Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hugmyndir um stækkun komusvæð- is á Flugstöð Leifs Eiríkssonar Stefnt er að stækkun strax í sumarbyrjun YFIRSTJÓRN Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur lagt fram erindi þess efnis að komusalur flugstöðv- arinnar verði allt að því tvöfaldað- ur að stærð með nýrri viðbygg- ingu. Mikil þrengsl skapast í nú- verandi aðstöðu á helstu álagstím- um. Samkvæmt tillögunum á stækkunin að vera komin í gagnið fyrir næstu sumarvertíð. Ómar Kristjánsson, settur for- stjóri flugstöðvarinnar, segir að enn sem komið er sé um hugmynd- ir að ræða, ekki sé búið að ná sam- komulagi við alla þá sem komi að málinu. „Við erum að vona að sal- urinn verði stækkaður nú í vetur og svæðið verði tvöfaldað að stærð. En það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir enn sem komið er.“ Að sögn Ómars skapast á stund- um öngþveiti í komusalnum vegna þrengsla. „Þetta er það svæði í stöðinni þar sem ástandið er langerfiðast. Þarna eru þrengslin alveg við hættumörk á mestu álagstímum." Vegna þessa er nú verið að skoða hugmyndir um að reisa skála eða viðbyggingu við ganginn inn á töskusvæðið. Töskuflokkun, þar sem starfsmenn raða töskum á færiband, verði flutt þangað. Með þessu mundi núverandi komusalur u.þ.b. tvöfaldast. „Við vonumst til að þetta geti verið komið í gagnið fyrir næstu sumarvertíð," segir Ómar. Nýjar kerrur og skilagjald Farþegar hafa ekki farið var- hluta af því, þegar margt er um manninn í flugstöðinni, að hörgull er á kerrum. En, að sögn Ómars, eru nú um 120 kerrur í notkun en þær duga skammt á álagstímum. Sömu kerrur hafí verið í flugstöð- inni allt frá upphafi, sem hafi verið endumýjaðar að einhverju leyti. Jafnframt fyrirhugaðri stækkun stendur til að taka nýtt fyrirkomu- lag á kerrum í gagnið. „Það hefur staðið tfl að taka í notkun, um leið og endurbætta aðstöðu, stærri, betri og öflugri kerrur sem kerru- gjald yrði gi-eitt fyrir,“ segir Ómar. Að sögn Ómars gæti fólk nálgast kerrurnar á vissum stöðvum, inni í húsinu og á bílastæðunum beggja vegna flugstöðvarinnar, og losað þær með því að greiða 200 kr. með mynt eða greiðslukorti. Að notkun lokinni fengist síðan 100 kr. skila- gjald um leið og kerrunum yrði skilað á kerrustöð. Með þessu fyr- irkomulagi er komið í veg fyrir að kerrur séu skildar eftir hér og þar í og við flugstöðina, að mati Ómars. Vegna skorts á kerrum þykir flugstöðvaryfirvöldum þó ekki stætt á því að bíða eftir þessu nýja kerfi og mun nýjum kerrum verða bætt við þegar í næstu viku. FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Páll Pétursson félagsmálaráðherra afhenti Herði Sigurgestssyni, forstjóra Eimskips, viðurkenninguna. Lengst til vinstri er Eiín Lindal, formaður Jafnréttisráðs, og lengst til hægri er Benedikt Sveinsson, stjórnar- formaður Eimskips. Eimskip fékk viður- kenningu Jafnréttisráðs EIMSKIP hlaut í dag viðurkenn- ingu Jafnréttisráðs árið 1999 fyr- ir þróun og stöðu jafnréttismála þjá fyrirtækinu. Sérstaklega er þess getið að markvisst hafi verð unnið að því að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum. Arið 1993 hóf Eimskip að leggja aukna áherslu á hlut kvenna í stjórnunarstöðum hjá félaginu á Islandi. Tilgangurinn var m.a. að auka breidd í stjórn- endahópnum og nýta þá þekk- ingu, menntun og reynslu sem konur búa yfir ekki síður en karl- ar. Síðan hefur verið lögð áhersla á ýmsar aðgerðir í þessu efni. Fé- Iagið hefur sett sér markmið, lát- ið þessarar stefnu getið í atvinnu- auglýsingum og fylgst reglu- bundið með árangri á þessu sviði. Konur eru nú rúmlega 40% af forstöðumönnum og deildarstjór- um á skipuriti yflrstjórnar félags- ins eða átta talsins, en einungis ein kona var á skipuritinu árið 1994. Konum í stjórnunarstöðum hefur fjölgað úr átta árið 1996 í átján. Auk fjölgunar kvenna í stjómunarstörfum hefur þeim einnig fjölgað í hefðbundnum karlastörfum á Sundahafnar- svæðinu. Jafnréttisráð telur því að Eimskip hafi náð umtalsverð- um árangri á undanförnum ár- um. „Enn er mikið verk óunnið í að auka hlut kvenna í stjórnum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja hér á landi, en viðurkenning Jafn- réttisráðs er hvatning til Eim- skipafélagsins og reyndar alls at- vinnulífs á Islandi að halda áfram á sömu braut,“ segir í fréttatil- kynningu frá Jafnréttisráði. CNN-fjölmiðlafyrirtækið banda- ríska