Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Musharraf seg- ir ríkisstjórn í burðarliðnum Islamahad. Reuters. PERVEZ Musharraf, hershöfðingi og æðsti valdamaður Pakistans eft- ir valdarán hersins þar fyrir þrem- ur vikum, sagði í gær að hann myndi síðar í vikunni skipa nýja 12 manna ríkisstjórn. Sagði hann meðlimi hennar verða valda „eftir hæfni“. Hershöfðinginn, sem í gær var staddur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir viðkomu í Sádí-Arabíu, sagði hins vegar ekk- ert um hvenær efnt skyldi til kosn- inga í landinu, en hann hefur sætt gagnrýni erlendra stjómmálaleið- toga fyrir að hafa ekki anzað áskorunum þar að lútandi. Mus- harraf hefur sagt að áður en hann geri það vilji hann ganga milli bols og höfuðs á landlægri spillingu og endurreisa efnahaginn, sem er í molum. Musharraf hefur skipað fjóra menn til að sitja ásamt sjálfum sér og yfirmönnum flug- og sjóhers í svokölluðu Þjóðaröryggisráði. Þessir menn, auk nýútnefndra ráð- herra fjár- og utanríkismála og rík- issaksóknara, skipa kjama bráða- birgðaríkisstjórnar Musharrafs, sem kemur í stað hinnar föllnu stjórnar Nawaz Sharifs, en í henni sátu yfir 40 manns. Sendinefnd Samveldisins reynir að vitja Sharifs Sendinefnd aðildarríkja Sam- veldisins (áður Brezka samveldis- ins) hélt í gær til Pakistans í því skyni að gera úttekt á ástandinu í landinu eftir valdaránið fyrir þrem- ur vikum. Krefjast meðlimir nefnd- arinnar, sem Lloyd Axworthy, ut- anríkisráðherra Kanada, fer fyrir, þess að fá að vitja Nawaz Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra, en hann hefur ekki sézt opinberlega frá því honum var steypt af stóli 12. október. Rétt áður en sendinefndin var væntanleg til Islamabad greindi pakistanskur hermaður frá því að Sharif, sem er í varðhaldi hersins á ókunnum stað, hefði átt samtal við fjölskyldu sína, í fyrsta sinn frá valdaráninu. Fram að þessu hefur Sharif ekki verið leyft að eiga sam- Föt á alla fjöisKyiduna a frábæru versi Fatamarkaðurinn Laugavegi 103 Sími: 562 3311 Reuters Ibúar borgarinnar Lahore sýna stuðning sinn við valdarán hersins með því að hampa veggspjaldi með málaðri mynd af Pervez Musharraf hershöfðingja. Deilur um bók um Bush halda áfram skipti við nokkurn mann. Mann- réttindasamtök, bæði í Pakistan og alþjóðleg, hafa krafizt þess að Sharif verði annað hvort birt form- leg ákæra eða hann leystur úr haldi og leyft að fá sér lögfræðing. Her- inn sakar Sharif um spillingu og er að taka saman gögn gegn honum. Samveldið hefur gagnrýnt valda- rán hersins í Pakistan harkalega og leggur mikla áherzlu á að þar verði sem allra fyrst snúið á ný til lýðræðislegra stjórnarhátta. Pakistan hefur verið hótað brott- rekstri úr Samveldinu; endanleg ákvörðun um hann verður tekin síðar í mánuðinum. „Við munum eiga viðræður við hvern sem við getum hitt, til að fá heildaryfirsýn yfir hvað er á seyði. Við erum enn að reyna að fá að hitta Sharif,“ sagði Axworthy. I för með honum til Islamabad eru starfsbræður hans úr ríkisstjórn- um Malasíu, Ghana og Barbados, en þessi ríki eiga öll aðild að „Ráð- herraviðbragðshópi Samveldisins" (Commonwealth Ministerial Action Group), sem hefur það hlutverk að rannsaka mannréttindabrot í Sam- veldisríkjum. Þetta er fyrsta heim- sókn háttsettra embættismanna erlendra ríkja til Pakistans eftir valdaránið. The Washington Post. AÐALRITSTJÓRI útgáfufyrirtæk- isins St. Martin’s Press hefur ákveðið að láta af störfum vegna deilna um bók um George W. Bush, líklegan forsetaframbjóðanda rep- úblikana. Segir ritstjórinn, Robert B. Wallace, að hann vilji ekki láta bendla sig við bók, sem hann hafi ekkert haft um að