Morgunblaðið - 02.09.1999, Side 56
A\
56 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og
langamma,
HULDA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR,
sem andaðist mánudaginn 30. ágúst, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
8. september kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeir, sem vildu
minnast hennar, láti líknarstofnanir njóta þess.
Borgar Garðarsson, Ann Sandelin,
Garðar Garðarsson, Caroll Garðarsson,
Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir,
Haukur Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN Á. GISSURARSON
fyrrv. skólastjóri,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðju-
daginn 31. ágúst.
Ólafía Jónsdóttir, Jónas Hall,
Halldóra Lisbeth Jónsdóttir, Þórarinn Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Elskuleg móðir okkar,
ODDRÚN EINARSDÓTTIR
frá Búðarhóli,
sem andaðist miðvikudaginn 25. ágúst, verður
jarðsungin frá Áskirkju á morgun, föstudaginn
3. september, kl. 15.00.
Steinn Valur Magnússon,
Ásgeir Örn Magnússon,
Einar Már Magnússon.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚST EIRÍKSSON,
Löngumýri,
Skeiðum,
verður jarðsunginn frá Ólafsvallakirkju,
laugardaginn 4. september kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Félag
aðstandenda alzheimerssjúklinga.
Albert B. Ágústsson, Jóhanna B. Guðmundsdóttir,
Guðni Ágústsson, Jóna Sigurðardóttir,
Ragnheiður Ágústsdóttir, Friðrik Friðriksson,
Eiríkur Ágústsson, Erla Gunnarsdóttir,
Magnús Á. Ágústsson, Rannveig Árnadóttir,
Kristín Þ. Ágústsdóttir, Stefán M. Jónsson,
Móeiður Ágústsdóttir, Eggert S. Guðlaugsson,
Kjartan H. Ágústsson, Dorothee K. Lubecki,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELÍN HELGA HELGADÓTTIR
frá Núpum, Fljótshverfi,
til heimilis í Bogahlíð 14,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugar-
stöðum laugardaginn 28. ágúst, verður
jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 3. september kl. 13.30.
Agnes H. Vigfúsdóttir,
Baldur J. Vigfússon,
Guðmundur H. Vigfússon,
Hörður B. Vigfússon,
Þórhildur Vigfúsdóttir, Kristján Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
DAN GUNNAR
HANSSON
+ Dan Gunnar
Hansson fædd-
ist í Kiruna í Sví-
þjóð 10. júní 1952.
Hann lést á heimili
sínu 20. ágúst síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Hafnarfjarðar-
kirkju 1. september.
Við fyrrverandi
vinnufélagar Dans
Gunnars Hanssonar hjá
Lánasjóði íslenskra
námsmanna viljum
minnast hans með nokkrum orðum.
Dan var starfsmaður LIN í um það
bil 10 ár, eða frá 1982 til 1991. Við
minnumst hans sem góðs samstarfs-
manns. Eðlislæg nákvæmni hans og
samviskusemi nutu sín vel í störfum
hans fyrir sjóðinn. Jafnframt fundum
við hversu fast hann stóð á skoðunum
sínum þegar þvi var að skipta.
Dan tók virkan þátt í félagslífí
starfsmanna sjóðsins. Hann var
skákmaður góður og hafði jafnframt
gaman af því að spila bridge. Lítið
þýddi fyrir okkur að etja við hann
kappi í skákinni, því þar var hann
ofjarl okkar allra. Það er því kannski
skiljanlegt að við
hneigðumst frekar til
þess að fá hann til þess
að taka í spil, enda var
Dan skemmtilegur fé-
lagi við spiiaborðið.
Afskiptum Dans af
LIN lauk ekki þó hann
léti af störfum hjá
sjóðnum, því hann sett-
ist eftir það sem
áheyrnarfulltrúi Iðn-
nemasambands íslands
í stjórn sjóðsins. Á þeim
tíma gekkst hann í
tvígang fyrir
bndgekeppni á milli
starfsmanna LIN og INSI.
Við vottum dætrum Dans Hanson-
ar og öðrum aðstandendum hans
samúð okkar. Megi minningin um
góðan dreng lifa.
Starfsmenn Lánasjóðs
íslenskra námsmanna.
Er þetta leikur eða alvara? Þegar
skáklist er annars vegar er oft erfitt
að segja til um. Ég hef það eftir áreið-
anlegum heimildum að skapgerð
manna speglist í skákstílnum. Sjálfur
hef ég enga prókúru á að vega það
eða meta - en skákin er hinn full-
komni leikur og vinur minn Dan var
meistari á því sviði. Lánið er valt en
við skákborðið ti-eysta menn ekki á
heppni né utanaðkomandi áhrif enda
naut Dan sín fullkomlega við þær að-
stæður. Dan Hansson er nafn sem all-
ir þeir sem fylgjast með skák þekkja
en ég hitti hann fyrst fyrir tveimur
árum þegar ég lét narrast til að taka
þátt í skákmóti þar sem Dan tefldi
fjöltefli í blindskák við tíu manns. Þar
ætlaði ég að taka Dan á ódýru bragði,
verjast hægt og rólega, þreyta kapph
ann, láta aðra um að rugla hann í rím-
inu og að endingu innbyrða þægileg-
an sigur. Þessar áætlanir virtust ætla
að ganga upp þegar ég sat einn
áskorenda eftir, með stöðu sem mér
sýndist í jafnvægi. Eftir að Dan hafði
lokið níu skákum blindandi hvarflaði
ekki að mér annað en að sigurinn
væri vís. Eftir nokkra leiki fór að
halla á mig og ég bauð jafntefli en svo
auðveldlega slapp ég ekki og játaði
mig sigraðan nokkrum leikjum síðar.
