Morgunblaðið - 28.10.1999, Side 1

Morgunblaðið - 28.10.1999, Side 1
STOFNAÐ 1913 245. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ruglast á Blair og guði London. Reuters. BRESKUM börnum hættir til að rugla saman Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, og guði almáttugum og mörg halda, að Elísabet drottning hafi ekk- ert annað fyrir stafni en að „sötra vín allan daginn“. Kemur þetta fram í heimildamynd, sem breska ríkisútvarpið, BBC, er að gera um börn. „Mér finnst það athyglisverð- ast, að börnin skuli rugla saman forsætisráðherranum, guði al- máttugum og yfirmönnum kirkj- unnar,“ sagði Philippa Lowt- horpe, framleiðandi myndarinn- ar. Eitt barnanna, Natasha, sjö ára gömul, sagði að Blair væri með „sítt grátt hár, gráskeggj- aður í gráum kufli og gerði kraftaverk". Hafa talsmenn Blairs ekki gert neina athuga- semd við þessa lýsingu á honum. Reuters Her- og lögreglumenn sátu um þinghúsið í Jerevan í gær og fyrir utan þinghúsgarðinn beið hjúkrunarfólk eftir að geta hugað að særðu fólki. Þangað dreif líka mikinn fjölda borgarbúa. Hryðjuverkamenn lögðu undir sig þinghúsið í Jerevan, höfuðborg Armeníu Myrtu forsætisráðherr- ann og fleiri þingleiðtoga Jerevan. Reuters, AP. 1 1 FORSÆTISRÁÐHERRA Armeníu og hugsanlega sjö aðrir frammá- menn á þingi landsins voru myrtir í gær er hópur vopnaðra manna ruddist inn í þinghúsið í Jerevan, höfuðborg landsins, og lét kúlunum rigna yfir þá. Hrópaði einn árás- armannanna, að um væri að ræða stjórnarbyltingu en hundruð lög- reglu- og hermanna umkringdu þinghúsbygginguna á skömmum tíma. Voru árásarmennirnir enn í húsinu í gærkvöldi, hugsanlega með tugi gísla. Einn þingmannanna sagði að fimm eða sex vopnaðir menn hefðu ruðst inn í þingsalinn og hefði einn þeirra tæmt byssuna á Vazgen Sarksyan forsætisráðherra. I árás- inni féllu einnig Karen Demirchian, forseti þingsins, Yuri Bakhshian, varaforseti þess og Leonard Petros- ian orkumálaráðherra. Armensk sjónvarpsstöð sagði í gær að 30 menn a.m.k. væru sárir og sumir alvarlega. Einn byssumann- anna hrópaði að þeir hygðust bylta stjórn- inni í landinu og sagði að þeir væru komnir til að hefna þeirra sem hefðu látið lífið fyrir ættjörðina. Armenskir embættismenn gerðu lítið úr valdaránstil- raun byssumannanna og sögðu að þeir væru aðeins hópur hryðju- verkamanna. Þekktur þjóðernissinni Blaðamaður, sem var staddur í þinghúsinu í gær, segist hafa þekkt einn byssumannanna, Nairiu Un- anyan, sem væri fyrrverandi blaða- maður og félagi í Dashnak, þjóðern- issinnuðum flokki. In terfax-fréttastofan hafði hins vegar eftir talsmanni Dashnak að Unanyan hefði aðeins verið í flokknum í stuttan tíma árið 1990. Fjölmennt lið her- og lögreglumanna sat um þinghúsið í gær en ekki var vitað hve marga gísla byssu- mennirnir höfðu á valdi sínu. Armensk sjón- varpsstöð sagði þá vera allt að 200 en rúss- neska fréttastofan RIA aðeins átta. Robert Kocharyan, forseti Ar- meníu, var við þinghúsið í gær þar sem reynt var að semja við hryðju- verkamennina. Var látið að kröfu þeirra um að fá að koma fram í sjónvarpi og sagði einn þeirra þar að árásin hefði verið gerð í þágu þjóðarinnar. Hann sagði ástandið í landinu hörmulegt og ættu örlög Sarsyans að verða öðrum víti til varnaðar. Tengist hugsanlega Nagorno-Karabakh Ekki var vitað hvað vakti fyrir ódæðismönnunum en helst talið að það tengist deilu Armeníu og Aserbaídsjan um héraðið Nagorno- Karabakh, sem er í Aserbaídsjan en byggt Armenum. Stóðu um það blóðugir bardagar fyrir nokkrum árum en nú eru ríkin að reyna að finna friðsamlega lausn. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna minntist í gær hinna látnu með einnar mínútu þögn og margir þjóðarleiðtogar fordæmdu hryðju- verkin. Korcharyan, forseti lands- ins, lýsti yfir í gær að ríkisstjórnin hefði full tök á ástandinu. „Kjötdeila“ Breta og Frakka Farin að spilla sam- skiptum ríkjanna London. Reuters. BRESKA stjómin herti í gær á kröfum sínum um að fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, ESB, tæki ákveðna afstöðu í „kjötdeilu" Breta og Frakka og hæfi málsókn gegn frönsku stjóm- inni fyrir að banna innflutning á bresku nautakjöti. Vísindanefnd ESB fjallar um málið í dag en ótt- ast er að komist hún ekki að ein- róma niðurstöðu muni það kynda enn undir deilunni sem er farin að hafa alvarleg áhrif á samskipti ríkjanna. „Það er stríð“ var forsíðufyrir- sögnin á breska síðdegisblaðinu Sun í gær og þar var Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvatt- ur til að „byrja að sparka frá sér“, jafnt í París sem Brússel. Blair hefur hafnað kröfum Ihaldsflokks- ins um að banna innflutning á frönsku kjöti og á þingi í gær sagði hann að slíkt bann væri heimsku- legt og gegn breskum hagsmun- um. Mikil reiði í Bretlandi Almennt er búist við að vísinda- nefndin muni vísa frá mótbámm Frakka við innflutningi á bresku nautakjöti á fundi sínum í dag en óttast ær að verði sú niðurstaða ekki einróma geti það kynt enn undir deilunni. I Bretlandi hafa margar verslanir fjarlægt franska vöru úr hillunum og sum bresku blaðanna hvetja fólk til að snið- ganga það sem franskt er. Nick Brown, landbúnaðarráðherra Bret- lands, kaupir ekki lengur franska vöm og upplýsingar um að franskir bændur hafi alið búfénaðinn á skolpblönduðu fóðri hafa aukið enn á reiði Breta sem saka Frakka um yfirgengilega hræsni. Blair ræddi í fyrrakvöld í síma við Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, og urðu þeir sammála um að spara stóm orðin þar til nið- urstaða vísindanefndarinnar lægi fyrir. Khatami íransforseti í Frakklandi Vill bætta sambúð við Vesturlönd París. Reutcrs, AFP. MOHAMMÁD Khatami, forseti Irans, kom í þriggja daga heimsókn til Frakklands í gær og hefur við- búnaður frönsku lögreglunnar sjald- an verið meiri. Khatami átti í gær fund með Jacques Chirac forseta og sagði að honum loknum að hann vildi vinna að heimi þar sem allar þjóðir virtu hver aðra og lifðu saman í friði. Franska lögreglan handtók í gær um 40 manns, sem reyndu að grýta bílalest með Khatami, og ströng gæsla var á landamærunum þar sem fjölda íranskra útlaga var vísað burt. Búist er við, að franska stjórnin muni ræða ástand mannréttinda- mála í íran við Khatami en sjálfur á hann undn- högg að sækja fyrir írönskum harðlínumönnum, sem voru andvígir heimsókninni. Bandaríkjastjórn fagnaði í gær Frakklandsferð Khatamis og James Rubin, talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, sagði að Banda- ríkjamenn væru tilbúnir til „skilyrð- islausra viðræðna“ við Irani um ágreiningsefni ríkjanna. Hólmganga í Hanover A1 Gore, varaforseti Bandarflg- anna, og Bill Bradley öldunga- deildarþingmaður tókust á í sjón- varpseinvígi í gær en þeir berjast um að verða útnefndir frambjóð- andi demókrata í forsetakosning- unum að ári. I könnunum hefur Gore mikið forskot á Bradley á landsvísu en samt hefur dregið saman með þeim og Bradley hef- ur vinninginn í sumum Norðaust- urríkjanna. Frammistaða þeirra í einvígjunum, sem verða alls sjö, getur því ráðið miklu. Einvígið fór fram í Hanover í New Hamp- shire og átti að hefjast um mið- nætti að ísl. tíma. Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.