Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 28. OKTGBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hvað fengu þeir í staðinn? Fjárhagstengslin ber að skoða í Ijósi þess að íslenski kommúnistaflokkurinn varfrá upphafi útkirkja frá þeim sovéska. Stórfrétt haustsins er fundur skjalfestra heimilda um reglu- bundinn stuðning so- véska kommúnistaflokksins við Sósíalistaflokkinn/Alþýðubanda- lagið. Það breytir engu um fréttagildið þótt komið hafí á daginn að „fréttin" hafi legið í dvala frá 1992. Andvaraleysi ís- lenskra fræðimanna vekur furðu, því þingréttarhöldin yfír sovéska kommúnistaflokknum fóru ekki framhjá neinum og þar voru umrædd skjöl gerð op- inber. Ámi Snævarr, fréttamað- ur á Stöð 2, á hins vegar heiður skilið fyrir fréttaflutning sinn. Hann telst með fróðari mönnum um sögu sósíalista, hefur gert um það efni heimildamynd og bók, í félagi við Val Ingimundar- son, sagnfræðing, og var því fljótur að átta sig þegar honum barst til eyrna lítil frétt frá Nor- egi sem enginn íslenskur fjöl- VinuftDC miði11 hafði VlvHOnr rænu ^ að segja frá. Það var kveikjan að því að Ami Eftir Jakob F. Ásgeirsson komst á snoðir um skjölin frægu. Með árvekni sinni og frumkvæði skaut fréttamaður- inn þannig fræðimönnunum (og öðrum fjölmiðlum) eftirminni- lega ref fyrir rass. Viðbrögð fræðimannsins Jóns Olafssonar hafa vakið athygli. I Morgunblaðinu hafði Jón fyrir- vara á að upplýsingar Árna væru réttar og daginn eftir gerði hann því skóna á Stöð 2 að alls óvíst væri að umræddar peningasendingar hefðu borist í hendur réttra aðilja á Islandi. „Það er löng leið frá úthlutun í miðstjórn kommúnistaflokksins til þess að það kemur taska með peningum í sendiráðið í Reykja- vík og það verður nú rýrnun á »4 ýmsum stöðum," sagði hann. Nokkrir fræðimenn hafa orðið til þess að mótmæla þessum um- mælum. Meðal þeirra er Arnór Hannibalsson, prófessor, sem telur með öllu fráleitt að ætla að peningarnir hafí ekki komist til skila; forsvarsmönnum komm- únistaflokkanna í öðrum löndum hafí verið tilkynnt um styrkina og enginn KGB-maður hefði dirfst að stinga þeim undan. Báðir eiga þeir Jón og Arnór bækur á jólamarkaði um tengsl íslenskra sósíalista við móður- flokkinn í Moskvu og verður fróðlegt að bera saman bækur þeirra því efnistök þeirra eru greinilega ólík. Þau gögn sem Árni Snævarr hefur dregið fram taka einungis til fjögurra ára, 1956,1959,1963 og 1966. Þar er íslenski sósíal- istaflokkurinn á sínum stað í bókhaldinu öll árin. Af þessu má hugsanlega draga þá ályktun að flokkurinn hafi fengið slíkan styrk árlega; þ.e. 5-8 milljónir á hverju ári. Sovéski kommúnista- flokkurinn veitti hundruðum milljóna Bandaríkjadala til bræðraflokka á Vesturlöndum og hélt áratugum saman úti "'J* malgögnum kommúnista í lýð- ræðisríkjum, auk ýmissar ann- arrar starfsemi. Þessar styrk- veitingar stóðu allt til fallsins mikla 1988. Árlegur styrkur til íslenskra kommúnista væri í fullu samræmi við það sem þeg- ar er vitað um styrki sem kommúnistar í öðrum ríkjum fengu. Það er ekki tilviljun að Þjóðviljinn skuli sigla í strand svo skömmu eftir fa.ll