Morgunblaðið - 28.10.1999, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ
64 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999
KIRKJUSTARF
Áskirkja
Safnaðarstarf
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 14-17. Biblíulestur í safnað-
arheimilinu kl. 20.30. Frætt um upp-
haf kirkjunnar í ljósi postulasögunn-
ar. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Bústaðakirkja. Mömmumorgunn kl.
10-12.
Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa kl. 14-16 í safnaðarheimilinu.
Grensáskirkja. Mæðramorgunn kl.
10-12. AUar mæður velkomnar með
lítil börn sín.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, íhugun. Léttur máls-
verður í safnaðarheimili eftir stund-
'ina.
Háteigskirkja. Ljós lífsins, þagnarí-
hugun kl. 20. Taize-messa kl. 21.
Fyrirbæn með handaryfírlagningu
og smurning. Tómas Sveinsson.
Langholtskirkja. Foreldra- og
bamamorgunn kl. 10-12. Söngstund
með Jóni Stefánssyni kl. 11. Svala
djákni les fyrir eldri börn.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45. Kyrrðarstund kl. 12.00. Org-
eltónlist til kl. 12.10. Að stundinni
lokinni er léttur málsverður í safnað-
arheimilinu. Einfalt, fljótlegt og inni-
haldsríkt í erli dagsins. Samvera
eldri borgara kl. 14 í umsjá þjón-
ustuhóps, sóknarprests og kirkju-
varðar. Að þessu sinni koma böm úr
Laugarnesskóla með dansatriði fyrir
eldri kynslóðina undir stjórn Ingi-
bjargar Róbertsdóttur danskennara.
Neskirkja. Félagsstarf aldraðra.
Ferð um Kjalarnes. Lagt verður af
stað frá kirkjunni kl. 13 laugardag.
Kaffíveitingar að Hlaðhömmm.
Þátttaka tilkynnist milli kl. 10-12 í
dag og á morgun, föstudag, í síma
511-1560. Allir velkomnir. Frank M.
Halldórsson.
Selljarnarneskirkja. Starf fyrir 6-8
ára börn kl. 15-16. Starf fyrir 9-10
ára börn kl. 17-18.30.
•Árbæjarkirkja. TTT-starf fyrir 10-
12 ára í Ártúnsskóla kl. 16.30-17.30.
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn
á föstudögum kl. 10-12.
Digraneskirkja. Foreldramorgnar
kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdóttur
og Bjargar Geirdal. Kl. 11.15 leikfími
aldraðra. Kl. 18 bænastund. Fyrir-
bænaefnum má koma til prests eða
kirkjuvarðar.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-
12 ára drengi kl. 17-18. Æskulýðsfé-
lag fyrir 8. bekk kl. 20-22.
Grafarvogskirkja. Mömmumorgnar
kl. 10-12. Fræðandi og skemmtilegar
samverustundir, heymm guðs orð og
syngjum með börnunum. Kaffisopi
og spjall. Alltaf djús og brauð fyrir
börnin. Æskulýðsstarf fyrir unglinga
kl. 20-22.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf
fyrir 7-9 ára kl. 16.30.
Kópavogskirkja. Samvera aldraðra í
safnaðarheimilinu Borgum kl. 14-16.
Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18.
Fyrirbænaefnum má koma til prests
eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja. Strákastarf fyrir 9-12
ára á vegum kirkjunnar og KFUM
kl. 17.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir
ung börn og foreldra þeirra kl. 10-12
í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús
fyrir 8-9 ára börn í Vonarhöfn,
Strandbergi, kl. 17-18.30.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 22. Kaffí eftir athöfn. Bibl-
íulestur kl. 21.
Fríkirlgan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar
kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára
börn kl. 17-18.30.
Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl.
14.30 helgistund á Heilbrigðisstofn-
un Vestmannaeyja, dagstofunni, 2.
hæð. Heimsóknargestir velkomnir.
Kl. 17.30 TTT-starfið á blússandi
ferð. Mörg spennandi verkefni
framundan. Kl. 18 Taize-kyrrðar- og
bænastund í Landakirkju.
Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 sam-
koma í umsjón Hallelújakórsins. All-
ir hjartanlega velkomnir.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl.
18.30.
Hvammstangakirkja. Kapella
Sjúkrahúss Hvammstanga. Helgi-
og bænastund í dag kl. 17. Fyrir-
bænaefnum má koma til sóknar-
prests.
Fossvogskirkja. Fyrirlestur í kvöld
kl. 20.30. „Upprisan og vonin“. Sr.
Gunnar Kristjánsson, prófastur.
VlklRG
Breið gúmmístígvél úr núttúrugúmmí.
Litir: Rauð marglit og bló marglit.
Verð 1.495,-. Stærðir 21-30.
