Morgunblaðið - 02.09.1999, Side 50
•So FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
* Ósnortin náttúra
UNDANFARIN ár hefur m.a.
verið reynt að réttlæta niðurskurð-
inn í velferðarkerfinu með því að
ekki eigi að láta afkomenduma
borga skuldir nútímamanna.
A sama tíma er ráðist með miklu
offorsi í hagkvæmustu virkjunar-
kostina og þannig spUlt fyrir fram-
tíðarmöguleikum eftirkomendanna
og ekkert tillit tekið tU skemmda á
náttúru landsins. Því má spyrja
hvort nútímamenn eigi alltaf að
virkja hagkvæmustu kostina og
j*taka þá þannig frá eftirkomendun-
um? Þarna er um takmarkaða auð-
lind að ræða. Það er skammsýni að
ráðast í eina stórvirkjun eftir aðra
en selja raforkuna tU
erlendrar stóriðju með
svo bágum kjörum að
verðið er leyndarmál.
Landsvirkjunar-
menn tala um mismun-
andi virkjunarkosti. En
mismunurinn felst að-
allega í því að velja á
mUli stórvirkjana með
eitthvað smávegis mis-
munandi landspjöllum.
Á hálendi Austurlands
á að fórna gróðurvin-
inni Arnardal tU að
„bjarga" Fagradal; og
Eyjabökkum til að
Jón Torfason
„vemda“ Þjórsárver.
En þetta em ekki nein-
ir kostir, aðeins
misslæmir möguleikar.
Það er völ á fjölmörg-
um smærri virkjunum,
sem geta nýst lands-
mönnum áratugi fram í
tímann til innanlands-
nota. En þeir mögu-
leikar em ekki til um-
ræðu í svokölluðum
„valkostum" stóriðju-
postulanna.
Því er haldið fram að
vopnaframleiðendur ýti
með einum eða öðmm
Hálendið
Það er ekki nauðsyn-
legt að hálf þjóðin
flykkist á óbyggðaslóð-
ir, segir Jón Torfason,
eða tugþúsundir er-
lendra ferðamanna.
hætti undir ófrið um alla veröld.
T.d. mun hergagnaiðnaðurinn í
Bandaríkjunum hafa tekið stórt
stökk fram á við eftir árásimar á
írak og Serbíu undanfarin ár.
Stundum flýgur manni í hug að að
baki stórvirkjanaáformunum búi
fremur hagsmunir verktaka og pen-
ingafursta en almennings. Það er
skiljanlegt að menn, sem hafa kom-
ið sér upp stórvirkum vinnuvélum,
verði að hafa verkefni fyrir þær og
ein til tvær „smá“ virkjanir á áratug
duga hvergi nærri fyrir alla. Þess
vegna þarf að halda áfram hemað-
inum gegn landinu með sífelldum
stórframkvæmdum fyrir erlent
lánsfé, sem eykur enn skuldabyrði
næstu kynslóða, en jarðýtur og
tmkkar geti haldið áfram að djöíl-
ast í viðkvæmum gróðurvinjum á
hálendinu.
Það er orðin venja að hnýta í um-
hverfisráðherrann en í rauninni tek-
ur það því varla. Einfaldast væri að
leggja embættið niður ef því verður
sinnt með sama hætti og undanfar-
ið. Einhver hlýtur að geta tekið að
sér að stimpla á undanþágupapp-
írana svo umhverfismálin standi
ekki í vegi fyrir áformuðum stór-
framkvæmdum.
Það er að minnsta kosti ljóst að
núverandi ráðherra ber ekki skyn-
bragð á ósnortna náttúru. Land
sem er lítt eða ekki snortið af
manna höndum er mikils virði í
sjálfu sér. Það er ekki nauðsynlegt
að hálf þjóðin flykkist á óbyggða-
slóðir eða tugþúsundir erlendra
ferðamanna. Það er meira í húfi. Nú
á dögum er maðurinn farinn að
þrengja sér inn á fleiri og fleiri
svæði jarðarinnar og breyta þeim;
maðurinn er farinn að fikta við
erfðaeiginleika lífveranna án þess
að afleiðingamar séu ljósar; fjöl-
miðlun og samskiptatækni verður
sífellt ágengari; fjöldaframleiðslan
gerir eitt samfélag öðru líkt og eins-
leitt. í slíkum heimi er nauðsynlegt
að varðveita fjölbreytni lífsins og
skipta peningaleg verðmæti litlu í
því sambandi. Öræfin norðan
Vatnajökuls eru enn að mestu leyti
óspillt ef frá eru talin hervirki
Landsvirkjunar þar. Sú ósnortna
náttúra kann á komandi tíð að verða
einn verðmætasti hluti Islands.
