Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 39
38 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 39 ____________________________k JHttgtmMnfeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ERRO SÝNING ERRÓS í Galerie National du Jeu de Paume í París er mikilvægur viðburður í íslensku listalífi. Jeu de Paume er mikilsvirt gallerí og raunar talið eitt af þeim mikil- vægustu í París. Að Erró skuli vera boðið að sýna þar á þess- um tíma þegar stjórnendur safnsins leggja upp úr því að end- urspegla öldina og árþúsundamótin er því geysileg viðurkenn- ing sem óhætt er að fullyrða að eigi sér fáa líka í sögu ís- lenskrar myndlistar. Lítillæti listamannsins er mikið þegar hann er spurður um þýðingu þessarar sýningar fyrir hann sjálfan eins og fram kom í viðtali við Erró hér í blaðinu í gær: „Það er eitthvað á seyði,“ segir hann, „ég veit bara ekki hvað það er. Það er mik- ill æsingur í fólki hérna út af sýningunni. Eg finn fyrir mikl- um áhuga, ekki síst á pólitískum myndum sem kemur mér á óvart. Blaðamenn hafa hangið á línunni í heilan mánuð. Blöð og tímarit verða með mikla umfjöllun í tengslum við opnunina. Listatímaritið Beaux Arts gefur til að mynda út sérrit um verk mín, auk þess sem við fáum forsíðuna undir okkur. Það er eitthvað á seyði, ég er bara ekki búinn að átta mig á því hvað það er.“ I viðtalinu kemur fram að starfsbræður Errós telji að þessi sýning muni marka tímamót á ferli hans. Listamaðurinn telur það mögulegt og bætir svo við: „Ég veit þó að þessi sýning á eftir að skapa mér rými og aukið frelsi. Eftir hana get ég gert það sem mig langar til. Hún losar um mig. En við sjáum til hvað gerist síðan.“ Ur þessum orðum má vitanlega lesa mikilvægi sýningarinn- ar fyrir Erró. Með henni hefur hann hlotið fulla viðurkenn- ingu í þeirri borg sem hann hefur verið búsettur í lungann úr ferli sínum. Hér eftir getur hann þess vegna gert það sem hann langar til, eins og hann kemst sjálfur að orði. Enginn vafi leikur á því að viðurkenning Errós á alþjóða- vettvangi hefur þýðingu fyrir íslenskt listalíf sem er í jaðar- stöðu í heimsmenningunni. Hún færir íslenska list betur inn á kortið og hefur hvetjandi áhrif. Einnig má gera ráð fyrir því að gildi Errósafnsins sem varðveitt er í Listasafni Reykjavík- ur verði enn meira. Þetta veglega safn, sem listamaðurinn gaf Reykjavíkurborg, á vafalítið eftir að gegna lykilhlutverki í Listasafni Reykjavíkur þegar það hefur fengið viðhlítandi um- gjörð, hugsanlega mun það opna nýjar leiðir til þess að fá heimslistina til Islands í auknum mæli. Eru það ánægjuleg tíðindi sem fram komu í viðtali blaðsins við Erró að hann hyggist bæta við þetta safn bæði nýjum og eldri verkum. Astæða er til að óska Erró til hamingju með þennan merka áfanga á ferli hans sem án efa mun styrkja stöðu íslenskrar myndlistar í bráð og lengd. VEIÐIRÉTTUR OG AUÐLINDAGJALD SAMFÉLAGIÐ á að fá hlut af hagnaði atvinnugreinar sem gengur vel, sérstaklega þegar um sameign þjóðarinnar er að ræða og samfélagið skapar þau skilyrði, að atvinnugreinin skilar hagnaði.