Morgunblaðið - 02.09.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 02.09.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 55 -• MINNINGAR SIGRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR + Sigrún Þorleifs- dóttir fæddist í Skálateigi í Norð- firði 25. nóvember 1912. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Skógarbæ hinn 23. ágúst síðastlið- inn. Hún bjó áður í Hvassaleiti 22. Sig- rún var dóttir hjón- anna Þorleifs Þor- leifssonar bónda í Skálateigi í Norð- firði, f. 19.11. 1873, d. 1. júní 1924, og Guðrúnar Baldvins- dóttur, f. 4.9. 1870, d. 11.3. 1930. Systir Sigrúnar var Kristín Stefanía, f. 1910, d. 1928. 1959 hóf Sigrún sambúð með Jóni Ólafssyni, f. 9.1. 1923 og giftu þau sig 22. október 1972. Jón lést 25. janúar 1998. Dætur hans eru Auður Edda Jónsdóttir Hansen, f. 27.8. 1943, og Dagný Jónsdóttir, f. 24.5. 1957. Sigrún fékk heimakennslu í Skálateigi og fór í barnaskólann á Norðfirði. Hún kom til Reykjavíkur 17 ára og fór í vist hjá Magnúsi Kjaran og var þar í þrjú ár. Fór síðan að vinna á Hressingarskálan- um. Var í Dan- mörku 1939-1945 og vann í þvotta- húsi. Eftir heimkomuna vann hún m.a. í þvottahúsi, á Hótel Skjaldbreið, við saumaskap og síðustu starfsárin í Bókabúð Safamýrar í Miðbæ við Háaleit- isbraut. Utför Sigrúnar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mig langar að minnast Sigrúnar Þorleifsdóttur með nokkrum orð- um. Sigrún fæddist í Skálateigi í Norðfjarðarsveit 1912. Skálateig- arnir voru 3, sá fremri og sá neðri þar sem skyldfólk hennar bjó og svo sá í miðið þar sem Sigrún bjó ásamt systur sinni Kristínu Stefaníu og foreldrum sínum þeim Þorleifi og Guðrúnu sem sinntu þar búskap. Það fólk sem fæðst hefur á fyrri- hluta aldarinnar eins og Sigrún hef- ur upplifað gífurlegar breytingar. Þegar tuttugasta öldin hóf göngu sína var þjóðin búin að yfírstíga ýmsar þrautir og komast yfir marga raun þó gat fólk varla látið sér koma til hugar þau straumhvörf í lífi þjóðarinnar sem áttu eftir að koma í ljós næstu áratugina. Það var fróðlegt að heyra Sigrúnu rifja upp frásagnarverða atburði úr ís- lensku þjóðlífi. Um menn og mál- efni, frá æskuárum og því lífi sem lifað hafði verið. Um búskaparhætti og aðbúnað fólks á þessum árum. Bara lýsingar Sigrúnar á fatnaði karla og kvenna þessa tíma, skótau sem fólk notaði, pils, sjöl og klútar sem konur vöfðu um sig sem yfir- hafnir sýna að ekki hafa þetta verið skjólgóðar flíkur miðað við fatnað nútímans og urðu til þess að maður hugsaði þetta er ótrúlegt og ekki lengra síðan þetta var, og svona bú- ið þurfti fólk að ganga eða fara á hestum, klukkutímum og dögum saman. Sigrún talaði vel um þessi upp- vaxtarár sín, þetta var það sem hún ólst upp við og henni leið greinilega vel á þessum árum eins og bömum gerir þegar þau alast upp við ást- ríki foreldra og umhyggju auk fé- lagsskapar systkina og frændfólks og þessa sagðist hún hafa notið. Hún sagði að alltaf hefði verið nóg til að borða þótt matur hefði verið einhæfur. Þama bjó Sigrún fram á unglingsár. Þegar Sigrún var ellefu ára lést faðir hennar vegna veik- inda. Einnig dó systir hennar er var ári eldri en Sigrún úr heila- himnubólgu og fluttust þær mæðg- ur, Sigrún og Guðrún, þá inní þorp- ið á Norðfirði. Enn á ný vitjaði dauðinn fjölskyldunnar og Guðrún dó er Sigrún var 17 ára. Þá tók Sig- rún sig upp og fluttist til Reykjvík- ur. í Reykjavík átti hún hauk í horni þar sem var Helga Jónsdóttir frænka hennar ásamt manni sínum ÞORKELL MÁNI ANTONSSON tÞorkell Máni Antonsson fæddist á Hofsósi 2. ágúst 1946. