Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 28.10.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 35 LISTIR Gítartríóið Guitar Islancio með tónleika á Norðurlöndum og nýjan geisladisk íslensk þjóðlaga- tónlist fönguð í djassbúning Islensk tónlist í bland við evrópskan djass er blanda sem Sigrún Davíðsdóttir heyrði en þeir fóru í hljómleikaferð að kynna nýja geisladiskinn sinn. „SVONA er Reykjavík í dag,“ segir Björn Thoroddsen gítar- leikari fullum sal af áhugasöm- um áheyrendum í Jónshúsi, eftir að hafa sagt frá reynslu þeirra félaganna í Guitar Islancio, þeg- ar þeir hafa farið í grunnskóla og spilað fyrir krakkana. Það dugir ekki að segja þeim að gít- arleikarinn Django Reinhardt hafi aðeins haft tvo fingur á vinstri hendi, heldur þarf að hafa söguna miklu mergjaðri. Annars yppa þau bara öxlum. Það var hins vejgar ekki erfitt að fanga athygli Islendinga í Jónshúsi á dögunum er gítar- tríóið flutti heillandi og seiðandi tónlist með fáguðum blæ en ólg- andi „músíkalíteti" undir niðri. Það spillir heldur ekki fyrir að tríóið, sem auk Björns telur Gunnar Þórðarson gítarleikara og Jón Rafnsson bassaleikara, bregða léttilega á leik í kynning- um. Þessa vikuna eru þeir áTerð um Danmörku, Svíþjóð og Osló, en ferðin endar í Norræna hús- inu, þegar Reykvíkingar fá að kynnast því hvað þeir félagar eru að úðra þessa mánuðina. Geisladiskurinn: Mjólkin úr kúnni „ Við hugsum okkur þessa tónlist sem kynningu á íslenskri tónlist, íslenskuin þjóðlögum í evrópskum búningi,“ segir Björn Thoroddsen í hléinu. Með evróska djassbúningnum á hann við að hljómfallið í gíturunum er innblásið af tónlist manna eins og Django Reinhardt og Stephan Grappellis. Notkun kassagítar- sins ber keim af stíl þeirra, út- skýrir Björn. Hljóðfæraskipunin, tveir kassagítarar og bassi er í augum ófróðs allsérstök. Björn segir þá þremenninga fyrsta til þess að Guitar Islancio lýkur Norðurlandaferðsinni með tónleikum í Norræna húsinu 31. október. nota þessa skipan á íslandi. „ Annars er þetta víða talsvert al- gengt, einmitt í þessum Django- stíl, sem fyrir sunium nálgast trúarbrögð, þótt þetta sé gamall stíll,“ bætir Björn við. „Við Gunni höfum lengi haft áhuga á að gera gítarplötu, svo við fórum að hittast einu sinni í viku, svona eins og konur í saumaklúbb og síðan vatt þetta upp á sig,“ segir Björn um tríóið, sem nú hefur starfað í ár. „Geisladiskurinn er mjólkin, sem kemur úr beljunni,“ bætir hann við með bros á vör. Þeir þremenningar hafa sam- eiginlegan áhuga á þessum evrópska Django-stíl og komu að íslenskum þjóðlögum með hann í huga. „Það er auðvitað marg- búið að útsetja íslensk þjóðlög, Guitar Islancio-tríóið flytja í Jónshúsi áður en við ákváðum að fara aðra leið, spinna í kringum lögin og útsetja fyrir þessa hljóðfæra- skipan okkar,“ segir Björn. Viðbrögð gestanna í salnum voru vísbending um þeir félag- arnir hafa sannarlega hitt á skemmtilega og nýstárlega leið. Og eins og einn tónleikagestur- inn hafði á orði eftir tónleikana þá eru þeir þremenningarnir einfaldlega svo stórgóðir tónlist- armenn. Norðurlandareisa endar í Norræna húsinu Norðurlandaferðin er styrkt af NOMUS og var farin til að kynna geisladiskinn, sem er að koina út þessa dagana. Ur Jóns- húsi síðdegis á sunnudag lá leið- in í Færeyingahúsið á Vester- brogade í Kaupmannahöfn, en félagsheimili Færeyinganna er veglegt samkomuhús sem er vel sótt. Það varð fyrir valinu því tríóinu er umhugað um að rækta tengslin við frændur okkar Fær- eyinga, „og svo er gott að vera vinur þeirra, ef þeir finna olíu“, bætir Björn við af ábyrgðar- lausri glettni. Síðan er haldið til Jönköping og áfram til Stokkhólms þar sem þeir félagar spilar á Nailen sem er fornfrægur tónlistarstaður í borginni og hefur nýlega verið gerður upp. Síðasti viðkomu- staður er Osló, en síðustu tón- leikarnir í ferðinni verða í Nor- ræna húsinu 31. október. Þeir þremenningarnir eru all- ir mikilvirkir tónlistarmenn. Þannig er Björn Thoroddsen til dæmis með tríó, sem á menning- arári Reykjavíkur á næsta ári mun ásamt Agli Olafssyni meðal annars spila á vegum borgar- innar í hinum borgunum, sem einnig eru evrópskar menning- arborgir. REGATTA 30%VERÐLÆKKUN ALLT AÐ 30% LÆGRAVERÐ EN AÐUR Stroff og riflás Á ermum er bæði stroff og riflás. ■ Hetta í kraga Góð hetta með stillanlegu bandi. Mjúkt hálsmál Flísefnið nær upp í hálsmálið.Vandaður frágangur. Regn- og vindjakki Ytrabyrðið er 100% regn- og vindheldur jakki með ISOTEX-öndun og eingangrun. Mittisteygja Stillanleg teygja í mittið. Vandaður flísjakki Flísjakkann notar þú stakan - allt árið, eða sem hlýtt fóður þegar kalt er í veðri. Fóður Jakkinn er fóðraður. 10.400 Aöur15.444- gu ^ Brjóstvasar pi; Góðir vasar Hjk með rennilás og flipa. A 159 HOCKNEY Vind- og regnheldur jakki með lausum flísjakka innan í. ISOTEX-einangrun og öndun. Hetta í kraga. VERÐ ÁÐUR 20.358- W 282 WHISTLER Vind- og regnheldur jakki úr RIPSTOP-Polyamide-efni. ISOTEX-einangrun og öndun. Hetta í kraga. RÉTTVERÐ 12.480- Vasar Fjórir stórir vasar með rennilás og flipa. SENDUM EINNIG í PÓSTKRÖFU OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ10-14 Regatta GREATOUTDOORS Stormflipar Mittisteygja Flfsjakkanum er rennt í Stillanleg ytrabyrðið með öflugum rennilás. teygja í mittið. Stormflipar eru yfir öllum rennilásum. UTÖNDUN ISOTI Grandagarði 2, Rvík, sími 580-8500 og 800-6255

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.