Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hæstiréttur í máli fyrrverandi forstjóra Landmælinga Brottvikning ekki ólögmæt HÆSTIRÉTTUR telur að engir þeir annmarkar hafi verið á málsmeðferð umhverfisráðherra eða ákvörðun hans um að víkja forstjóra Landmæl- inga að fullu úr starfi á síðasta ári, sem leitt gætu til ógildis ákvörðunarinnar. Par sem ákvarðanir ráðherra voru hvorki ólögmætar að efni né formi sýknaði Hæstiréttur ríkið einnig af varakröfu for- stjórans fyrrverandi um viðurkenningu á bóta- rétti hans. Agústi Guðmundssyni var vikið úr starfi for- stjóra Landmælinga af umhverfisráðherra, fyrst um stundarsakir, en síðar að fullu eftir að rann- sóknarnefnd hafði fjallað um mál hans. Til grund- vallar frávikningunni um stundarsakir lá skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem taldar voru upp tólf ávirðingar vegna starfa forstjórans, en í niður- stöðum rannsóknamefndarinnar var talið að fjór- ar þessara ávirðinga ættu við rök að styðjast og réttlættu lausn um stundarsakir. Þessar ávirðing- ar lutu að greiðslum vegna yfirvinnu, reikningum vegna ferðakostnaðar og sölu á GPS-tæki til stofnunarinnar. Forstjórinn krafðist þess að ákvarðanir um- hverfisráðherra yrðu ógiltar með dómi, en til vara, að viðurkenndur yrði bótaréttur hans á hendur ríkinu. Hæstiréttur taldi að ekki yrði komist hjá því að virða þær fjórar ávirðingar, sem rannsóknarnefndin hafði slegið fóstum í greinar- gerð sinni, sem alvarlegar misfellur í starfi og efnisleg skilyrði hefðu verið til þess, að umhverf- isráðherra veitti forstjóranum lausn frá starfi um stundarsakir. Ekki hefði verið skylt að veita hon- um fyrst áminningu. Flekklaus feriH Hæstiréttur sagði ákvörðun umhverfisráðherra ekki hafa brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslu- laga eða jafnræðisreglum. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Garðar Gíslason, Haraldur Henrys- son, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Hjört- ur skilaði sératkvæði og taldi brottvísun forstjór- ans ekki hafa verið lögmæta, misfellur á fram- göngu hans í starfi hefðu verið nær að öllu leyti þess eðlis, að athugasemdir og leiðbeiningar ásamt áminningu hefðu átt við til úrlausnar á mál- inu. Sumar misfellnanna hefðu raunar verið svo lítils háttar, að engin efni hefðui verið til sér- stakra athugasemda. „Við mat sitt á því, hvaða gagn væri að úrræðum af þessu tagi, gat ráðu- neytið litið til þess, að um var að ræða mann, sem átti að baki langan og flekklausan starfsferil hjá stofnuninni, þar af í rúman áratug sem forstjóri hennar," segir í sératkvæðinu, þar sem einnig er bent á að forstjórinn hafi átt við veikindi að stríða sem ekki hafi verið hægt að h'ta framhjá sem stað- reynd í málinu. Slökkviliðsmenn lögðu áherslu á að einangra eldinn í þaki hússins. Morgunblaðið/Júlíus Milljónatjón vegna eldsvoða hjá Rúilum TÖLUVERT tjón hlaust af þegar eldur kom upp í vinnslusal fisk- réttafyrirtækisins Rúlla ehf. í Garði í gærmorgun og segir fram- kvæmdastjóri skaðann nema millj- ónum króna. Skemmdir eru þó minni en upphaflega var talið. Segir slökkviliðsstjóri Brunavama Suður- nesja brunavömum hafa verið ábótavant. Eldsupptök í fyrirtækinu, sem stendur við Kothúsaveg 16 í Garði, vora í djúpsteikingarpotti sem kveikt var á um sjöleytið í gær- morgun. Skömmu síðar logaði eldur í pottinum og var þá rafmagn slegið af, herberginu lokað og haft sam- band við slökkvilið. Allt tiltækt lið Bmnavama Suður- nesja var kallað á staðinn og hafði að mestu tekist að ráða niðurlögum eldsins um ellefuleytið í gærmorgun. Bmnavömum var mjög ábóta- vant að sögn Sigmundar Eyþórs- sonar, slökkviliðsstjóra Branavama Suðumesja. Nokkmm sinnum hafði verið byggt við húsið og var hólfun milli bygginga léleg. Skemmdir á húsnæði vom að því er Sigmundur sagði litlar og betur fór en á horfð- ist í fyrstu. Skemmdir urðu aðallega í timburþaki sem eldurinn hafði læst sig í þegar slökkviliðið mætti á staðinn. Ástand birgða metið í dag Framkvæmdastjóri Rúlla ehf., Örlygur Ólafsson, sagði tjónið nema milljónum króna. Hann vonaðist þó til að skemmdir á hráefni og vinnu- vélum væm litlar, en auk skemmda á þaki og djúpsteikingarklefa urðu Töluvert miklar skemmdir urðu á klefanum þar sem djúpsteiking fer fram. skemmdir af völdum vatns og reyks. Að sögn Örlygs liggur mat á tjóni ekki fyrir og verður ástand hráefn- isbirgða og vinnuvéla metið í dag. Örlygur taldi tjón birgða þó kunna að mælast óvemlegt, en birgðastaða fyrirtækisins var metin á 12 milljón- ir króna. Unnið hafði verið að endurbótum á húsnæði Rúlla ehf. frá því í september til að hægt yrði að uppfylla skilyrði fyrir vinnsluleyfi- Framleiðsla átti að hefjast á ný í gærmorgun og var því