Sovétríkj- anna. Þessar greiðslur eru óskyldar öðrum reglubundnum stuðningi Moskvuvaldsins við íslenska sósíalista. Nú fer enginn lengur dult með að Sovétstjórnin kost- aði allan rekstur MIR, veitti Máli og menningu háa styi'ki og bauð árlega mörgum leiðtogum sósíalista og verkalýðshreyfing- arinnar til lúxusdvalar í Sovét- ríkjunum. Ennfremur ráku Is- lendingar nokkur „innflutn- ings“fyrirtæki sem stofnuð voru í skjóli haftaverslunar við Sovét- ríkin sem hugsanlegt er að hafi verið notuð til peningaþvættis, þ.e. að koma „rússagullinu" í umferð, auk þess sem Sovét- stjórnin mun hafa gætt þess að þessi fyrirtæki skiluðu góðum hagnaði sem meiningin var að rynni til starfsemi sósíalista á Islandi. Fjárhagstengslin við Moskvu- valdið ber að skoða í ljósi þess að íslenski kommúnistaflokkur- inn var frá upphafi útkirkja frá þeim sovéska. Komintern, al- þjóðasamband kommúnista sem stjómað var frá Moskvu, hafði fulla stjórn á allri starfsemi Kommúnistaflokks Islands. Og Komintern gaf fyrirmæli um stofnun Sósíalistaflokksins 1938, að því er kemur fram í væntan- legri bók Arnórs Hannibalsson- ar, Moskvulínunni. Eftir að Komintern var lagt niður 1943 hafði Alþjóðadeild sovéska kommúnistaflokksins með tengslin við bræðraflokkana á Vesturlöndum að gera. Islenskir sósíalistar hafa frá árinu 1938 staðfastlega neitað öllum tengslum við erlenda kommúnistaflokka, hvort heldur í Sovétríkjunum, Austur-Þýska- landi eða í öðrum austantjalds- ríkjum. Með þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir hafa tvær kynslóðir forystumanna ís- lenskra sósíalista verið afhjúp- aðar sem margþvældir lygarar. Full ástæða er til að íslensk stjómvöld hafi forgöngu um það í samráði við rússnesk yfirvöld, og ekki síður þýsk, að rannsaka gaumgæfilega þessi tengsl. Hér er ekki um félagslega aðstoð að ræða, eins og Guðmundur Árni Stefánsson vill vera að láta, eða samstarf milli hreyfinga sem starfa á lýðræðislegum grund- velli í lýðræðislöndum. Hér er um að ræða íhlutun mesta harð- stjómarkerfis mannkynssög- unnar í íslensk stjómmál, þar sem þjóðmálaumræðan var ára- tugum saman skrumskæld með harðskeyttum áróðri, hvatt til verkfalla og undirróðurs - og beinlíns stefnt að afnámi ís- lensks þjóðskipulags. Enn eru á lífi flokksmenn sem þekkja sögu fjármálatengslanna en hafa þráast við að leysa frá skjóðunni. Það er ekki víst að þögnin verði þeim áfram það skjól sem hún hefur verið; allt bendir til þess að fleiri gögn verði dregin fram í dagsljósið á næstu árum. Og víst er að fáir munu verða til að verja þá þegar þeir eru gengnir til feðra sinna. Það hlýtur að fara ískaldur hrollur um þá sem enn lifa að horfa upp á gamla samherja keppast við að skella allri skuld á látna félaga. + Ólafur H. Bjarnason fædd- ist í Reykjavík 21. febrúar 1915. Hann lést á Landspítalan- um 20. október síð- astliðinn. Foreldrar Ólafs voru þau hjón- in Bjarni Ivarsson, bókbindari í Reykjavík, f. 14. ágúst 1885, d. 30. ágúst 1965, og Ragnheiður Magn- úsdóttir, f. 17. októ- ber 1886, d. 22. apríl 1965. Bjarni var sonur Ivars _ Jónatanssonar út- vegsbónda í Ivarsseli í Reykjavík