Eftir þessa kennslustund tókust
kynni með okkur sem þróaðist yfír í
vinskap. Dan hafði góða nærveru, það
var gott að leita til hans þegar þungt
var yfir sem og gleðjast með honum
þegar þannig viðraði. Sjálfur vai-
hann ekki þannig skapi fai’inn að
hans vandamál kæmu öðrum við.
Mörgum spumingum er ósvarað,
Dan lofaði mér eitt sinn viðtali en það
bíður betri tíma. Hans er saknað og
ég votta aðstandendum og vinum
samúð.
Jakob Bjamar Grétarsson.
RAGNAR MÁR
ÓLAFSSON
+ Ragnar Már
Ólafsson fædd-
ist í Reykjavík 19.
nóvember 1979.
Hann lést af slysför-
um 14. ágúst síðast-
Iiðinn og fór útför
hans fram frá Mar-
íukirkju í Breiðholti
23. ágúst.
Deyrfé
deyja frændur,
deyr sjálfr ið sama.
Orð mega sín lítils, þó
langar mig í örfáum línum að minnast
vinar míns, Ragnars Más Ólafssonar.
Maður stendur höggdofa að heyra
um svo höi-mulegt slys. Síðan vaknar
spurningin, hvers vegna og hví hann,
svo ungur og með framtíðina fyrir
sér? En við þessu eru engin svör.
Ragnar var á sínu öðru ári í vél-
fræðinámi og þetta var síðasti túrinn
hans til sjós áður en sest
skyldi á skólabekk að
nýju, en var þá svo
skyndilega burtkallaður.
Ragnari kynntist ég
fyrir nokkrum árum er
við unnum saman, hann
var harðduglegur til
allra verka, athugull og
verklaginn og þó ekki
væri farið af stað með
neinum látum, voru
ekki slegin vindhöggin,
enda gengu verkin und-
an honum, þar fór líka
maður sem kunni að
vinna og vildi vinna.
Hann var aldrei ánægður nema hafa
alltaf eitthvað fyrir stafni.
Ragnar var rólegur en glaðvær,
ákaflega félagslyndur, vinmargur,
enda traustur vinur vina sinna. Frá-
sagnargáfu hafði hann góða, sagði
skemmtilega frá svo gaman var á að
hlýða og skipti þá litlu hvort efnið
var lítið eða stórt.
+
Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir,
HAFSTEINN JÓNSSON,
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 31. ágúst
síðastliðinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Elín Jóna Hafsteinsdóttir,
Sóley Hafsteinsdóttir,
Elín Sólmundardóttir,
Jón Bárðarson,
Guðlaug Erna Jónsdóttir,
Birna Jónsdóttir,
Guðmundur Ingi Jónsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
THEODÓRS FRÍMANNS EINARSSONAR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
áður Vallarbraut 3.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnhildur Theodórsdóttir,
Ólafur Bragi Theodórsson, Júlía Baldursdóttir,
Ester Lind Theodórsdóttir, Hervar Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ragnar minn, ég þakka þér fyrir
vináttu þína og bið þér allrar bless-
unar á æðri stöðum. Foreldrum þín-
um, systkinum og ástvinum öllum,
sendi ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur og bið þeim Guðs blessunar.
Minningin um góðan dreng lifir, hún
verður ekki frá okkur tekin.
Blessuð sé minning hans.
Gunnar Thorsteinsson.
Elsku Raggi (Boysen). Mig langar
að kveðja þig með nokkrum orðum.
En hvað getur maður sagt þegar
svona gerist, maður er gjörsamlega
eitt spurningarmerki, „af hverju
þú?“ Þú varst alltaf svo blíður og
brosmildur og algjör sáttasemjari.
Vildir öllum svo vel. Við hittumst
seinast heima hjá mér um verslunar-
mannahelgina seinustu, ég var að
hamast við að breiða ofan á þig
úlpuna mína, því þér var svo kalt,
þar sem þú lást ofan á vindsæng á
gólfinu, þá datt mér aldrei í hug að
það væri í seinasta skiptið sem ég
sæi þig í þessu lífi. Þú varst einmitt
að segja söguna af því þegar ég var á
Raufarhöfn hjá ykkur strákunum í
Nónási 6. Þú hafðir keypt þér rán-
dýrt hárlitasjampó sem þú varst svo
ánægður með en svo notað það fyrir
uppþvottalaug og klárað það allt. Þú
talaðir um þetta í hvert sinn er við
hittumst og við hlógum oft og vel að
þessu. En elsku Boysen minn, nú
ertu farinn frá okkur. Þín verður
mjög sárt saknað. Ég bið Guð að
gefa foreldrum hans og systkinum
og öllum vinum hans styrk og skiln-
ing og leggja blessun sína yfir okkur
öll.
Vertu sæll, kæri vinur.
Rakel Jóna Hreiðarsdóttir.
LEGSTEINAR
SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629
HEIMASÍÐA: www.granit.is