stefnir að því með nýju ári að færa út kvíarnar á netútgáfu sinni, þ.e. fréttavef og öðru efni sem það miðlar um netið og nefnt er CNN- interactive. Meðal lykilmanna í þeim undirbúningi er Stefán Kjart- ansson, einn af þremur fram- kvæmdastjórum CNN-netsins. Stefán er framkvæmdastjóri hönn- unardeildar og hefur síðustu fjögur árin starfað hjá CNN. Fréttaþjónustan á CNN.com hófst í ágúst 1995 og voru starfs- menn þá 20. Aðalsíðan flytur jafnan nýjustu fréttir allan sólarhringinn og starfa við hana í dag yfir 170 manns, blaðamenn og vefarar eða tölvusérfræðingar. Alls eru starfs- menn 350 ef taldir eru með þeir sem sinna öðrum vefjum CNN. Þá hefur fréttavefurinn aðgang að sjónvarps- fréttastofu CNN og útibúum henn- ar um allan heim. Samstarf og samkeppni Stefán Kjartansson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að bæði sé um að ræða samstarf og samkeppni milli fréttavefs CNN og fréttastof- unnar. „í dag eru vefir CNN orðnir átta fyrir utan fréttavefinn og fjalla þeir meðal annars um bandarísk stjórnmál en sú síða er í samstarfi við Time, vefur er um fjármál og annar um íþróttir og síðan eru vefir á spænsku, portúgölsku, sænsku og norsku og í vændum er vefur á ítölsku." Fjórtán manns starfa í dag í hönnunardeild CNN-interactive og er hlutverk deildarinnar að sjá um alla framsetningu og útlit á efninu, myndir, grafík og fleira. Stefán hef- ur unnið til verðlauna fyrir hönnun sína hjá CNN, m.a. fyrir nýjar vef- síður og endurnýjaðar síður og framundan er mikið verkefni sem unnið verður með hönnunardeild Ti- meWarner í New York sem Stefán segir að verði spennandi. Er ætlun- in að koma á eins konar miðstöð Islendingur tekur þátt í uppbyggingu fréttavefjar CNN Um 3.500 heimsóknir frá íslandi á meðaldegi Morgunblaðið/jt Stefán Kjartansson, framkvæmdastjóri hönnunardeildar fréttavefjar CNN (t.v.), og Joseph Sterling, einn af vaktstjórum fréttavefjarins. frétta á Netinu með mun fleiri og víðtækari efnisflokkum en eru í boði í dag. „Verkefnið er að skapa miðstöð frétta og fréttatengds efnis sem allt verður undir sama hatti, það er að segja CNN.com. Við leiðum verk- efnið og höfum til 'þess afnot af öll- um fréttatengdum fjölmiðlum í eigu TimeWarner. Tilgangurinn er að auka úrval og notkunargildi síðunn- ar en einnig að beina umferð inná CNN-fréttamiðstöðin er í stóru og margslungnu húsi þar sem finna má veitingastaði og verslanir. aðra TimeWarner-vefi. Við erum eiginlega að skapa fjölskyldu vefja sem ættu að svala öllum þörfum fréttafíkla," segir Stefán. Fréttaefni á CNN-vefnum er unnið af starfsmönnum deildarinnar og segir Stefán netdeildina sjá um allt er viðkemur vélbúnaði, rekstri tölvukerfanna, skrifum og fram- setningu á öllu efni. Þeir sem skrifa fréttirnar eru blaðamenn með reynslu frá dagblöðum eða útvarps- og sjónvarpsstöðvum. Joseph Sterl- ing er einn vaktstjóra fréttavefjar- ins og segir hann deildina að vissu leyti sjálfstæða. Áhugavert að miðla fréttum á Netinu „Við höfum þó alltaf ákveðið sam- starf við fréttastofu CNN, til dæmis ef okkur sýnist heimildir frétta sem berast til okkar ekki alveg nógu traustar, þá kemur fyrir að við dok- um við og könnum málin frekar og þá oft í samráði við hina fréttastof- una. Það gerðum við til dæmis þeg- ar okkur bárust fréttir um andlát Frank Sinatra, þá fengum við frétt- ina staðfesta með aðstoð frétta- manna CNN áður en við settum hana á Netið. f þessum tilvikum er ég ekki að tala um langan tíma, mínútur en ekki klukkustundir," segir Joseph Sterling. Hann segir ekki síður áhugavert að miðla frétt- um á Netinu en í dagblaði þar sem hann starfaði áður, vinnubrögðin séu ólík og aðstæður aðrar, til dæm- is aldrei spurning um plássleysi en markmiðin og reglur við fréttaflutn- inginn sem slíkan séu svipuð. Nokkrar milljónir manna heim- sækja fréttavef CNN á degi hverj- um og þegar eitthvað sérstakt er um að vera geta heimsóknirnar skipt tugum milljóna. Þannig voru þær um og yfir 30 milljónir þegar skýi-sla Starr, saksóknara í máli Clintons forseta, var birt í heild, þegar NATO hóf loftárásir á Jú- góslavíu og þegar flugvél Johns Kennedy yngri fórst. Alls eru heim- sóknirnar á þessu ári orðnar yfir 4,6 milljarðar það sem af er árinu. ís- lendingar eru duglegir að heim- sækja CNN-síðuna og er fjöldi heimsókna héðan um 3.500 á meðal- degi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.