Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afeureyrin með rúmar 100 milljónir í aflaverðmæti Hvalirnir afkastameiri en fiskiskipaflotinn Hvalirnir veltast þama A/W5/I Hlátur hvalanna er trúlega bara toppurinn á ísjakanum, ráðherrann ætti ekki að láta það koma sér á óvart þótt allt lífríkið í hafinu sé í hláturskasti. Þú hefur tíma til 10. nóvember til að ákveða þig FJÖLBREYTT ÚRVAL - STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI Úrval HTH-innréttinganna er mjög fjölbreytt, þar sem útfærslur geta verið margvíslegar. Afgreiðslutími á HTH-innréttingum er fjórar vikur, en getur farið í sex vikur ef um sérsmíði er að ræða. Ef þú ákveður þig fyrir 10. nóvember næstkomandi getur þú fengið innréttinguna fyrir jól. ÖLL TÆKI í ELDHÚSIÐ Auk eldhúsinnréttinga er boðið upp á öll tæki, sem þarf í nútímaeldhús, svo sem eldunartæki hvers konar, viftur, háfa, kæliskápa, frystiskápa, vaska, blöndunartæki, Ijós o.fl. Séu raftækin keypt með eldhúsinnréttingunni, bjóðast þau á heildsöluverði. í,rr<1/ iuj tjlcv-ulrihi i fyiimimi BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 HÖNNUN OG RÁÐGJÖF Við veitum fólki ráðgjöf og leggjum fram hugmyndir að því hvernig best er að haga innréttingunni þar sem þarfir fjölskyldunnar eru hafðar í fyrirrúmi. Líttu inn í glæsilegan sýningarsal að Lágmúla 8, 3. hæð og kynntu þér málið. Opið laugardag frá 10 til 16 Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum Gagnlegur um- ræðuvettvangur Friðrik Jónsson MORGUN klukk- an 8 hefst tveggja daga ráðstefna um rannsóknir í félags- vísindum í Odda. Á ráð- stefnunni verða haldnir 69 fyrirlestrar. Friðrik Jónsson dósent hefur annast undirbúning fyrir ráðstefnuna. Hann var spurður hvert væri til- efni þessarar ráðstefnu. „Þetta er í þriðja skiptið sem við höldum svona ráðstefnu og tilefnið er margþætt, við erum t.d. að reyna að efla tengsl háskólans og fólks sem starfar í atvinnugreinum sem tengjast viðskipta- og hagfræðideild og fé- lagsvísindadeild. Sú skylda hvílir á háskóla- kennurum að kynna fyrir almenningi rannsóknir sínar og annað markmið með ráðstefn- unni er einmitt að sinna þessum skyldum." - Hvað ber hæst í umræðum á þessari ráðstefnu? „Erfitt er að henda reiður á hvað muni bera hæst þarna, fyr- irlestrar eru fjölmargir og fjalla um svo ólík viðfangsefni. Skipu- lag ráðstefnunnar er þannig að ólíkar greinar sem tengjast þessum deildum skipuleggja hver fyrir sig tveggja tíma dag- skrá. Á morgun er viðskipta- fræði með dagskrá frá 8 til 5 síð- degis þar sem fjallað er m.a. um stjórnun, markaðsfræði, fjármál og fleira. Þeir sem hafa áhuga á öðru en viðskiptafræði geta hlustað á umfjöllun um kynja- fræði þar sem verður rætt um vinnu og kynferði, eða þá hlust- að á fyrirlestra um félagsfræði, kennslufræði, uppeldis- og menntunarfræði, sálarfræði og þjóðfræði." - Getur þú nefnt eitthvað sem dæmi um það sem fram fer inn- an hópanna? „Það er afar erfitt að velja en þarna má t.d. nefna að í fyrir- lestri Runólfs Smára er fjallað um stjórnun menningarstofn- ana með samanburði milli Is- lands og Noregs. Þorlákur Karlsson mun fjalla um