmálamönnum og -konum til hróss fyrir þá viðleitni að verja náttúmna og höfin til að geta skilað móður jörð hreinni til komandi kynslóða. Umgengni almennings til sjávar og sveita hefur stórbatnað og með- fram þjóðvegunum er nánast hend- ing að sjá msl sem hent hefur verið úr bílum. Sjófarendur em famir að taka sorp og spilliefni til lands til eyðingar. Velflestir virðast gera sér grein fyrir því að öflug um- hverfisvernd er nauðsynleg ef ekki á illa að fara. Undirrituðum fannst til skamms tíma að við íslendingar værum á réttri leið í umhverfismálum og bara talsvert ánægður með sína stjómmálamenn og -konur þrátt fyrir að framtíðarskipulag um há- lendi Islands og aðrar náttúmperl- ur hafi lengi sárvantað svo ekki sé talað um lög um náttúmspjöll. En nú get ég ekki betur séð en að alþingi íslendinga með „umhverfis- ráðherra“ í broddi fylkingar ætli að fremja náttúraspjöll. Hvernig í ósköpunum má það vera, þegar nánast allir em sam- mála um að ekki megi spilla náttúr- unni til þess að komandi kynslóðir geti notið hennar, að sökkva eigi stórum landsvæðum undir vatn og um leið náttúruperlu sem er frið- land þúsunda fugla? Emm við virkilega í svona hræðilegri raf- orkuneyð að við neyð- umst til þess að grípa til slíkra örþrifaráða? Er virkilega réttlæt- anlegt að hefja fram- kvæmdir á meðan til era ónotaðar borholur eins og á Nesjavöll- um? Eram við búin að skoða alla þá mögu- leika sem gufuafls- virkjanir hafa og taka ekki nema brotabrot af þvi landsvæði sem vatnsaflsvirkjanir taka? Hvað gerist svo ef vatnsskortur verður eins og dæmin sanna? Emm við búin að leita allra annarra leiða svo komist verði hjá að sökkva Eyjabökkum? Á spænsku eyjunni Mallorka eru hellar sem nefnast Drekahellar og ferðamenn greiða fyrir að fá að sjá. Á þessum eina stað var innkoman 6 milljarðar á síðasta ári, eða tæplega Virkjunarmál Eru eigendur hálendisins þeir einu sem geta kosið í alþingiskosningum? spyr Halldór J. Theoddrsson. Eiga gæsir o g önnur dýr öræfanna engan rétt? 3 milljarðar ísl. króna. Hellarnir voru seldir á fyrri hluta aldarinnar á um 40 þús. peseta eða tæplega 20 þúsund íslenskar krónur en þá þótti sumum heimamönnum þeir hreint ekkert merkilegir - annað hefur komið á daginn. Hvers virði er íslensk náttúra núna og hvers virði verður hún komandi kynslóðum? Við ættum að vera farin að átta okkur á því að mesta auðlind okkar og komandi kynslóða er náttúra íslands og við verðum með öllum ráðum að vemda landið og hefja skipulag- ningu á einum helsta þjóðgarði Is- lands, hálendinu, og öðram náttúr- uperlum landsins? Við eigum að njóta þeirrar sérstöðu sem landið okkar hefur upp á að bjóða í nátt- úrufegurð og leyfa öðrum þjóðum að njóta þess með okkur. Hver á hálendið og ísland? Greinarhöfuadur er skrifstofumaður í Reykjavúc. Halldór J. Theodórsson onn t 2 'Lir'' ' . _ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 47 sætur SPARAÐU ÞUSUNDIR . r*( \ A EINU GOLF DÆMI: ARMSTRONG gólfdúkur Teg. GALLERI 2-3-4 m áðurkr. 1.140 m2 nú kr. 741 m2 35% afsl. DÆMI: GÓLFFLÍSAR Teg. PUB GRIGIO 45% afsl 30x30 Frá kr. 1.099 m2 Teg. BARD0LIN0 30% 20x20 Frá kr. 1.2Ua m DÆMI: VEGGFLÍSAR Stærð 15X20 Teg. P0RT0 - BIS0N - VENEZIA DÆMI: FILTTEPPI kr. 990 m2 Teg. FUN Stærð 10X10 4m á breidd Teg. FORUM kr. 297 m2 kr. 1.743 m2 r.-- FANCY Takiö málin meö þaö flýtir afgreiöslul m (D G&ð grtltSilukJöri Raðgniðslur tll aUt að DÆMI: i Teg. 4m á breidd áður kr. 1.395 m2 nú kr. 767 m2 45% afsl. a KET kr. 1. DÆMI: DREGLAR 70 sm 80 sm 90 sm á breidd 20% afsl. DÆMI: M0TTUR Teg. RUBY(ioo% poiypr.) 20% afsl. , R0YAL KESHAN (100% ull.) 25% afsi. Teg. SUPER HERAT SILKI (MA ÞV0 30° C) 25% afsl. margar stærðlr B0EN parket gæði 15 mm . ASK SCANDIC kr. 2.690 m2 EIK RUSTIC kr. 2.990 m2 Sértilboð! # AFGANGAR: TEPPI, DÚKAR, FLÍSAR ALLT AÐ 70% AFSL. 0PNUNARTÍMI: 9-18 virka daga 10-16 laugardaga TEPPABUDIN Suðurlandsbraut 26 s: 568 1950 4 af sérpökkuóum Skólaosti í kílóapakkníngum í næstu verslun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.