Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ Arnað heilla Tísku- og sölusýning Aldamótakjólarnir frá Sissu tískuhúsi verða til sýnis og sölu á Hótel Örk á morgun, föstudaginn 29. október, kl. 21.00. Ath.: Aðeins þetta eina kvöld! Allir velkomnlr. €>\&&a tískuhús Sissa tískuhús Hverflsgötu 52 Laugavegi &7 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 65 Kringlukast í Barnakoti Flísjakkar kr. 1.990, Star Wars bolir kr. 990, peysur kr. 1.590 o.fl. flott tilboð. Barrvakot Kringlunni A-6 sími 588 1B40 í DAG Hrútur „ (21. mars -19. apríl) Það sem virtist ókleift að framkvæma í gær reynist leikur einn í dag svo fáðu fólk til liðs við þig svo hægt sé að koma sem mestu til leiðar. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér hættir stundum til að eyða meiru en þú aflar og ef ekki á illa að fara þarftu að temja þér sjálfsaga, gera áætlun og fylgja henni eftir. Tvíburar x (21. maí - 20. júní) oA Láttu það sem veldur þér áhyggjum ekki ná tökum á þér og reyndu heldur að ein- beita þér að jákvæðum þátt- um lífs þíns. Þá sérðu að áhyggjurnar era ástæðulaus- Krabbi (21. júní - 22. júlí) Í1WÍ Þú færð tækifæri til að þróa þínar eigin hugmyndir og koma þeim í verk og getur nú loksins sannað fyrir sjálfum þér og öðrum hvað í þér býr. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Nú er rétti tíminn til að hitta félagana og ræða sameiginleg áhugamál. Gættu þess bara að tala ekki svo mikið sjálfur að aðrir komist ekki að. Meyja (23. ágúst - 22. september) ©íL Það er undir sjálfum þér komið hvort þú ert ánægður eða ekki og láttu þér ekki til hugar koma að draga aðra til ábyrgðar hvað það varðar. (23. sept. - 22. október) Láttu það nú eftir þér að bregða út af vananum og gera eitthvað nýtt eins og að keyra aðra leið í vinnuna og gefa þér tíma til að skoða umhverfið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Berðu virðingu fyrir því trausti sem þér er sýnt hvort sem er í starfl eða einkalífi. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú lánar öðrum peninga. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) i Hafirðu sært einhvern í orði eða verki skaltu bæta fyrir það á einhvem hátt og muna framvegis að hafa hiutina á hreinu alveg frá upphafi. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þótt þú standir klár á þínu er ekki víst að það sama gildi um aðra. Vertu því umburð- arlyndur og gefðu þeim góð ráð sem til þín leita. Vatnsberi r (20. janúar -18. febrúar) CSn) Að vera vinsæll hefur bæði sína kosti og galla. Leggðu nú allt kapp á að sannfæra þá sem valdið hafa um að þú sért besti kosturinn í stöðunni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þegar margir möguleikar eru fyrir hendi er valið þeim mun erfiðara. Skoðaðu því alla þætti vandlega bæði kosti og galla og þá muntu finna lausnina fyiT en varir. Stjörnuspúna á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STJÖRNUSPA eftir Frannes llrakc SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert fyrirhyggjusamur og reynir að hafa allt þitt á þurru. Þetta kunna aðrir að meta íþínu fari. Kringlukast Vandaðir þýskir heima- gallar í stærðum 38 -40-42 - 44 - 46 Frotte, verð áður kr. 9.800 nú kr. 6.500 Velúr, verð áðurkr. 15.500 núkr. 10.000 Spennandi leynitilboð rj ÁRA afmæli. í dag, I V/ fimmtudaginn 28. október, verður sjötugur Ólafur Á. Sigurðsson, Brúnavegi 3, Reykjavík. Eiginkona hans er Kristín M. Guðjónsdóttir. Þau eru að heiman í dag. HÉR er spil sem kom upp á landsliðsæfmgu Frakka ný- lega. Suður verður sagnhafi í sex laufum og þarf að velja á milli tveggja leiða: Suður gefur; NS á hættu. Norður A 7 V KD102 ♦ Á72 * ÁD765 Suður A Á4 V ÁG4 ♦ D54 + G9832 Vestur Norður Austur Suður - _ _ 1 lauf Pass 21auf Pass 31auf Pass 3I\jörtu Pass 3spaðar Dobl 4 lauf 4spaðar Pass Pass 4grönd Pass öþjörtu Pass 61auf Allirpass