og konu hans Ólafar Bjarnadótt- ur. Ragnheiður var dóttir Magn- úsar Blöndal Jónssonar, prests í Vallanesi, og fyrri konu hans, Ingibjargar Eggerz. Fyrstu árin ólst Ólafur upp hjá foreldrum sinum í Reykjavík, en frá 6 ára aldri ólst hann upp á Reyðarfirði hjá fósturforeldrum sínum, Sigríði Þorvarðardóttur Kjerúlf, sem var stjúpsystir móð- ur hans, og manni hennar, Þor- steini Jónssyni, kaupfélagsstjóra. Systkini Ólafs: Hulda Bjarnadótt- ir, ritari, f. 27. júní 1911, d. 7. ap- ríl 1992, Magnús Bjarnason, starfsmaður Hitaveitu Reykja- víkur, f. 24. ágúst 1913, d. 15. des- ember 1979, Yngvi Þórir Árna- son, prestur, f. 17. september 1916, d. 4. febrúar 1991 og Ja- kobína Bjarnadóttir, húsfreyja, f. 19. apríl 1918, d. 16. september 1970. Auk þess átti Ólafur hálf- Á þessu einstaklega hlýja og fal- lega hausti, þegar enn stóðu full- laufguð tré í görðum og jafnvel ein- staka blóm voru enn að skjóta upp kollinum, kvaddi þessa jarðvist elskulegur tengdafaðir minn, Ólaf- ur H. Bjarnason. Það sem einkenndi Ólaf var prúðmennska hans og hlýja. Hann hafði þessa hógværu og rólegu ná- lægð sem gerði það að verkum, að öllum leið vel í návist hans. Okkur varð því fljótt vel til vina og bar þar aldrei skugga á í þann tæpa aldar- fjórðung sem leiðir okkar lágu sam- an. Sú tilviljun, að hann og faðir minn voru alnafnar og mæður þeiiTa nöfnur að auki, fannst mér tengja okkur enn nánari böndum. Ólafur var ekki margmáll en hafði jafnan ákveðnar skoðanir á málefn- um líðandi stundar. Aldrei heyrði ég hann hallmæla neinum. Eg hef heyrt, að sem ungur maður hafi Ól- afur þótt með þeim glæsilegri á Austurlandi, um það vitna líka myndir frá þeim tíma. Þrátt fyrir erfið veikindi hélt hann þessum glæsileika fram til síðasta dags. Ólafur var mjög vandvirkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og listrænn. Ungur sótti hann nám- skeið í málun og teikningu og var það hans helsta tómstundaiðja á yngri árum. Á efri árum fór hann aftur að sinna þessu hugðarefni sínu, sótti námskeið í vatnslitamál- un og málaði töluvert. Var gaman að fylgjast með hve miklum fram- förum hann tók á þessum tíma. Eft- ir hann liggja mörg falleg verk. I byggingarstússi okkar hjón- anna voru ekki fáar ferðir hans í Hesthamrana til að rétta okkur hjálparhönd. Eg veit að honum þótti miður að geta ekki gert meira, en þá var heilsu hans farið að hraka, enda búinn að fara í tvær hjartaaðgerðir. Einnig hafði hann gaman af að fylgjast með fram- kvæmdum í garðinum og því hvern- ig gróðurinn þar óx og dafnaði. Ekki er nema rúmur mánuður síð- an við gengum saman um garðinn í síðasta sinn og dáðist hann þá sér- staklega af fallegri, greinamikilli ösp. Þessi_ ösp stóð hvanngræn þangað til Ólafur veiktist fyrir tæp- um þremur vikum, þá byrjaði hún að gulna en felldi ekki eitt einasta lauf fyrr en hann var allur. Það var bróður, Ragnar Kjartansson, starfs- maður á Veðurstofu Islands, f. 24. maí 1930, d. 25. október 1988. Fóstursystkini Ólafs: Þorvarður Þorsteinsson, fyrrum bæjarfógeti á Isafirði og sýslumaður Norð- ur- og Vestur-ísa- fjarðarsýslu, f. 24. nóvember 1917, d. 