Morgunblaðið - 02.09.1999, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 02.09.1999, Qupperneq 54
54 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRUN SOLBJORT HALLDÓRSDÓTTIR + Sigrún Sólbjört Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1980. Hún varð bráð- kvödd á Spáni 19. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- kirkju 31. ágúst. Það er ekki sann- gjarnt að Sigrún Sól- björt, þessi litskrúð- uga stelpa sé farin frá okkur. Eg mun sakna hennar í Bakarínu og á rúntinum, þessarar brosmildu stúlku. Sól- björt var hún, hún var svo björt á alla vegu, í bleiku fötunum og með glimmer í andlitinu og ekki má nú gleyma tyggjókúlunum. Foreldrar, systkini, skyldmenni og vinir, megi Drottinn gefa ykkur styrk til að takast á við missinn, sorgina og söknuðinn. Guð blessi ykkur öll. Sigurlaug M. Hinn 19. september var sorgar- dagur í lífi mínu. Eg frétti að Sig- rún Sólbjört, vinkona mín, væri dá- in. Ég trúi þessu ekki enn því ég er nýbúin að fá póstkort frá henni þar sem hún lýsir því hvað það var gaman á Benidorm. Ég einhvern veginn býst alltaf við henni heim og í bakaríið þar sem við unnum sam- an og kynntumst fyrst. Nafnið Sig- rún Sólbjört átti vel við því að í kringum Sigrúnu var alltaf sól. Hún var alltaf í góðu skapi og hún geislaði af fegurð og góðvild. Hún vildi alltaf allt fyrir alla gera og hafði alltaf nægan tíma fyrir vinina þrátt fyrir skólann, vinnuna, skíðin og önnur áhugamál. Hún stóð sig vel í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og sést það til dæmis á góð- um einkunnum og íslandsmeist- aratitli á gönguskíðum. í dag kveð ég góða vinkonu. Elsku Sigrún, ég mun varðveita minninguna um þig að eilífu. Ég sakna þín, en trúi því að við mun- um sjást aftur. Elsku Guðrún, Halldór og börn, ef ég gæti gefið ykkur eitthvað myndi ég kjósa ykkur frið og kyrrð við innstu hjartarætur, svo þið meg- Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áratöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ ið verða örugg og róleg hvað sem á dynur. Guð veri með ykkur. María Lárusdóttir. Elsku Sigrún. Við eigum svo erfitt með að trúa því að þú skulir vera farin frá okkur að eilífu. Þú svo ung og glæsdeg, umvafin hlýju og kærleik for- eldra þinna, systkina og vina og áttir alla framtíðina fyrir þér. Við söknum þín svo sárt en reynum að ylja okkur við allar þær fallegu og skemmtilegu minningar sem við eigum eftir og ekki verða frá okkur teknar. Elsku Sigrún, nú þegar komið er að kveðjustund lifir þú áfram í hjört- um okkar og eins og lítil stúlka sagði: „Hún Sigrún verður alltaf hjá okkur, við bara sjáum hana ekki“. Elsku Gunna og Dóri, Jóhanna, Óskar og Ómar, megi guðsblessun og minningin um yndislega dóttur og systur vera ykkur styrkur í sorginni. Legg ég nú bæði líf og önd Ijúfi Jesú í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér sálin vaki þá sofhar Itf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (HaUgr.Pét.) Kolbrún og Guðlaugur, Jón Örn, Þorsteinn Már og Guðrún Ósk. Vegna þín fann ég mig og einhvemveginn fékkst þú mig til að finna tilganginn í lífrnu. Þú gafst mér tíma til að fmna drauma mína. Þú munt aldrei vita hvers virði það er. Það em engin orð til að lýsa þér sem vini. Þú fékkst mig til að brosa, þegar það var sárt. Þegar ég var glöð - þegar ég var döpur, þegar mig vantaði hláturinn - þar varst þú. Ég og þú verðum aldrei aðskildar, vegna þess að frá þessu augnabliki mun ég hugsa til þín, í hvert skipti sem hjarta mitt slær. (Ásta Soffía) Það eru engin orð til að lýsa því hversu yndisleg manneskja Sigrún var. Þess vegna ákváðum við að birta þetta ljóð sem er samið til hennar og segir flest sem segja þarf. Við samhryggjumst fjölskyld- unni í Neðri-Breiðadal og biðjum Guð að veita þeim styrk í gegnum sorgina. Ásta Soffía og Sylvía Rós Ástþórsdætur. Það haustar snemma í ár. Ást- kær frænka og vinkona er hrifsuð frá okkur svo langt, langt fyrir ald- ur fram. Hún bar nafnið Sigrún LEGSTEINAR ?