“ Þetta segir Nýsjálendingurinn Ross Shotton, sem er sérfræðingur Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO)í fiskveiðistjórnun, en hann flytur nú fyrirlestra hér í sérgrein sinni við Sjávarútvegsskóla SÞ. „Því er það mín skoðun að búa eigi þannig að fiskveiðunum, að þær skili há- marks hagnaði og þá er hægt að innheimta auðlindagjald fyrir samfélagið. Þegar þannig er búið að atvinnugrein, að hún hef- ur einkarétt til að hagnýta auðlindina, og hagnast verulega, er sjálfsagt að hún skili einhverju til baka. Henni eru sköpuð þessi skilyrði af samfélaginu og hún verður að greiða fyrir það. Annars hlýtur að koma til greina að stjórna nýtingu auð- lindarinnar með öðrum hætti, jafnvel að afturkalla veiðirétt- inn og opna aðganginn fyrir alla til að lægja öldurnar í þjóðfé- laginu,“ segir Shotton. I viðtali við Morgunblaðið lagði Ross Shotton áherzlu á, að FAO er hlutlaust í umræðu af þessu tagi. Stofnunin geti lagt mat á ýmsa þætti, kosti og galla, en segi ríkisstjórnum ekki til um það, hvaða leiðir þær skuli fara í fiskveiðistjórnun. „Það er hins vegar mín skoðun, að sjávarútvegurinn eigi að sjálfsögðu að greiða allan þann kostnað, sem hlýzt af fiskveiðistjórnun- inni, rannsóknum og eftirliti. Ég held að það sé ekki teljandi vandamál á íslandi. Þetta er hins vegar vandamál í ýmsum löndum, þar sem ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn er,“ seg- ir hann og bætir því við að forsenda fyrir hæfilegu auðlinda- gjaldi til viðbótar sé viðunandi hagnaður af veiðunum að teknu tilliti til áhættunnar af rekstrinum og nauðsynlegar fjárfestingar í skipum og búnaði. Þá lýsir Ross Shotton því einnig sem skoðun sinni, að aðrar atvinnugreinar, sem byggja á nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar, eigi einnig að greiða auðlindagjald. í ljósi þess að Ross Shotton er sérfræðingur FAO í fisk- veiðistjórnun er athyglisvert að heyra álit hans á þeim atrið- um sem mestar deilur hafa verið um hér á landi vegna hug- mynda um gjaldtöku af kvótahöfum fyrir nýtingu á sameigin- legri auðlind landsmanna. Nærri þriðjungur íbúa Grundarfjarðar innan við sextán ára aldur Unglingarnir skipa ákveðinn sess íbúum Grundarfjarðar hefur fjölgað svipað og á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarstjórinn getur ekki skýrt til fulls þessa þróun sem ekki er dæmigerð fyrir sjávarpláss á lands- byggðinni. En gæfan er fallvölt eins og Björg Agústsdóttir vekur athygli á í samtali við Helga Bjarnason og kvótakerfínu fylgir ákveðin óvissa. Börn og unglingar eru tæplega þriðjungur íbúa sveitarfélagsins svo kraftar sveitarstjórnar fara mikið í að sinna málefnum unga fólksins. RÉTT innan við 950 íbúar eru í Eyrarsveit, flestir í þéttbýlinu í Grundarfirði. Meðalaldur er lágur. Þannig eru tæp 33% íbúa sveitarfé- lagsins 16 ára og yngri og telur Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri að hlutfall barna sé hærra þar en í flest- um eða öllum öðrum sveitarfélögum landsins. Einnig er fremur lágt hlut- fall eldri borgara en það stafar af því að tiltölulega stutt er síðan dvalar- heimili var stofnað á staðnum og því flutti eldra fólkið mikið í burtu. Björg hefur ekki einhlítar skýringar á miklum barnafjölda. Hún vekur þó athygli á því að fólk sé mikið á hreyf- ingu til og frá Grundarfirði. Segir að eitt árið hafi til dæmis liðlega 100 manns flutt í sveitarfélagið og svipað margir úr því og telur Björg að um 10% íbúanna séu á hreyfingu á hverju ári. „Hingað flytur fólk á barneignar- aldri og vill búa hér. Samfélagið er fjölskylduvænt og við tökum mið af þörfum bamanna. Það er því kannski eitthvað í loftinu enda virðist fólk fjölga sér hér mikið þótt ekki hafi verið kannað hvort það sé mikið meira en á öðrum sambærilegum stöðum,“ segir sveitarstjórinn. Byggingarnefndin fær ekki fríið Vegna hins mikla fjölda barna og unglinga í Grundarfirði hafa kraftar og