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. júní siðastliðinn og fór útför hans fram frá Eyrarbakka- kirkju 19.júní. Mig langar með nokkrum orðum að niinnast vinnufélaga míns, Þorkels Mána Antonssonar, eða Mána eins og ég kallaði hann. Máni var múrarameistari að mennt og hóf störf há Húsasmiðjunni á Sel- fossi í byrjun júní 1998 sem deildar- stjóri í múrefnadeild. Hann sýndi stax mikinn áhuga á starfi sínu og vann skipulega að því að aíla sér þekkingar á öllum þeim vömm sem honum tilheyrðu. Múrefnadeildina byggði Máni upp af miklum krafti og horfði til framtíðar. Við vorum búnir að tala oft saman í síma um þau efni sem okkur tilheyrðu þegar við loks hittumst. Það var gaman að hitta Mána sem var einstaklega hlýr og skemmtilegur maður og hjálpsamur að auki. Það átti fyrir okkur að liggja að ferðast saman ásamt fjórum öðrum vinnufélögum til Mflanó í nóvember sl. tfl að taka þátt í 3ja daga námskeiði hjá Mapei. Það lá beinast við að við yrðum herbergisfé- lagar því eins og félag- ar okkur sögðu í gríni „múrararnir verða ekki í vandræðum með umræðuefnið". Máni var algjör reglumaður en engu síður hrókur alls fagn- aðar með sinn skemmtilega hlátur. Hann var frábær ferðafélagi með sitt góða skap og ég dáðist að honum fyrir það hve áhugasamur og duglegur hann var að öllu leyti, hvort sem það var að skrifa hjá sér minnispunkta á námskeiðinu eða að versla fyrir fólkið sitt heima. Eitt sinn sagði hann við mig eftir að hann hafði uppgvötað eitthvað sem mér fannst vera táknrænt fyr- ir fróðleiksfýsn hans og áhuga: „Það er alveg sama hvað það er, mér sýnist Mapei hafa svör við öllu.“ Máni starfaði hjá Húsasmiðj- unni þangað til hinn 23. mars sl. og kom ekki aftur til starfa vegna veikinda. Hann lést 12. júní sl. langt fyrir aldur fram og fór útför hans fram frá Eyrarbakkakirkju. Máni var bæði góður drengur og vinnufélagi eins og þeir gerast bestir. Guð blessi fjölskyldu hans. Baldur Birgisson. Ólafi og bömum þeirra Sigrúnu, Margréti og Jóhanni er bjuggu á Hverfisgötunni, þar var hún vel- komin og urðu þau hennar önnur fjölskylda og þau tengsl hafa hald- ist hingað til. Þegar til Reykjavíkur var komið réð hún sig í vist á heimili Magnús- ar Kjarans og var þar í þrjú ár. Þar var henni borin mjög vel sagan, dugleg og samviskusöm, eins og ávallt síðar. En kaupið var ekki hátt á þessum árum og réð hún sig í vinnu á Hressingarskálanum sem Haraldur Amason og Magnús Kjar- an ráku á þessum ámm, þar sem kaupið var eitthvað hærra eða 80 krónur á mánuði og þá kostaði eitt rjómakökustykki þar 50 aura. Fjöldi fólks lagði leið sína á Hress- ingarskálann á þessum árum og var gaman að heyra Sigrúnu segja frá, þarna var Jóhannes Kjarval m.a. fastagestur. A Skálanum kynntist hún Lilju vinkonu sinni en vinskapur þeirra hefur varað í rúm 60 ár og Lilja ásamt fjölskyldu sinni hefur reynst Sigrúni einstaklega trygg og trú. Þær vinkonur tóku sig til 1939 og héldu til Kaupmannahafnar. Þar réðu þær sig í vinnu fyrst í Sölleröd Sanatorum út í Holte þar sem þær vora í eitt og hálft ár og síðan í Kaupmannahöfn þar sem Lilja vann við saumaskap og Sigrún í þvotta- húsi. En ekki gátu þær vitað að heimsstyrjöld myndi brjótast út og þær yrðu þarna öll stríðsárin. Að vísu var skipsferð til Islands í byrj- un stríðsins en þær áttu ekki pen- inga fyrir farinu og vildu ekki að aðrir þyrftu að