Höfundur er íslenskufræðingur.
Ár aldraðra
Jenna Jensdóttir
„Víst hefur öldin
breytt um brag“
Ef leikurinn hættir, ljóðin týnast,
og leitin að himnunum þrýtur,
þá verður það alltaf minna og minna,
sem maðurinn þráir og nýtur.
Þ
(Davíð Stefánsson)
AÐ er staðreynd að flestir þeir sem komnir eru á efri ár og
eru andlega hressir lesa mikið og halda áfram að sækja visku
og gleði í góðar bækur. Þótt margir reyni að fylgja samtím-
anum í tölvunotkun og
Sú spurning er áleitin hvort
hinar ágætu hópferðir, sem
öldruðum standa til boða,
ættu ekki öðru fremur að
beinast þangað sem tónlist-
ar-, kvikmynda-, leiklistar-
og bókakynningar fara fram
á erlendri grundu, fremur
en til sólarlanda.
öllum þeim nýjungum er fylgja
nútímatækni. Og er það vel. Því
verður samt aldrei mótmælt
hve mikils virði bókin er sem
menningararfur og öflugt tæki
til framtíðar í þágu visku og
andlegs þroska.
Orð franska rithöfundarins
og læknisins Georges Duhamel
(1884-1966) í bók hans „Defen-
se des Lettres" (1937) (í danskri
þýð: Forsvar for bogen 1939) ei-u enn í fullu gildi, er hann beinir orð-
um sínum til kennara og kveður svo sterkt að orði, ef bókin hverfi fyr-
ir öðrum kennslutækjum framtíðar sé menning þjóða í hættu.
Sem áður í þessum pistlum eru viðhorf byggð á lífsreynslu. Sú
spuming er áleitin hvort hinar ágætu hópferðir, sem öldruðum standa
til boða, ættu ekki öðru fremur að beinast þangað sem tónlistar-,
kvikmynda-, leiklistar- og bókakynningar fara fram á erlendri
grundu, fremur en til sólarlanda. Ingólfur Guðbrandsson á þakkir
skilið fyrir skilning á því.
Hér verður aðeins vikið að Norðurlöndum. Á döfinni er „Bókamess-
an“ í Gautaborg (16.-19. sept.) Hún er án efa einhver mesta bóka- og
menningarhátíð á Norðurlöndum. Þar má einnig nefna „Bjömson-
festevalen" hans Knut ödegárd í Molde í Noregi, sem er
„intemational" og er nú nýafstaðin (7.-13. ág. sl.) með sóma.
„Bókamessan" í Gautaborg er nú sú 15. í röðinni og hefur Anna
Einarsdóttir verslunarstjóri hjá „Máli og menningu" verið í fram-
kvæmdastjóm af Islands hálfu frá byrjun. Starf hennar og þekking á
bókmenntum hefur vakið eftirtekt. Bókabásinn frá Islandi er til fyrir-
myndar. Fyrirlesarar og rithöfundar em frá mörgum löndum heims.
Einnig frá Islandi.
Hvað segðu aldraðir um að ferðum þeirra væri beint að slíkum
menningarveislum í þágu bókarinnar? Hér á Norðurlöndum.
LAUGATEIGUR ■ RIS
Erum með í einkasölu
glæsilega uppgerða risíbúð
með 14 fm suðursvölum. 3
herb. og góð stofa. íbúðin
hefur öll verið mikið endur-
nýjuð, lagnir, gler og glugg-
ar, þak ásamt gólfefnum.
V. 8,9 m. Áhv. 2,0 m.
Valhöll fasteignasala, sími 588 4477