Morgunblaðið - 02.09.1999, Síða 52

Morgunblaðið - 02.09.1999, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN HALLDÓRA * GISSURARDÓTTIR + Guðrún Hall- dóra Gissurar- dóttir var fædd á Hvoli í Ölfusi 21. janúar 1915. Hún andaðist á hjúkrun- ardeild Hrafnistu í Hafnarfirði 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gissur Gott- skálksson, bóndi á Hvoli í Ölfusi og kona hans Jórunn Gíslína Snorradótt- ir. Systkini Guðrún- ar eru: Svanhildur, f. 18.6. 1901, d. 1984; Gottskálk, f. 4.7. 1902, d. 1964; Kristín, f. 6.4. 1904, d. 1981; Salvör, f. 25.5. 1905, d. 1937; Jónína Ragnheiður, f. 12.6. 1913 sem nú dvelur á Hrafnistu í Hafnar- firði og Guðmundur Snorri, f. 19.7. 1918, fv. byggingameist- ari í Reykjavík. Árið 1940 gift- ist Guðrún eiginmanni sínum Ófeigi Ólafssyni, húsgagna- smíðameistara, frá Laxárdal í Þistilfirði, f. 28.10. 1909, d. 30.5. 1999. Börn þeirra eru: 1) Erla Salvör, kennari, f. 22.12. 1941, gift Ingvari Pálssyni, verkfræð- ingi, f. 14.4. 1941. Börn þeirra eru: a) Garðar Þór, kerfis- stjóri, f. 18.6. 1967, kvæntur Svövu Rögn Þorsteins- dóttur, starfsmanni í tölvudeild, f. 17.6. 1969. Dóttir þeirra er Krist.ín Rósa, f. 25.1. 1996 og b) Guðrún Dóra, nemi, f. 29.1. 1980. 2) Ólafur Eggert, við- skiptafræðingur, f. I. 8. 1947, kvæntur Ragnhildi Björnsdóttur, kennara, f. 23.1. 1951. Börn þeirra eru: a) Björn, nemi, f. 7.4. 1979 og b) Ófeigur, f. 19.6. 1984. 3) Gísli Gissur, rafeindafræðingur, f. 15.9. 1952, kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur, starfskonu á leikskóla, f. 14.6. 1956. Börn þeirra eru: a) Guðmundur Þór, f. 22.8. 1986 og b) Ólafur, f. II. 12. 1987. Guðrún verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sumri er tekið að halla og fyrstu haustlitirnir birtast á blöðum trjánna. I þann mund slokknaði líf- sneisti Guðiúnar Gissurardóttur, tengdamóður minnar, aðeins þrem- ur mánuðum eftir að eiginmaður hennar, Ófeigur Ólafsson, féll frá. Svo náin og samfléttuð voru böndin, sem bundu þau saman um sextíu ára skeið. _ Guðrún ólst upp á Hvoli í Ölfusi í * hópi sjö systkina. Tvíbýlt var á Hvoli og bjó hópur systkinabarna á hinum bænum. Því var tíðum mikið líf og fjör á Hvolsbæjunum og átti Guðrún fagrar endurminningar frá æskuárum sínum. Fyrir utan bú- skapinn var Gissur faðir hennar for- maður á vertíðarbátum í Þorláks- höfn og organisti í Kotstrandar- kirkju. Hann var góður söngmaður og vakti gjarnan börn sín á morgn- ana með orgelleik og söng. Oft var gestkvæmt á Hvoli enda bærinn í þjóðbraut. Eftir að systkinin og frændsystkinin voru orðin fullorðið fólk þótti sjálfsagt að skreppa aust- ur að Hvoli í heimsókn til Gott- skálks, bróður Guðrúnar, og konu '”'rí hans Gróu. Var þá staðnæmst á Kambabrún á leiðinni austur og horft yfir sveitina enda þótti Guð- rúnu enginn staður á jarðríki fal- legri en Ölfusið. Guðrún gekk í barnaskóla á Sand- hóli í sveitinni og tók síðan gagn- fræðapróf frá Ingimarsskóla í Reykjavík. Einnig sótti hún nám í tungumálum og píanóleik. Hún vann síðan við fatasaum hjá Andrési Andréssyni klæðskera um skeið og bjó þá með systrum sínum, Kristínu og Jónínu, á Laufásveginum. Að sögn Jónínu ríkti jafnan mikið fjör og kátína í systrahópnum og „mikið kom okkur vel saman“ bætti hún við. AUa tíð voru þær, ásamt Svan- ^•rhildi systur þeirra, mjög nánar vin- konur og og höfðu nánast daglegt samband. Á þessum árum kynntist Guðrún mannsefni sínu. Þau undir- bjuggu framtíðina í nokkur ár af