fjármunir sveitarstjórnar farið í málaflokka á því sviði. I vetur eru 214 börn í grunnskólanum. Skólinn hefur reyndar verið einsetinn um nokkurra ára skeið en búið við þröngan kost. Síðastliðin fjögur til fimm ár hefur verið unnið að stækk- un þannig að húsnæði skólans nærri því töfaldast og um þessar mundir er verið að ljúka þeim áfanga. Þrátt fyr- ir það eru enn húsnæðisvandræði í skólanum og hefur þurft að bjarga ákveðnum þáttum fyrir homs eins og sveitarstjórinn orðar það. Á næstu ámm þarf að bæta aðstöðu fyrir smíðar og handmennt og stækka anddyri og inngang og vegna fyrir- sjáanlegrar fjölgunar nemenda haustið 2001 þarf að bæta við enn einni kennslustofu. „Það hefur orðið mikii breyting á aðstöðunni á þessum vinnustað, bæði fyrir kennara og nemendur. En byggingamefnd skólans fær senni- lega ekki iangþráð frí því við þurfum að huga að því hvernig best sé að standa að framhaldinu," segir Björg. Tilraun með fjarnám Enginn framhaldsskóli er í Grund- arfirði og hafa unglingamir því þurft að sækja nám að loknum grunnskóla annað. „Við missum þennan hóp út úr samfélaginu þótt flestir komi auðvit- að heim um jól og á sumrin. Það gengur líka á ýmsu þegar fólk á þess- um aldri fer að heiman og það geng- ur ekki upp hjá öllum. Eru þó nokkur dæmi um að krakkar flosni upp úr námi og komi heim. Þá er það dýrt hjá fjölskyldum að halda heimili á tveimur stöðum og ekki óalgengt að öll fjölskyldan fylgi börnunum,“ segir Björg. Gerðar hafa verið tilraunir með skólaakstur í framhaldsdeild í Stykkishólmi en það hefur ekki reynst grundvöllur fyrir því. Grund- firðingar eiga aðild að Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi en Björg segir ekki raunhæft að ætla að koma upp framhaldsdeild þaðan í Grundarfirði vegna þess hversu fáir nemendurnir eru. Til þess að halda úti hefðbundinni framhaldsdeild þarf kennara í allar greinar sem þar eru kenndar. Því hefur verið unnið að því að koma upp fjarnámi til þess að ung- lingarnir geti verið lengur heima. Björg segir raunhæft að miða við að þau stundi námið þannig í eitt til tvö ár og ljúki því síðan í venjulegu skólaumhverfi, þó ekkert sé því til fyrirstöðu að þau taki til dæmis fullt nám til stúdentsprófs í fjarnámi. Það myndi muna miklu fyrir foreldra og börn að geta tekið eitt til tvö ár heima. Hún segir að námsefnið sé til og aðstaða til að kenna það hvaðan sem er. Fjarnám hefur aftur á móti þann ókost að yngri nemendur hafa almennt ekki þann aga sem það krefst. Fjarnámshugmyndin var lögð fyrir menntamálaráðherra haustið 1998 og að lokinni athugun ráðuneytisins var námið hafið í haust sem tilraunaverk- efni í samvinnu sveitarfélagsins, menntamálaráðuneytisins, Fjöl- brautaskólans á Akranesi og Verk- menntaskólans á Akureyri. Sveitar- stjórnin í Grundarfirði tók að sér að skapa aðstöðuna og nauðsynlegt að- hald en kennslan fer fram frá Akur- eyri og að hluta frá Akranesi. Sjö nemendur stunda fjarnám og er Sig- ríður Finsen hagfræðingur þeim til aðstoðar. Útbúin hefur verið aðstaða fyrir þá í kjallara gi-unnskólans þar sem hver nemandi hefur tölvu út af fyrir sig. Björg segir of snemmt að segja til um árangurinn en segir að krakkarn- ir séu þakklátii' fyrir aðstöðuna og áhugasamir um námið. Hún leggur á það áherslu að verkefnið sé unnið sem raunverulegt rannsóknarverk- efni og þegar því lýkur að ári liggi ákveðin niðurstaða fyrir sem hægt verði að byggja á ákvarðanir fyrir framtíðina. Sjálf er Björg sveitar- stjóri bjartsýn á að