Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hæstiréttur í máli fyrrverandi forstjóra Landmælinga
Brottvikning ekki ólögmæt
HÆSTIRÉTTUR telur að engir þeir annmarkar
hafi verið á málsmeðferð umhverfisráðherra eða
ákvörðun hans um að víkja forstjóra Landmæl-
inga að fullu úr starfi á síðasta ári, sem leitt gætu
til ógildis ákvörðunarinnar. Par sem ákvarðanir
ráðherra voru hvorki ólögmætar að efni né formi
sýknaði Hæstiréttur ríkið einnig af varakröfu for-
stjórans fyrrverandi um viðurkenningu á bóta-
rétti hans.
Agústi Guðmundssyni var vikið úr starfi for-
stjóra Landmælinga af umhverfisráðherra, fyrst
um stundarsakir, en síðar að fullu eftir að rann-
sóknarnefnd hafði fjallað um mál hans. Til grund-
vallar frávikningunni um stundarsakir lá skýrsla
Ríkisendurskoðunar, þar sem taldar voru upp tólf
ávirðingar vegna starfa forstjórans, en í niður-
stöðum rannsóknamefndarinnar var talið að fjór-
ar þessara ávirðinga ættu við rök að styðjast og
réttlættu lausn um stundarsakir. Þessar ávirðing-
ar lutu að greiðslum vegna yfirvinnu, reikningum
vegna ferðakostnaðar og sölu á GPS-tæki til
stofnunarinnar.
Forstjórinn krafðist þess að ákvarðanir um-
hverfisráðherra yrðu ógiltar með dómi, en til
vara, að viðurkenndur yrði bótaréttur hans á
hendur ríkinu. Hæstiréttur taldi að ekki yrði
komist hjá því að virða þær fjórar ávirðingar, sem
rannsóknarnefndin hafði slegið fóstum í greinar-
gerð sinni, sem alvarlegar misfellur í starfi og
efnisleg skilyrði hefðu verið til þess, að umhverf-
isráðherra veitti forstjóranum lausn frá starfi um
stundarsakir. Ekki hefði verið skylt að veita hon-
um fyrst áminningu.
Flekklaus feriH
Hæstiréttur sagði ákvörðun umhverfisráðherra
ekki hafa brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslu-
laga eða jafnræðisreglum.
Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Pétur
Kr. Hafstein, Garðar Gíslason, Haraldur Henrys-
son, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Hjört-
ur skilaði sératkvæði og taldi brottvísun forstjór-
ans ekki hafa verið lögmæta, misfellur á fram-
göngu hans í starfi hefðu verið nær að öllu leyti
þess eðlis, að athugasemdir og leiðbeiningar
ásamt áminningu hefðu átt við til úrlausnar á mál-
inu. Sumar misfellnanna hefðu raunar verið svo
lítils háttar, að engin efni hefðui verið til sér-
stakra athugasemda. „Við mat sitt á því, hvaða
gagn væri að úrræðum af þessu tagi, gat ráðu-
neytið litið til þess, að um var að ræða mann, sem
átti að baki langan og flekklausan starfsferil hjá
stofnuninni, þar af í rúman áratug sem forstjóri
hennar," segir í sératkvæðinu, þar sem einnig er
bent á að forstjórinn hafi átt við veikindi að stríða
sem ekki hafi verið hægt að h'ta framhjá sem stað-
reynd í málinu.
Slökkviliðsmenn lögðu áherslu á að einangra eldinn í þaki hússins.
Morgunblaðið/Júlíus
Milljónatjón vegna
eldsvoða hjá Rúilum
TÖLUVERT tjón hlaust af þegar
eldur kom upp í vinnslusal fisk-
réttafyrirtækisins Rúlla ehf. í Garði
í gærmorgun og segir fram-
kvæmdastjóri skaðann nema millj-
ónum króna. Skemmdir eru þó
minni en upphaflega var talið. Segir
slökkviliðsstjóri Brunavama Suður-
nesja brunavömum hafa verið
ábótavant.