þeirri fyrirhyggju og ráðdeild, sem einkenndi þau alla tíð. Árið 1940 giftu þau sig og fluttu í eigið hús á Haðarstíg 2. Fimm árum síðar byggði Ófeigur og bróðir hans, Þór- arinn, húsið Mávahlíð 21 þar sem Guðrún og Ófeigur bjuggu síðan all- an sinn búskap. Heimili þeirra var bæði hlýlegt og fallegt, prýtt lista- ^verkum og smíðisgripum húsbónd- ^ans og útsaumi Guðrúnar. Hafði fólk á orði, sem þangað kom, að þar ríkti friður, ró og góður andi. Þau eignuð- ust þrjú mannvænleg börn, Eriu, Ólaf og Gísla, og reyndust þeim af- skaplega góðir foreldrar þar sem umhyggjan og alúðin var í hávegum höfð. Guðrún var sístarfandi hús- móðir. Matarboð hennar voru rómuð "*enda var hún snillingur í matargerð. Hún átti ekki í vandræðum með að töfra fram veitingar þegar gestir komu óvænt í heimsókn og naut þess að veita í mat og drykk. Alla tíð var mjög gestkvæmt í Mávahlíðinni og lýsir það hjónunum vel enda voru þau höfðingjar heim að sækja. Ég kynntist tengamóður minni fyrir hartnær fjörutíu árum, þegar ég kom þangað með konuefni mínu. Guðrún tók mér alla tíð sem eigin sjmi og sýndi mér mikla elsku og væntumþykju. Því er mér einstak- lega ljúft að hripa niður þessi minn- ingarbrot. Ef ég ætti að lýsa per- sónu tengamóður minnar í fáum orðum dettur mér fyrst í hug já- kvætt viðhorf hennar og vingjarn- legt hugarfar til allra manna. Aldrei hallmælti hún fólki og ef hún heyrði misjafnt orð sagt um einhvern, reyndi hún að bæta úr og benda á jákvæðu hliðarnar í fari viðkomandi. Guðrún átti mjög gott með að setja sig í annarra spor og auðvelt með að hlusta á fólk og ráðleggja þegar eft- ir var leitað. Margur kom léttari af hennar fundi eftir að hafa hlustað á leiðsögn hennar. Hún hafði þann fá- gæta eiginleika að gleyma sjálíri sér í viðleitni sinni að sinna þörfum ann- ara. Hún var ákaflega prúð kona, yf- irveguð, kurteis í framkomu og vönd að virðingu sinni. En jafnframt kunni hún að gleðjast á góðum stundum og var þá stutt í hláturinn. Eins og áður hefur komið fram var Guðrún afar myndarleg í höndum og saumaði löngum öll föt á fjölskyld- una. Hannyrðir voru henni mjög hugleiknar og sat hún löngum við útsaum og prjónaskap. Hún var trú- uð kona og treysti á forsjónina. Guð- rún hafði þann sið að signa sína nán- ustu og óska þeim guðs blessunar. Ófeigur byggði snemma á búskap- arárum þeirra Guðrúnar sumarbú- stað í landi Kópavogs. Síðar byggði hann fjölskyldunni sumarbústað við Vatnsenda. Þar dvaldi Guðrún með börnin í mörg ár frá sumarbyrjun og fram á haust en Ófeigur kom á kvöldin að loknum vinnudegi. Tengaforeldrum mínum þótti gaman að ferðast. Meðan við Erla bjuggum í Svíþjóð heimsóttu þau okkur og höfðu ánægju af fögru umhverfi og fjörlegu mannlífi. Síðar áttum við eftir að fara saman nokkrar ferðir til sólarlanda og kynnast framandi þjóðum. Betra samferðafólk var vart hægt að hugsa sér. Hjónaband þeirra Ófeigs og Guðrúnar byggðist á umhyggju og gagnkvæmu trausti. Þau virtu skoðanir hvors annars og leystu sameiginlega þau mál, sem upp komu. Þau voru miklir vinir alla tíð og eftir að Guðrún var komin á hjúkrunardeild var fagurt að sjá við endurfundi hvað þeim þótti innilega vænt um hvort annað. Að leiðarlokum þakka ég tenga- foreldrum mínum samfylgdina og minnist einstakrar góðvildar þeirra og elsku. Barnabörnin kveðja afa og ömmu og þakka fyrir Ijúfrnennsku og hjartahlýju. Blessuð sé hugljúf minning þeirra Guðrúnar og Ófeigs. Ingvar Pálsson. Þegar hausta tekur og laufin falla af trjánum, blómin fölna og falla til jarðar lést frænka mín eftir erfið veikindi. Hún elskaði lífið og gróður- inn. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefja blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Höf. ókunnur) Guðrún Halldóra Gissurardóttir fæddist 21. janúar 1915 að Hvoli í Ölfusi, dóttir hjónanna Jórunnar Gíslínu Snorradóttur og Gissurar Gottskálkssonar bónda þar. Hún ólst upp í glöðum systkina- og frændfólkshópi því það var tvíbýli á Hvoli í þá daga. Oft minntist hún þeirra tíma, oft hugsaði hún til skyldfólks síns fyrir austan. Guðrún giftist 1940, Ófeigi Ólafs- syni húsgagnasmiði frá Laxárdal í Þistilfirði. Þau reistu sér hús í Mávahlíð 21 í Reykjavík. Ófeigur stundaði þar smíðar og Guðrún líka sín störf. Þau hjón voru sérstaklega samhent í öllu sem þau tóku sér fyr- ir hendur, og það var æði margt. Þau voru bæði mjög listhneigð. Heimilið þeirra, og margra annarra, prýða handverk þeirra. Gestrisni var þeim í blóð borin. Það var gam- an og gott að heimsækja þau. Maður fann sig svo innilega velkominn. Oft komu þau bæði til dyra. Fallega heimilið þeirra var prýtt útsaumi, málverkum og útskornum hlutum. Það var eitthvað alveg sérstakt að koma til þeirra. Þaðan fóru allir létt- ari í bragði en áður. Ættingjar og vinir komu þar oft í heimsókn, alltaf var tími til að taka á móti gestum. Þau bjuggu nær allan sinn búskap í sama húsinu. Guðrún og Ófeigur eignuðust þrjú böm, Erlu Salvöru, Ólaf Eggert og Gísla Gissur. Ófeig- ur lést fyrir nokkrum vikum og eftir það fór heilsu Guðrúnar að hraka. Hún lést á Sjúkradeild Hrafnistu í Hafnafirði 23. ágúst síðastliðinn. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú og tállaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir. (S.S.) Elsku Erla, Ólafur, Gísli og fjöl- skyldur ykkar, ég og mitt fólk vott- um ykkur innilega samúð. Blessuð sé minning elskulegra hjóna. Jórunn Gislína Gottskálksdóttir frá Hvoli. Guðrún Gissurardóttir móður- systir mín er látin. Að henni geng- inni eru einungis eftirlifandi tvö af sjö börnum þeirra hjóna Gissurar Gottskálkssonar og Jórunnar Snorradóttur sem bjuggu á Hvoli í Ölfusi. Ung að árum giftist Guðrún Ófeigi Ólafssyni trésmíðameistara mikium heiðursmanni en hann lést fyrr í sumar. Þau hjónin bjuggu all- an sinn hjúskap í Mávahlíðinni þar sem þau voru ein af frumbyggjun- um. Mikill samgangur var ætíð milli fjölskyldna systkinanna frá Hvoli. Jólaboð og afmæli voru fastir liðir sem við krakkarnir biðum með mik- illi eftirvæntingu og þá var oft glatt á hjalla. Þess á milli var iðulega komið saman og skrafað og skemmt sér. Systurnar voru sérstaklega samrýndar og varla leið sá dagur að þær hefðu ekki samband sín á milli. Þótt Guðrún væri ætíð róleg og yfir- veguð í framkomu var hún ekki síst hrókur alls fagnaðar, einstaklega hláturmild og hafði sérstaklega glöggt auga fyrir skemmtilegum at- vikum. Heimili Guðrúnar og Ófeigs var fallegt og notalegt, prýtt listaverk- um, listmunum og góðum bókakosti. Þangað var gott að koma enda bæði hjónin einstaklega gestrisin og skemmtileg heim að sækja. Á heim- ilinu ríkti öryggi og hlýja þessara sæmdarhjóna. Að leiðarlokum lifir minningin, ekki bara um hana frænku mína heldur einnig um ævilanga vináttu sem aldrei bar skugga á. Bömum, tengdabömum og barnabörnum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Einar Jónsson. Nú í dag verður jarðsungin ömmusystir okkar Guðrún Gissurar- dóttir frá Hvoli í Ölfusi eða Gunna frænka eins og hún var ávallt nefnd á okkar heimili. Þar með er horfin úr jarðnesku lífi yngsta systir Sal- varar ömmu okkar, sem lést langt fyrir aldur fram frá ungum börnum sínum. Þær Hvolssystur, þ.