Morgunblaðið - 12.11.1999, Page 2

Morgunblaðið - 12.11.1999, Page 2
■ 2 FÖSTUDAGUR 12, NÓVEMBER 1999______________________________________________ ______MORGUNBLAÐIÐ FRÍTTÍR Hæstiréttur dæmir manni miskabætur vegna handtöku Haldið saklausum í hálfan sólarhring Gróðursett fyrir veturinn Víða 16 til 18 stig HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt manni 20 þúsund krónur í bætur vegna handtöku. Rétturinn sagði það andstætt ákvæðum laga um meðferð opinberra mála að halda manninum í fangageymslum eftir að í ljós var komið að ekki vai' ástæða til að gruna hann um lög- brot. Maðurinn var handtekinn síð- degis dag einn í mars sl. þar sem hann var á ferð með samstarfs- manni sínum. Sá var grunaður um fíkniefnabrot, því pakki með einu kílói af amfetamíni hafði fundist í BMW-bifreið, sem hann fluttí til landsins. Fíkniefnalögreglan hafði Jörðin Syðri- Reykir I til sölu Þriðjungur í einum vatnsmesta hver lands- ins fylgir JARÐIRNAR Syðri-Reykir I og III í Biskupstungum era til sölu. Þeim fylgir liðlega þriðjungur í ein- um vatnsmesta hver landsins, Syðri-Reykjahver. Á Syðri-Reykjum I og nýbýlinu Syðri-Reykjum III, sem nú fylgii’ jörðinni, var lengi hefðbundinn bú- skapur en honum var hætt fyrir allmörgum áram. Jörðin er um 800 hektarar að stærð. Þar er nú rekin garðyrkjustöð og útleiga sumarbú- staðalanda. Á jörðinni eru þijú íbúðarhús og henni fylgja veiðirétt- indi í Brúará og læknum Fullsæl. Annar vatnsmesti hver Iandsins Syðri-Reykjahver er talinn ann- ar vatnsmesti hver landsins, næst- ur á eftir Deildartunguhver í Borg- arfirði. Hann var á sínum tíma mældur 40 sekúndulítrar en Grétar Grímsson eigandi jarðarinnar segir að ekki hafi verið unnt að mæla hann í mörg ár. Syðri-Reykir I og III eiga liðlega helming hversins og er hann notaður til að hita upp íbúðar- og útihús, gróðurhús og sumarbústaði. Grétar segir að á sínum hluta jarðarinnar séu um 50 sumarbústaðir, bæði á eignar- og leigulandi. Þá hefur hann skipulagt stórt sumarbústaðahverfi þar sem unnt er að koma fyrir um 80 bú- stöðum. Grétar hefur verið veikur og vill selja eignina ef viðunandi boð ber- ast. Hann segir að nokkuð hafi ver- ið spurst fyrir um hana án þess að það hafi leitt til sölu. fylgst með ferðum mannsins og lét til skarar skríða þennan dag. Mennirnir tveir vora færðir á lögreglustöð. Þegar maðurinn, sem síðar höfðaði mál til greiðslu bóta, hafði gefið lögreglunni skýrslu, sex klukkustundum eftir handtökuna, taldi lögregla að hann væri ekki viðriðinn umrædd brot. Honum var þó ekki sleppt þar sem lögregla taldi hugsanlegt að hann gæti spillt íyrir rannsókn málsins. Þá fékk hann ekki að láta ættingja vita af sér fyrr en kl. 22.30 um kvöldið, en hann var handtekinn kl. 16.30. Honum var ekki sleppt úr haldi fyrr en kl. 4.30 um nóttina, eftir hálfs sólarhrings innilokun, þegar lögreglan hafði handtekið annan mann sem reyndist eiga aðild að fíkniefnainnflutningnum. Óskýrður dráttur Héraðsdómur hafði fallist á þá röksemd lögreglu að hætta væri á að maðurinn spillti rannsókn máls- ins og féllst ekki á að hann ætti rétt til bóta. Hæstiréttur var á öðra máli og sagði andstætt lögum að lögregla héldi manni án þess að grunur léki á um að hann hefði framið lögbrot. Þá benti Hæstirétt- ur á að ekki hefði komið fram við- hlítandi skýring á því hvers vegna dróst í um það bil sex klukkustund- ir, frá því að maðurinn var tekinn höndum, að taka skýrslu af honum. ÞÓRUNN H. Sveinbjömsdóttir, fyrsti varaformaður stéttarfélagsins Eflingar, segir að með auknu fram- boði á menntun fyrir ófaglærða starfsmenn á leikskólum megi ná meiri stöðugleika í starfsmanna- haldi leikskólanna. Á undanförnum tuttugu áram hafa verið haldin stutt starfstengd námskeið fyrir starfs- fólk á leikskólum á vegum starfs- mannafélagsins Sóknar og Dagvist- ar barna í Reykjavík. Nýjar tillögur svokallaðs starfs- greinaráðs uppeldis- og tómstunda- greina ganga út á að komið verði á tveggja ára starfsnámi á sviði upp- eldismála í framhaldsskólum fyrir þá sem áhuga hafa á því að starfa sem aðstoðarmenn í leik- eða