fjarnámið verði fastur liður í tilverunni, þjónusta sem unnt verði að veita áfram. Fjarnám unglinganna hefur haft jákvæð áhrif á samfélagið, að sögn Bjargar. Fólk fylgist vel með og hjá fullorðna fólkinu hefur vaknað áhugi á námi. Þannig eru um þessai' mund- ir um 20 íbúar Grundarfjai'ðar í fjar- námi við Verkmenntaskólann á Akureyri, í einu til þremur fögum hver. Unglingarnir eiga ákveðinn sess Foreldrastarf í Grundarfirði, sem gengur undir nafninu Tilvera, hefur vakið athygli og orðið fyrirmynd starfs í fleiri sveitarfélög- um. Nokkrar mæður standa að margvíslegri af- þreyingu, skemmtun og fróðleik fyrir unglingana. Iþróttastarf er öflugt og margir eru í tónlistarnámi. Tónlistarskóli Grundarfjarðar fékk inni í giunnskólanum fyrir tveimur árum og fer tónlistarkennslan nú fram í nánum tengslum við aðra kennslu. Hefur það orðið til þess að nemendum hefur fjölgað stórlega og er nú nærri því annar hver nemandi grunnskólans í tónlistarnámi. Nem- endurnir mynda nokki'ar hljómsveit- ir sem koma fram við ýmis tækifæri í bæjarlífinu. „Vegna þess hvað böm og ungling- ar em stór hluti íbúanna höfum við reynt að skapa þeim sem bestar að- stæður og viðfangsefni. Þau eiga sér ákveðin sess í tilveranni og við viljum hlusta á hvað þau hafa fram að færa,“ segir Björg. Unglingamir koma meðal annars að mótun stefnu í málefnum bama og unglinga sem hreppsnefnd vinnur að. Björg segir tilganginn að vekja fólk til umhugsunar um þessi málefni og skipta verkum meðal þeirra sem að málaflokknum koma. Hún segir að sem betur fer séu „unglingavanda- mál“ ekki áberandi í Grundarfirði. „En það gerist ekki af sjálfu sér. Við þurfum að fjárfesta í þessum hópi íbúanna og búa vel að þeim þannig að þeim líði vel og þau geti átt góðar minningar héðan. Þá eru meiri líkur á að þau setjist hér að í framtíðinni," segir Björg. Sjálf er hún fædd og alin upp á staðnum. Segist ekki hafa átt von á því að fá vinnu í Grundarfirði þegar hún ákvað að fara í lögfræðinám við Háskóla Islands. Að námi loknu réð hún sig sem fulltrúa sýslumannsins í Stykkishólmi og þegar Magnús Stef- ánsson sveitarstjóri var kosinn á þing fyrir rúmum fjóram árum sótti hún um og fékk sveitarstjórastarfið í Grandarfirði. Öflug fyrirtæki Grandarfjörður hefur byggst upp með þremur sjávarútvegsfyrirtækj- um sem enn eru undirstaða byggðar- innar og fljótt á litið virðist Grundar- fjörður vera dæmigert sjávarpláss. Björg Ágústsdóttir segir að það sé að hluta til rétt en ýmis önnur einkenni séu ekki dæmigerð fyrir sjávarpláss. „Hvernig er dæmigert sjávarpláss?“ spyr Björg og svarar sér sjálf með því að það sé þorp sem byggi að lang mestu leyti á sjávarútvegi. „Það er vissulega rétt að saga Grandarfjarð- ar er samofin sögu sjávarútvegsins á staðnum. En meðal annars af því að fyrirtækin hafa á síðustu árum verið öflug og haldið vel sínum hlut hafa aðrar atvinnugreinar þrifist með. Hér hafa til dæmis alltaf verið starf- andi iðnaðarmenn, öflugi'i en á flest- um öðram stöðum af svipaðri stærð. Þeir hafa haft mikla vinnu við að þjóna fyrirtækjun- um og íbúunum sem vinna við fiskveiðar og vinnslu en einnig verið duglegir að sækja verkefni út fyrir byggðarlagið. Einnig hafa ýmis þjónustufyrirtæki við sjávarút- veginn eflst. Eg gæti trúað því að erfiðleikar séu í huga fólks einkenn- andi fyrir sjávarpláss og íbúunum að fækka. Að þessu leytinu er Grundar- fjörður ekki dæmigert sjávarpláss. Hér hefur fólki fjölgað um tæp 18% á síðastliðnum tíu áram eða svipað