á m. Gunna frænka, reyndust þá bömum Salvarar ákaflega vel, þeim Gissuri föður okkar og Lilju systur hans, sem nú fluttu til móðurforeldra sinna að Hvoli. Ræddi faðir okkar ætíð um þær systur með mikilli hlýju og væntumþykju. Þegar við systur kynntumst Gunnu var hún komin nokkuð á efri ár en ekki leyndi sér að þar fór glæsileg og vönduð kona. Álltaf átti hún til hlý- leg orð til okkar systra er fundir urðu og yfir henni var þessi birta, glettni og léttleiki sem stafaði af ömmusystmnum. Þannig munum við minnast Gunnu frænku sem nú fer til fundar við mann sinn, Ófeig Ólafsson, sem lést í sumarbyrjun. Færam við börnum þeirra og fjöl- skyldum samúðarkveðjur, sem nú þurfa að kveðja ástvin í annað sinn á þessu ljúfsára sumri. En handan við fjöllin og handan við áttimar og nóttina rís tam ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson.) Guðrún og Salvör Gissurardætur. Við andlát Guðrúnar Gissurardótt- ur langar mig að rita nokkur orð í minningu þeirra mætu hjóna Guð- ránar og manns hennar Ófeigs Ólafssonar sem lést fyrir rámum tveimur mánuðum. Ég kom fyrst inn á heimili þeirra í Mávahlíðinni sem unglingur í fylgd vinkonu minnar Erlu, dóttur þeirra hjóna. Frá upp- hafi var mér sýnd einstök alúð og eftirtekt í hvívetna . Alltaf fann ég mig velkomna á heimilið og alltaf virtist vera tími aflögu í örlítið spjall. Þau virtust ætíð hafa tíma til að líta upp frá verkum og heilsa og ræða málin, spyrjast frétta og sinna okkur vinkonunum. Þau hjónin fylgdust vel með því sem við voram að bralla og höfðu oft gaman af, enda bæði glað- sinna og einstaklega umhyggjusöm að upplagi. Það sem mér fannst óvenjulegt við heimilishaldið í Máva- hlíðinni var hversu vel maður fann fyrir návist heimilisföðurins. Hann var óbeint til staðar allan daginn, því vinnuaðstaða hans var í kjallara hússins og einhvern veginn var hann því ætíð svo nálægur og nálægð hans var góð. Þegar fullorðinsárin tóku við og ferðunum í Mávahlíðina fækk- aði, hitti ég þau hjónin í fjölskyldu- og afmælisboðum hjá dótturinni. Alltaf fylgdi þeim sama hlýjan og umhyggjan, alltaf var spurt um mína hagi, glaðst yfir börnum mínum og fylgst af áhuga með því sem við fjöl- skyldan vorum að taka okkur fyrir hendur í hvert sinn. Guðrán var trá- uð kona og lífsspeki hennar var góð, hún minnti mig gjarnan á það þegar við hittumst að ég mætti ekki gleyma að þakka fyrir lífslán mitt. Guðrán og Ófeigur vora einstaklega samhent hjón og milli þeirra ríkti einstök ást og umhyggja, sem skein í gegn í öllu þeirra lífi og starfi. Ég trúi því að það sé ekki eingöngu til- viljun hversu stutt var á milli andláts þeirra, það gat eiginlega ekki verið öðravísi, svo sterk vora böndin sem bundu þau saman. Eitt af því sem mér er minnistætt alveg frá því er ég steig fyrst inn fyrir dyrnar í Máva- hlíð 21 var geysifallegt myndverk sem hékk uppi á vegg inni í stofu, það var sameiginlegt verk þeirra hjóna. Ófeigur hafði teiknað mynd- ina og málað hluta af henni með olíu- litum og hluti myndarinnar var saumaður út af Guðrúnu og myndefnið var úr íslenskri náttúra. Ennfremur var í stofunni fallegt stássborð sem Ófeigur hafði skorið út og Guðrán málað á silki blóma- mynstur, er prýddi borðplötuna. Þau hjón vora bæði mjög listfeng. Ófeig- ur