grannskólum. Markmið námsins yrði m.a. að auka færni nemenda í uppeldi og umönnun barna og ung- linga, kynna þeim leiki sem náms- leið hjá börnum og unglingum og þjálfa þá í að takast á við daglegt starf í leik- og grunnskólum. Starfs- náminu er einnig ætlað að vera hvatning til áframhaldandi náms. Tillögur starfsgreinaráðsins hafa að undanfömu verið til umfjöllunar í menntamálaráðuneytinu og að sögn Jónmundar Guðmarssonar, aðstoð- ai-manns menntamálaráðherra, hef- Maðurinn krafðist 150 þúsund króna í miskabætur en Hæstirétt- ur dæmdi honum 20 þúsund krón- ur. Málskostnaður greiðist úr ríkis- sjóði. ur sú ákvörðun verið tekin í ráðu- neytinu að bjóða fyrrgreindu starfs- greinaráði til viðræðna um næstu skref. Starfsgreinaráð uppeldis- og tómstundagreina er eins og kunnugt er eitt af fjórtán starfsgreinaráðum sem skipuð voru af menntamálaráð- herra, Bimi Bjarnasyni, á síðasta ári í þeim tilgangi að meta þörf fyrir stuttar starfsmenntabrautir í fram- haldsskólunum í samvinnu við at- vinnulífið. Um 60% allra starfsmanna leikskólanna ófaglærð Þórann bendir á í samtali við Morgunblaðið að ófaglært starfs- fólk sé nær 60% allra starfsmanna í leikskólum landsins. Gera megi ráð fyrir því að um helmingur þeirra HLÝTT var á landinu öllu í gær. Ibúar austan til á landinu nutu áfram mestu hlýindanna og mældist hiti mestur 18 stig á Sauðanesvita á Langanesi. Víða á Austfjörðum, til dæmis á Hall- ormsstað, mældist hiti í kring- um 16 stig en svalast var á Kambanesi, 7 stig. í Reykjavík var hiti um 11 stig og hlýtt þótt hvasst væri og minnti sunnanáttin höfuðborg- hafi lokið námskeiðum starfs- mannafélagsins Sóknar eða sam- bærilegum námskeiðum. Mikill áhugi sé meðal þessara starfs- manna á starfstengdu starfsnámi og komist oft færri að en vilji. Með því að bjóða upp á stuttar starfs- menntabrautir í framhaldsskólun- um megi hins vegar koma til móts við þennan áhuga ófaglærðs starfs- fólks á frekara námi. Að sögn Þórannar má m.a. rekja vanda þann sem nú ríkir hjá leik- skólum borgarinnar til þess að of mikil áhersla sé lögð á að ráða ein- göngu fagfólk til starfa á leikskóla, til að mynda leikskólakennara, leik- skólasérkennara eða annað fagfólk. Leikskólar Reykjavíkur auglýsi til dæmis yfirleitt eftir fagfólki og líti arbúa á tilveru sína. Þessir starfsmenn létu vindinn ekki á sig fá þar sem þeir unnu að gróðursetningu á horni Álf- heima og Suðurlandsbrautar. Hiti víðast hvar í Evrópu mældist á bilinu 6-9 stig í gær. Gera má ráð fyrir að hægja taki á vindi í dag og smám saman fari að kólna, en búast má við áframhaldandi hlýindum fram á mánudag. þar með framhjá þeirri staðreynd að um 60% allra starfsmanna leik- skóla landsins era ófaglærð. Þórunn bendir á að aðrir kostir séu í stöð- unni en að ráða eingöngu faglært fólk, til að mynda geti umönnun bama á leikskóla hentað húsmæðr- um sem hafi reynslu af því að ala upp sín eigin börn. Þá mætti kanna hvers vegna starfsfólk yfir sextugu er að mestu horfið af þessum starfs- vettvangi. „Er ekki starfsfólk milh sextugs og sjötugs jafn ve'rðmætt?" spyr Þórann. Samhliða þessu leggur Þórann þó áherslu á mikilvægi þess að réttar- stöðu og kjai'a ófaglærðra starfs; manna leikskólanna verði gætt. I þeim tilgangi vill hún að réttarstöðu ófaglærðra á leikskólum verði sér- staklega getið í lögum um leikskóla en einnig telur hún mikilvægt að laun þessara hópa verði hækkuð fra því sem nú er. Miðað við launataxta stéttarfélagsins Eflingar eru byrj- unarlaun ófaglærðs starfsmanns, undir tvítugu, á leikskóla rétt rúm- lega sjötíu þúsund krónur á mánuði en sá starfsmaður sem lokið hefur öllum námskeiðum Sóknar og er yf- ir 36 ára gæti verið með rúmlega níutíu þúsund krónur í laun á mán- uði. Morgunblaðið/Kristinn Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, varaformaður Eflingar, um málefni leikskólanna Of mikil áhersla á að ráða ein- göngu fagfólk | Sérblöð í dag Á FÖSTUDÖGUM Þátttaka í Evrópukeppni of kostnaðarsöm / C1, C2, C3 Charles Barkley og O’Neal í slagsmálum í Houston / C4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.