Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Furstarnir á Einari Ben Góðhjartaðar söngstjörnur TÓNLIST snillinga á borð við Frank Sinatra hljómar á íimmtu- dagskvöldum á veitingastaðnum Einari Ben um þessar mundir og í kvöld verður engin undantekning þar á. Það er hljómsveitin Furstarn- ir sem hefur sérhæft sig í að flytja gömul gullkom en í kvöld verður Bjartmar Þórðarson, dansari með meiru, gestasöngvari með sveitinni. - Hvernig vildi þnð til að Bjart- mar er kominn í lið með ykkur Furstunum? „Það var vinkona mín sem kynnti mig fyrir þessum unga og efnilega manni,“ segir Geir Ólafsson söngv- ari og klappar vinalega á bakið á Bjartmari. „Hann tók íyrh- mig eitt lag og ég heillaðist af röddinni." Sungið íleikhúsi - Hefur þú sungið mikið, Bjart- mar? „Já, ég hef verið _að syngja annað slagið í leikhúsi. Ég hef sungið í ýmsum söngleikjum með áhugaleik- hópum og svo einnig í atvinnuleik- húsi.“ Margh' muna sjálfsagt eftir Bjartmari úr sýningum sem settar voru upp í Verslunarskólanum er hann var þar við nám, m.a. Saturday Night Fever. Hann þótti sýna góða takta, dansaði, söng og lék af mikilli list. - Geir, er þetta uppáhaidstónlist- in þín sem þið eruð að fiytja? „Já, ég tel mig vera mjög heppinn með það að vera í þessum tónhstar- bransa og vita nákvæmlega hvemig tónlist ég vil syngja,“ segir hann ákveðinn. „Ég var alinn upp við þessa tónlist og hef mjög gaman af henni. Hins vegar hlusta ég næstum á hvaða tónlist sem er.“ -Hvaða lög æ tlarðu að syngja ? Morgunblaðið/Sverrir Þeir Geir Ólafsson og Bjartmar Þórðarson munu trylla lýðinn á Einari Ben í kvöld. „Það á eftir að koma í ljós og von- andi á óvart líka,“ segir Bjartmar hlæjandi en gefur þó upp að þeir Geir muni syngja saman lagið Fly Me To The Moon saman við upphaf tónleikanna. - Verða þessir tónleikar einstak- ur viðburður? „Það er nú svo skemmtilegt við lífið að framtíðin er óljós en hins vegar er ekki nokkur vafí á því að ef vel tekst til á Bjartmar eftir að syngja með Furstunum aftur seinna," segir Geir. Furstamir munu halda áfram að spila á Einari Ben næstu vikur en hvað skyldi Bjartmai' vera að bralla? „Ég er í Háskólanum í bók- menntafræði sem er alveg ofboðs- lega skemmtilegt," svarar hann að bragði. „Ég held að þetta nám geti nýst mjög vel í leikhúsi sem annars staðar." Furstana skipa auk Geirs, Ami Scheving, Carl Möller og Þorleifur Gíslason að ógleymdum Papa Jazz, Guðmundi Steingrímssyni sem varð sjötugur á dögunum. -Hafíð þið í Furstunum gefíð eitthvað út? „Það kemur út plata með mér eft- ir áramótin,“ segir Geir. „Því miðui- tókst mér ekki að gefa hana út á þessu ári, en hún kemur. Furstamir spila undir en þetta er sólóplata með nokkmm fmmsömdum lögum auk lánslaga." - Þið seljið líka stuttermaboli fyr- irgóð málefni, ekki satt? „Já, ég afla styrkja frá fyrirtækj- um til að kosta bolina," segir Geh'. „Bolimir era merktir okkur Furst- unum og allur ágóði af sölunni mun renna til líknarmála; til krabba- meinssjúkra og hjaitveikra barna. Ég er að gera þetta af einlægni því ég vil láta gott af mér leiða sem söngvari. Þú getur rétt ímyndað þér hvað ég á eftir að gera þegar ég er búinn að slá í gegn.“ - Er það stefnan hjá þér? „Já, það er nokkuð ljóst að ef ég næ markmiði mínu mun ég leggja mitt af mörkum til líknarmála, það er engin spuming." FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 67 tidagskrá Okkar vinsæla jólahlaðborð hefst 26. nóvember. Sum kvöld aö seljast uppl Leikhúskjallaranum með glæsilegum kvöldverði. Sýningar á föstudags- og laugardagskvöldum. Tilvaliö fyrir hópa, stóra sem smáa. Fjöllistahópurinn Hey, blönduð dagskrá með leik, söng og dansi, þar sem mörk siðgæðisins á ýmsum tímum verða skoðuð. Leikhúskjallarinn / Hverfisgötu 19 / Sími 551 9636 •S C Kringlukast 20%-30% Skyrtur: Kjólar: Áður Nú 2.495,- 3.495, Áður Nú Buxur: Frá Úlpur: (Sv/Hv) 5.995,- 3.495, 3.995,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.