óvenju- mikið af tilbún- um fiskréttum í frystigeymslu fyrirtækisins. Eigandi hús- næðisins er Norður-Atlants- hafssjóðurinn og sagði Örlygur það hans að meta hvort ráðist yrði í endurbætur á húsinu. Hann sagði Rúllur ehf. stefna að því að hefja vinnslu á ný fljótlega eftir áramót og bjóst þá við að sú framleiðsla yrði í öðm húsnæði. Hjálmar Jónsson um kjör Sigríðar Onnu sem forseta Norðurlandaráðs Mikill meirihluti studdi Sigríði Onnu HJÁLMAR Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn sjö fulltrúa í Islandsdeild Norður- landaráðs, segir að mikill meiri- hluti Norðurlandaráðs hafi staðið að baki kjöri Sigríðar Önnu Þórðardóttur, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, í embætti for- seta Norðurlandaráðs. Kjörið fór fram eins og kunnugt er á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í fyrradag. Hjálmar segir að íhaldsflokk- amir og miðflokkamir í Norður- landaráði hafi stutt Sigriði Önnu en vinstriflokkamir og sósíalde- mókratar hafi hins vegar ekki komið sér saman um einn fram- bjóðanda. Ekki sé því rétt að miðflokkamir hafi verið óánægð- ir með kjör Sigríðar Önnu, þvert á móti hafi þeir stutt kjör hennar í umrætt embætti. Hjálmar leggur áherslu á að meirihluti íslandsdeildar Norður- landaráðs hafi gert tillögu um Sigríði Önnu í embætti forseta Norðurlandaráðs og það sama hafi verið upp á teningnum innan kjömeftidar Norðurlandaráðs en sú nefnd gerir formlega tillögu um forseta ráðsins. Hjálmar á sæti í kjömeftidinni og segir hann að fjórir af sjö fulltrúum kjör- nefndarinnar hafi með öðram orð- um stutt Sigríði Önnu. Tveir hafi haldið nafni Sighvats Björgvins- sonar, þingmanns Samfylkingar- innar, á loft og einn nafni Stein- gríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. „Þessir þrír sáu hins vegar fram á að þeir hefðu ein- faldlega tapað í kjöri og þess vegna var ekki farið út í kosningu, hvorki í kjömefndinni né á þing- inu,“ segir Hjálmar. Hann fullyrð- ir ennfremur að framboð Sighvats til embættisins hafi einungis verið sjónarspil sviðsett af sósíalde- mókrötum, sjónarspil án alls styrks og of seint fram komið. Stóra ffkniefnamálið Einn laus úr gæslu- varðhaldi KARLMAÐUR á fimmtugs- aldri, sem setið hafði sautján daga í gæsluvarðhaldi að kröfu efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjórans, vegna rannsókn- ar á fjármálahlið stóra fíkni- efnamálsins, var látinn laus í gær. Gæsluvarðhald hans var framlengt einu sinni á tímabil- inu, en ekki þótti ástæða til að krefjast áframhaldandi gæslu í gær. Enginn situr því í gæslu- varðhaldi, að kröfu efnahags- brotadeildarinnar, en alls hefur efnahagsbrotadeildin fengið þrennt úrskurðað í gæsluvarð- hald síðan rannsókn málsins hófst. Að kröfu lögreglunnar í Reykjavík sitja enn tíu menn í gæsluvarðhaldi. Fjórir þeirra vom í fyrradag úrskurðaðir í áframhaldandi gæslu til 15. mars á næsta ári. GESTAFJÖLDI FRÁ NOKKRUM LÖNDUM I' JAN-OKTÖBER 1998 og 1999 1998 1999 Breyting Heildarfjöldi.................... 210.556 236.501 12,3% Bandaríkin........................ 34.917 38.209 9,4% Bretland.......................... 24.262 27.609 13,8% Svíþjóð........................... 18.772 23.626 25,8% Noregur........................... 17.134 19.916 16,2% Danmörk........................... 21.270 23.206 9,1% Þýskaland......................... 30.481 29.845 -2,1% Frakkland......................... 10.206 12.870 26,1% Ítalía............................. 6.535 7.423 13,6% Þegar komnir 26.000 fleiri erlendir gestir AUKNING í fjölda erlendra ferða- manna til íslands varð rúmlega 3.000 í síðastliðnum októbermánuði miðað við sama mánuð í fyrra eða um 25%. í mánuðinum komu alls 16.358 erlendir gestir til landsins, en í október 1998 vora þeir 13.116. Fyrstu tíu mánuði ársins er aukn- ing í fjölda erlendra gesta til lands- ins rúmlega 26.000 miðað við sömu mánuði í fyrra eða 12,3%. Nú í lok október er fjöldi erlendra gesta orð- inn meiri en nokkra sinni fyrr á heilu ári þótt nærri tveir mánuðir séu eftir af árinu. Þá hefur orðið framhald á þeirri þróun undanfarinna ára að aukning- in verður nú meiri utan háannatím- ans. Þannig var aukningin í júní, júlí og ágúst alls um 10.000 gestir en aukningin er um 16.000 gestir alls í öðmm mánuðum ársins. Ekki er óeðlilegt miðað við núver- andi upplýsingar að gera ráð fyrir að aukning utan sumarmánaðanna þriggja verði um 20.000 gestir í ár. Að því hefur verið stefnt lengi að aukningin verði hlutfallslega meiri að vetri en sumri og hefur mikill ár- angur náðst í því nú síðustu árin. Flestir erlendu gestanna nú í októ- ber komu frá Bandaríkjunum 3.011. Þá komu 2.264 frá Bretlandi, 2.096 frá Svíþjóð og 2.084 frá Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.