í- í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist: Ig S.HELGASON HFÆ, ISTEINSMIÐ JA W____________________ SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 Sólbjört. Svo hljómþýtt og fagurt og hæfði þessari ljúfu, fallegu stúlku algjörlega. Björt sem sólin lýsti hún upp líf okkar og gaf af sér hverjum sem á vegi hennar varð. En nú hefur birt til í annarri ver- öld. Þar hljómar hlátur hennar, þar skín bjarta brosið hennar. Við hér eigum dýrmæta minn- ingu um yndislega sjúlku sem við hefðum svo gjarnan viljað fylgja lengri leið. Elsku Dóri, Gunna, Jóhanna, Óskar og Ómar. Við biðjum góðan guð um að styrkja ykkur og hugga í þessari miklu sorg. Engin framkvæmd er nógu mátt- ug, ekkert orð nógu skýrt, en hjörtu okkar eru hjá ykkur. Ragnheiður, Asgeir og börn. Elsku Sigrún Sólbjört, frænka mín. Þú varst í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Þú varst alltaf svo blíð og góð við mig og alla sem í kringum þig voru. Þú áttir ekki að deyja svona ung. En ég veit að þú ert á góðum stað núna með fullt af kát- urn börnum í kring um þig. Ég man þegar við lentum einu sinni í vandræðum með kókosbollu- bakstur heima í Breiðadal og við hringdum til að spyrja þig ráða. Þá komstu bara og hjálpaðir okkur. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa öllum. Þú varst svo mikill engill og núna ertu orðinn engill. Sá allra falleg- asti og besti. Ég sakna þín svo mikið, elsku Sigrún. Guð veri með þér. Þín frænka, Iðunn. Hjarta mitt missti úr nokkur slög þegar ég heyrði að Sigrún vinkona væri dáin. Éftir að hafa velt fyrir mér spumingum sem engin svör fást við og mörg felld tár er það ljóst fyrir mér að Sigrúnu sé ég ekki í bráð. Það geta engin orð lýst því hve erfitt og sárt það er að missa vinkonu svo skyndilega. Við kynntumst fyrir þremur árum þeg- ar við vorum að vinna saman á ísa- firði og urðum strax góðar vinkon- ur. Þar sem ég bý í Reykjavík skrif- uðumst við mikið á og bréfin sem fóru okkar á milli skipta tugum og ekki voru símtölin færri. Sigrún var mjög listræn og bréfin frá henni voru oft margra blaðsíðna listaverk. Myndskreytt og skrautskrifuð. Hún var dugnaðarforkur í öllu sem hún tók sér fyrir hendur hvort sem það var í skóla, íþróttum eða í vinnunni. Hún var góður námsmaður og vann alltaf mikið með skólanum. Hún æfði skíðagöngu í mörg ár, stóð sig alltaf mjög vel og náði þeim frá- bæra árangri að verða íslands- meistari. Metnaðurinn var mikill og skilaði ætíð góðum árangri. Sigrún vildi líta vel út, var alltaf mjög snyrtileg og kom vel fyrir. Upp á síðkastið var bleiki liturinn í uppá- haldi og það fór ekki fram hjá nein- um. Hvort sem það voru föt eða eitthvað annað, allt átti að vera bleikt. Við höfðum ákveðið að hittast í Reykjavík þegar hún kæmi að utan og segja hvor annarri ferðasögur sumarsins. Það verður að bíða betri tíma. Ekki datt mér í hug að póstkortin frá Spáni væru það síð- asta sem ég fengi að heyra frá henni. Hún var að skemmta sér alla daga og allt gekk vel. En hlut- irnir eru fljótir að breytast. Nú kveðjum við Sigrúnu. Minningin um góða vinkonu mun alla tíð lifa í hjarta mínu. Fjölskyldunni í Neðri-Breiðadal votta ég alla mína samúð og bið Guð að gefa þeim styrk í sorginni. Guð blessi minningu Sigrúnar Sólbjartar. Ása Björg Tryggvadóttir. Elsku Sigrún. Aldrei átti ég von á að fyrsta minningargreinin sem ég skrifaði væri um þig, mína kæru vinkonu og frænku. Svo