Eldsupptök í fyrirtækinu, sem
stendur við Kothúsaveg 16 í Garði,
vora í djúpsteikingarpotti sem
kveikt var á um sjöleytið í gær-
morgun. Skömmu síðar logaði eldur
í pottinum og var þá rafmagn slegið
af, herberginu lokað og haft sam-
band við slökkvilið.
Allt tiltækt lið Bmnavama Suður-
nesja var kallað á staðinn og hafði að
mestu tekist að ráða niðurlögum
eldsins um ellefuleytið í gærmorgun.
Bmnavömum var mjög ábóta-
vant að sögn Sigmundar Eyþórs-
sonar, slökkviliðsstjóra Branavama
Suðumesja. Nokkmm sinnum hafði
verið byggt við húsið og var hólfun
milli bygginga léleg. Skemmdir á
húsnæði vom að því er Sigmundur
sagði litlar og betur fór en á horfð-
ist í fyrstu. Skemmdir urðu aðallega
í timburþaki sem eldurinn hafði
læst sig í þegar slökkviliðið mætti á
staðinn.
Ástand birgða
metið í dag
Framkvæmdastjóri Rúlla ehf.,
Örlygur Ólafsson, sagði tjónið nema
milljónum króna. Hann vonaðist þó
til að skemmdir á hráefni og vinnu-
vélum væm litlar, en auk skemmda
á þaki og djúpsteikingarklefa urðu
Töluvert miklar skemmdir urðu á klefanum þar
sem djúpsteiking fer fram.
skemmdir af völdum vatns og
reyks.
Að sögn Örlygs liggur mat á tjóni
ekki fyrir og verður ástand hráefn-
isbirgða og vinnuvéla metið í dag.
Örlygur taldi tjón birgða þó kunna
að mælast óvemlegt, en birgðastaða
fyrirtækisins var metin á 12 milljón-
ir króna. Unnið
hafði verið að
endurbótum á
húsnæði Rúlla
ehf. frá því í
september til að
hægt yrði að
uppfylla skilyrði
fyrir vinnsluleyfi-
Framleiðsla átti
að hefjast á ný í
gærmorgun og
var því óvenju-
mikið af tilbún-
um fiskréttum í
frystigeymslu
fyrirtækisins.
Eigandi hús-
næðisins er
Norður-Atlants-
hafssjóðurinn og
sagði Örlygur
það hans að meta
hvort ráðist yrði í
endurbætur á
húsinu. Hann
sagði Rúllur ehf.
stefna að því að
hefja vinnslu á
ný fljótlega eftir
áramót og bjóst
þá við að sú
framleiðsla yrði í
öðm húsnæði.
Hjálmar Jónsson um kjör Sigríðar
Onnu sem forseta Norðurlandaráðs
Mikill meirihluti
studdi Sigríði Onnu
HJÁLMAR Jónsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og einn sjö
fulltrúa í Islandsdeild Norður-
landaráðs, segir að mikill meiri-
hluti Norðurlandaráðs hafi staðið
að baki kjöri Sigríðar Önnu
Þórðardóttur, þingmanns Sjálf-
stæðisflokksins, í embætti for-
seta Norðurlandaráðs. Kjörið fór
fram eins og kunnugt er á þingi
Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í
fyrradag.
Hjálmar segir að íhaldsflokk-
amir og miðflokkamir í Norður-
landaráði hafi stutt Sigriði Önnu
en vinstriflokkamir og sósíalde-
mókratar hafi hins vegar ekki
komið sér saman um einn fram-
bjóðanda. Ekki sé því rétt að
miðflokkamir hafi verið óánægð-
ir með kjör Sigríðar Önnu, þvert
á móti hafi þeir stutt kjör hennar
í umrætt embætti.