árang- ursstjórnun í atvinnulífinu, Vil- hjálmur Bjarnason mun fjalla um eignaskatt og peningalegar eignir, Rannveig Traustadóttir varpar fram spurningunni hvort umönnun sé ást eða vinna. Þá má nefna að Jón Torfi Jónasson fjallar um hvað ein- kennir þróun háskólastigs á Is- landi, Gabríela Sig- urðardóttir fjallar um árangursríkar leiðir til að breyta hegðun skólabarna og Guðbjörg Hildur Kolbeins fjallar um sekt eða sakleysi sjónvarps þegar kemur að ofbeldi og afbrotum ung- linga.“ - Hvað ætlið þið að fjalla um á laugardag? „Þá er fjallað um félagsráð- gjöf, stjórnmálafræði, mann- fræði og hagfræði. Sem dæmi má nefna að Jón Ormur Hall- dórsson fjallar um stjórn- málakreppu í Indónesíu. Hulda Proppé fjallar um kvótakerfið og líf kvenna. Ágúst Einarsson fjallar um ný viðhorf í greiningu fyrirtækja og Sveinn Agnarsson um aðferðir við mat á fram- leiðni. Síðdegis verða svo pall- borðsumræður þar sem fólk víða að úr atvinnulífinu ræðir hvern- ► Friðrik H. Jónsson fæddist 13. nóvember 1951. Hann lauk kennaraprófi 1972 og stúd- entsprófí frá sama skóla árið eftir. BA-prófí í sálfræðj lauk hann 1976 frá Háskóla íslands. M.Sc. í félagssálfræði frá London School Economics lauk hann 1977. Hann Iauk doktorsprófí frá háskólanum í Sheffield 1986. Friðrik hefur verið kennari í sálfræði frá 1988 við Háskóla íslands en var stundakennari við skólann frá 1983. Hann er kvæntur Guðnýju A. Steinsdóttur hús- móður og eiga þau tvö börn, Hildi og Stein. ig það nýtir rannsóknir úr fé- lagsvísindum í sínu starfi.“ -Þetta er þriðja ráðstefnan sem þið haldið, hvernig hefur tekist til? „Það hefur tekist mjög vel til þessa, sérstaklega er ánægju- legt að sjá þessar ráðstefnur hafa orðið tilefni fyrir fólk úr ólíkum fræðigreinum til að hitt- ast og fjalla um rannsóknir og gildi þeirra fyrir daglegt starf. Benda má á að þessar deildir, viðskipta- og hagfræðideild og félagsvísindadeild eru með tæp- lega helming af öllum nemend- um Háskóla íslands." - Er gildi rannsókna þessara deilda mikið að þínu mati? „Já, gildi þeirra er mikið en það sem þarf að gera meira af er að efla tengsl þeirra við atvinnu- lífið. Það þarf fyrst og fremst að efla tengsl atvinnulífsins við há- skólann og sýna fólki í tengdum atvinnugreinum hvaða hagsbæt- ur það getur haft af rannsókn- um sem fram fara innan þessara deilda háskólans.“ - Viðskiptaheim- urinn á íslandi hefur breyst mikið undan- farið, hafa þá rannsóknirnr ekki breyst í sama hlutfalli? „Þegar horft er til baka hefur ekki verið til þessa sett mikið fé til rannsókna í félagsvísindum, mun meira fjármagn hefur farið í rannsóknir sem tengjast raun- vísindum. Á síðasta áratug sér maður þó merki um að þetta sé að breytast. Fleiri og íleiri aðil- ar sjá gagnsemi af því að styrkja rannsóknir í félagsvís- indum og hafa verið reiðubúnir að leggja peninga í það. Þegar horft er til framtíðar bendir flest til að þetta muni enn aukast og ráðstefnur sem þessi munu væntanlega verða tilefni til ýmiskonar samstarfs milli at- vinnulífs og háskólans.“ Efla þarf tengsl háskóla við atvinnulíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.