ung, svo falleg, svo efnileg og einlæg. Hvers vegna þú? Hver er tilgangurinn? Þín hljóta að bíða mikilvæg verkefni annars staðar. Síðast þegar ég sá þig aðeins fyr- ir nokkrum vikum sat ég í bílnum mínum og þú varst að ganga yfir Hringbrautina með Söllu frænku þinni. Þú sást mig ekki og ég náði ekki að kasta á ykkur kveðju. Ég man þó hvað ég hugsaði. Mikið væri skrítið að sjá hana litlu frænku mína sem ég passaði. Hún var nú orðin falleg, ung og myndarleg stúlka. Nú fannst mér þroska- og aldursmunurinn á milli okkar ekki lengur svo mikill og ég var farin að hlakka til framtíðarinn- ar þegar við gætum farið út á lífið saman og átt skemmtilegar sam- verustundir. I dag sitja minningar mínar einar eftir. Eg rifja upp öll símtölin okkar á aðfangadagskvöldum, þar sem þakklæti og gleði skein frá ykkur systkinunum, enda hef ég alltaf haft gaman af að færa ykkur smá gjafir. Þegar ég bjó hjá ykkur varstu ávallt hjálpleg og hörkudugleg. Að- gerðaleysi var eitthvað sem þú þekktir ekki. Þú harkaðir af þér og gerðir miklar kröfur til þín en það kom best í ljós þegar þú kepptir í hlaupi, skíðagöngu eða öðrum íþróttagreinum. Mamma þín, hún Gunna frænka, hringir reglulega til mín og er það stolt móðir sem segir frá sigrum og frábærri frammistöðu barna sinna í leik og starfi. í dag er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér bæði sem vin- konu og frænku. Ég þakka fyrir þær samverustundir sem við áttum saman hér í Reykjavík sem og fyrir vestan. I minningu minni mun ég ávallt geyma fallega brosið þitt með spékoppunum þínum. Ég veit að Asa vinkona þín tekur vel á móti þér þar sem leiðir ykkar hafa mæst á nýjan leik. Guð blessi foreldra þína og systk- ini og veiti þeim styrk í mikilli sorg og söknuði. Þín vinkona og frænka, Valgerður. Sigrún Sólbjört er dáin. Þessi fjögur orð hringsóla í höfði mér, ég finn engin svör við merkingu þeirra og hugsa ringluð um fallegu vin- konu mína sem hrifin var á brott. Sigrún var sólbjört, hún var sí- fellt hugsandi um aðra og komandi manni á óvart með skemmtilegum kortum eða litlum gjöfum. Hún bak- aði köku þegar ég átti afmæli og bauð mér í mat ef foreldrar mínir voru ekki heima. Það var alltaf jafn notalegt að koma í Breiðadalinn og spjalla við fjölskylduna, fara svo kannski í göngutúr eða bíltúr og kaupa ís. Með bunka af bréfum sem innihalda óteljandi falleg orð sem Sigrún Sólbjört ritaði minnist ég hennar og veit að Sigrúnu mun ég aldrei gleyma. Ég sé þig fyrir mér svo góða og glaða með prakkaraglampa í augun- um og falleg orð á vörunum. Ég hugsa um stundimar sem við lágum uppi í rúmi og töluðum um heima og geima í stað þess að fara að sofa. Eða þegar þið Ómar tókuð mig á gönguskíði og Ómar gat ekki staðið í lappimar því hann hló svo mikið þegar hann sá mig vera að klöngrast þama upp og niður brekkur. Hugsa um alla hlutina sem við skipulögðum að gera einhvem tíma seinna og alla hlutina sem við gerðum. Það er langt síðan við komumst að því að ég yrði agaleg húsmóðir, kunni ekkert að elda og bara að baka skúffuköku. Þú ákvaðst að taka að þér að kenna mér, ég var orðin sautján ára og því ekki seinna vænna að hefjast handa við verkið. Elsku Sigrún, hversu lítilsmegn- ug eru orð okkar „friends forever". Gunna, Dóri, Jóhanna, Óskar og Ómar, ég votta ykkur mína dýpstu samúð en þakka jafnframt fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast stúlkunni ykkar. Dóra Hlín. Enn höfum við verið minnt á dauðans óvissan tíma. Hópur lífs- glaðra ungmenna fer saman í stutt frí en einn þeirra kemur ekki aftur. Ótrúleg staðreynd sem við eigum erfitt með að sætta okkur við. Sig- rún Sólbjört Halldórsdóttir var í hópi nemenda Framhaldsskóla Vestfjarða sem