Morgunblaðið - 12.11.1999, Page 1
STOFNAÐ 1913
258. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR12. NÓVEMBER1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐINS
Utanríkisráðherrann segir Rússa vilja binda enda á átökin í Tsjetsjníu sem fyrst
Astandið í flóttamanna-
búðum „skelfilegt“
Dubai, Helsinki, Moskvu, Sleptovsk^ja. AFP, AP, Reuters.
NORÐMAÐURINN Kim Traavik, sem fór fyrir
sendinefnd Öryggis- og samvinnustofnunar
Evrópu (ÖSE) til Tsjetsjníu, hvatti í gær Rússa
og þjóðir heims til að leysa vanda þeirra 200 þús-
und manna sem flúið hafa Tsjetsjníu undanfam-
ar vikur vegna árása Rússa. Travik sagði að
ástandið í flóttamannabúðunum í Ingúsetíu, sem
sendinefndin heimsótti, væri „skelfilegt" og að
aðgerða væri þörf í snatri.
Atökin í Tsjetsjníu verða tekin til umfjöllunar
á leiðtogafundi ÖSE, sem haldinn verður í Istan-
búl í Tyrklandi 18. og 19. nóvember. Vestræn
ríki hafa hert gagnrýni sína á Rússa þessa síð-
ustu daga fyrir fundinn, og hafa þau ítrekað
hvatt þá til að taka upp friðarviðræður við yfir-
völd í Tsjetsjníu.
Rússar hafa hingað til tekið slíkum hugmynd-
um fálega og segja uppgjöf skæruliða forsendu
viðræðna. ígor Shabduraslov, starfsmannastjóri
Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta, sagði á
fréttamannafundi í gær að jafnvel þótt friðar-
viðræður yrðu hafnar, myndu hernaðaraðgerðir
Rússa í Tsjetsjníu ekki taka enda. Utilokaði
hann að slíkar viðræður gætu leitt til þess að
Rússar veittu Tsjetsjenum formlegt sjálfstæði.
Pólitískrar lausnar leitað
Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands,
lýsti því yfir í gærkvöldi að Rússar vildu binda
enda á átökin í Tsjetsjníu sem fyrst og hefja við-
ræður um pólitíska lausn deilunnar. Sagði hann
að það yrði unnt ef skæruliðar í Tsjetsjníu gæf-
ust upp.
Reuters
Tsjetsjnesk böm í Spútnik-flóttamannabúð-
unum í Ingúsetíu í gær. Farið er að kólna í
veðri og óttast er um afdrif flóttamannanna,
sem búa í tjöldum og hafa fæstir skjólgóðar
flíkur meðferðis.
Þá hafði ínter/ax-fréttastofan í gær eftir ígor
Sergejev, varnarmálaráðherra Rússlands, að
„það væri mögulegt" að hernaðaraðgerðum
Rússa í Tsjetsjníu yrði lokið fyrir áramót. Rúss-
neskir stjómmálamenn og yfirmenn hersins
hafa hingað til verið afar varkárii- í ummælum
um hvenær sókninni gegn íslömskum skærulið-
um yrði lokið. Æðsti herforingi Rússa í Tsjet-
sjníu sagði til dæmis í viðtali á miðvikudag að að-
gerðirnar gætu staðið yfir í allt að þrjú ár.
Rússneski herinn gerði í gær árásir á höfuð-
borgina Grosní og bæinn Bamut, sem hefur ekki
hemaðarlegt gildi, en er táknrænn sem eitt síð-
asta vígi skæruliða í stríðinu 1994-1996.
Sádí-Arabar neita aðild
Innanríkisráðherra Sádí-Arabíu, Naif prins,
hefur vísað á bug þeim ásökunum Rússa að Sádí-
Arabar hafi sent skæmliðum í Tsjetsjníu vopn.
„Þetta era algjör ósannindi," höfðu sádí-arabísk
dagblöð eftir innanríkisráðherranum í gær.
Rússar fullyrða að sádí-arabíski hryðjuverka-
maðurinn Osama bin Laden standi að baki til-
raunum íslamskra skæruliða til að ráðast inn í
Dagestan-hérað frá Tsjetsjníu, með það fyrir
augum að stofna þar íslamskt ríki. Hafa þeir
meðal annars bannað beint flug frá Dagestan til
Sádí-Arabíu og nokkurra annarra múslimaríkja,
til að torvelda komu erlendra málaliða til hérað-
sins. Samtök múslima í Dagestan mótmæltu
banninu í gær og sögðu það hindra för um 2 þús-
und Dagestana, sem hugðust leggja upp í píla-
grímsferð tO Mekka 16. nóvember.
Fjölbýlishiis hrundi til grunna í bænum Foggia á Italíu
iMymMiiiiiiHimiiii tiifi
Reuters
Ekkert er eftir af fjölbýlishúsinu, sem hrundi snemma í gærmorgun, nema grjóthrúga. Talið er, að þá hafi
verið að minnsta kosti 70 manns í húsinu.
/
Ottast að tugir manna hafi farist
Foggia. Reuters, AP.
Oflugur
eftirskjálfti
í Tyrklandi
Einn maður lést
Istanbúl. AFP, AP.
JARÐSKJÁLFTI sem mældist 5,7
stig á Richters-kvarða reið yfir
vesturhluta Tyrklands í gær, og
varð hann að minnsta kosti einum
manni að bana. Nærri tvö hundrað
manns slösuðust, en flestir þeirra
sem fluttir voru á sjúkrahús höfðu
annaðhvort hlotið beinbrot eða orð-
ið fyrir taugaáfalli.
