Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 35 LISTIR Gítartríóið Guitar Islancio með tónleika á Norðurlöndum og nýjan geisladisk íslensk þjóðlaga- tónlist fönguð í djassbúning Islensk tónlist í bland við evrópskan djass er blanda sem Sigrún Davíðsdóttir heyrði en þeir fóru í hljómleikaferð að kynna nýja geisladiskinn sinn. „SVONA er Reykjavík í dag,“ segir Björn Thoroddsen gítar- leikari fullum sal af áhugasöm- um áheyrendum í Jónshúsi, eftir að hafa sagt frá reynslu þeirra félaganna í Guitar Islancio, þeg- ar þeir hafa farið í grunnskóla og spilað fyrir krakkana. Það dugir ekki að segja þeim að gít- arleikarinn Django Reinhardt hafi aðeins haft tvo fingur á vinstri hendi, heldur þarf að hafa söguna miklu mergjaðri. Annars yppa þau bara öxlum. Það var hins vejgar ekki erfitt að fanga athygli Islendinga í Jónshúsi á dögunum er gítar- tríóið flutti heillandi og seiðandi tónlist með fáguðum blæ en ólg- andi „músíkalíteti" undir niðri. Það spillir heldur ekki fyrir að tríóið, sem auk Björns telur Gunnar Þórðarson gítarleikara og Jón Rafnsson bassaleikara, bregða léttilega á leik í kynning- um. Þessa vikuna eru þeir áTerð um Danmörku, Svíþjóð og Osló, en ferðin endar í Norræna hús- inu, þegar Reykvíkingar fá að kynnast því hvað þeir félagar eru að úðra þessa mánuðina. Geisladiskurinn: Mjólkin úr kúnni „ Við hugsum okkur þessa tónlist sem kynningu á íslenskri tónlist, íslenskuin þjóðlögum í evrópskum búningi,“ segir Björn Thoroddsen í hléinu. Með evróska djassbúningnum á hann við að hljómfallið í gíturunum er innblásið af tónlist manna eins og Django Reinhardt og Stephan Grappellis. Notkun kassagítar- sins ber keim af stíl þeirra, út- skýrir Björn. Hljóðfæraskipunin, tveir kassagítarar og bassi er í augum ófróðs allsérstök. Björn segir þá þremenninga fyrsta til þess að Guitar Islancio lýkur Norðurlandaferðsinni með tónleikum í Norræna húsinu 31. október. nota þessa skipan á íslandi. „ Annars er þetta víða talsvert al- gengt, einmitt í þessum Django- stíl, sem fyrir sunium nálgast trúarbrögð, þótt þetta sé gamall stíll,“ bætir Björn við. „Við Gunni höfum lengi haft áhuga á að gera gítarplötu, svo við fórum að hittast einu sinni í viku, svona eins og konur í saumaklúbb og síðan vatt þetta upp á sig,“ segir Björn um tríóið, sem nú hefur starfað í ár. „Geisladiskurinn er mjólkin, sem kemur úr beljunni,“ bætir hann við með bros á vör. Þeir þremenningar hafa sam- eiginlegan áhuga á þessum evrópska Django-stíl og komu að íslenskum þjóðlögum með hann í huga. „Það er auðvitað marg- búið að útsetja íslensk þjóðlög, Guitar Islancio-tríóið flytja í Jónshúsi áður en við ákváðum að fara aðra leið, spinna í kringum lögin og útsetja fyrir þessa hljóðfæra- skipan okkar,“ segir Björn. Viðbrögð gestanna í salnum voru vísbending um þeir félag- arnir hafa sannarlega hitt á skemmtilega og nýstárlega leið. Og eins og einn tónleikagestur- inn hafði á orði eftir tónleikana þá eru þeir þremenningarnir einfaldlega svo stórgóðir tónlist- armenn. Norðurlandareisa endar í Norræna húsinu Norðurlandaferðin er styrkt af NOMUS og var farin til að kynna geisladiskinn, sem er að koina út þessa dagana. Ur Jóns- húsi síðdegis á sunnudag lá leið- in í Færeyingahúsið á Vester- brogade í Kaupmannahöfn, en félagsheimili Færeyinganna er veglegt samkomuhús sem er vel sótt. Það varð fyrir valinu því tríóinu er umhugað um að rækta tengslin við frændur okkar Fær- eyinga, „og svo er gott að vera vinur þeirra, ef þeir finna olíu“, bætir Björn við af ábyrgðar- lausri glettni. Síðan er haldið til Jönköping og áfram til Stokkhólms þar sem þeir félagar spilar á Nailen sem er fornfrægur tónlistarstaður í borginni og hefur nýlega verið gerður upp. Síðasti viðkomu- staður er Osló, en síðustu tón- leikarnir í ferðinni verða í Nor- ræna húsinu 31. október. Þeir þremenningarnir eru all- ir mikilvirkir tónlistarmenn. Þannig er Björn Thoroddsen til dæmis með tríó, sem á menning- arári Reykjavíkur á næsta ári mun ásamt Agli Olafssyni meðal annars spila á vegum borgar- innar í hinum borgunum, sem einnig eru evrópskar menning- arborgir. REGATTA 30%VERÐLÆKKUN ALLT AÐ 30% LÆGRAVERÐ EN AÐUR Stroff og riflás Á ermum er bæði stroff og riflás. ■ Hetta í kraga Góð hetta með stillanlegu bandi. Mjúkt hálsmál Flísefnið nær upp í hálsmálið.Vandaður frágangur. Regn- og vindjakki Ytrabyrðið er 100% regn- og vindheldur jakki með ISOTEX-öndun og eingangrun. Mittisteygja Stillanleg teygja í mittið. Vandaður flísjakki Flísjakkann notar þú stakan - allt árið, eða sem hlýtt fóður þegar kalt er í veðri. Fóður Jakkinn er fóðraður. 10.400 Aöur15.444- gu ^ Brjóstvasar pi; Góðir vasar Hjk með rennilás og flipa. A 159 HOCKNEY Vind- og regnheldur jakki með lausum flísjakka innan í. ISOTEX-einangrun og öndun. Hetta í kraga. VERÐ ÁÐUR 20.358- W 282 WHISTLER Vind- og regnheldur jakki úr RIPSTOP-Polyamide-efni. ISOTEX-einangrun og öndun. Hetta í kraga. RÉTTVERÐ 12.480- Vasar Fjórir stórir vasar með rennilás og flipa. SENDUM EINNIG í PÓSTKRÖFU OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ10-14 Regatta GREATOUTDOORS Stormflipar Mittisteygja Flfsjakkanum er rennt í Stillanleg ytrabyrðið með öflugum rennilás. teygja í mittið. Stormflipar eru yfir öllum rennilásum. UTÖNDUN ISOTI Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500 og 800-6255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.