fór í stutt sumarfrí til Spánar. Ferðin var farin rétt áð- ur en takast skyldi á við námið á 4. og síðasta ári fyrir stúdentspróf. Við undirrituð kenndum Sigrúnu Sólbjörtu líffræði og stærðfræði í samtals þrjú ár. Hún var falleg stúlka. Dagsfarsprúð, hlý og gef- andi manneskja. Hún stundaði nám- ið af kostgæfni og náði mjög góðum árangri. Sigrún Sólbjört var vinsæl af nemendum og kennurum. Hún var tvímælalaust einn af okkar bestu nemendum. Sigrún Sólbjört var mikil íþrótta- kona. Hún stundaði einkum skíði og hlaup. Eftir að við fórum að skokka fyrir tveimur árum gaf hún okkur mörg góð ráð og var óspar á að hvetja okkur til dáða. Sigrúnar Sólbjartar er sárt sakn- að. Andlát hennar minnir okkur óþyrmOega á að hverjum og einum er skammtaður tími. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast henni og erum ríkari á eftir. Megi tíminn lina sárustu harma foreldra, systkina og vina. Blessuð sé minning Sigrúnar Sólbjartar. Helga og Smári, kennarar við Framhalds- skólaVestfjarða. Okkur langar til að minnast okk- ar ástkæru frænku, Sigrúnar Sól- bjartar Halldórsdóttur, sem lést í blóma lífsins svo langt fyrir aldur fram. Það er erfitt að hugsa til þess að þú svona ung og efnileg stúlka, full af lífskrafti og orku, skulir ekki vera á meðal okkar lengur. Það var svo ótal margt sem þú áttir eftir að upplifa og kynnast. Þegar þú komst í heimsókn í Álfabrekkuna kvöldið áður en þú fórst til Benidorm geisl- aðir þú af gleði og tilhlökkun og engan gat órað fyrir því að það væri í síðasta sinn sem við sæjum bros þitt og gleði. Við minnumst þess þegar þú komst í þennan heim, lítil hnáta, svo heilbrigð og sæt stelpa. Stoltið skein úr augum foreldra þinna og öll ættin fylgdist með og samgladd- ist þeim. Ékki leið á löngu áður en þeir eiginleikar sem einkenndu þig komu í ljós, þessi einstaka hjarta- hlýja og góðvild sem þú bjóst yfir, alltaf tilbúin til að aðstoða alla og hjálpa til eftir fremsta megni. Þú varst einstaklega heilsteypt og heilbrigð ung stúlka og hafðir miklar hugmyndir um hvað þú ætl- aðir að gera í framtíðinni. Lífsgleði, vinnusemi og elja kom svo sterkt fram í fyrirmyndar árangri í námi og íþróttum. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur, kappkostaðir þú við að leysa af kostgæfni og á sem bestan hátt, en þrátt fyrir að þú værir í far- arbroddi á ýmsum sviðum ein- kenndist framkoma þín alltaf af hógværð og lítillæti. Þú varst ekki gömul þegar þú eignaðist litla systur. Lítill aldurs- munur gerði það að verkum að þið voruð einstaldega samrýmdar og í raun miklu meira en bara systur því þið voruð líka bestu vinkonur. Það var svo sterkt og gott samband á milli ykkar systranna að þið voruð alltaf nefndar samtímis, Sigrún og Jóhanna, þegar við töluðum um ykkur. Bræðrum þínum, Oskari og Omari, varstu líka svo góð og alltaf komstu með glaðning handa þeim þegar þú komst heim eftir ferðalög. Foreldrum þínum varstu líka mikils virði og mikill gleðigjafi og félagi. Missir þeirra allra er því bæði mik- ill og sár. Á öllum þínum ferðalögum varstu ávallt í sambandi við foreldra þína, hringdir reglulega heim og sagðir þeim hvað þú hafðir verið að gera og hvernig þér væri búið að líða síð- an þú heyrðir frá þeim síðast. Þú leyfðir þeim að fylgjast með því sem þú hafðir fyrir stafni. Elsku Sigrún Sólbjört, við þökk- um yndisleg kynni við ljúfa og góða stúlku og biðjum almáttugan góðan Guð að vaka yfir þér. Góður Guð, veittu Dóra, Gunnu, Jóhönnu, Osk- ari og Omari styrk til að takast á við þungan harm og vertu ljósið sem lýsir þeim á þessari erfiðu stundu. Blessuð sé minning þín. Ásta, Hildur, Elsa, Guðrún og fjölskyldur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.