D0MUS MEDICA
við Snorrabraut - Reykjavík
Sími 551 8519
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
KRINGLAN
Krínglunni 8-12 - Reykjavík
Sími 568 9212
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
f DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Þakkir
PÁLÍNA hafði samband
við Velvakanda og langaði
að koma fram þökkum til
Gunnars Hersveins á
Morgunblaðinu fyrir alveg
frábærar greinar, nú síð-
ast um umburðarlyndi,
sem birtist í blaðinu 22.
október sl. Heima hjá
henni eru allar greinarnar
hans klipptar út og
geyrmdar. I þeim felist
lærdómur sem allir ættu
að lesa og íhuga að hennar
mati. Vonar hún að meira
birtist eftir hann sem
fyrst. I leiðinni vill hún
þakka útvarpsstöðinni
Klassík FM fyrir yndis-
lega tónlist og vel valið
efni.
Ragnari
Þór svarað
ÉG fínn mig knúna til að
skrifa nokkur orð um
grein Ragnars Þórs
þriðjudaginn 26. október
sl. þar sem hann fullyrðir
að líklegra sé að drengur-
inn ofsjóði í sér heilann við
gemsamal en brauð-
stangagerð. Hitt er sann-
ara að hann yrði fljótari að
sjóða af sér fingurna við
brauðstangagerð. Brauð-
stangagerðin er nefnilega
erfiðasta, hættulegasta og
óvinsælasta starfið sem
hægt er að vinna á Dom-
ino’s og tala ég sem fyrr-
verandi starfsmaður. Sá
sem er í það og það skiptið
í brauðstöngunum vinnur í
smáskoti á bak við mörg
hundruð gráða heitan ofn
þar sem erfitt er að at-
hafna sig án þess að
steikja á sér olnbogana.
Þungar pönnur eru notað-
ar undir brauðstangirnar
sem verður að taka með
óþægilegum töngum út úr
ofninum og vera fljótur að
því, og á mestu álags-
tímunum er það erfitt verk
fyrir tvo sem vinna saman
að anna eftirspurn eftir
brauðstöngunum. Standi
þeir sig vel fá þeir kannski
leyfi til að skipta á milli
sín einni kók svo fremi að
afköstin minnki ekki.
Þetta er stórhættulegt,
erfitt og rosalega
taugatrekkjandi starf og
alls ekki við hæfi 12 ára
barna. Mér finnst gaman
að því að fulltrúar Dom-
ino’s láti sér detta í hug að
bjóða honum starfann.
Lilja Sif Þorsteinsdóttir.
Virkjunar-
framkvæmdir
ARI hringdi í Velvakanda
og vildi taka undir orð
Gunnars G. Bjartmarsson-
ar vegna greinar eftir Há-
kon Aðalsteinsson, sem
birtist í Morgunblaðinu 23.
október sl. Var hann inni-
lega sammála Gunnari og
skrifum Hákons Aðal-
steinssonar um virkjunar-
framkvæmdir á Austur-
landi. Vildi hann hvetja
fleiri til þess að mótmæla
virkjunarframkvæmdum á
Austurlandi.
Ari V Ragnarsson.
Tapað/fundið
Frakki týndist
1. OKTÓBER sl. var
frakki tekinn í misgripum
á veitingastaðnum Einari
Ben. Frakkinn er merktur
Björgvin innan á boðungn-
um með silfurskildi. Skilvís
finnandi hafi samband í vs.
580-5148 og hs. 567-0443.
GSM-sími týndist
GSM-sími af gerðinni Phil-
ips Dica týndist bak við
Þórufell laugardaginn 23.
október sl. Skilvís finnandi
hringi í síma 864-5290.
G-Shock úr týndist
MÁNUDAGINN 25. októ-
ber sl. milli kl.18-20 týnd-
ist blátt G-SHOCK úr í
spinning tíma í World
Class. Úrið hefur tilfinn-
ingalegt gildi fyrir eigand-
ann. Skilvís finnandi vin-
samlegast hringi i Ásdísi í
síma 552-9292. Fundar-
laun.
Svart reiðhjól
í óskilum
SVART karlmannsreiðhjól
18 gíra er í óskilum í
Breiðagerði. Upplýsingar í
síma 525 2583 eða
553 2128.
Dýrahald
Gullfallegur hvolpur
GULLFALLEGUR 2
mánaða snjóhvítur hvolpur
af íslensku kyni leitar að
góðri fjölskyldu. Hann er
blíður og góður. Upplýsing-
ar hjá Olgu í síma 551-4887.
Bröndótt læða
frá Háteigsvegi 18
HÚN Helga hafði samband
við Velvakanda vegna
bröndóttrar læðu, sem aug-
lýst var eftir í Velvakanda
fimmtudaginn 21. október
sl. Helga heldur að hún hafi
séð læðuna við Stakkholt,
hún var ekki með rauða
hálsól, en merkt R 7172.
Helga getur gefið nánari
uppl. í síma 551-7110.