NS spila franskan Stand- ard, þar sem hækkunin í tvö lauf er sterk sögn og suður segist eiga „alvöru" lit með því að hækka í þrjú. Síðan taka við fyrirstöðusagnir og vestur sætir lagi og doblar þrjá spaða. Sem verður til þess að austur skellir sér óvænt í fjóra spaða. En nóg um sagnir. Vestur spilar út spaðatvisti (þriðja/fimmta hæsta) og nú er komið að því að velja leið. Það má spila upp á lauf- kóng réttan (og fara þá auð- vitað af stað með gosann til að ráða við K104 í vestur); eða það má líka trompa spað- ann, taka trompás og hjörtun og spila trompi. Þá vinnst slemman ef trompkóngur er blankur, eða ef hann er annar í samfloti með tígulkóngnum. Franski spilarinn Guill- aumin tók síðari kostinn (af fegurðarástæðum), og tapaði slemmunni fyrir vikið: Norður * 7 V KD102 * Á72 * ÁD765 Austur + KG963 V 9765 ♦ K1063 + - Suður + Á4 VÁG4 * D54 * G9832 Jean-Paul Meyer, ritstjóri franska bridsblaðsins, er óspar á gagnrýni: Hann seg- ir: „Spaðinn virðist liggja 5-5 eftir fyrsta slag að dæma, og má þá ekki reikna með að annar hvor hefði komið inn í sagnir á hagstæðum hættum með fimmlit í spaða og báða láglitakóngana." Það er nokkuð til í þessu hjá Meyer. A.m.k. hefði vest- ur ströglað með drottning- una fimmtu í spaða og láglitakóngana (eða hvað?), en austur er ekki í jafn góðri stöðu til að melda eftir hækkun norðurs í tvö lauf. Svo Meyer er full dómharð- ur, að niati dálkahöfundar. Vestur * D10852 V83 ♦G98 + K104 Sendum í póstkröfu. AA ÁRA afmæli. í dag, fimmtudaginn 28. október, *J\J verða níræðar tvíburasysturnar Guðrún og Helga Pálsdætur frá Höfða í Grunnavíkurhreppi. Þær eru að heiman í dag en taka á móti gestum í Dvergholti 24, Mosfellsbæ, laugardaginn 30. október kl. 15. Guðrún og Helga eru elstu núlifandi tvíburar landsins. BRIDS Umsjún Giiðmiiiidur Páli Arnarsnn ÁRA afmæli. Á morgun, föstudag- inn 29. október, verður sex- tugur Guðmundur G. Þór- arinsson, verkfræðingur, Rauðagerði 59, Reykjavík. Eiginkona hans er Sigrún Valdimarsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á Grand Hótel (Háteigur) á milli kl. 17-19, á morgun, fijstudag. F A ÁRA afmæli. í dag, O V/ íimmtudaginn 28. október, verður fimmtug Val- dís Magnúsdóttir, kristni- boði og kennari, Smárarima 34, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Kjartan Jónsson. Þau taka á móti gestum í Kristniboðssalnum, Háaleit- isbraut 58-60, 3. hæð, kl. 17- 19.30 í dag. HRÍSLAN OG LÆKURINN Gott átt þú, hrísla’, á grænum bala glöðum að hlýða lækjarnið. Þið megið saman aldur ala, unnast og sjást og talast við. Það slítur aldrei ykkar fundi, indæl þig svæfa ljóðin hans, vekja þig æ af blíðum blundi brennandi kossar unnustans. Svo þegar hnígur sól til fjalla, sveigir þú niður limarnar og lætur á kvöldin laufblað falla í lækinn honum til ununai’. Hvíslar þá lækjar bláa buna og brosandi kyssir laufið þitt: „Þig skal ég ætíð, ætíð muna, ástríka blíða hjai’tað mitt!“ Þið grátið fögrum gleðitárum glaða morgna, þá sólin rís, vitið ei hót af harmi sárum, haldið þið séuð í paradís. Þið hafið ei reynt að syi’gja og sakna, þá sérhver gleði í harma snýst, grátin að sofna, vonlaus vakna, vetur og dauða þekkið sízt. Páll Ólafsson. r A ÁRA afmæli. Hinn OU 1. nóvember nk. verður fimmtugur Hjörtur R. Zakaríasson, bæjarrit- ari, Freyjuvöllum 5, Kefla- vík, Reykjanesbæ. Hjörtur og eiginkona hans Hjördís Ilafnfjörð taka á móti gest- um fóstudaginn 29. október nk. í sal Karlakórs Keflavík- ur, Vesturbraut 17, milli kl. 20-23. Barna & fjölskylduljósmyndir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. maí sl. í Hofsóss- kirkju af sr. Ragnheiði Jónsdóttur Aðalheiður Þór- arinsdóttir og Árni Odds- son. Heimili þeirra er að Leirubakka 32, Reykjavík. undirfataverslun, 1. hæð, Kringlunni, sími 553 7355 Fréttir á Netinu mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.