Hjálmar leggur áherslu á að
meirihluti íslandsdeildar Norður-
landaráðs hafi gert tillögu um
Sigríði Önnu í embætti forseta
Norðurlandaráðs og það sama
hafi verið upp á teningnum innan
kjömeftidar Norðurlandaráðs en
sú nefnd gerir formlega tillögu
um forseta ráðsins. Hjálmar á
sæti í kjömeftidinni og segir hann
að fjórir af sjö fulltrúum kjör-
nefndarinnar hafi með öðram orð-
um stutt Sigríði Önnu. Tveir hafi
haldið nafni Sighvats Björgvins-
sonar, þingmanns Samfylkingar-
innar, á loft og einn nafni Stein-
gríms J. Sigfússonar, þingmanns
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs. „Þessir þrír sáu hins
vegar fram á að þeir hefðu ein-
faldlega tapað í kjöri og þess
vegna var ekki farið út í kosningu,
hvorki í kjömefndinni né á þing-
inu,“ segir Hjálmar. Hann fullyrð-
ir ennfremur að framboð Sighvats
til embættisins hafi einungis verið
sjónarspil sviðsett af sósíalde-
mókrötum, sjónarspil án alls
styrks og of seint fram komið.
Stóra ffkniefnamálið
Einn laus
úr gæslu-
varðhaldi
KARLMAÐUR á fimmtugs-
aldri, sem setið hafði sautján
daga í gæsluvarðhaldi að kröfu
efnahagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjórans, vegna rannsókn-
ar á fjármálahlið stóra fíkni-
efnamálsins, var látinn laus í
gær.
Gæsluvarðhald hans var
framlengt einu sinni á tímabil-
inu, en ekki þótti ástæða til að
krefjast áframhaldandi gæslu í
gær. Enginn situr því í gæslu-
varðhaldi, að kröfu efnahags-
brotadeildarinnar, en alls hefur
efnahagsbrotadeildin fengið
þrennt úrskurðað í gæsluvarð-
hald síðan rannsókn málsins
hófst.
Að kröfu lögreglunnar í
Reykjavík sitja enn tíu menn í
gæsluvarðhaldi. Fjórir þeirra
vom í fyrradag úrskurðaðir í
áframhaldandi gæslu til 15.
mars á næsta ári.
GESTAFJÖLDI FRÁ NOKKRUM LÖNDUM
I' JAN-OKTÖBER 1998 og 1999
1998 1999 Breyting
Heildarfjöldi.................... 210.556 236.501 12,3%
Bandaríkin........................ 34.917 38.209 9,4%
Bretland.......................... 24.262 27.609 13,8%
Svíþjóð........................... 18.772 23.626 25,8%
Noregur........................... 17.134 19.916 16,2%
Danmörk........................... 21.270 23.206 9,1%
Þýskaland......................... 30.481 29.845 -2,1%
Frakkland......................... 10.206 12.870 26,1%
Ítalía............................. 6.535 7.423 13,6%
Þegar komnir
26.000 fleiri
erlendir gestir
AUKNING í fjölda erlendra ferða-
manna til íslands varð rúmlega
3.000 í síðastliðnum októbermánuði
miðað við sama mánuð í fyrra eða
um 25%. í mánuðinum komu alls
16.358 erlendir gestir til landsins, en
í október 1998 vora þeir 13.116.
Fyrstu tíu mánuði ársins er aukn-
ing í fjölda erlendra gesta til lands-
ins rúmlega 26.000 miðað við sömu
mánuði í fyrra eða 12,3%. Nú í lok
október er fjöldi erlendra gesta orð-
inn meiri en nokkra sinni fyrr á
heilu ári þótt nærri tveir mánuðir
séu eftir af árinu.
Þá hefur orðið framhald á þeirri
þróun undanfarinna ára að aukning-
in verður nú meiri utan háannatím-
ans. Þannig var aukningin í júní, júlí
og ágúst alls um 10.000 gestir en
aukningin er um 16.000 gestir alls í
öðmm mánuðum ársins.
Ekki er óeðlilegt miðað við núver-
andi upplýsingar að gera ráð fyrir
að aukning utan sumarmánaðanna
þriggja verði um 20.000 gestir í ár.
Að því hefur verið stefnt lengi að
aukningin verði hlutfallslega meiri
að vetri en sumri og hefur mikill ár-
angur náðst í því nú síðustu árin.
Flestir erlendu gestanna nú í októ-
ber komu frá Bandaríkjunum 3.011.
Þá komu 2.264 frá Bretlandi, 2.096
frá Svíþjóð og 2.084 frá Noregi.