Morgunblaðið - 28.10.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Til stendur að selja húsnæði Leikskólans Mýri í Skerjafírði
Framtíð
leikskólans
óljós
Skerjafjörður
NOKKUR óvissa ríkir um
framtíð Leikskólans Mýri,
sem rekinn hefur verið í húsi
Læknafélags Reykjavíkur
við Skerplugötu 1 í Skerja-
flrði. Ólafur Þór Ævarsson,
formaður Læknafélags
Reykjavíkur, sagði í samtali
við Morgunblaðið að félagið
hygðist selja húsið og að
Reykjavíkurborg hefði for-
kaupsrétt. Hann sagðist
hinsvegar ekki vita hvort
borgin myndi nýta sér for-
kaupsréttinn og ef hún gerði
það ekki yrði húsið selt á al-
mennum markaði.
Málið í algerri biðstöðu
„Ég myndi helst vilja að
þarna yrði áfram rekinn leik-
skóli,“ sagði Ólafur Þór.
Hann sagði að ungir læknar í
Læknafélaginu hefðu keypt
húsið á sínum tíma til að
reka í því leikskóla fyrir
börn lækna, en nú væri svo
komið að fá börn lækna væru
þar lengur og félagið hefði
ekki efni á að eiga húsið að
svo stöddu.
Unnur Jónsdóttir, leik-
skólastjóri á Mýri, sagðist
skilja vel afstöðu Læknafé-
lagsins.
„Málið er í algerri bið-
stöðu,“ sagði Unnur. „Við
vitum ekki hvað verður, það
er hvort borgin kaupir húsið
eða hvort byggður verður
nýr leikskóli, allavega verða
börnin ekki höfð á götunni."
Að sögn Unnar er leik-
skólinn rekinn af foreldrafé-
laginu, en samkvæmt þjón-
ustusamningi við Reykjavík-
urborg. Hún sagði að skólinn
tilheyrði í raun Leikskólum
Reykjavíkur en að hann væri
sá eini á þeirra vegum sem
ekki væri í húsnæði í eigu
borgarinnar.
Unnur sagði að Læknafé-
lagið hefði reynst leikskólan-
um afar vel. Hún sagði að
foreldrafélag leikskólans
hefði gert samning við
Læknafélagið til 10 ára árið
1989 og nú væri samningur-
inn að renna út og því kæmi
það ekki á óvart að félagið
vildi selja húsið.
„Húsið er nú kannski ekk-
ert draumahús fyrir leik-
skóla, nema fyrir þá sem
Morgunblaðið/Ásdís
Læknafélag Reykjavíkur hyggst selja húsnæði sitt í
Skerjafirði sem staðsett er á Skerplugötu 1. Leikskólinn
Mýri hefur haft aðsetur í húsinu síðustu ár og því ríkir
nokkur óvissa um framtíð skólans.
þekkja það og hafa starfað
þar,“ sagði Unnur og vísaði
til þess að það væri gamalt
og á fjórum hæðum. Húsið á
sér í raun nokkuð merkilega
sögu, því það stóð áður við
norðvesturhorn Tjarnarinn-
ar, en var flutt út í Skerja-
fjörð þegar ákveðið var að
byggja Ráðhús Reykjavíkur
við Tjörnina.
Efast ekki um að fundin
verði farsæl lausn á málinu
Bergur Felixson, fram-
kvæmdastjóri Leikskóla
Reykjavíkur, sagðist hafa
fengið bréf frá Læknafélagi
Reykjavíkur, þar sem sagði
frá áformum þess um sölu á
húsinu. Bergur sagði að
Læknafélaginu hefði verið
sent bréf til baka þar sem
spurst hefði verið fyrir um
verð hússins. Ólafur Þór
sagði í samtali við Morgun-
blaðið að verið væri að meta
húsið.