31. ágúst 1983, Margrét Þorsteinsdóttir, hús- freyja, f. 12. febrúar 1922, Jón Þorsteins- son, læknir, f. 31. júlí 1924 og Þorgeir Þorsteinsson, fyrrver- andi sýslumaður á Keflavíkur- flugvelli, f. 28. ágúst 1929. Arið 1938 kvæntist Ólafur eft- irlifandi konu sinni, Bergljótu Guttormsdóttur, kennara, f. 5. apríl 1912 á Hallormsstað. Berg- Ijót er dóttir Guttorms Pálssonar, skógarvarðar á Hallormsstað, f. 12. júlí 1884, d. 5. júní 1964, og konu hans Sigríðar Guttorms- dóttur, frá Stöð í Stöðvarfirði, f. 18. maí 1887, d. 30. september 1930. Börn Bergljótar og Ólafs eru: 1) Sigríður Helga, skrifstofust- jóri, f. 1. maí 1939. Sigríður á eina dóttur, Bergljótu, faðir hennar er Jón R. Gunnarsson. 2) Guttormur, rekstrarhagfræðing- ur, f. 24. júlí 1943, kvæntur Aðal- björgu Ólafsdóttur, kennara. Börn þeirra eru Geirþrúður og Höskuldur Hrafn. Önnur börn hans eru Guttormur, Sigríður, eins og tréð vildi fylgja honum inn í vetrarsvefninn langa. Tengdamóður minni Bergljótu bið ég Guðs blessunar, hennar er missirinn mestur. Nú þegar komið er að leiðarlok- um vil ég þakka þér alla þína hlýju og góðsemi í minn garð ogkveð þig með söknuði með ljóði Olafs Jó- hanns Sigurðssonar: Hræddist ég, fákur, bleika brá, er beislislaus forðum gekkstu hjá, hljóður spurði ég hófspor þín: Hvenær skyldi hann vitja mín? Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig, fákur minn. Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. (Ó.J.S.) Aðalbjörg Ólafsdóttir. Elskulegur tengdafaðir minn, Olafur H. Bjarnason, er látinn. Ég var ung að árum þegar ég hóf komur mínar á Lynghaga 8, þar sem tengdaforeldrar mínir bjuggu saman í 45 ár. Heimilislífið á Lyng- haga var afar liflegt þar sem fjögur börn þeirra ólust upp við mikinn gestagang, en Ólafur og Bergljót áttu hvort um sig mörg systkini og voru þau og aðrir ættingjar og vinir af Austurlandi svo og vinir barna þeiiTa tíðir gestir á heimilinu. Má því segja að heimili þeirra á Lyng- haga hafi verið nokkurs konar al- þýðuheimili í þjóðbraut. Ólafur var óvenju myndarlegur maður, fríður sýnum, kvikur og léttur í hreyfingum og fram til síð- asta dags var hann jafnframt heið- skír í hugsun sem ungur maður væri. Hann hafði hlýlegt augnaráð og fallegt bros hans og meðfædd góðvild og hlýja gerði það að verk- um að öllum leið vel í návist hans. Hann hafði til að bera ríka rétt- lætiskennd og þótt hann hefði á tíð- um ákveðnar skoðanir á málefnum lands og þjóðar þá heyrði ég hann aldrei hallmæla nokkrum manni. Ólafur var glaður og skemmti- legur í góðra vina hóp en naut sín síður í fjölmenni. Hann hafði skemmtilegt skopskyn og svokall- aðir Lynghagabrandarar tengda- fóður míns flugu innan fjölskyld- unnar og urðu að nokkurs konar fjölskylduíþrótt sem ekki öllum var móðir þeirra Sigurborg Garðar- sdóttir, og Ólafur Geir, móðir hans er Viktoría Hannesdóttir. 3) Þorsteinn, viðskiptafræðingur, f. 2. mars 1945, kvæntur Ásthildi S. Rafnar, sérkennara. Þeirra börn eru Halldór Friðrik, Bergljót og Þórhallur Eggert. 