Jarðskjálftinn er eftirskjálfti eft-
ir mikla skjálftann í ágúst, sem
varð um 17 þúsund manns að fjör-
tjóni. Hann átti upptök sín í Sakar-
ya-héraði, við bæinn Adapazari,
sem lagðist nánast í rúst í stóra
skjálftanum. Hafast margir
íbúanna enn við í tjöldum. Aldraður
maður í bænum lést af völdum
hjartaáfaOs og 156 bæjarbúar slös-
uðust.
Eins og vænta má olli jarð-
skjálftinn mikilli skelfingu, enda
missti stór hluti íbúanna á þessu
svæði ættingja eða heimUi í skjálft-
anum í ágúst. Hús titruðu einnig í
höfuðborginni Istanbúl, og síma-
samband rofnaði þar í heUa klukku-
stund.
Þúsundir eftirskjálfta hafa riðið
yfir Tyrkland síðan í ágúst. Þetta
mun vera sá öflugasti þeirra, fyrir
utan skjálfta sem varð um miðjan
september og mældist 5,8 stig á
Riehter.
OTTAST var í gær, að tugir
manna hefðu týnt lífi eða grafíst
undir rústum sex hæða fjölbýlis-
húss í bænum Foggia á Suður-íta-
líu, en það hrundi snemma í gær-
morgun, er allir voru í fastasvefni.
í gærkvöldi höfðu björgunarmenn
fundið lfk 15 manna, en tekist
hafði að bjarga 17 manns lifandi
úr rústunum.
Talið er, að allt að 90 manns hafí
búið í húsinu en í því voru 24 íbúð-
ir. Er ekki vitað hve margir voru
þar í fyrrinótt, en giskað er á 70 til
90 manns.
Talið er, að eitthvað verulega
athugavert hafi verið við burðar-
virki hússins, en það var reist á
sjöunda áratugnum.
Heyrðu skruðninga og
forðuðu sér
Fimm manna fjölskyldu tókst að
forða sér út er hún heyrði mikla
skruðninga i húsinu og fann, að
það var á hreyfingu. Á leiðinni út
hringdi fólkið öllum dyrabjöllum í
anddyrinu til þess að vekja aðra
íbúa, en varð að forða sér þegar
húsið var í þann veginn að hryiya
saman.
Fimm mínútum áður en húsið
hrundi var hringt í siökkvilið bæj-
arins og það látið vita af skruðn-
ingunum í húsinu, en þá var það
orðið um seinan.
*
Ovissa á
A
N-Irlandi
Belfast. AFP.
DAVID Trimble, leiðtoga stærsta
flokks sambandssinna (UUP) á
Norður-íriandi, mistókst í gær-
kvöldi að telja þingflokk UUP á
norður-írska heimastjómarþinginu
á að samþykkja tillögur um hvernig
staðið verði að afvopnun írska lýð-
veldishersins (IRA) og myndun
heimastjómar í héraðinu. Munu 14
þingmenn hafa hafnað tillögunum í
atkvæðagreiðslu en 13 greitt at-
kvæði með þeim. Óljóst var hins
vegar hvort þetta væri endanleg af-
staða UUP og hvort endurskoðun
friðarsamkomulagsins frá því í
fyrra væri runnin út í sandinn.
George Mitchell, bandaríski öld-
ungadeildarmaðurinn fyrrverandi,
hefur boðað leiðtoga stríðandi fylk-
inga á nýjan fund í dag og þá mun
væntanlega skýrast betur hver af-
staða UUP er. Gerry Adams, leið-
togi Sinn Féin, stjórnmálaarms
IRA, sagði hins vegar í gærkvöldi
að sér hefði verið sagt að UUP
hefði hafnað tillögunum.
Slagsmál í fangelsi
Fullyrt er að þær tillögur sem
þingflokkur UUP hafði til umfjöll-
unar hafi borið með sér sérleg
skilaboð frá IRA um að samtökin
skuldbyndu sig til að halda friðinn.
Jafnframt mun Sinn Féin, stjóra-
málaarmur IRA, hafa útbúið yfir-
lýsingu þar sem flokkurinn segist
fordæma vopnuð átök. Meirihluti
þingmanna UUP mun hins vegar
ekki hafa talið orðalag yfirlýsing-
anna ganga nægilega langt. Enn-
fremur munu harðlínumenn í UUP
ekki hafa talið að nægilega væri
komið til móts við kröfur þeirra um
afvopnun IRA.
Harðlínumenn í IRA munu hins
vegar hafa talið að allt of langt væri
gengið til móts við óskir sam-
bandssinna í þessum nýjustu tillög-
um og írska lögreglan staðfesti í
gær að komið hefði til slagsmála í
fangelsi, þar sem margir IRA-fang-
ar eru vistaðir, á þriðjudagskvöld
þegar fulltrúar Sinn Féin kynntu
stöðu mála fyrir félögum í IRA.
----------+++------
EgyptAir-slysið
Oveður á
leitarsvæði
Newport í Rhode Island. AP.
ENN er engu hægt að slá fóstu um
orsakir þess að þota flugfélagsins
EgyptAir hrapaði í sjóinn skammt
frá Massachusetts 31. október.
Sérfræðingai- héldu í gær áfram að
rannsaka flugritann en upptökur í
honum gefa ekki til kynna að vélin
hafi hrapað stjórnlaust í hafið.
Utilokað er hins vegar talið að
fullyrða nokkuð um það hvað hafi
valdið hrapinu, slys, tilræði eða
mannleg mistök.
Vonast er til þess að leitarmenn
finni annan „svartan kassa“ með
hljóðupptökum flugmanna en þær
eru taldar geta varpað ljósi á að-
dragandann. Slæmt veður hindraði
að mestu leit á slysstað við Nant-
ucket-eyju í gær en búist var við að
vind lægði í dag.
■ HIjóðupptökur/26