og á höfuðborgarsvæðinu," segir Björg. „Við eram gjarnan spurð að þessu. Að hluta til getur maður bent á að byggðarlagið er ungt og er að byggj- ast upp og að sjávarútvegsfyrirtækin hafa spjarað sig. En ég get ekki skýrt þetta til hlítar, ekki frekar en sveitarstjórnarmenn á stöðum sem eru að missa fólkið í burtu þótt at- vinnulífið sé í miklum blóma,“ segir Björg Ágústsdóttir þegar leitað er skýi'inga hennar á stöðugri fólks- fjölgun í Grandarfirði. Hún nefnir að það skipti örugglega máli að vera innan tiltekins hrings frá höfuðborg- inni. „En margt fleira kemur til. Hér hefur, held ég sé óhætt að segja, ríkt mjög góður andi og mikill drifkraftur í fólki. Það er ekki nóg að atvinnulífið gangi, fólki þarf að líða vel. Auðvitað vinna allir sveitarstjórnarmenn að því,“ segir Björg. Völdin fylgja kvótanum Sjávarútvegsfyrirtækin í Grandar- firði hafa nýtt sér möguleika kvóta- kerfisins og sum vaxið mjög. Ekkert þeirra er þó stórt á landsmælikvarða. Fyrir nokkrum áram eignaðist Fisk- iðjan Skagfirðingur hf. á Sauðárkróki meirihlutann í Hraðfrystihúsi Grand- arfjarðar hf. og sameinaði síðan Fiskiðjunni. Þar með fluttust yfin'áð- in yfir verulegum kvóta til Sauðár- króks og annar togari fyrirtækisins var seldur. Við þetta töpuðust störf en sjómennimir fengu skipsrúm á öðrum skipum Fiskiðjunnar. Akveðin óvissa skapaðist í Grandarfirði, sum- ir óttuðust að starfsemin legðist af og nýting kvótans færðist til Skaga- fjarðar. „Öflug vinnsla hefur haldist í frystihúsi Fiskiðjunnai'. Hér er unnin skel og rækja og gripið í aðra vinnslu á milli. Starfsemin hefur gengið ágætlega og reksturinn komið vel út þannig að Fiskiðjan stundar enga at- vinnubótavinnu hér á staðnum. Við trúum því að áfram verði gott að hafa þessa starfsemi við Breiðafjörðinn og fyrirtækið hafi hag að því að nýta sér kosti þess að reka fyrirtækið hér,“ segir Björg Ágústsdóttir. Þetta leiðir talið að því hversu mik- il völd og um leið ábyrgð handhafar kvótans hafa. „Þeir sem stjórna fyrir- tækjunum hafa það að miklu leyti í höndum sér hver framtíðin verður í byggðum sem byggjast á sjávarút- vegi. Þeir era miklir áhrifavaldar um það hvort fyrirtækin ganga og geta ákveðið að nýta kvótann hér, flytja hann annað eða sameinast öðrum fyr- irtækjum. Þegar litið er á þessa mynd veltir maður stundum fyrir sér völd- um sveitarstjórna. Þeirra hlutverk er að skipta skatttekjum íbúanna. Þær hafa hins vegar ekkert um það að segja þegar fyrirtæki tekur ákvörðun sem felur í sér að íbúunum fækkar og tekjur sveitarsjóðs minnka. Ég er alls ekki hlynnt því að sveitarstjómir standi í eða skipti sér af atvinnu- rekstri, meginreglan er sú að aðrir eru betur til þess fallnir. En staðan er þessi og það er umhugsunarvert." Björg leggur á það áherslu að tryggja þurfi rekstrarumhverfi fyrir- tækjanna svo rekstur þeirra blóm- stri. Þá verði minni hætta á að gripið verði til sáraukafullra ráðstafana. Stöðugleiki í efnahagslífinu er lykil- orðið, að hennar mati. Sala veiðiheimilda skapar óvissu Þótt sjávarútvegsfyrirtækin hafi gengið vel og aukið kvóta sveitarfé- lagsins gerh' sveitarstjórinn sé grein fyi-ir því að gæfan er fallvölt. Ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu að uppgangurinn haldi áfram. „Eigum við ekki að vera hamingjusöm þegar allt gengur vel. En málið er ekki svo einfalt. Staðan getur gjörbreyst fyr- irvaralítið og við hefðum alveg eins getað lent í sömu stöðu og mörg önn- ur sjávarpláss, að missa kvóta og „Fjarnámið hefur jákvæð áhrif á samfélagið“ Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri við smábátahöfnina í Grundarfirði. í baksýn sést Kirkjufell, tákn staðarins. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Áhersla er lögð á tölvukennslu frá upphafi skólagöngu. Hér líta tvær sex ára stúlkur upp frá tölvunni. fólk. Ég tel að sú óvissa sem sala veiðiheimilda skapar hafi sálræn áhrif á fólk í sjávarbyggðum. Hún dregur úr tiltrú fólks á stöðunum og athafnasemi þess, líka á stöðum þar sem nægar afiaheimildir eru og nóg að gera. Þetta er staðreynd sem menn vita af. Sveitarfélögin taka til dæmis þátt í því með ríkinu að koma upp hafnaraðstöðu fyrir sjávarútveg- inn og götur, skóla og ýmsa aðstöðu fyrir starfsfólk fyrirtækjanna. Ef kúvending verður í atvinnulífinu, kvótinn fer eða annað álíka afdrifa- ríkt gerist, þá er þessi fjárfesting óþörf og sveitarfélagið hefur ekki tekjur til að borga af henni.“ „Helstu ráðamenn þjóðarinnar hafa ekki getað svarað því og ég veit ekki hvort ég á að freista þess,“ segir Björg þegar hún er spurð að því hvað sé til ráða. Hún segist hlynnt kvóta- kerfmu sem tæki við fiskveiðistjórnun enda hafi ekki verið hægt að finna aðra betri lausn á ofveiðivandamálinu á sínum tíma. Hins vegar sé framsal aflaheimilda meinlegur ágalli. „Það hefur náðst fram hagkvæmni með samþjöppun aflaheimilda enda er það markmið laga um fiskveiðistjómun. En á móti má spyrja: Hvað hefur það kostað þjóðfélagið? Mér vitanlega hef- ur kostnaðurinn við röskunina sem þessu fylgir ekki verið reiknaður út.“ I framhaldi af þessu berst í tal fólksflóttinn frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. „Ég hef ekki þá skoðun að byggð þurfi að haldast á hverjum einasta stað og tel að það geti verið óhjákvæmileg þróun að einstaka héruð eða þorp fari í eyði. Ég tel hins vegar að við séum komin langt út fyrir þau mörk sem eðlileg kunna að teljast í þróun byggðar. Þetta er of dýrt fyrir þjóðina. Hvað kostar það til dæmis að taka við öllu fólkinu á nýjum stað. Það getur auð- vitað verið hagkvæm fjárfesting fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að koma upp byggingasvæðum og að- stöðu, þau fá tekjui' af nýjum íbúum. En á móti erum við að fórna verð- mætum á öðram stöðum. Við eram lítil þjóð og höfum ekki efni á þessari sóun,“ segir Björg. Flutningur verkefna en ekki stofnana Vegna mikils vægis sjávarútvegs- ins hefur hreppsnefnd Eyrarsveitar .lengi viljað stuðla að því að dreifa áhættunni með því að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Björg segir að tiltölulega fá opinber störf séu á staðnum en til- raunh’ til að fá þangað stofnanir hafi enn ekki borið árang- ur. Einnig hafi verið reynt að laða að fyrirtæki eða störf. „Við höfum lengi haft áhuga á að gerðar verði tilraunir til að vinna hér einhver störf sem nú eru á höfuðborgarsvæðinu. Við erum viss um að með nútímatækni er unnt að vinna úti á landi ýmislegt sem nú er unnið þar. Þetta snýst að mínu mati um flutning verkefna út á land eða að þar verði efnt til þeirra, en ekki stofnana. Til þess að það verði að veruleika þarf ákveðna hugarfars- breytingu. Það er ákaflega mikilvægt að landsbyggðin sitji ekki eftir í frumframleiðslugreinunum, sjávarút- vegi og landbúnaði, þai' sem störfum fækkai' stöðugt vegna hagræðingar og tækninýjunga, heldur nái að þróa fjölbreyttara atvinnulíf. Ég legg áherslu á að úti á landi verði ekki að- eins einföldustu störfin heldur einnig þau sérhæfðari og „dýrari“. Þá er ég ekki síst að hugsa um upplýsinga- og þekkingariðnaðinn enda talið að í honum verði mesti vaxtarbroddurinn í efnahagslífi þjóðarinnar á næstu ár- um. Þeir miklu fólksflutningar sem því miður era í landinu hafa þó orðið til þess að farið er að huga meira að þessum málum, eins og ör vöxtur Is- lenskrar miðlunar er dæmi um.