Morgunblaðið - 02.09.1999, Page 62

Morgunblaðið - 02.09.1999, Page 62
i 62 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens FLUGUR LAbAST AÐ GNÝJUM EINS OG MÖLFLUGUR AÐ ELÖI! — JÆJA, LIÐUR ÞER EKKI BETUR m PETTA? Grettir Hundalíf Ljóska Ferdinand Smáfólk Ég hef ekki heyrt þig syngja Fuglar eiga að syngja.. upp á síðkastið... Allir gera ráð fyrir því... Nei, ég hef engar sérstakar óskir... 4 BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Enn kærir Lyfja hf. Opið bréf til Samkeppnisstofnunar skipti sem Lyfja kaupir upp apótek er almenningi gert erfiðara um vik að nálgast þessa vinsælu vöru. Acidophilus+ frá Futurebiotics er vara sem fram til þessa hefur nán- ast eingöngu verið seld í lyfjabúð- um. Eðalvörur hafa hins vegar ver- ið undir þrýstingi, upp á síðkastið, að breyta þessu t.d. austur á Hér- aði og sunnanverðum Austfjörðum þar sem fólk þarf að ferðast óraveg til að komast í annað apótek en Lyfju. Við þessar aðstæður telja Eðalvörur brýna nauðsyn til að auglýsa útsölustaði. Sú ákvörðun Eðalvara að auglýsa útsölustaði vörunnar var tilkynnt innkaupa- stjóra Lyfju í Lágmúla símleiðis með góðum íyrirvara. Það sætir því furðu að forstjóri Lyfju skuli láta eins og auglýsing á útsölustöðum hafi komið honum í opna skjöldu og telji ósanngjarnt að Lyfja skuli ekki hafa verið talin meðal útsölustaða. Ennfremur tel- ur hann að það skaði hagsmuni og heiður Lyfju að auglýsa að varan fáist í öllum apótekum nema Lyfju. Það kann vel að vera að for- stjórinn átti sig á því að sú afstaða hans, að eiga ekki viðskipti við Eð- alvörur, valdi viðskiptavinum óþægindum og skaði þannig „hagsmuni og heiður Lyfju sem alhliða smásala“ svo notuð séu hans orð, en þá er tæplega við Eð- alvörur að sakast. Hitt er annað mál að það kemur Eðalvörum ehf. ekki á óvart að Lyfja skuli leita á náðir Samkeppn- isstofnunar til að reyna að halda þessu máli leyndu. Fh. Eðalvara ehf. SIGURÐUR ÞÓRÐARSON. Frá Sigurði Þórðarsyni: LYFJA hf. hefur kært Eðalvörur ehf. til Samkeppnisstofnunar vegna auglýsingar á hinum eftir- sóttu mjólkursýrugerlum frá Fut- urebiotics. Málavextir eru þeir að til skamms tíma voru hinir vinsælu mjólkursýrugerlar frá Futurebiot- ics, Acidophilus+ seldir í öllum ap- ótekum á Islandi. Þeir voru á sín- um tíma rannsakaðir af Hollustu- vernd ríkisins ásamt nokkrum sambærilegum vörutegundum og komu framúrskarandi vel út. Gerl- ar þessir hafa einkum verið notaðir af verðandi mæðrum, fólki sem notar fúkkalyf, fólki sem fer til út- landa, að ógleymdum þeim sem vilja koma jafnvægi á meltinguna. Vöru þessa hefur ekki þurft að auglýsa og hún hefur notið fádæma og sívaxandi vinsælda. Það kom mér því spánskt fyrir sjónir þegar Lyfja hætti að panta vöruna og um líkt leyti fóru að koma ábendingar frá neytendum sem fengu þær upplýsingar hjá Lyfju að varan væri ekki lengur til hjá heildsalanum, sem var rangt. Þegar innkaupastjórar Lyfju voru inntir eftir þessu, upplýstu þeir að það væri talsverð eftirspurn eftir vörunni en því miður hefði forstjóri Lyfju lagt blátt bann við því að verslað væri við Eðalvörur. Þá kom það fyrir að starfsmenn Lyfju, sem ekki virtust upplýstir um málið, pöntuðu Acidophilus+ frá Eðalvör- um en hringdu svo skömmu síðar og afpöntuðu vöruna og höfðu þá greinilega fengið tiltal. Lyfja er íyrirtæki í örum vexti, sem keypt hefur upp apótek í þétt- býli og úti á landsbygðinni. I hvert Askorun til félags- málaráðherra Frá Davíð Bergmann Davíðssyni: STUTTU eftir yfirlýsingu ríkis- stjómarinnar um aukafjárveitingu til stofnunar og reksturs meðferð- arheimilis, lýsir félagsmálaráðherra því yfir á fréttamannafundi að það standi til að opna meðferðarheimili í Vestur-Húnavatnssýslu, nánar til- takið í Þorfinnstaðarskóla. Það er minn grunur að félagsmálaráðherra taki þessa afstöðu af því hann vilji nýta þessa byggingu þar sem hún er í hans kjördæmi. Hér er um hreina fyrirgreiðslupólitík að ræða sem á ekkert skylt við meðferðar- mál barna. Það er ekkert vandamál að finna byggingar hingað og þang- að um landið. Það sem skiptir höf- uðmáli er áhöfnin eða fólkið sem á að vinna á slíku heimili og að stað- setning sé góð þar sem þjónusta og aðgengi fagfólks og foreldra þeirra barna, sem þurfa á slíkri þjónustu að halda, sé í lagi. Barnavemdarstofa auglýsti eftir rekstraraðila til að reka meðferðar- heimili úti á landi og rann umsókn- arfresturinn út 16. júlí. Það er minn granur að fyrirgreiðslupólitík fé- lagsmálaherra hafi háð honum í starfi, en það breytir ekki þeirri staðreynd að aðgerðarleysi í þess- um málaflokki bitnar helst á þeim sem minnst mega sín. Það verða því að teljast óviðun- andi vinnubrögð að í einn og hálfan mánuð sé ekki tekin afstaða til um- sóknar um stofnun nýs meðferðar- heimilis, í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur lagt fram aukafjármagn í þennan málaflokk. Eg skora á félagsmálaráðherra að mæta undirrituðum nú þegar, hjá hverjum þeim fjölmiðli sem hann kýs, til að ræða það neyðar- ástand sem ríkir í meðferðarmálum bama á íslandi. DAVÍÐ BERGMANN DAVÍÐSSON, unglingaráðgj afi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.