borga fyrir þær svo þær fóra hvergi. Þegar stríðinu lauk fóra þær heim reynslunni rík- ari, ,Jú, jú“, eins og þær báðar sögðu, „það var alltaf verið að sprengja þama en við skiptum okk- ur ekkert af því, létum það ekkert á okkur fá,“ Þegar stríðinu lauk og heim tfl Islands var komið starfaði Sigrún við ýmislegt, s.s. í þvotta- húsi, við saumaskap í Feldinum, á Hótel Skjaldbreið og síðustu starfs- árin vann Sigi-ún í bókabúð Safa- mýrar í Miðbæ við Háaleitisbraut þar sem hún hafði góða vinnuveit- endur Gissur og Sigríði vinkonu sína, ættaða frá Skálateigi og hélt Sigrún góðum tengslum við þau alla tíð. Sigrún vann úti allan sinn starfsaldur þegar hún gat en ýmiss konar veikindi settu svip sinn á ævi Sigrúnar. En það var einmitt á Heilsuvemdarstöðinni í Reykjavík sem hún kynntist manni sínum Jóni Ólafssyni þar sem þau bæði lágu veik. Þau hófu búskap 1959 og giftu sigl972. Ótal minningar koma upp í hug- ann við fráfall Sigrúnar. Frá því ég man eftir mér hefur Sigrún verið tengd lífi mínu. Jón, eða Jóndi eins og hann var kallaður í daglegu tali af ættingjum sínum, var móður- bróðir minn og komu þau Sigrún mikið á heimili foreldra minna og eftir að þau létust á mitt heimfli. Oft var tilefni til að hittast en þess þurfti ekki endilega því fyrr á áram vora heimsóknir fólks algengari en r 13! ómabúð irv > öa^ðskom . v/ Fossvogskii*kjugar5 j V Sfmii 554 0500 er í dag. Einnig var farið í ferðalög saman. Jóndi hress og kátur og hrókur alls fagnaðar og Sigrún ró- leg og hlédræg en viðræðugóð og hafði gaman af. Þegar eldri sonur minn fæddist 1980 var Sigrún hætt að starfa utan heimilis. Ég var þá að ljúka hjúkrunarnámi og kom hún heim til mín og passaði drenginn um tíma. Og urðu samskipti okkai’ enn meiri eftir það. Við tengdumst enn nánari böndum sem bundist hafa fastar og fastar eftir því sem árin hafa liðið, allar stórhátíðir, jól, áramót, páska og á afmælum hafa þau verið hjá okkur hluti af fjöl- skyldunni, og synir mínir tveir hafa notið mikils velvilja þeirra Sigrúnar og Jónda og hafa þau verið þeim ákaflega góð. Sigrún var nægjusöm og fór vel með hlutina eins og margt fólk af hennar kynslóð. Hún þurfti að sjá fyrir sér sjálf frá unglingsáram og varð að treysta á sjálfa sig. Það hef- ur greinileg mótað hennar lundar- far. Hún vildi ekki skulda neinum neitt og var heiðarleg. Hún var stolt, sjálfstæður persónuleiki, nokkrar andstæður vora í skapinu, gat verið stjórnsöm og stórlynd en oftast hlý og notaleg og undir niðri sló viðkvæmt hjarta sem mátt ekk- ert aumt sjá og vildi vel. Sigrún var lagleg kona og snyrtileg. A heimil- inu var allt í röð og reglu. Síðustu árin hefur hallað undan fæti hjá Sigrúnu. Hún var orðin lasburða. Sigrún og Jóndi héldu heimili þar tfl Jóndi lést skyndilega 25. janúai’ 1998. Hann hafði verið henni stoð og stytta seinustu árin, séð um praktíska hluti á heimilinu og var aðdáunarvert hve óþreytandi hann var að lesa fyrir konu sína en sjón Sigrúnar var orðin slæm og skipta þær öragglega hundraðum bækurn- ar sem hann las. Eftir að Jóndi dó var Sigrúnu bragðið. Söknuður samfara því að eldast og missa heilsuna gerðu henni erfitt fyrir og missir hennar ákaflega mikill. Eftir lát Jónda fór Sigrún á Hjúkranar- heimilið í Skógarbæ, þar fékk hún hina best aðhlynningu hjá góðu starfsfólki. Helsta dægrastytting hennar þar var að hlusta á sögur af snældum sem, þökk sé Blindra- bókasafninu, hægt er að fá lánaðar og veitti henni mikla ánægju. En hún sagðist vera orðin þreytt og tfl- búin að kveðja þetta líf og það er með miklum söknuði að ég kveð Sigrúnu Þorleifsdóttur og að leiðar- lokum viljum við Þórir, Gunnar og Kristján þakka velvild hennar í garð okkar fjölskyldunnar. Guð blessi minningu Sigrúnar Þorleifsdóttur. Hanna Karen Kristjánsdóttir. Mig langar í örfáum orðum að minnast æskuvinkonu minnar Sig- rúnar Þorleifsdóttur. Þó að hún hefði getað verið amma mín þá hef- ur mér alltaf fundist ég geta sagtj.