völundur á tré hvort heldur var við húsgagnasmíði eða útskurð og það var reyndar nánast sama hvað hann tók sér fyrir hendur það var allt gert með handbragði snillings. Hann var listamaður í flugugerð enda laxveiðimaður og sjóstanga- veiðimaður góður, hann var skot- maður góður, snillingur með mynda- vél í íslenskri náttura og málaði sjálfur náttúramyndir sem hlutu verðskuldaða athygli samferðar- manna hans. Guðrán var mikil hann- yrðakona, listakokkur og kökumar hennar eins og kökur mömmu minn- ar, þær bestu í bænum. Á heimili þeirra hjóna var ætíð gestkvæmt og þar þótti fólki greinilega gott að koma. Sérstaklega era mér minnis- stæðar systur Guðránar sem vora þar mjög tíðir gestir, ásamt Guð- mundi bróður þeirra. Þegar systurn- ar komu saman var glatt á hjalla, hlátur og einlæg gleði og Guðrán óspör við kökubaksturinn. Alveg fram á seinustu ár ævinnar er kraft- ar hennar þratu var hún órög við að reyna fyrir sér með nýjungar í köku- gerðinni. Það hugsa ég að sé óvenju- legt fyrir áttræða konu, en það sýnir áhuga hennar og opinn hug. Með þessum minningabrotum kveð ég þau mætu hjón Guðránu og Ófeig og þakka af einlægum hug fyr- ir mig. Nú hafa hjörtun sem slógu svo fallega í takt í þessu lífi, aftur sameinast á nýju tilverustigi og nú ríku- aftm- gleði. Ég bið þeim Guð- ránu og Ófeigi blessunai- og votta vinkonu minni, fjölskyldu hennar, bræðram hennar og fjölskyldum þein-a, samúð mína og fjölskyldu minnar. Hin góða minning gleður hjartað. Pétrína Ó. Þorsteinsdóttir. Þegar við fréttum að amma væri dáin börðust í okkur tvær tilfinning- ar, annars vegar söknuður og hins vegar léttir yfir því að hún hefði nú loks fengið hvfldina. Síðustu árin hafði heilsu hennar hrakað mjög og þótt ákveðinn sjúkdómur hefði gert vart við sig reyndi amma í lengstu lög að halda honum fyrir sig, því hún var ekki manneskja sem talaði við annað fólk um sína krankleika. Alltaf reyndi hún að halda reisn sinni. Alla tíð var amma þekkt fyrir myndarlegt heimili og dyr hennar stóðu ætíð öllum opnar. I minningu okkar átti amma alltaf til sinalco, pönnukökur og kleinur, sem hver ís- lensk húsmóðir hefði verið fullsæmd af. Sem strákar voram við oft á tíð- um mjög fjöragir en það var sama hvaða vitleysu okkur datt í hug að framkvæma, alltaf voram við bara duglegir. Öfeigur á sér sérstaka minningu: Eitt sinn eftir keppni á körfubolta- móti í Valsheimilinu fór hann til afa og ömmu. Þar fékk hann, hlýjar mót- tökur, kleinur og nýlagað heitt kakó. Honum leið svo vel eftir þennan við- gjörning og í rólegu andrámslofti Mávahlíðarinnar að hann gerði sér lítið fyrir, gleymdi sér alveg og blundaði í svona 3 klst. en vaknaði þegar mamma hringdi nokkuð byrst og spurði hvort landafræðiprófið væri gleymt. Ætli helstu minningarnar um ömmu séu ekki á einn eða annan hátt tengdar eldhúsinu. Hún var amma af gamla skólanum, alltaf var hún til taks þegar mamma þurfti á barnapössun að halda og að sjálf- sögðu var miklu skemmtilegra að vera hjá ömmu og afa heldur en á leikskólanum eða í umsjón dag- mömmu. Alltaf var verið á verkstæð- inu með afa, en eins og oft vill gerast með litla krakka í kringum tæki og tól var gott að eiga ömmu uppi með vel útbúinn sjúkrakassa. Hún fylgd- ist alltaf vel með öllum í kringum sig og studdi við bakið á öllum sem þurftu á stuðningi að halda eða eins og skáldið sagði: Hún var mildin, skjólið og líknin. Björn og Ófeigur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.