4) Eggert Bjarni, lögfræðingur, f. 29. febr- úar 1952, kvæntur Sigrúnu H. Pálsdóttur, leiðsögumanni. Böm þeirra em Páll Ragnar og Mar- grét Þórhildur. Önnur börn Egg- erts em Ingvar Helgi, Sigríður og Ólafur Daði. Móðir þeirra er Aslaug Ingvarsdóttir. Afkomend- ur Bergljótar og Ólafs em nú 29 talsins. Ólafur nam við Héraðsskólann að Laugarvatni veturna 1930- 1932. Að námi loknu vann hann um árabil hjá Þorsteini fósturföð- ur sínum í Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðarfirði. Árið 1936 hóf hann nám við Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi ár- ið 1938. Árið eftir fluttu Ólafur og Bergljót alfarið til Reykjavík- ur þar sem hann gegndi ýmsum störfum þar til hann gerðist starfsmaður lijá Tollstjóraem- bættinu í Reykjavík árið 1942. Starfaði hann þar, fyrst sem full- trúi og síðar sem deildarstjóri í endurskoðunardeild, allt fram til ársins 1985, er hann lét af störf- umfyrir aldurs sakir. Ólafur gegndi ýmsum trúnað- arstörfum. Var hann alloft kjör- inn til setu á þing BSRB á sjöunda áratugnum, ýmist sem aðalmað- ur eða varamaður, var um skeið í stjórn Starfsmannafélags ríkis- stofnana og trúnaðarmaður starfsfólks hjá Tollstjóraembætt- inu. Útfór Ólafs fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. gefið að skilja en sem vöktu því meiri hlátrasköll innvígðra. Olafur var vel gefinn maður en það sem færri vissu var að hann var mjög listfengur og hafði næmt auga fyrir fegurð og formum. Sem ungur maður sótti hann námskeið í myndlist og hóf að mála í frístund- um. Lífsbaráttan leyfði hins vegar ekki að hann héldi því áhugamáli sínu áfram en á síðari árum tók hann pensilinn fram aftur fjöl- skyldunni til mikillar ánægju. Afkomendur Ólafs og Bergljótar eru nú orðnir 29 talsins, þar af 14 barnabörn og 11 barnabarnabörn. Afi Óli eins og hann var kallaður naut mikillar hylli yngstu kynslóð- arinnar sem tíðum sótti í skjólið á Lynghaga enda mat hann þau öll að jöfnu og gerði aldrei upp á milli þeirra. Það var gæfa mín að eignast Ólaf sem tengdaföður því í þau 37 ár sem ég þekkti hann bar aldrei skugga á vináttu okkar. Ég á hon- ummikið að þakka. Ég kveð Ólaf tengdaföður minn með söknuði. Blessuð sé minning hans. Ásthildur S. Rafnar. Elsku afi minn, Ólafur Helgi Bjamason, er látinn. Nú þegar leiðir okkar skilja, langar mig að þakka þér afi minn fyrir þann stuðning og hlýju sem ég fékk á Lynghaganum hjá þér og ömmu. Ég naut þeirra forréttinda að búa hjá ykkur um lengri eða skemmri tíma í senn, fyrst í bar- næsku og síðan aftur frá unglings- árum fram yfir tvítugt, þannig að í raun varstu miklu meira en bara afi minn og hefur þú að mörgu leyti mótað þann mann sem ég hef að geyma í dag. Mun ég búa vel að þeim góðu endurminningum sem ég hef um þig, elsku afi minn, um ókomna tíð. Börnin mín voru einnig öll svo lánsöm að fá að kynnast þér og yngsta barn okkar Steinunnar, hún Ólöf Rún, er skírð eftir þér og má með sanni segja að hún líkist þér á þann hátt að hún hefur ein- staldega góða lund. Ég og fjölskylda mín þökkum þér, elsku afi, fyrir samfylgdina og allar þær góðu stundir sem við höf- um átt í gegnum árin. Megi Guð OLAFUR H. BJARNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.