Hamsturs- og fuglabúr
INGIBJÖRGU vantar
hamstursbúr á tveimur
hæðum og fuglabúr. Einnig
vantar hana páfagauk. Ef
einhver á slíkt í fórum sín-
um, er sá hinn sami beðinn
að hafa samband við hana í
síma 587-6037 eða 698-2950.
Hvít læða í óskilum
í vesturbæ
HVIT smávaxin læða með
gráar rendur á baki og
fram á höfuð, með lítil
augu, er í óskilum í vestur-
bænum. Hún er ómerkt og
ólarlaus. Upplýsingar í
sima 552 1250.
SKÁK
llmsjón Margeir
l'ótiirsson
STAÐAN kom upp á opnu
móti í Hamborg í haust.
Konstantin
Bxh7+ - Rxh7 23. Df7+ -
Kh8 24. Rg6 mát) 22. Bxe7
- Dxe7 23. Dg4 og hvítur
hefur unnið peð auk þess
sem svarta staðan er rjúk-
andi rúst. Það tók hvít tíu
leiki til viðbótar að innbyrða
vinninginn.
Lerner
(2.585) Úkra-
ínu, var með
hvítt og átti
leik gegn
Igor Rausis
(2.495) Lett-
landi. Svart-
ur lék síðast
19. - f7-f6?
sem gaf kost
á laglegri
fléttu:
20. Rxf6+! -
Rxf6 21.
BxiB - g6
(Ekki 21. -
gxf6? 22.
Hvftur leikur og vinnur.
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar...
EINN vandi er þeim á höndum
sem aka þurfa út úr svonefndu
Hálsahverfi í Reykjavík, iðnaðar- og
verslunarhverfinu innan við Ártúns-
holtið, og ætla inn á Vesturlands-
veginn. Þaðan er nefnilega ekki svo
auðvelt að komast inn á þá ágætu
braut.
Ekki veit Víkverji hvort þetta er
ásetningur skipulagsyfírvalda borg-
arinnar og hann hefur kannski ekki
gaumgæft aðstæður á þessum slóð-
um nógu vel. En lítum á málið. Séu
menn staddir hjá Bifreiðaskoðun-
inni, bílasölu B&L hinni nýju, Össuri
eða einhverjum fyrirtækjum á þess-
um slóðum verður annaðhvort að aka
í vesturátt niður á mislægu gatna-
mótin við Höfðabakka til að komast
inn á Vesturlandsveg til austurs á ný
eða fara alveg upp fyrir Árbæjar-
hverfið og niður á síðasta spölinn á
Suðurlandsveginum til að beygja
þaðan til hægri og inn á Vestur-
landsveg. Á þetta að vera svona eða
stendur til að breyta þessu eitthvað?
ALLTAF er nú gaman að frétta
af góðu gengi landans í útland-
inu og ný staða Ölafs Jóhanns Ólafs-
sonar rithöfundar með meiru vekur
athygli. Við þurfum svosem ekkert
að vera hissa, Islendingar standa sig
vel á ótrúlegustu sviðum og gegna
ábyrgðarstöðum víða erlendis í við-
skiptalífi og til dæmis heilbrigðis-
þjónustu. Starf yfirmanns hjá Time
Warner-samsteypunni hlýtur hins
vegar að vera talsvert merkileg
staða og sér Víkverji ástæðu til að
samgleðjast Ólafi.
XXX
FRAM kom í fréttum á dögunum
að einhver stórmarkaðurinn (ekki
matvörubúð) væri búinn að setja
fram jólavörur eða jólaglingur. Ja-
hérna, segir Víkverji, það er ekki ráð
nema í tíma sé tekið. Hvað liggur
annars á? Getur það virkilega verið
að verslunarstjórar telji sig vera að
missa af jólalestinni ef þeir byrja ekki
að minna okkur á jólin í október? Það
er varla kominn vetur! Víkverji er nú
ekki langminnugur en var þetta
svona snemma gert í fyrra? Og verð-
ur þá einhver verslunin enn fyrri til
næst? Væri ekki bara best að koma
þessu fyrir eins og einhver útvarps-
stöðin og leikskólamir gera: Það má
ekki syngja jólalögin fyrr en 1. des-
ember. Hengjum ekki upp jólaskraut
fyrr en 1. desember eða fyrsta sunnu-
dag í aðventu, sem stundum getur
lent á síðustu helginni í nóvember.
Víkverji myndi ekkert segja við slíku.
XXX
SEM framhald af þessari umræðu
má einmitt nefna að þegar bóka-
útgefendur fara að hella bókum sín-
um í búðirnar og fréttir berast um
það til okkar í fjölmiðlunum þá er
nokkuð ljóst að skammt er til jóla.
Það er eitt af þessum óræku merkj-
um. Á sama hátt gætu stórmarkaðir
fundið einhvern slíkan „réttan tíma“
til að hefja þennan leik og sýna
ábyrgð og skynsemi.