- með stolti að hún væri vinkona mín. ’ Þegar ég fæddist bjuggu foreldr- ar mínir og bræður í Hvassaleitinu á sömu hæð og þau hjón Sigrún og Jón Ólafsson, sem var ætíð kallaður Jóndi. Að vísu var Sigrún alltaf köll- uð Sidda af minni fjölskyldu, sem kom til af því að ég gat ekki sagt Sigrún og ég vissi ekki af því fyrr en ég var orðin stálpaður unglingur að svo var. Sidda eignaðist engin börn en Jóndi átti tvær dætur frá fyrra hjónabandi. Sidda var mjög barn- góð en kannski voram við allt of fá ‘ sem fengum að njóta bamgæsku hennar. Hún fylgdist með mér vaxa úr grasi og var litla telpan ávallt velkomin yfir stigaganginn í heim- sókn. Ég minnist ýmissa fjársjóða sem þar var að finna. Það voru t.d. veski, skór og skartgripir í dalli sem ég gekk að vísum og dundaði við að hengja á okkur báðar. Einnig áttu þau hjón gamla forláta ritvél og lékum við Sidda okkur oft í skrifstofuleik. Þegar ég er tæplega sex ára gömul áttu foreldrar mínir von á sínu fimmta barni og þurftum við að flytja úr Hvassaleitinu í stærra húsnæði. Samt héldum við áfram að vera í sambandi og urðu nú heimsóknir mínar oft lengri og fékk ég þá að gista hjá þeim yfir nótt. Á aðfangadagskvöldum komu þau hjón ávallt til okkar eftir kvöldmat og vora hjá okkur þegar gjafimar vora opnaðar og var síðan drakkið kvöldkaffi. Sidda hafði skoðanir á hlutunum og fylgdist vel með því sem var að gerast og var aldrei gamaldags í hugsun. Hún þoldi ekki leti né aum- ingjaskap og þó að hún hafi verið heilsulítil frá því að ég man fyrst . eftir henni þá kveinkaði hún sér aldrei. Hún hefur alltaf stutt mig og stappað í mig stálinu þegar ég hef þurft að taka stórar ákvarðanir í lífi mínu. Á sextugsafmæli Siddu giftu þau Jóndi sig og var boðið tfl mikillar veislu. Stóð Jóndi ávallt við hlið hennar og sinnti henni vel í veikind- um hennar. Var það því mikill miss- ir fyrir hana þegar hann féll frá í janúar á síðasta ári. Hún saknaði hans mikið. En nú er Sidda horfin á braut og þau Jóndi sameinuð á ný. I minningunni lifir grönn, vel til höfð kona, tignarleg í hreyfingum - „hefðarkona“. Vertu sæl, þín vinkona, „. Kara Arngrímsdóttir. + Hjartans þakkir til ykkar ailra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERNU SVERRISDÓTTUR, Kirkjuvegi 1, Keflavík. Ykkar vinátta er okkur mikill styrkur. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Halldórsson, Guðrún Sigurðardóttir Hastings, Harald Hastings, Hrefna Sigurðardóttir, Rúnar Benediktsson, Svava Sigurðardóttir, Ævar Ingi Guðbergsson, Erna Sigurðardóttir, Kolbeinn Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. íf H H H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 H ir£ ir jixxxxrxin + Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa og langafa, DAGBJARTS HANNESSONAR bónda, Gljúfurárholti. Sérstakar þakkir sendum við öllu starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi. Brynja Dagbjartsdóttir og fjölskylda. / A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.