Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.10.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 13 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Til stendur að selja húsnæði Leikskólans Mýri í Skerjafírði Framtíð leikskólans óljós Skerjafjörður NOKKUR óvissa ríkir um framtíð Leikskólans Mýri, sem rekinn hefur verið í húsi Læknafélags Reykjavíkur við Skerplugötu 1 í Skerja- flrði. Ólafur Þór Ævarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að félagið hygðist selja húsið og að Reykjavíkurborg hefði for- kaupsrétt. Hann sagðist hinsvegar ekki vita hvort borgin myndi nýta sér for- kaupsréttinn og ef hún gerði það ekki yrði húsið selt á al- mennum markaði. Málið í algerri biðstöðu „Ég myndi helst vilja að þarna yrði áfram rekinn leik- skóli,“ sagði Ólafur Þór. Hann sagði að ungir læknar í Læknafélaginu hefðu keypt húsið á sínum tíma til að reka í því leikskóla fyrir börn lækna, en nú væri svo komið að fá börn lækna væru þar lengur og félagið hefði ekki efni á að eiga húsið að svo stöddu. Unnur Jónsdóttir, leik- skólastjóri á Mýri, sagðist skilja vel afstöðu Læknafé- lagsins. „Málið er í algerri bið- stöðu,“ sagði Unnur. „Við vitum ekki hvað verður, það er hvort borgin kaupir húsið eða hvort byggður verður nýr leikskóli, allavega verða börnin ekki höfð á götunni." Að sögn Unnar er leik- skólinn rekinn af foreldrafé- laginu, en samkvæmt þjón- ustusamningi við Reykjavík- urborg. Hún sagði að skólinn tilheyrði í raun Leikskólum Reykjavíkur en að hann væri sá eini á þeirra vegum sem ekki væri í húsnæði í eigu borgarinnar. Unnur sagði að Læknafé- lagið hefði reynst leikskólan- um afar vel. Hún sagði að foreldrafélag leikskólans hefði gert samning við Læknafélagið til 10 ára árið 1989 og nú væri samningur- inn að renna út og því kæmi það ekki á óvart að félagið vildi selja húsið. „Húsið er nú kannski ekk- ert draumahús fyrir leik- skóla, nema fyrir þá sem Morgunblaðið/Ásdís Læknafélag Reykjavíkur hyggst selja húsnæði sitt í Skerjafirði sem staðsett er á Skerplugötu 1. Leikskólinn Mýri hefur haft aðsetur í húsinu síðustu ár og því ríkir nokkur óvissa um framtíð skólans. þekkja það og hafa starfað þar,“ sagði Unnur og vísaði til þess að það væri gamalt og á fjórum hæðum. Húsið á sér í raun nokkuð merkilega sögu, því það stóð áður við norðvesturhorn Tjarnarinn- ar, en var flutt út í Skerja- fjörð þegar ákveðið var að byggja Ráðhús Reykjavíkur við Tjörnina. Efast ekki um að fundin verði farsæl lausn á málinu Bergur Felixson, fram- kvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, sagðist hafa fengið bréf frá Læknafélagi Reykjavíkur, þar sem sagði frá áformum þess um sölu á húsinu. Bergur sagði að Læknafélaginu hefði verið sent bréf til baka þar sem spurst hefði verið fyrir um verð hússins. Ólafur Þór sagði í samtali við Morgun- blaðið að verið væri að meta húsið. Að sögn Bergs kemur ým- islegt til greina í þessu máli, t.d. að kaupa húsið og halda áfram leikskólarekstri í því eða byggja nýjan, stærri og hentugri leikskóla á lóð Landspítalans við Reykja- víkurflugvöll. Hann sagði að skipulagsyfirvöldum hefði verið send fyrirspurn um það hvort Leikskólar Reykjavík- ur fengju lóð þar, en ekki væri búið að skipuleggja svæðið. Bergur sagði að enn væri nægur tími til stefnu og efaðist ekki um að fundin yrði farsæl lausn á þessu máli. Mikil gerjun í leikskólamál- um Kópavogsbæjar Nýr leikskóli í vesturbænum Kópavogur GERT er ráð fyrir að framkvæmdir við bygg- ingu nýs leikskóla á lóðinni við Kópavogsbraut 17, í vesturbæ Kópavogs, hefj- ist á næsta ári. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Sesselju Hauksdóttur, leikskólafull- trúa Kópavogsbæjar, en hún sagðist vona að leik- skólinn yrði tekinn í notk- un næsta haust, eða fyrir skólaárið 2000 til 2001. Að sögn Sesselju eiga ríkisspítalamir lóðina og er Kópavogsbær nú að semja við þá um kaup á henni. Hún sagði að leik- skólinn yrði fjögurra deilda og myndi rúma um 120 til 130 böm. Áætlaður kostnaður væri um 90 milljónir króna. Nýr leikskóli í Núpalind Leikskólinn verður stað- settur í mjög grónu hverfi í Kópavogi, en Sesselja sagði að það vantaði leik- skóla á þetta svæði. Hún sagði að leikskólinn yrði mjög vel staðsettur þarna, þar sem staðurinn væri í alfaraleið. Sesselja sagði að mikið væri að gerast í leikskóla- málum í bænum, til að mynda yrði nýr leikskóli opnaður í Núpalind, hinu nýja hverfi austan Reykja- nesbrautar, um áramótin. Sá leikskóli kemur til með að rúma 120 böm og er hann þegar orðinn fullset- inn, enda mikið af ungu fjölskyldufólki í hverfinu. Að sögn Sesselju þarf því þegar að fara að huga að næsta skrefi í leikskóla- málum í þessum hluta bæj- arins. Að sögn Sesselju hefur gengið vel að manna leik- skólana og ekki skapast vandræði vegna manneklu. Þá sagði hún að hlutfall leikskólakennara væri þokkalegt í Kópavogi eða um 50%, miðað við 40% á landsvísu. Faglega starfið er mjög kröftugt í leikskólunum, að sögn Sesselju. Verið er að vinna að gerð skóla- námskráa í þeim öllum og í þeirri vinnu er stuðst við aðalnámskrána, sem kynnt var fyrir skömmu. Hún sagðist vonast til þess að skólanámskrár yrðu til- búnar í öllum leikskólun- um fyrir næsta skólaár, þ.e. haustið 2000. 1 Laugavegi 97 og Kringlunni VERO MODA Laugavegi 95 og Kringiunni VERO MODA TILBOÐ: Opið sunnudag frá kl. I 3-17. Fresh bolur Japan bolur Alberte skyrta Galliano peysa Greco pils Nitro buxur ofl. ofl. ofl. tilboð U49ÖT- K290T- 2799ÖT- 2^ÖT- 790.- 790,- 1.490, - 1.490. - 1.590.- 2.990,- JACK & JONES TILBOÐ: Ótrúleg tilboð vegna flutnings verslunarinnar á aðra hæð Kringlunnar. Komdu og kíktu á verðin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.