Að sögn Bergs kemur ým-
islegt til greina í þessu máli,
t.d. að kaupa húsið og halda
áfram leikskólarekstri í því
eða byggja nýjan, stærri og
hentugri leikskóla á lóð
Landspítalans við Reykja-
víkurflugvöll. Hann sagði að
skipulagsyfirvöldum hefði
verið send fyrirspurn um það
hvort Leikskólar Reykjavík-
ur fengju lóð þar, en ekki
væri búið að skipuleggja
svæðið. Bergur sagði að enn
væri nægur tími til stefnu og
efaðist ekki um að fundin
yrði farsæl lausn á þessu
máli.
Mikil gerjun í leikskólamál-
um Kópavogsbæjar
Nýr leikskóli
í vesturbænum
Kópavogur
GERT er ráð fyrir að
framkvæmdir við bygg-
ingu nýs leikskóla á lóðinni
við Kópavogsbraut 17, í
vesturbæ Kópavogs, hefj-
ist á næsta ári. Þetta kom
fram í samtali Morgun-
blaðsins við Sesselju
Hauksdóttur, leikskólafull-
trúa Kópavogsbæjar, en
hún sagðist vona að leik-
skólinn yrði tekinn í notk-
un næsta haust, eða fyrir
skólaárið 2000 til 2001.
Að sögn Sesselju eiga
ríkisspítalamir lóðina og
er Kópavogsbær nú að
semja við þá um kaup á
henni. Hún sagði að leik-
skólinn yrði fjögurra
deilda og myndi rúma um
120 til 130 böm. Áætlaður
kostnaður væri um 90
milljónir króna.
Nýr leikskóli
í Núpalind
Leikskólinn verður stað-
settur í mjög grónu hverfi í
Kópavogi, en Sesselja
sagði að það vantaði leik-
skóla á þetta svæði. Hún
sagði að leikskólinn yrði
mjög vel staðsettur þarna,
þar sem staðurinn væri í
alfaraleið.
Sesselja sagði að mikið
væri að gerast í leikskóla-
málum í bænum, til að
mynda yrði nýr leikskóli
opnaður í Núpalind, hinu
nýja hverfi austan Reykja-
nesbrautar, um áramótin.
Sá leikskóli kemur til með
að rúma 120 böm og er
hann þegar orðinn fullset-
inn, enda mikið af ungu
fjölskyldufólki í hverfinu.
Að sögn Sesselju þarf því
þegar að fara að huga að
næsta skrefi í leikskóla-
málum í þessum hluta bæj-
arins.
Að sögn Sesselju hefur
gengið vel að manna leik-
skólana og ekki skapast
vandræði vegna manneklu.
Þá sagði hún að hlutfall
leikskólakennara væri
þokkalegt í Kópavogi eða
um 50%, miðað við 40% á
landsvísu.
Faglega starfið er mjög
kröftugt í leikskólunum, að
sögn Sesselju. Verið er að
vinna að gerð skóla-
námskráa í þeim öllum og í
þeirri vinnu er stuðst við
aðalnámskrána, sem kynnt
var fyrir skömmu. Hún
sagðist vonast til þess að
skólanámskrár yrðu til-
búnar í öllum leikskólun-
um fyrir næsta skólaár,
þ.e. haustið 2000.
1
Laugavegi 97 og Kringlunni VERO MODA
Laugavegi 95 og Kringiunni
VERO MODA TILBOÐ:
Opið sunnudag frá kl. I 3-17.
Fresh bolur
Japan bolur
Alberte skyrta
Galliano peysa
Greco pils
Nitro buxur
ofl. ofl. ofl. tilboð
U49ÖT-
K290T-
2799ÖT-
2^ÖT-
790.-
790,-
1.490, -
1.490. -
1.590.-
2.990,-
JACK & JONES TILBOÐ:
Ótrúleg tilboð vegna
flutnings verslunarinnar á
aðra hæð Kringlunnar.
Komdu og kíktu á verðin!