“ Grundfirðingar hafa undirbúið jarðveginn fyr- ir upplýsingatæknina í sínu samfélagi og greini- legur vilji er til að ná langt á því svði. Þannig er lögð áhersla á tölvunám í grunnskólan- um, meðal annars kennt námsefni frá Tölvuskólanum Framtíðarbörn- um í öllum bekkjum, og telur Björg að með því nái börnin ákveðnu for- skoti á jafnaldra sína á því sviði. Þá eru unglingar og fullorðnir í fjar- námi, eins og áður hefur verið vikið að, og þjálfast við það í samskiptum í tölvuheiminum. Brú á Kolgrafarfjörð Vegamál skipta Snæfellinga miklu máli enda strandferðaskipin hætt að koma þar við og ekkert áætlunarflug er á Nesið. „Það skiptir okkur miklu máli að hafa góða vegi,“ segh' Björg og vekur á því athygli að til þess að komast til bæjanna þriggja á norðan- verðu Snæfellsnesi þurfi að aka langa malarkafla. Og þar að auki séu tveir erfiðir fjallvegir á Snæfellsnesi, Kerl-' ingarskarð og Fróðárheiði. Unnið er að lagningu nýs vegar um Búlands- höfða sem er milli Grundarfjarðar og Olafsvíkur, og að undirbúningi fram- kvæmda við nýjan veg yfir Vatnaheiði í stað Kerlingarskai'ðs. „Kerlingar- skai’ð er mikill farartálmi, sérstak- lega að vetri. Veguiinn er í yfir 300 metra hæð og stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru til vega í dag. Vatna- heiðin mun breyta miklu.“ Björg seg- h' að fólk sem fylgist með úr fjaiiægð geti margt ekki gert sér grein fyiir stöðu þeh’ra sem þar búa. „Við eigum tilvera okkar undh- greiðum sam- göngum; atvinnu okkar, líf og heilsu." Snæfellingar hafa lagt áherslu á tengingu byggðanna á noi’ðanverði: Nesinu og staðið saman að forgangs- röðun framkvæmda. Nú standa yfir miklar framkvæmdir við nýjan veg um Búlandshöfða og lýkur þeim að fullu á næsta ári. Segir Björg að mik- il samgöngubót fáist með því. „Næsta verkefni er að fá veg yfir Kolgrafar- fjörð.“ Gamall malarvegur er fyrir fjörðinn og í langtímaáætlun í vega- gerð er gert ráð fyrir að hann verði lagður bundnu slitlagi. Björg segir að fjárveiting til vegarins dugi ekki fyrir nauðsynlegri uppbyggingu vegarins. „Við viljum láta meta hvað það kost- ar að byggja upp veg fyrir fjörðinn og bera það saman við kostnað við þverun hans. Vegagerðin vinnur að frumathugun málsins," segir Björg. Vegurinn til Grundarfjarðar styttist aðeins um 7,5 kílómetra við þveran Kolgrafarfjarðar. Björg segir að styttingin sé ekki aðalmálið heldur sé mikið veðravíti í firðinum og hættu- legt að fara um hann við ákveðnar aðstæður. Þá sé rekstur hans dýr og leggja þurfi mikla fjármuni í að byggja upp veginn og því spurning hvort ekki sé skynsamlegra að leggja þá í þveran fjarðarins. Búið er að leita töluvert að heitu vatni í nágrenni Grundai'fjarðar en án árangurs. Hins vegar er heitt vaty austan við Kolgrafarfjörð, á Ber- serkseyrarodda þar sem vegurinn færi yfir fjörðinn. Grandfirðingar hafa því sérstakan hag af brúargerð, með því að leggja aðveituæðina í brúnni myndu sparast veralegir fjár- munir og hagkvæmni hitaveitu aukast. Jafnframt myndu búsetuskil- yrðin batna til muna. , „Eigum tilveru okkar undir greiðum samgöngum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.