segja. „Eg hef ekki einu sinni lesið bókina," segir Wallace. Bókin ber heitið „Hinn heppni sonur“ og er þar fjallað um ævi og störf Bush, sem nú sækist eftir til- nefningu Repúblikanaflokksins, fyr- ir næstu kosningar. Höfundur bók- arinnar, J.H. Hatfield, heldur því m.a. fram að Bush hafi verið hand- tekinn í Texas árið 1972 fyrir að hafa eiturlyf undir höndum en að málið hafi verið látið niður falla fyr- ir tilstuðlan föður hans, George Bush, fyrrum forseta. Bush-feðg- amir hafa báðir neitað þessum full- yrðingum og segja þær uppspuna og ekki hefur tekist að renna nein- um stoðum undir staðhæfingar Hat- fields. Þegar í ljós kom, nokkrum dög- um eftir útgáfu bókarinnar, að Hat- field hafði sjálfur setið í fangelsi fyrir að leggja á ráðin um að myrða yfirmann sinn var upplag bókarinn- ar, 90 þúsund eintök, innkallað og ákveðið að eyðileggja það. Málið hefur vakið upp nokkra umræðu í Bandaríkjunum um vinnubrögð bókaforlaga og þau ver- ið sökuð um að vera of fús til að ganga til samninga við höfunda, sem lítil reynsla er af, segist þeir hafa í fórum sér safaríkar upplýs- ingar er kynt gætu undir sölu bók- arinnar. Egyptar hunsa leið- togafundinn í Osló Kaíró, Jerúsalcm, Bctlehem. Reuters. Ósló. Morgunblaðið. EGYPTAR tilkynntu á þriðjudag að þeir hefðu afþakkað boð Norð- manna um að senda fulltrúa á leið- togafundinn sem haldinn verður í Ósló í næstu viku til að minnast morðsins á Yitzhak Rabin, forsæt- isráðherra ísraels, árið 1995. Ljóst er að fundurinn getur orðið afar mikilvægur vegna þess að auk for- seta Bandaríkjana verða á staðn- um forsætisráðherra Rússlands og nýskipaður talsmaður Evrópusam- bandsins í utanríkis- og varnarmál- um, Javier Solana, auk helstu ráða- manna ísraela, Palestínumanna og fleiri þjóða. Búist hafði verið við því að Amr Moussa, utanríkisráðherra Eg- yptalands, myndi sitja fundinn sem fulltrúi Hosnis Mubaraks for- seta. Moussa tilkynnti hins vegar að af því yrði ekki. Arabískir og evrópskir stjórnarerindrekar furð- uðu sig á þessari ákvörðun Egypta og sögðu hana óskiljanlega þar sem þeir hefðu gegnt mikilvægu hlutverki í friðarumleitununum. Ráðgert er að Bill Clinton Bandaríkjaforseti ræði við Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, í Ósló til að freista þess að blása lífií friðarviðræðurnar. Stjórn ísraels hefur skipað Oded Eran, sendiherra í Jórdaníu, sem aðalsamningamann sinn í frið- arviðræðunum í stað Gilads Shers, er neyddist til að segja af sér vegna reglna sem heimila ekki að hann gegni opinberu embætti á sama tíma og hann starfar sem lögmaður. Palestínumenn höfðu sakað ísraelsku stjórnina um að hafa hindrað að viðræðurnar kæmust á skrið með því að draga það í margar vikur að skipa eftir- mann Shers. Blóðug átök í Betlehem Hörð átök milli ísraelskra her- manna og palestínskra ungmenna í Betlehem hafa varpað skugga á til- raunimar til að blása lífi í friðarvið- ræðurnar. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sem er í heimskókn í Israel, aflýsti fyrirhugaðri ferð sinni til Betlehem á mánudag vegna óeirða sem blossuðu þar upp eftir að ísraelskur hermaður skaut Palestínumann til bana. Her ísra- els segir að hermaðurinn hafi skot- ið í sjálfsvörn þar sem Palestínu- maðurinn hafi reynt að stinga hann með hnífi. Palestínskir sjónarvott- ar segja hins vegar að enginn hafi ógnað hermanninum. Hundruð Palestínumanna köst- uðu grjóti að ísraelskum hermönn- um eftir að Palestínumaðurinn féll og ekkert lát var á óeirðunum í gær. Hermennirnir og skutu gúmmíkúlum á Palestínumennina og særðu rúmlega 30 þeirra. Ókyrrð var enn í borginni í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.